Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MOKGUNBLAÐID SUNNUDAGUR 16. DESEMBRR 1990 - ERLEIMT IIMNLENT Gísli loks til landsins eftir langa óvissu Gísla Sigfurðssyni, lækni, var loks hleypt frá írak, en honum hafði verið haldið þar, og áður í Kúvæt, frá því í ágúst. Gísli kom með flugi til London frá Amman í Jórdaníu á mánudag, og hitti þar eiginkonu sína, Birnu Hjalta- dóttur. Þau komu síðan til lands- ins á miðvikudag og tóku böm Gísla og foreldrar hans á móti honum í Leifsstöð. Forseti írakska þingsins, Saadi Mehti Saleh, hafði greint Jóhönnu Kristjóns- dóttur, blaðamanni Morgunblaðs- ins, frá því, þegar hún gekk á fund hans í vikunni á undan, að Gísli fengi leyfí til að halda úr landi næstu daga. Sigrún í þriðja sæti I Síbelíusarkeppninni Sigrún Eðvaldsdóttir hreppti þriðja sætið í Síbelíusarkeppninni sem fram fór í Finnlandi, en keppnin er ein sú virtasta sem haldin er fyrir fíðluleikara í heim- inum. Sigrún deildi þriðja sæti með japanskri stúlku. Þær fá and- virði rúmlega 100 þúsunda ísl. kr. hvor í verðlaun. ERLENT Schliiter hyggst mynda fjögurra flokka sljóm Dönsku ríkis- stjómarflokk- amir töpuðu fylgi í þingkosn- ingunum á mið- vikudag en borg- aralegu flokk- amir héldu meirihluta sínum. Jafnaðarmenn voru sigur- vegarar kosninganna og bættu við sig ljórtán þingsætum. Leið- togar Radikale Venstre, eins af stjórnarflokkunum, tilkynntu þeg- ar úrslit kosninganna lágu fyrir að flokkurinn tæki ekki þátt í myndun nýrrar stjómar. Poul Schliiter forsætisráðherra kvaðst á fimmtudag ætla að mynda nýja ríkisstjóm fjögurra borgaralegra flokka, íhaldsflokksins, Venstre, Miðdemókrata og Kristilega þjóð- arflokksins. Tveir þeirra síðast- nefndu áttu ekki ráðherra í síðustu stjórn en studdu hana engu að síður. Svíar samþykkja að sækja um aðildaðEB Þing Svíþjóðar samþykkti með miklum meíriMuta atkvæða á miðvikudag að veita stjóm lands- ins umboð til að sækja um aðild að Evrópubandalaginu (EB). Margir þingmenn sögðu þetta mikilvægustu ákvörðun þingsins frá seinni heimsstyrjöldinni. Að- , Erling KE sökk við Hornafjörð Erling KE, 328 lesta stálskip sem var á síldarveiðum, sökk skammt utan Hornafjarðaróss aðfararnótt miðvikudagsins. Allir 13 skipveij- ar björguðust yfír í Þorstein GK 16 strax um kvöldmatarleyti á þriðjudag, hálfri klukkustund eftir að skipið steytti á skeri og gat kom á vélarrúm þess. Fjórir sjálfstæðismenn sátu hjá Fjórir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sátu hjá við atkvæða-, greiðslu um fyrstu grein staðfest- ingarfrumvarps bráðabirgðalaga BHMR og ríkisins í neðri deild á miðvikudag. Fmmvarpið sam- þykkt með 19 atkvæðum gegn 12 en 6 sátu hjá. Sjálfstæðis- mennirnir sem sátu hjá voru Eg- gert Haukdal, Friðjon Þórðar- son, Matthías Bjarnason og Ingi Bjöm Albertsson. 18 og 20 ára fangelsisdómar Sakadómur Reykjavíkur dæmdi á miðvikudag Guðmund Helga Svavarsson í 20 ára fangelsi og Snorra Snorrason til 18 ára fengelsisvistar; fyrir að hafa orðið Þorsteini Guðnasyni, bensínaf- greiðslumanni á bensínstöð Esso í Stóragerði, að bana sl. vor., rænt 540 þúsund krónum úr pen- ingaskáp stöðvarinnar og horfíð á brott í bíl Þorsteins heitins. Guðmundur Helgi var einnig sakfelldur fyrir að hafa keypt er- lendis og flutt til Iandsins allt að 1.000 skammta af LSD. Útfelling magnesíumsilikats hægði á vatnsrennsli Útfelling efnasambandsins mag- nesíumsilikats, sem sest innan í vantsæðar og veldur þrýstings- falli, er ástæða lélegs rennslis í : Hafnarfjarðaræð Hitaveitu •Reykjavíkur undanfarið. eins smáflokkar á vinstri væng stjórnmálanna og umhverfís- vemdarflokkkar voru andvígir til- lögunni. Anita Gradin, utanríki- sviðskiptaráðherra Svíþjóðar, sagði að tillagan hefði verið sam- þykkt vegna gjörbreyttra að- stæðna í öryggismálum Evrópu, en sænsk stjórnvöld höfðu marg- oft hafnað aðild að EB vegna hlut- Ieysisstefnu þeirra í utanríkismál- um. Mótmæli og óeirðir í Albaníu Til átaka kom milli mótmælenda og öryggissveita í borginni Shkod- er í Albaníu á fimmtudag. Að sögn albanska útvarpsins hafði fólkið grýtt byggingar kommúni- staflokksins og stjórnvalda. 