Morgunblaðið - 12.12.1990, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990
55
Gamall maður hefur gengið sinn
veg á enda, hann afi, nýorðinn
níutíu og fimm ára gamall, samt
svo ungur.
Mér þótti svo gaman að honum
og sagði oft: Hann afi er frábær.
Hann var auðvitað einu sinni
ungur og mundi allt svo vel. Hann
sagði okkur frá lífinu fyrr á öld-
inni, frá kreppuárunum, frá því
þegar hann stundaði sjóróðra. Einn-
ig þegar hann flutti frá Vestfjörðum
og skapaði sér sitt lifibrauð í
Reykjavík en hann var mörg ár fisk-
sali hér í borg. Hann mundi tímana
tvenna.
Okkur krökkunum þótti svo
skemmtilegt að fá að skjögta með
honum um bæinn í kostulegu farar-
tæki — grænúm bíi með góðkunnri
fiskilykt. Það voru tvær hurðir aft-
an á honum sem opnuðust þegar
bíllinn fór til dæmis ofan í holu.
Þá þurfti að hoppa út og loka.
Og afi tók í nefið. Það var spenn-
andi hér á árum áður að fylgjást
með þegar hann var á fullri ferð í
bílnum — og þurfti að finna tóbaks-
klútinn sinn. Þá sleppti hann jafn-
vel báðum höndum af stýrinu. Og
okkur fannst með ólíkindum hversu
margir „svínuðu“ á afa í umferð-
inni. Það sagði hann að minnsta
kosti.
Hann var alltaf með hatt.
Eftir að ég varð fullorðin kynnt-
ist ég honum á nýjan hátt. Þá
kynntist ég manni sem bjó yfir svo
mikilli reynslu, svo miklum krafti
og hafði hjartað svo sannarlega á
réttum stað.
Það var honum mikils virði að
halda stórfjölskyldunni saman. Fyr-
ir hans tilstilli voru skipulögð ættar-
mót á heimaslóðum hans í Tálkna-
firði. Á hveiju ári um langt árabil
hélt hann akandi vestur á heima-
slóðirnar. Hann var kominn yfir
áttrætt þegar hann fór síðustu ferð-
ina þangað og auðvitað á bílnum
sínum — stytti reyndar ökuleiðina
eftir því sem kostur var með því
að fara sjóleiðina að hluta.
Þar sem afi var og tilefni var til
að gleðjast á góðum degi sannaðist
málshátturinn: Maður er manns
gaman. Honum þótti t.d. mjög gam-
an að syngja og rammíslensk ætt-
jarðarljóð urðu það helst að vera.
Ég minnist þess þegar eitt barna-
barna hans varð þrítugt fyrir nokkr-
um árum. Um miðnætti var afi
kominn í frakkann og með hattinn
út að dyrum. Einhver fékk hann
þá til þess að taka lagið og þar
stóð hann til klukkan þijú, og söng
margsinnis, Hvað er svo glatt...
Það var gaman að spjalla við
hann um alla heima og geima.
Hann var vel inni í því sem var að
gerast, fylgdist mjög vel með öllum
í fjölskyldunni og tók þátt í sorgum
okkar allra og gleði. Hann gerði sér
einnig vel grein fyrir því að til þess
að geta haldið reisn og haft gaman
af lífinu á elliárunum þurfti hann
að hlúa að bæði líkama og sál.
Hvort tveggja gerði hann með þeim
hætti að til fýrirmyndar er og ég
er sannfærð um að aðgæsla hans
í þeim efnum átti stóran þátt í
hversu lífárin hans urðu mörg.
Hann hafði það fyrir sið í mörg
ár að dvelja einhvern hluta ársins
á heilsuhælinu í Hveragerði, var þar
meðal annars á áttatíu og fimm ára
afmælinu sínu. Hann sóttist mjög
eftir því sem þar var á boðstólum
sér til heilsubótar en var að sama
skapi ekki alltaf ánægður með það
sem sneri að andanum. Honum
þótti því þjóðráð að fara þess á leit
við forráðamenn heilsuhælisins að
slá upp balli af og til!
Svona var afi.
