Morgunblaðið - 12.12.1990, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990
Hernámið
— liin hliðin
HJÁ Isafold er komin út bókin Hernámið — hin hliðin eftir Louis
E. Marshall sem var ofursti í Bandaríkjaher á íslandi á árunum
1943-45. Frásögnin lýsir persónulegum viðhorfum höfundar til
þess sem hann sá og reyndi meðan á dvölinni hér stóð. Hann
hafði aðsetur í Trópólí-kampi, rétt við Háskólann, en fór í eftirlits-
ferðir í um fimmtíu bandarískar herstöðvar víðsvegar um land.
*. Louis E. Marshall er lögmaður
í San Antonio í Texas en hefur
auk þess lokið doktorsprófi í hag-
fræði. Frásögnin grundvallast á
endurminningum hans frá dvölinni
hér en segir auk þess frá aðdrag-
anda þess að hann kom hingað
og frá því sem við tók þegar hann
fór héðan. Einnig segir í bókinni
frá ástum og einkamálum höfund-
ar en hann á fjölskyldu hér á landi.
Höfundur hins íslenzka texta
sem byggður er á_ endurminning-
um ofurstans er Áslaug Ragnars
sem einnig hefur búið bókina til
prentunar.
Lífið er eins og slípaður steinn
með marga fleti. Birtan fellur aldr-
ei á alla þessa fleti samtímis. Það
má snúa þessum steini á ýmsa
vegu og sjá hann í því ljósi sem
maður vill hverju sinni. En jafnvel
tærasti eðalsteinn felur í sér lýti.
Lakasti steinninn á líka sína feg-
urð.
Mannlífið er’eitt samfellt stríð
og vopnin eru margvísleg, ekki
síður þar en í vopnuðum átökum
þjóða og hagsmunahópa.
Mitt eigið litla líf er eins og
klasi af flötum með misjafnlega
bjartri endurspeglun. Nú orðið
rennur hún saman í heildarmynd
af stórum steini sem í upphafi
vega var í nieðallagi, eftir því sem
ég er maður til að meta það. Sem
ég sit hér, í stofunni minni, með
þennan stein í mínum gamla lófa
og skoða hann í krók og kring,
beini honum að dagsbirtunni og
sný honum síðan undan henni ef
hún verður of skörp fyrir öldung-
inn sem þrátt fyrir allt hefur áunn-
ið sér vissa helgi, þ_á stendur þessi
steinn fyrir sínu. Ég bjóst aldrei
við að hann yrði framúrskarandi.
En ég reyndi að vanda mig.
Eftir því sem ég hafi vit, þroska
og hugrekki til á hveijum tíma.
Ef ég rýni um of í þennan stein
sé ég margt sem nístir mig. í
hjartastað.
Eftir á að hyggja er eitt og
annað sem ég vildi Sreytt hafa en
vonandi á það ekki fyrir mér að
liggja að dómgreindin bregðist
mér gjörsamlega, að ég fari að
hrófla mikið við því sem ég fæ
ekki breytt, sjálfum mér og öðrum
til tjóns og skapraunar.
Varnarræða? Já, auðvitað. Ég
er lögmaður. Lífið er barátta sem
snýst sitt á hvað um þetta tvennt:
sókn og vörn. Og hví skyldi ég
Langastræti í Trípólí-kampi.
ekki nú sem endranær snúa vörn
í sókn? Gagnvart sjálfum mér ekki
síður en öðrum. Ég viðurkenni það.
Steininum í lófa mér sný ég
eins og mér sjálfum sýnist. Ljósið
sem skín á hann núna, þessa
stund, síðdegis í Texas, í hálf-
rökkrinu í rólegu raðhúsahverfi í
San Antonio, — þetta ljós er milt,
jaðrar við að vera dauft. En ef ég
sný stærsta fletinum upp.í ljósið
verður þessi steinn, sem í raun og
veru er rétt í meðallagi, svo
skínandi bjartur og fagur. Þannig
vil ég líka hafa hann að leiðarlok-
um.
Einn bjartasti flötur steinsins
sem er lífíð í lófa mínum er hún
Lauga. Fallega lífsglaða konan
sem ég elska enn þann dag í dag.
Þessi sterka og bjarta íslenzka
kona sem ég hitti í hálfrökkrinu í
Klúbbnum í Trópólí rétt eftir kom-
una til íslands.
Ég var ekki búinn að átta mig.
Sandfokið í eyðimörkinni, stríðs-
glæringar, hríðarbylur á Græn-
landi, kvíðinn fyrir hinu ókomna,
óljós beygur, krafan uin að standa
sig eins og maður og taka því sem
að höndum bæri, hrifningin yfir
fegurð þessa nýja lands og svo
þetta óþol. Uppreisnareðlið.
Taka því sem að höndum bar?
Hafði ég beðið um þetta stríð?
Hafði ég eitthvað að segja? Var
þetta þá ekki mitt líf? Átti ég ekki
að verða annað en viljalaust peð
á skákborði einhverra afla sem
virtust hafa svo háleit markmið
að ég eygði þau ekki einu sinni?
Nei. Þrátt fyrir allan þennan
Louis E, Marshall eins og hann
leit út á stríðsárunum.