30 voru handteknir. Verkamenn gengu til liðs við námsmenn sem haldið hafa áfram mótmælum í Tirana þrátt fyrir að miðstjórn kommúnistaflokksins hefði lofað að stokka upp stjóm landsins og heimila starfsemi stjómarand- stöðuflokka á þriðjudag. Walesa kjörinn forseti Póllands Lech Walesa, leiðtogi verka- lýðssamtakanna Samstöðu vann yfirburðasigur í seinni umferð forsetakosning- anna í Póllandi á sunnudag. Hann fékk meira en 74% greiddra at- kvæða en keppinauturinn, Stan- islaw Tyminski, innan við 26%. Tyminski fékk að fara til Kanada á miðvikudag eftir að hafa lagt fram tryggingu fyrir því að hann sneri aftur til að svara til saka í meiðyrðamáli sem höfðað hafði verið á hendur honum vegna ummæla hans um Tadeusz Mazowiecki . forsætisráðherra í kosningabaráttunni. Persaflóadeilan: Yfirmaður GIA varar við löngu og mannskæðu stríði Washington. Reuter. WILLIAM Webster, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, telur að ef stríð brytist út við Persaflóa yrði það langt og mannskætt, að því er bandaríska dagblaðið Washington Post skýrði frá í gær. Webster sagði að íraksher hefði komið sér upp öflugri varn arlínu sem erfítt yrði að ijúfa. Framvinda stríðsins réðist að'miklu leyti af því hvemig Bandaríkjamenn gætu nýtt sér yfirburði sína á lofti en íraski herinn væri vel varinn. Hernaðaráætlun Saddam Husseins Iraksforseta byggðist á því að reyna að halda Kúvæt með eins miklum mannafla og mögulegt er og koma því til leiðar að stríðið yrði einkum háð í eyðimqrkinni. Búast mætti við að ef það tækist yrði mannfall Bandaríkjamanna mikið. George Bush Bandaríkjaforseti varaði Hussein við því í gær að að fresturinn til að ákveða dagsetn- ingu ferðar James Bakers, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, til íraks væri að renna út. Hann sagði að Bandaríkjamenn hefðu lagt fram fimmtán tillögur um dagsetningu ferðarinnar og Saddam ætti að svara þeim af skynsemi ef hann hefði á annað borð hug á að leysa deiluna með friðsamlegum hætti. Ætlaað karnia áhrif gerviblóðs á menn Nancy. Reuter. FRANSKIR vísindamenn sögðu á föstudag að þeim hefði orðið veru- lega ágengt i tilraunum sínum til að framleiða gerviblóð. Vísindamenn við Frönsku rann- sóknamiðstöðina í Nancy sögðu að tilraunir á dýrum hefðu gengið svo vel að áform væru um að setja gerviblóðið í menn í til- raunaskyni á næsta ári. Þeim hefði tekist að framleiða gerviblóð, sem flytti súrefni, og aðeins væri eftir að fyrirbyggja hugsanlegar auka- verkanir þess á mannslíkamann. Aðrir vísindamenn voru varkár- ari og bentu á að þótt tilraunir hefðu sýnt að gerviblóðið gæti flutt súrefni í mannslíkamanum væri langt frá því að það gæti algjörlega komið í stað mannsblóðs. Tékkóslóvakía: Valdskipting eftir langvarandi deilur SLÓVAKAR hafa aldrei verið fullánægðir með sinn hlut innan Tékkóslóvakíu. Þeim finnst Tékkar helst til ráðríkir og treysta sinum eigin mönnum í háum embættum, eins og Marian Calfa, forsætisráðherra, ekki til fulls; kalla þá raunar „Prag-Slóvaka“. Þeir vilja aukið sjálfræði og deilur um' valdskiptingu milli sam- bandslýðveldanna og þjóðstjórnarinnar hafa staðið í marga mán- uði. Þær gengu svo langt að Vaclav Havel, forseti, sá sig knúinn til að kveða sér hijóðs í þjóðþinginu og vara þingheim við hæt- tunni