Morgunblaðið - 16.12.1990, Side 8

Morgunblaðið - 16.12.1990, Side 8
8 0661 H MÖRGCNBLADlí) DAGBÓK sunnuðágiírWMsé MBER 1990 OHOM T TT \ /"'er sunnudagur 16. desember, 3. sd. íjólaföstu, 1 L'livJ 350. dagurársins 1990. Áregisflóð íReykjavík kl. 5.54 og síðdegisflóð kl. 18.10. Fjarakl. 12.11. Sólarupp- rásíRvík kl. 11.17 ogsólarlagkl. 15.30. Myrkurkl. 16.48. Sólin er í hádegisstað kl. 13.23 ogtunglið í suðri kl. 12.52. (Almanak Háskóla íslands.) Drottinn hefir heyrt grátbeiðni mína, Drottinn tekur á móti bæn minni. (Sálm 6,10.) ÁRNAÐ HEILLA r7 JT ára afmæli. í dag 16. I O desember er 75 ára Guðríður Guðmundsdóttir frá Viðey, Langholtsvegi 144, Rvík. rj p' ára afmæli. í dag 16. • t) þ.m. er 75 ára Sigur- geir Sigurdórsson, Hrísa- teig 14, Rvík. Næstkomandi þriðjudag 18. þ.m. tekur hann á móti gestum á heimili sínu. HA ára afmæli. Mánudag- I v/ inn 17. desember er 70 ára frú Hansína Sigurðar- dóttir, Stóragerði 30, Rvík. frá Urðateigi við Berufjörð. Maður hennar var Magnús Kristjánsson trésmíðameist- ari, látinn fyrir nokkrum árum. r A ára afmæli. í dag, 16. ÍJ U desember, er fimmtug- ur Egill R. Friðleifsson, kennari og kórstjóri, Öldu- túni 7, Hafnarfirði. Hann og kona hans, Sigríður Björnsdóttir, taka á móti gestum í félagsheimili Fóst- bræðra, Langholtsvegi 109-111, Rvík kl. 16.30-19. A ára afmæli. Fimmtug- Ol/ ur er í dag, 16. þ.m., Jón William Magnússon, forstjóri, Krossholti 6, Keflavík. Hann tékur á móti gestum á Víkurbraut 2 (Litla milljón) kl. 17-19 í dag, af- mælisdaginn. SKIPIN_______________ RE YK JAVÍKURHÖFN: Stuðlafoss fór tii útlanda í fyrrakvöld og þá fór togarinn Haraldur Kristjánsson út. í gær var Esja væntanleg úr strandferð og Amames lét úr höfn. Þá fer danska'eftir- litsskipið Hvidbjörnen út í dag og væntanlegur er græn- lenskur togari, til löndunar. LÁRÉTT: — 1 raup, 5 ljúka, 8 hafa orð á, 9 snákar, 11 hindra, 14 afkvæmi, 15 grefur, 16 dýrsins, 17 ýlfur, 19 mjög, 21 illa venju, 22 rúmliggjandi, 25 þreyta, 26 poka, 27 for. LÓÐRÉTT: - 2 ílát, 3 dvelja, 4 mætra, 5 snuðrar, 6 á frakka, 7 guð, 9 feikna- kraftur, 10 milligöngumaður, 12 haldgóða, 13 svaraðir, 18 skott, 20 sukk, 21 mynni, 23 2000, 24 drykkur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 skegg, 5 valsa, 5 rætin, 9 hljoð, 11 napur, 14 iðn, 15 ertan, 16 iðrar, 17 góð, 19 miði, 21 iðni, 22 iðj- unni, 25 rýr, 26 áma, 27 rit. LÓÐRÉTT: — 2 kol, 3 gró, 4 gæðing, 5 vinnið, 6 ana, 7 sáu, 9 hremmir, 10 játaðir, 12 páraðir, 13 rýrðist, 18 ól- um, 20 ið, 21 in, 23 já, 24 Na. Uss, ég hefði líka alveg getað þetta, ef ég hefði ekki verið svona í lapparskömminni. FRÉTTIR/ MANNAMÓT UTANRÍKISÞJÓNUSTAN. í tilk. í Lögbritingablaðinu frá utanríkisráðuneytinu segir að þessir starfsmenn í utanríkis- þjónustunni