Morgunblaðið - 12.12.1990, Page 39
MORGUNBþA,ÐIÐ MIÐVIKUPApUR 12. DESEMBER 1990
39
Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson
Unnið er af krafti við byggingu ísstöðvar við Dalvíkurhöfn, en ráð-
gert er að taka stöðina í notkun í mars á næsta ári.
Tveir sækja um stöðu
jafnréttisfulltrúa
TVÆR umsóknir bárust um
stöðu jafnréttisfulltrúa hjá Ak-
ureyrarbæ, en umsóknarfrest-
ur rann út fyrir helgi.
Báðar umsókirnar eru frá kon-
um. Þær sem sækja um stöðuna
eru Anna Sigurðardóttir, nemi í
félagsvísindadeild Háskóla. ís-
lands, en hún lýkur námi næsta
vor og Valgerður Bjarnadóttir,
félagsráðgjafi.
Hugnín Sigmundsdóttir, form-
aður jafnréttisnefndar sagði að
gert væri ráð fyrir að gengið yrði
frá ráðningu í stöðu jafnréttisfull-
trúa á fundi nefndarinnar í næstu
viku, en rætt yrði við umsækjend-
ur fljótlega.
J ÓLATÓNLEIKAR
í L AN GHOLTSKIRKJU
Græn tónleikaröð
fimmtudaginn 13. desember kl. 20.00
laugardaginn 15. desember kl. 15.00
Efnisskrá:
Árstíöirnar
efiir Vivaldi
Svita nr. 2
efitir Respighi
Pulcinella svítan
efitir Stravinskí
Einleikarar:
Bryndís Pálsdóttir (vor)
Laufiey Siguröardóttir (sumar)
Lin Wei (haust)
Andrzej Kleina/GuÖný Guðmundsdóttir (vetur)
Hljómsveitarstjóri:
GuÖmundur Oli Gunnarsson
AthugiÖ að tóleikarnir verÖa í Langholtskirkju.
Áskrifiendur eiga merktar sœtaraöir i kirkjunni.
UPPSELT á fimmtudag.
Tónleikarnir verða endurteknir laugardaginn
15. desember kl. 15.00. MiÖar eru seldir
á skrifistofu Sinfióníuhljómsveitarinnar
í Háskólabíói, sími 622255.
Sinfóníuhljómsveit íslands.
= r = er styrktaraÖili SÍstarfsáriö 1990-1991.
Bygging ísstöðvar á Dalvík:
ísinn verður afgreiddur
beint um borð í skipin
Dalvík.
HAFIN er bygging ísstöðvar við Dalvíkurhöfn. í haust var stofnað
hlutafélag um byggingu og rekstur ísstöðvar á Dalvík. Hluthafar í
félaginu eru allir útgerðarmenn á Dalvík ásamt fleiri aðilum. Stefnt
er að því að hlutafé verði um 16 milljónir króna og er enn unnið að
söfnun hlutafjár.
Frumkvöðlar að stofnun Isstöðvar-
innar hf. eru tveir vélstjórar við
Frystihús Kaupfélags Eyfírðinga á
Ðalvík. Kynntu þeir hugmyndir sínar
fyrir útgerðarmönnum á Dalvík, en
Iðnþróunarfélagið hafði gert athug-
anir á rekstrargrundvelli fyrir ísstöð-
ina. Sýndu útgerðarmenn á Dalvík
strax mikinn áhuga á hugmyndinni
og var ákveðið að stofna hlutafélag
til að starfrækja ísstöð við Dalvíkur-
höfn. Oft á tíðum hefur verið erfitt
að fá ís á Dalvík og með stækkun
bátaflota og aukinni umferð skipa
um höfnina hefur skapast meiri þörf
fyrir ís.