sem Tékkóslóvakíu stafar af þessum deilum. Hann sagði að klofningur þjóðarinnar myndi gera vonir um endurnýjun efna- hagslífsins að engu, sverta ímynd Tékkóslóvakíu erlendis og grafa grunninn undan lýðræðinu. „Komandi kynslóðir myndu áfellast okkur fyrir að ónýta byltinguna," sagði forsetinn. Ræðu Havels, sem var sjón- varpað beint, var fagnað með dynjandi lófataki í þinginu. Hún var svar hans við kröfu Wlad- imirs Meciars, stjórnarleiðtoga Slóvakíu, um að stjórnarskrá og lagabókstafur Slóvakíu myndu vega þyngra innan sambandslýð- veldisins en lög ríkisins. HaveL sagði að það myndi klárlega brjóta í bága við stjórnarskrá landsins og kljúfa þjóðina. Hann sagði að ástandið væri orðið svo alvarlegt að hann sæi sér ekki annað fært en að biðja þingið um aukin völd fyrir forsetaembættið svo að það gæti tekist á við þessa erfíðleika og lagði til að þingið myndi sam- þykkja hið allra fyrsta tvær tillög- ur sem hann hefur lagt fram. 1 annarri er lagt til að sérstakur réttur verði stofnaður til að dæma í deilum um stjórnarskrána og hinni að þjóðin geti átt síðasta orðið um lagasetningar með þjóð- aratkvæðagreiðslu. Havel benti á að nýleg skoðanakönnun hefði sýnt að 70% Slóvaka og 74% ibúa Bæheims og Mæris teldu deilur stjórnmálamanna um vald sam- bandslýðveldanna ekki endur- spegla skoðanir almennings á málinu. Eftir tveggja daga heiftugar umræður samþykkti þingið mála- miðlunartillögu stjómin fari með mál minnihluta- hópa. Kröfur um sjálfræði í fjármál- um var eitt helsta bitbeinið. Vac- út undan. Efnahagsástand lands- ins fór versnandi á meðan deilt var um valdaskiptingu í þinginu en stjómmálamenn ættu nú að geta snúið sér að langþráðum efnahagsumbótum. Það á eftir að koma í ljós hvem- ig Slóvakar sætta sig við sam- þykkt þjóðþingsins. Óánægja þeirra hefur fyrst og fremst beinst gegn þjóðstjórninni en ekki tékk- neska sambandslýðveldinu. Krist- ilegir demókratar, sem unnu á í sveitarstjórnakosningunum í nóv- ember, vilja að Tékkóslóvakía verði bandalagsríki þar sem ríkin hafi meira sjálfræði en sambands- lýðveldin nú, en stuðningsmenn Deilur um valdskiptingu milli sambandslýðveldanna í Tékkósló- vakíu og þjóðstjórnarinnar hafa staðið í marga mánuði. Vaclav Havel, forseti (fyrir miðju) hefur varað við hættunni sem Tékkó- slóvakíu stafar af þessum deilum og sagt að klofningur þjóðarinn- ar myndi reynast alvarleg ógnun við lýðræðisþróunina í landinu. lav Klaus, fjármálaráðherra, og Vladimir Dlouhy, viðskiptaráð- herra, voru andvígir því að stjórn- ir sambandslýðveldanna fengju of mikil völd í fjár- um valdsvið sambandslýð- veldanna. Hún felur meðal ann- ars í sér að skipt verði um seðla- bankastjóra annað hvert ár þann- ig að Slóvaki fari með stjóm bank- ans eitt árið og Tékki hitt. Slóvak- ar kröfðust þessa en á móti var orðið við ósk Tékka um að þjóð- BAKSVID eftir Önnu Bjamadóttur málum. Þeir telja að þjóð- stjórnin tryggi stefnufestu og laði að erlent fjármagn sem sambandslýðveldin geti ekki geft. Slóvakar óttast að ráðamenn' í Prag beini erlendu fjármagni fyrst og fremst í fjárfestingar í Bæ- heimi og Mæri og Slóvakía verði Almennings gegn ofbeldi, slóv- aska arms Borgaravettvangs, vilja „ósvikið sambandslýðveldi". Flokkamir vilja báðir að þjóð- stjórnin fari með utanríkis- og varnarmál, hluta fjármála ríkisins og reki lítið innanríkisráðuneyti en annað vald sé í höndum ríkis- stjórna lýðveldanna. Kristilegir demókratar vilja auk þess að ný stjómarskrá þjóðarinnar kVeði á um hvemig ríkin geti sagt sig úr bandalaginu. Flokkurinn stefnir að þvi að Slóvakía taki þátt í auknu samstarfi Evrópu sem slík en ekki hluti af Tékkóslóvakíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.