Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 287. tbl. 78. árg. SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Leiðtogafundur Evrópubandalagsins í Róm: Algjör samstaða um stjóm mála- og efnahagssamviimu Róm. Reuter. LEIÐTOGAFUNDI Evrópubandalagsins (EB) lauk í Róm í gær með algjörri samstöðu um yfirlýsingu varðandi stjórnmála- og efnahagssamvinnu aðildarríkjanna í fram- tíðinni. „Fundurinn samþykkti samhljóða og án nokkurra fyrirvara ályktun um stefnu ráðstefna bandalagsins um sljórnmála- og myntbandalög," sagði Pio Mastrobuoni, talsmaður ítölsku ríkisstjórnarinnar, á fréttamannafundi. Gimilegt mynd- band fyrir ketti NÚ GETA menn loksins glaðst yfir því að hægt er að kaupa tilvalda jólagjöf handa köttum sem eiga allt - 25 mínútna myndband í lit af smáfuglum, íkornum og fleira ljúfmeti í nærmynd sem fær munnvatnið strax til að streyma. Galli er þó á gjöf Njarðar því þessum hvalreka á fjörur katta fylgir viðvörún: „Varúð! Þegar kötturinn horfir á myndina kann hann að verða æstur og reyna að komast inn í sjón- varpið til að klófesta fuglana. Við mælum þess vegna eindregið með því að allir brothættir munir verði fjar- lægðir frá sjónvarpinu." Bandaríkja- maðurinn Steve Malarkey frá Vestur- Virginíu framleiðir myndböndin, sem kosta 20 dali (um 1.100 ÍSK) og hafa runnið út eins og heitar lummur. Breska dagblaðið Independent hefur eftir framleiðandanum að framhalds- myndar sé að vænta „með stærri fugl- um, stærri íkornum og ef til vill máfum í bland“. Trump valinn leið- indaskarfur ársins New York. Reuter. Fasteignabraskarinn og auðkýfing- urinn fyrrverandi Donald Trump hefur verið valinn leiðinda- skarfur ársins í Bandaríkjunum. Leið- indastofnunin birti árlegan lista sinn nú í sjöunda sinn. Fast á hæla Trumps kom söngkonan Madonna, „heimsins versta fyr- irmynd kynslóðar fólks sem vill líkjast öðrum“. I þriðja sæti varð ,,rap“-hljómsveitin „2 Live Crew“. Fleiri hljómlistarmenn voru á listanum, þ.á m. írska söngkona Sinead O’Connor og hljómsveitin „New Kids on the Block“. Japanir framleiða pappír úr skolpi Tókíó. Daily Telegraph. JAPANIR hafa fundið aðferð til að breyta skolpi í kaffisíur, nafnspjöld og skrifblokkir. Endurvinnsluaðferðin var þróuð sameiginlega af borgaryfirvöld- um japönsku borgarinnar Yokohama og stálfyrirtækisins Nippon Kokan til að sporna við eyðingu regnskóga. Að- ferðin er flókin og mjög kostnaðarsöm, enn sem komið er, en til stendur að ná hagkvæmni með stórum framleiðslu- einingum. Heilbrigðisyfirvöld í Yoko- hama hafa lýst yfir því að þau ætli að leggja sitt af mörkum til að vernda regnskóga heimsins og munu í fram- tíðinni nota kaffisíur úr þessum pappír eingöngu á skrifstofum sinum. Niðurstaðan var mjög ólík niðurstöðu síðasta leiðtogafundar EB i Róm í okt- óber sl. þegar Bretar neituðu að styðja áætl- un um evrópskt myntbandalag. Mastrobuoni sagði að leiðtogarnir hefðu ákveðið að þjóðþing aðildarríkjanna yrðu að samþykkja áætlunina fyrir árslok 1992, en það eru þau tímamörk sem bandalagið hafði sett sér til að koma á sameiginlegum innri markaði. Leiðtogafundurinn fjallaði einnig um að- stoð við Sovétríkin og yfirlýsingu um ástand- ið við Persaflóa og í Mið-Austurlöndum. Fréttamannafundi, sem boðað hafði verið til við lok fundarins, seinkaði um eina klukku- stund og sögðu embættismenn töfina stafa af því að umræður um hvernig haga bæri aðstoðinni við Sovétmenn hefðu dregist á langinn. Leiðtogarnir voru ekki sammála um Rabat. Reuter. AÐ minnsta kosti tveir menn biðu bana og 127 særðust er óeirðir brutust út í tengslum við allsherjarverkfall í borg- inni Fez í Marokkó í fyrrinótt. Fregnir hermdu að mótmælendur hefðu kveikt í nokkrum hótelum en tekist hefði að bjarga gestum og starfsmönnum þeirra. * Oeirðirnar hófust er námsmenn réðust á strætisvagna sem hermenn óku eftir hversu stór hluti aðstoðarinnar ætti að vera í styrkjum og hve stór í lánum. Fundinum var slitið kl. 11 að ísienskum tíma. Leiðtogarnir voru síðan viðstaddir setn- ingarathöfn ráðstefnanna tveggja um stjórn- mála- og myntbantalög ásamt utanríkis- og fjármálaráðherrum sínum. Áætlað er að ráð- stefnurnar standi í nokkra mánuði. að strætisvagnastjórar höfðu efnt til verk- falls. Verkalýðsleiðtogar sögðu að 20-30 manns hefðu beðið bana þegar öryggissveit- ir hefðu hafið skothríð á mótmælendur úr brynvörðum bifreiðum. Talsmenn stjórnar- innar vísuðu þessu á bug. Marokkóska fréttastofan MAP sagði að liðsmaður í ör- yggissveitunum hefði verið stunginn til bana og ungur mótmælandi látist í troðningi. 110 manns voru handteknir. Donald Trump Óeirðir og íkveikjur í Marokkó VÍÐÞEKKT FRÆDILÍKAN LOKS A LEID Gísli Sigurðsson í Bagdad og á heimleið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.