Morgunblaðið - 12.12.1990, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990
Minning-:
Henry Franzson
Fæddur 1. apríl 1912
Dáinn 31. nóvember 1990
Móðurbróðir minn, Henry Franz-
son, er látinn (frændi eins og ég
kalláði hann). Lést hann í Landa-
kotsspítala 13. nóvember sl. eftir
langvarandi veikindi.
Frændi fæddist á Dalvík 1. apríl
1912. Var hann sonur hjónanna
Guðrúnar Bjömsdóttur og Franz
Johannesen.
Ungur að árum fluttist hann með
móður sinni og tveim systkinum til
Reykjavíkur, en ein systirin varð
eftir hjá ömmu og afa á Dalvík.
Börnin fjögur voru Björn, Kristrún,
Jóna (móðir undirritaðs) og Henry.
Kristrún er ein eftirlifandi systkin-
anna.
Frændi ólst upp við mikla fátækt
og erfið skilyrði, þvi foreldrar hans
höfðu slitið samvistum. Ungur að
árum fór hann að sækja sjóinn ög
þótti hann hinn mesti dugnaðar-
forkur og ósérhlífinn. Snyrti-
mennska var honum í blóð borin
svo af bar. v
Seinna stundaði hann vörubíla-
akstur á vörubílastöðinni Þrótti í
mörg ár og margar ferðirnar fékk
ég að fara með honum út á land
sem drengur. Þessar ferðir eru mér
ætíð minnisstæðar, og að ég tali
nú ekki um allt sælgætið sem hann
lorjpw-
í Kaupmannahötn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁDHÚSTORGI
Dé Longhi Momento
Combi er hvort
tveggja í senn
örbylgjuofn og grillofn
Ofninn sameinar kosh* beggja aðferöa,
örbylgjanna sem varðveita best
næringargildi matarins - og grillsteik-
ingarinnar, sem gefur hina efHrsóttu
stökku skorpu.
ven) aóeins
29*400
27.93!) stfír.
DeLonghi
Dé Longhi erfallegur
fyrirferdarlítill ogfljótur
/FQnix
HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420
gaf mér í þessum ferðum og pening-
ana sem hann stakk að mér. „Á
ferðalögum verða menn að hafa
peninga," var hann vanur að segja.
Oft gistum við yfir nótt á hinum
og þessum stöðum og oft lentum
við í ýmsum ævintýrum á þessum
ferðum okkar. Þetta tímabil, frá 12
til 16 ára, er mér einkar hugleikið
— er ég fékk að upplifa svona tíma
með móðurbróður mínum, enda var
hann barnelskur og léttur í lund —
alltaf með brandara á takteinum.
Seinna meir fór frændi að starfa
fyrir Teppaland hjá bróður mínum,
Víði, við akstur og ýmis störf. Ekki
vantaði dugnaðinn og samvisku-
semina þar heldur. Eitt sinn man
ég eftir að hann hringdi í mig og
spurði hvort ég gæti farið með hon-
um í einn túr með tepparúllu upp
í Breiðholt, því enginn væri til taks
þessa stundina til að hjálpa honum.
Ég sló til og fór með honum, en
rúllan var engin smásmíði — örugg-
lega byrði fyrir þijá. Við drusluðum
henni samt inn í bíl og þegar upp
í Breiðholt var komið, blasti við
okkur 8 hæða blokk og engin lyfta
komin í húsið. Frændi, sem var
heljarmenni að burðum, reif rúlluna
út úr bílnum og reyndi ég að fylgja
henni eftir, en þvílíkur var kraftur-
inn að hann hreinlega bár rúlluna
einn upp á 8. hæð. Ég hékk í endan-
um og dróst með án þess að gera
nokkurt gagn. — Þetta gerði hann
64 ára gamall.
Já, víst er missir af svo duglegum
og samviskusömum manni sem
hann var.
Frændi bar þá gæfu að eignast
góða konu, Guðbjörgu Guðmunds-
dóttur, frá Seli í Holtum í Rangár-
vallasýslu, og eiga þau einn son,
Hólmar. Alltaf var notalegt að
koma á heimili þeirra og njóta gest-
risni þeirra.
Eina dóttur eignaðist hann í fyrri
sambúð, Brynju Sears, sem búið
hefur í Bandaríkjunumí u.þ.b. 35 ár.
Ekki var það meining mín að
rekja ævisögu frænda hér, en ég
vil með þessum fátæklegu orðum
mínum þakka frænda mínum fyrir
þau mörgu góðu ár sem við áttum
saman. Minningin mun ávallt vera
mér ljóslifandi í huga og hjarta.
Megi frændi minn hvíla í friði.
Guð veri með ykkur, Gauja mín og
Hólmar. Systur mínar, Björk og
Linda, biðja einnig fyrir innilega
kveðju frá þeim og fjölskyldum
þeirra.