Fyrir rúmum 17 árum stofnaði
afi minningarsjóð um konuna sína,
Halldóru Kristjánsdóttur frá Sel-
látrum í Tálknafirði, en hún dó árið
1958. Megintilgangur sjóðsins er
að veija fé til þess að prýða kirkj-
una að Stóra-Laugardal í Tálkna-
firði. Framtíð og viðgangur sjóðsins
var afa mikið keppikefli og hann
átti sér ávallt skýra framtíðarsýn
og óskaverkefni hvað sjóðinn varðar
°g sýndi honum mikla umhyggju.
Hann var hans hjartans áhugamál
í ellinni.
Langri lífsgöngu hans er nú lok-
ið. Það var bæði skemmtilegt og
lærdómsríkt að eiga hann fyrir afa.
Margrét Theodórsdóttir
Guðmundur Helga-
son - Minning
Mig langar að skrifa fáeinar línur
í minningu vinar míns, Guðmundar
Helgasonar, sem lést sl. haust eftir
langt og strangt sjúkdómsstríð.
Mín fyrstu kynni af honum voru
á árunum kringum 1960. Þá fór
ég að vinna í Lysi hf. en þar var
hann skrifstofu- og sölumaður.
Þar kynntist ég þessum góða
dreng sem alltaf var léttur, kátur
og hress og hafði áhrif á alla um-
hverfis sig.
Alltaf var jafn gott að leita til
hans með sinn vanda. Ef mann
vantaði aura þá hafði hann leyfi til
þess frá fyrirtækinu að mingra í
okkur aurum fyrirfram úr kassan-
um sem svo síðan var dregið af
launum við næstu útborgun. Og
ekki nóg með það, ef ekki var aur
í kassanum þá var einkaveskið tek-
ið upp og lánað úr því.
Ennfremur get ég ságt með full-
um sanni að eitt sumar þegar hann
kom úr sumarleyfi og tók við af
afleysingafólkinu þá sá hann það
strax á reikningum að bóndi austan
úr Laugardal hafði keypt 18 lítra
fötu af fóðurlýsi og borgað að mig
minnir 150 kr. meira en hann hafði
átt að gera. Á hádegi daginn eftir
var komin yfirstrikuð ávísun heim
á hlað til bóndans sem nam mis-
muninum.
Annað lítið dæmi sem varð hjá
Landsbankanum (með fyllstu virð-
ingu fyrir starfsfólkinu, enginn er
almáttugur).
Þar sem Guðmundur sá um-'
launagreiðslur hafði hann mjög
mikil peningaviðskipti við Lands-
banka íslands og kom þar yfirleitt
á hvetjum degi og stundum oft á
dag.
I einni af þessum ferðum þegar
hann kom til að sækja peninga fyr-
ir launagreiðslum var hann með
miða sem sagði til um hvað hann
vildi fá í seðlum og skiptimynt.
Hann tekur við því sem gjaldkeri
réttir honum án þess að telja pen-
ingana. Þegar hann kemur á skrif-
stofuna og fer að telja í launaum-
slögin þá passar ekki peningaupp-
H ÚT ER komin hjá Erni og
Örlygi bókin Heilun — orka —
vitund — mannþroski sem Úlfur
Ragnarsson læknir hefur þýtt og
aðlagað íslenskum hugsunarhætti.
í kynningu útgefanda segir m.a.:
„Heilun er nýyrði, sem á sér samt
rætur í gömlu máli og fornum skiln-
ingi. í dýpsta skilningi falla undir
heilun hverskonar aðgerðir sem
miða að því að koma á samræmi
við lífsheildina, en til þess notum
við orku og vitund. Bókin miðar að
því að gera nokkra grein fyir orku
og vitund eins og þau fyrirbrigði
hæðin. Gjaldkerinn hafði mistalið
nokkrar krónui- framyfir. Guð-
mundur hringir í bankann og biður
um viðkomandi, býður góðan dag-
inn með sínum venjulega léttleika
og spyr hann hvernig kassinn hafi
komið út í gær. Hún svarar að
bragði að hann hafi nú ekki verið
sem skyldi. Þá segir hann: „Þetta
er allt í lagi vina mín, ég kem með
þetta á eftir.“
Mér þótti miður að geta ekki
verið við útför þessa vinar míns,
þar sem ég var norður í landi, og
meira að segja fótlama, komst ekki.
Og að lokum langar mig til þess
að segja frá okkar síðustu sam-
skiptum. Sem voru þau að kvöldið
áður en ég fór norður, hringdi ég
í hann og talaði við hann og þá var
hann alltaf eins hress og hann var
vanur. Þá segir hann: „Ja, elsku
Björn, þakka þér fyrir, sláðu nú á
þráðinn þegar þú kemur til baka.“
Þetta voru okkar síðustu orðaskipti.