hafi verið skipað- ir sendiráðsritarar og gildir sú skipan frá því um síðustu mánaðamót. Þetta eru sendi- ráðsritaramir Gréta Gunn- arsdóttir, LL.M. Guðni Bragason M.A. og Þórður Ægir Óskarsson. BIFREIÐASTÖÐUR. í Lög- birtingi birtir lögreglustjórinn í Reykjavík tilk. um afnám á banni við bifreiðastöðum og tekur það gildi á morgun, 17. desember. Afnumið er bannið við bílastöðum við Skúlagöt- una sunnanverða milli Höfða- túns og Rauðarárstígs. Og þá tekur gildi afnám á banni við bílastöðum við Skálholtsstíg að norðanverðu, milli Laufás- vegur og Fríkirkjuvegar. ÍSLENSKI lúðubankinn hf. (The Icelandic Halibutbank Ltd) heitir hlutafélag sem slofnað hefur verið suður í Höfnum. Tilgangur hlutafé- lagsins er fiskeldi m.m. Stofn- un félagsins er tilk. í nýlegu Lögbirtingablaði. Hlutafé fé- lagsins er 5,250 milljónir kr. Stofnendur em einstaklingar hérlendis og í Svíþjóð. Stjórn- arformaður er P.G. Hjort,- markar, búsettur í Svíþjóð. Framkvæmdastjóri er Jón G. Gunnlaugsson, Brekkukoti, Bessastaðahreppi. JÓLAMARKAÐUR íþrótta- félags fatlaðra sendur yfír í íþróttahúsi fatlaðra í Hátúni 14 og verður hann opinn dag- lega til jóla kl. 13-18. Þar hafa þeir heitt á könnunni. FÉL. eldri borgara. í dag er opið hús í Goðheimum við Sigtún kl. 14. Frjáls spila- mennska. Dansað kl. 20. Þar verður lokað fram til 6. jan- úar nk. í Risinu er lokað fram til 3. janúar. Skrifstofa fé- lagsins verður lokað mánu- daginn og þegar hún verður opnuð aftur að loknu jólaleyfi verður hún flutt í húsnæði Rissins á Hverfisgötu 105, 2. janúar. Laugardaginn 29. desember kemur gönguhóp- urinn Hana nú, úr Kópavogi, í heimsókn. Hann kemur að Kjarvalsstöðum kl. 10. Þaðan verður gengið niður á Hverf- isgötu 105 og drukkið kaffi í Risinu. LYFJAFRÆÐINGAR. í tilk. frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu í Lögbirt- ingablaðinu segir að það hafi veitt Jónínu Salóme Jóns- dóttur og Einari Birgi Har- aldssyni starfsleyfi sem lyfja- fræðingar hérlendis. SAMVERKAMENN móður Teresu halda mánaðaplegan fund sinn á Hávallagötu 16, mánudagskvöldið kl. 20.30. REIÐSKÓLINN hf. er hlutafélag sem stofnað hefur verið í Reykjavík segir í „Hlutafélagaskrá Lögbirt- ings“. Það er tilgangur fé- lagsins að reka reiðskóla, vinna að kynningu á ísl. reið- hestinum í víðasta skilningi, eins og segir í blaðinu. Auk þess er sýningahald á reið- hestum m.m. Stofnendur eru einstaklingar. Hlutafé er kr. 350.000. Stjórnarformaður er Kári Arnórsson, Huldul- andi 5, Rvík. AGLOW, sem eru Kristileg samtök kvenna í Rvík, halda jólafund mánudagskvöldið kl. 20 í kaffisal Bústaðakirkju og lýkur fundinum kl. 22. Gestur jólafundarins verður Samúel Ingimarsson. Guð- rún Magnúsdóttir syngur. Félagskonur geta tekið með sér gesti, en fundurinn er