Hólmar Finnbogason
Þann 26. nóvembér sl. var gerð
frá Fossvogskapellu útför Henrys
Franzsonar, sem fæddist þann 1.
apríl 1912 á Dalvík. Foreldrar
Ilenrys voru Guðrún Björnsdóttir
frá Dalvík og Franz Johannessen,
sem var norskur. Alsystkini Henrys
voru þrjú, Björn og Jóna Hildigunn-
ur, amma mín, sem bæði eru látin
fyrir allmörgum árum, og Kristrún
sem fædd er 1910. Einnig átti
Henry hálfsystur, Jakobínu, sem
einnig er látin.
Henry lést í Landakotsspítala
þann 13. nóvember sl. eftir að hafa
átt við vanheilsu að stríða undanfar-
in 3 ár í kjölfar heilablæðingar.
Henry frændi var ömmubróðir
minn og alltaf kallaður „frændi“
innan fjölskyldunnar. Orðið frændi
þýðir nánast vinur og segja má
vissulega að Henry hafi verið sann-
ur vinur okkar systurbarna og syst-
urbarnabarna sinna.
Ég minnist hans fyrst þegar ég
var 5-6 ára, en þá ók Henry eigin
vörubíl — grænum Ford pallbíl —
og flutti sement og aðra þunga-
vöru. Oft fékk maður að „sitja í“
og þá var gaman að vera til, því
Henry dekraði við mann. Bam-
gæska hans og gjafmildi var ein-
stök. Hann var einn þeirra fáu, sem
fannst sælla að gefa en þiggja. Ég
minnist þess líka hversu óhemju
sterkur Henry var enda var hann
hraustmenni, sem sögur fóru af og
hamhleypa til vinnu.
Það var alltaf stutt í grínið og
gamansemina hjá Henry frænda.
Alltaf var hann tilbúinn að sprella
og leika sér, sem ungur væri. Jafn-
vel er árin færðust yfir og heilsan
brast. Þau voru ófá skiptin sem
hann fór í orðaleiki og útúrsnúninga
við samstarfmenn og vini. Hann
naut þess að spila, einkum póker,
og var áhugamaður um íþróttir,
sérstakiega knattspyrnu. Á yngri
árum var Henry frábær dansari og
Þórir Aðalsteins-
- Kveðjuorð
son
Fæddur 1. janúar 1968
Dáinn 3. desember 1990
Hann Þórir Aðalsteinsson vinur
okkar er dáinn. Mig langar að minn-
ast hans með þeim fátæklegu orð-
um sem úr pennanum mínum koma.
En það er erfitt, það er svo margt
sem leitar á hugann, margar góðar
minningar sem við eigum. Skilning-
ur okkar á dauðanum er svo lítill,
þess vegna vilja orðin láta á sér
standa. Þórir var mikill vinur sonar
míns og var því mjög oft á heimili
mínu, þannig þekkti ég hann. Árum
saman hefur ákveðinn vinahópur
komið saman hjá okkur í Stóra-
hjallanum, nú er höggvið stórt
skarð í þann vinahóp. Þegar mér
barst þessi harmafregn um þetta
hræðilega flugslys, að flugvélin
hans Þóris hefði hrapað til jarðar
og hann væri dáinn, átti ég erfítt
með að trúa að það væri satt, það
gat ekki verið rétt. Hann sem var
svo ungur, tuttugu og tveggja ára
gamall, átti allt lífið framundan.
En þegar tíminn okkar er kominn
og Guð kallar okkur til sín getum
við ekki skilið að það gerist á öllum
aldri. Við eigum svo erfitt með að
sætta okkur við það því skilningur
okkar er svo lítill. Þórir var ákaf-
lega prúður piltur, hann bar ekki
tilfinningar sínar á torg, talaði ekki
mikið um sjálfan sig, en hann hafði
þann góða eiginleika að geta hlust-
að á aðra.
Hann var ákaflega góður dreng-
ur og traustur og okkur öllum þótti
ákaflega vænt um hann. Elsku
Þóri þökkum við allar ánægjulegu
stundirnar sem við áttum saman.
Við biðjum algóðan Guð að styrkja
hann og lýsa veg hans. Ég er sann-
færður um að við eigum öll eftir
að hittast aftur hjá Guði, það er
okkar huggun, trú og von.
Kunnátta mín á ætt Þóris er svo
lítil að ég get ekki skrifað annað
en þetta. Ég sendi öllum þeim sem
elskuðu Þóri samúðarkveðjur, öllum
þeim sem stóðu honum næstir. Nú
þegar ljós jólanna lýsir inn í hjörtu
okkar mannanna á jörðinni þá skul-
um við vera fullviss um það að
Drottinn mun lýsa upp hjarta hans
á þeim stað þar sem hann er.