Kaupfélag Eyfirðinga og Söltun-
arfélag Dalvíkur hafa framleitt ís
fyrir fiskiskipin, en ísvélarnar eru
orðnar gamlar og anna vart eftir-
spurn. Þá þykir afgreiðsla á ís bæði
tafsöm og kostnaðarsöm því aka
þarf ísnum frá afgreiðslunni að
skipshlið og moka af vörubílum með
snigli sem flytur ísinn um borð. Með
nýju ísstöðinni verður veruleg breyt-
ing á, því ísinn vei'ður afgreiddur
beint um borð í skip við norðurgarð.
Unnið verður af krafti við bygg-
inguna eftir því sem tíð leyfir, en
hús stöðvarinnar verður byggt úr
stálgrind og klætt stálplötueiningum
frá Yleiningum hf. Verður húsið á 2
hæðum. Ráðgert er að Ijúka bygg-
ingaframkvæmdum í mars og verður
stöðin þá tekin í notkun. Keypt hafa
verið tæki til stöðvarinnar og verða
afköstin um 30-33 tonn af ís á sólar-
hring. ísvélarnar eru keyptar notaðar
frá Noregi, en afgreiðslubúnaður
verður nýr. Tæki stöðvarinnar eru
sjálfvirk þannig að ekki þarf meira
en tvö störf við stöðina.
Fréttaritari.
K*«f>rál
AfflYGUSVERÐAR
p Vz
Y*' .. vU\'»
V
\ X*Ít*r*Lstc&
& ,
BÍLDUDALSKÓNGURINN
ATHAFNASAGA PÉTURS J. THORSTEINSSONAR
ÁSGEIR JAKOBSSON
Þetta er saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem
var frumherji í atvinnulífi þjóðarinnar á
síðustu áratugum nftjándu aldar og fyrstu
áratugum þeirrar tuttugustu; saga manns,
sem vann það einstæða afrek að byggja upp
frá grunni öflugt sjávarpláss; hetjusaga
manns, sem þoldi mikil áföll og marga
þunga raun á athafnaferlinum og þó enn
meiri f einkalífinu.
SONUR SÓLAR
RITGERÐIR UM DULRÆN EFNI
ÆVAR R. KVARAN
Ævar segir hér frá faraónum Ekn-Aton,
sem dýrkaði sólarguðinn og var langt á
undan s.inni samtfð. Meðal annarra rit-
gerða hér eru t.d.: Sveppurinn helgi; Haf-
steinn Björnsson miðíll; Vandi miðilsstarfs-
ins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indriði
Indriðason; Máttur og mikilvægi hugsun-
ar; Er mótlæti f lífinu böl?; Himnesk tónlist;
Hefur þú lifað áður?
SKUGGSJA
BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF
MYNDIR UR UFIPETURS EGGERZ,
FYRRVERANDI SENDIHERRA
GAMAN OG ALVARA
PÉTUR EGGERZ
Pétur Eggerz segir hér fyrst frá lífi sínu sem
lftill drengur í Tjarnargötunni í Reykjavík,
þegar samfélagið .var mótað af allt öðrum
viðhorfum en nú tíðkast. Sfðan fjallar hann
um það, er hann vex úr grasi, ákveður að
nema lögfræði og fer til starfa í utanríkis-
þjónustunni og gerist sendiherra. Pétur
hefur kynnst miklum Ijölda fólks, sem
hann segir frá f þessari bók.
KENNARI Á FARALDSFÆTI
MINNINGAR FRÁ KENNARASTARFI
AUÐUNN BRAGISVEINSSON
Auðunn Bragi segir hér frá 3 5 ára kennara-
starfi sínu í öllum hlutum landsins. Hann
greinir hér af hreinskilni frá miklum íjölda
fólks, sem hann kynntist á þessum tíma,
bæði til lofs og lasts. Hann segir hér frá
kennslu sinni og skólastjórn á fimmtán
stöðum, m.a. á Akranesi, Hellissandi, Bol-
ungarvík, Ólafsfirði, Skálholti, Kópavogi
og í Ballerup í Danmörku.