Morgunblaðið - 16.12.1990, Page 10

Morgunblaðið - 16.12.1990, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 Þessi tvö fjög- urra mánaða börn mynduðu endurtekin mynstur sín á milli sem ekki var hægt að koma auga á nema með aðferðum Magnúsar og mikilli nákvæmni. Þau reyndust framkvæma 20 þúsund mismun- andi hreyfingar á 1 5 mínútum. VIÐTAL VIÐ DR. MAGNÚS S. MAGNÚSSON SÁLFRÆÐING eftir Elínu Pálmadóttur MAGNÚS S. Magnússon, sálfræðingur o g atferlisfræðingur, sem í mörg ár hefur starfað við Mannfræðistofnunina í París og síðast við Parísarháskóla, hefur sl. ár dvalið á íslandi í þeim tilgangi að flytjast heim með rannsóknir sínar. En hann hefur mótað fræðilíkan um tímalega formgerð atferlis og á grund- velli þessa fræðilíkans þróað og tölvuvætt atferlisgreiningarað- ferðir, sem farið er að nota víða um heim. Hefur hann unnið að ýmsum störfum í samvinnu við Sorbonne- og Parísarháskóla 5 og 8, við sálfræðirannsóknastöð Besancon-háskóla í Frakk- landi, við Max Planck-rannsóknastofnunina í Þýskalandi, Sál- fræðideild Chicago-háskóla, Mannfræðistofnunina í París og eru a.m.k. sex doktorsritgerðir í gangi sem byggjast á þessari að- ferð hans. Eftir að hann hafnaði stöðu við Parísarháskólatil þess að flytja sig til Islands, hafa INSERM-rannsóknastofnunin í læknisfræði og Parísarháskóli boðið Háskóla íslands samstarfs- verkefni um rannsóknir sem byggjast á því að Magnús sé starfs- maður HÍ og hafa rektor og prófessorar í læknadeild, sálfræði- deild og heimspekideild sótt fast að koma því í kring. Magnús er nú búinn að vera starfandi á íslandi 114 mánuði að ýmsum verkefnum án þess að komast þar á launaskrá, en ráðning hans mun nú væntanlega ganga í gegn um áramótin, svo að atvinnu- leysi verður ekki til þess að hann þurfi að hverfa af landinu og í þau virtu verkefni sem hann ætlaði að hafna erlendis. í ákvörð- un hans að flytja heim vó sérstaklega þungt að fiölskylda hans var þegar komin til Islands fyrir tveimur árum, þar sem kona hans, Agústa Sveinbjörnsdóttir arkitekt hjá Borgarskipulagi, hafði ekki í 3 ár getað fengið starf í sínu fagi í París. Málið er æði flókið, svo og vísindastörf Magnúsar og báðum við hann því um viðtal til að fræðast meira um þau. Vetrarstaðir Inuita á Angmagsaliksvæðinu á Grænlandi (sjá punkt- ana) Þetta tölvuteiknaða kort sýnir ferðir þess einstaklings sem flutti sig mest til á árunum 1895 til 1927. En Magnús getur þannig kallað snarlega fram aliar ferðir ákveðinna einstaklinga og hópa. Ekki er auðhlaupið að því að skýra í stuttu máli þessar eftirsóttu rann- sóknaraðferðir Magn- úsar S. Magnússonar. Hann hefur lengi unn- ið að eigin fræðilíkani til atferlisrannsókna með tölvu- vinnslu. En það hefur leitt af sér tölvuvæddar greiningaraðferðir sem nú eru notaðar af virtustu fræði- mönnum Frakklands að atferlisrann- sóknum með sérstakri áherslu á tjá- skipti milli barna innbyrðis, barna og fullorðinna o.fl. Almennt beinist áhugi hans frá upphafi að því að kanna félagsleg boðskipti hjá mönn- um og dýrum. Til skýringar er rétt að rekja í stuttu máli aðdragandann. Magnús er sálfræðingur frá Kaupmannahafn- arháskóla og var þar í 11 ár við nám og rannsóknir og aflaði sér þegar orðstírs þar. Voru við hann viðtöl í sjónvarpi og greinar í blöðum. Þegar eftir að hann hafði verið þar-í námi í 7 ár heiðraði Hafnarháskóli hann með silfurpeningi.. Var hann í hópi 18 manna sem tóku við verðlaunum háskólans þetta ár við hátíðlega at- höfn að viðstaddri konungsfjölskyld- unni. Eftir það vann hann að sjálf- stæðum rannsóknum í Höfn. Hann hafði aðgang að 3 skrifstofum, á rannsóknastofnuninni í Risö, í Kaup- mannahafnarháskóla og á Social

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.