Vinur elskar ætíð
og i nauðum fæðist hann sem bróðir.
(Orðskv. 16.-17. vers.)
Blessuð sé minning Þóris. Megi
elsku drengurinn minn hvíla í friði.
Sigurður Brynjólfsson,
Stella Olgeirsdóttir.
Dagskinna
Leðuriðjunnar
Mikið árvai ATSON-seðlaveskja -ísiensk framleiðsia,
ttisku r, skr ifmöppur, danskar HANSSON-leðurvorur,
KIPLING-töskurogmargtfleiratilgjafa.NafngyIling.
- Og fyrir fondurfóik: Allt til leðurvinnu, efni ogtíeki.
Leðuriðj 2Lt\ hf, Hverfisgötu 52, Rvk. - S. 2 14 58 *“
sýndi ásamt systur sinni Kristrúnu,
dans á Hótel Borg fyrir stríð. Henry
var hrókur alls fagnaðar á gleði-
stundum og naut lífsins þrátt fyrir
brauðstritið og mikla vinnu. Hann
vann alltaf hörðum höndum, var
húsbóndahollur og hlífði sér hvergi.
Hann var lengi til sjós og þá lengst
af í skipsrúmi hjá mági sínum, Finn-
boga Halldórssyni afa mínum.
Síðar eignaðist Henry sína eigin
bíla og ók vörubíl lengi frá vörubíla-
stöðinni Þrótti, og síðar sendibíi á
Þresti, uns hann gerðist bílstjóri hjá
Teppalandi, þar sem hann vann til
ársins 1987. Hann var frábær sam-
starfsmaður.
Henry sá alltaf vel fyrir sér og
sinni fjölskyldu og bjó henni heim-
ili til margra ára í Hvammsgerði
5. Er heilsan brast fluttu þau hjón
hins vegar í Furugerði 1, þar sem
öldruðum er góður staður búinn.
Eftirlifandi konu hans, Guð-
björgu Guðmundsdóttur, og synin-
um, Hólmari, er mikill missir að
fráfalli hans. En Henry átti þvíldina
skilið eins og komið var. Ég kveð
„frænda" með söknuði og virðingu.
Engum manni hef ég kynnst honum
líkum og hann átti engan sinn líka.
Megi góður Guð styrkja Gauju
konu hans og son hans Hólmar í
þeirri miklu sorg. Hvíli Henry
Franzson í friði.
Jón H. Karlsson
Fallinn er frá stórbrotinn per-
sónuleiki, móðurbróðir minn Henry
Franzson.
Henry fæddist á Dalvík 1. apríl
árið 1912 og lést á Landakotsspít-
ala 13. nóvember síðastliðinn.
Foreldrar Henrys voru Guðrún
Björnsdóttir og Franz Jóhannessen
(norskur). Henry var yngstur af
fórum systkinum. Björn var þeirra
elstur, lést árið 1974. Jóna lést árið
1964 og eftirlifandi er Kristrún.
Reyndar átti Henry hálfsystur, Bíbí,
er lést mjög ung að árum.
Henry átti við vanheilsu að stríða
síðustu árin, en hann var umvafinn
örmum góðrar eiginkonu, Guð-
bjargar Guðmundsdóttur, er gerði
honum lífið léttbærara á alla lund
og einnig fóstursonurinn Hólmar.
Fyrir hjónaband sitt átti Henry eina
dóttur, Brynju, er búið hefur erlend-
is alla tíð.
Henry stundaði sjómennsku og
bifreiðaakstur til skiptis. Hann var
annálaður fyrir krafta og hreysti
hvort sem var til sjós eða lands.
Það eru margir sem muna ennþá
er menn gerðu sér glaðan dag í
síldinni í landlegum, norður á Siglu-
firði á stríðsárunum. Þá var gaman
að sjá vissa menn „taka til hend-
inni“, aðallega þegar Norðmenn og
Svíar voru annars vegar, en þetta
varð að gera heiðarlega. Hem-y var
einstakur drengskaparmaður sem
sárt er saknað af vinum og vanda-
mönnum.
Henry var barngóður svo af bar
og mörgum dögum eyddu börnin í
fjölskyldunni í framsætinu hjá
Henry frænda og hann var ótrúlega
greiðvikinn við búslóðaflutninga í
fjölskyldunni og tók að sjálfsögðu
aldrei gjald fyrir.
Síðustu árin stundaði Henry bif-
reiða- og lagerstörf hjá Teppalandi.
Ég vil hér þakka honum störfin þar
og áratuga vináttu og tryggð.
Blessuð sé minning þessa mæta
manns.
Víðir Finnbogason
★ Pitney Bowes
Frímerkjavélar og stlmpilvélar
Vélar til póstpökkunar o. fl.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 9 -105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699