opinn öllum konum. INNKAUPASAMBAND bóksala-blaðdreifing heitir hlutafélagið. Stofnun þess er tilk. í nýlegu Lögbirtinga- blaði. Stofnendur er fjöldi ein- staklinga og bókabúða um allt land. Hlutafé félagsins er kr. 10.000.000. Stjórnarfor- maður er Axel Bender, Goðalandi 4, Rvík. KIRKJA ÁRBÆJARKIRKJA. Æsku- lýðsfélagsfundur í kvöld kl. 20. NESKIRKJA. Mömmumorg- unn, þriðjudagsmorgun. Opið hús fyrir mæður og börn þeirra kl. 10-12. Jóla- skemmmtun. FELLA- OG HÓLA- KIRKJA. Fundur í Æsku- lýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. LANGHOLTSKIRKJA. Sýning 10-12 ára barna á söngleiknum Óhamingjusöm börn, verður nk. þriðjudag kl. 20. Veitingar eftir stundina í boði kirkjunnar. Sýningin er öllum opin. SELJAKIRKJA. Æskulýðs- fundur kl. 20 í kvöld. SELTJARNARNES- KIRKJA. Opið hús fyrir 10-12 ára mánudag kl. 17. Opið hús fyrir foreldra ungi-a barna nk. þriðjudag kl. 15-17. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 25 ÁRUM Chaplinmyndin „Ein- ræðisherrann“ var sýnd í fyrsta skipti utan Bandaríkjanna . Frum- sýningin var í London og var miklu lofsorði lokið á myndina. Þótti mikið koma til lokaræðu Chaplins í lok myndar- innar. * ÁHEIT ÁHEIT á Strandarkirkju. Afhent Morgunblaðinu: SA 20.000, NN 10.000, SE 10.000, SJS 10.000, BJ 5000, STKJ 5000, ASJ 5000, SÞ 5000, HN 5000, KK 5000, Ingibjörg 3200, IS 3000, VI 3000, IB 3000, ÓÓV 2500, Lilja 2000, NN 2000, NN 2000, HSJ 2000, Mímósa 2000, Ónefnd 2000, TÓ 2000, ORÐABÓKIN Kíktu inn? Fyrir stuttu var ég minntur á so. að kíkja í svipuðu orða- lagi og í fyrirsögninni. Jafn- framt var nefnt nafn á út- varpsþætti sem kallaður er Kíkt í gegnum kýraugað. Er viðmælandi minn lítt hrifinn af þessu orðalagi. Eg er algerlega sammála honum um þetta, en vissu- lega er það algengt í munni margra. „Viltu kíkja inn í kvöld?“, er oft sagt eða þá: Kíktu inn“ eða „kíktu við“,áður en þú ferð heim.“ Auðvitað fer betur að segja sem svo: Viltu líta inn í kvöld“ eða þá Líttu inn, áður en þú ferð heim.“ So. að kíkja er tökuorð úr dönsku, og elztu dæmi um hana frá 17. öld. í dönsku heitir hún kigge eða kikke og er þangað komin úr lág- þýzku kiken. í íslenzku er so. að kíkja í upphafi og enn í dag höfð um það að skoða e-ð lauslegar en átt er við með so. að sjá eða horfa. Frummerking so. að kíkja er annars að gægjast, horfa í kíki, en svo fór hún að tákna það að líta snöggt á eitthvað eða í flýti. Við segj- um oft: „Ég skal kíkja á þetta við tækifæri." Merk- ingin að líta sem snöggvast eða stutt inn til e-s er bein þýðing á danska orðasamb. at kigge ind til en, sem haft er um hið sama. Ekki- mun þessi notkun gömul í málinu, a.m.k. verða í OH einungis fundin dæmi frá allra síðustu áratugum. - JAJ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.