Ég votta öllum ættingjum hans
og vinum mína innilegustu samúð
vegna fráfalls hans.
Sigurður Björn Arason,
Hátúni 10.
birtast mannverunni og hefur verið
lýst af fólki, sem þekkir fyrirbrigð-
in af eigin raun. Tilgangurinn er
að koma því til skila að hér eru
ekki á ferðinni skottulækningar eða
kukl, heldur er gerð grein fyrir því
sem styður að heilbrigði. Bókin
veitir upplýsingar um þessi efni:
Orka og jafnvægi. Greinargóð lýs-
ing á árunni og orkustöðvum
mannsins ásamt leiðbeiningum um
hvernig sú þekking megi að gagni
koma. Heilun og mannþroski.
Hvernig heilun kemur í veg fyrir
sjúkdóma og styrkir heilsuna.11
t
Móðir mín,
ÁSTRÍÐUR STELLA GEIRSDÓTTIR,
Sólbakka,
Stafholtstungum,
andaðist 30. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir eru færðar læknum
og hjúkrunarliði B-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir fróbæra
umönnun.
Fyrir hönd vandamanna,
Ragnar Jónsson.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts
og útfarar
SIGURLINAR G. GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Efri-Miðvík, Aðalvík,
Suðurgötu 12, Keflavík.
Börn, tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabörn og
barnabarnabarnabörn.
t
Minningarathöfn um ástkæra móður, tengdamóður og ömmu,
KRISTÍNU JESPERSDÓTTUR
frá Suðureyri,
fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. desember kl. 10.30.
Jarðsett verður að Stað í Súgandafirði föstudaginn 15. desember
kl. 14.00.
Kristján Normann, Gréta Þórs
og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐNÝJAR INGIBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar Vífilsstaða fyrir
góða umönnun.
Auður Aðalsteinsdóttir, Erlendur Björnsson,
Ragnheiður Aðalsteinsdóttir,
Bessi Aðalsteinsson, Sigrún Ágústsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
1 Móðir okkar og terigdamóðir, ■H
GUNNLAUG KARLOTTA EGGERTSDÓTTIR,
Kársnesbraut 46,
Kópavogi,
er lést 6. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu-
daginn 13. desember kl. 15.00.
Snorri Karlsson, Sigríður Guðmundsdóttir,
Hörður Karlsson, Maria Karlsson,
Rósa B. Karlsdóttir, Hjörtur Hjartarson,
Sigurlaug R. Karlsdóttir, Páll B. Helgason.
t
Faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
GUNNAR ÁRMANN BJÖRNSSON,
húsasmíðameistari,
Gilsbakka,
Blesugróf,
Reykjavík,
sem andaðist í Landakotsspítala 5. desember sl., verður jarðsung-
inn í Bústaðakirkju á morgun, fimmtudaginn 13. desember, kl.
13.30.
Björn Gunnarsson, Maria V. Gunnarsson,
Jakob Jakobsen, Þórunn Lárusdóttir,
Kristjana Jakobsen, Björgvin Björgvinsson
og barnabörn.
t
GUÐBRANDUR SKARPHÉÐINSSON,
Dagverðarnesi,
Skorradal,
sem andaðist 7. desember sl., verður jarðsunginn frá Hvanneyrar-
kirkju laugardaginn 15. desember kl. 14.0Q.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna,
Kristín Guðbrandsdóttir, Jón Jakobsson,
Jón Óskar Jónsson,
i Sólrún Konráðsdóttir,
Sæþór Steingrímsson.
t
Innijegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför bróður okkar,
INGIMARS ÓLAFSSONAR,
Jaðarsbraut 39, Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og eigenda Hafarnarins.
Þórunn Ólafsdóttir,
Stefán Ólafsson,
Kristmundur Ólafsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður,
ÁGÚSTS INGVASONAR,
Hraunbraut 38,
Kópavogi.
Ragna Friðriksdóttir,
Jóhann Ágústsson, Ingunn Kristjánsdóttir,
Garðar Ágústsson, Ásta G. Guðbrandsdóttir,
Ingvar Ágústsson, Svava Magnúsdóttir,
Loftur Ágústsson, Unnur Pétursdóttir
og barnabörn.