Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 Þessi tvö fjög- urra mánaða börn mynduðu endurtekin mynstur sín á milli sem ekki var hægt að koma auga á nema með aðferðum Magnúsar og mikilli nákvæmni. Þau reyndust framkvæma 20 þúsund mismun- andi hreyfingar á 1 5 mínútum. VIÐTAL VIÐ DR. MAGNÚS S. MAGNÚSSON SÁLFRÆÐING eftir Elínu Pálmadóttur MAGNÚS S. Magnússon, sálfræðingur o g atferlisfræðingur, sem í mörg ár hefur starfað við Mannfræðistofnunina í París og síðast við Parísarháskóla, hefur sl. ár dvalið á íslandi í þeim tilgangi að flytjast heim með rannsóknir sínar. En hann hefur mótað fræðilíkan um tímalega formgerð atferlis og á grund- velli þessa fræðilíkans þróað og tölvuvætt atferlisgreiningarað- ferðir, sem farið er að nota víða um heim. Hefur hann unnið að ýmsum störfum í samvinnu við Sorbonne- og Parísarháskóla 5 og 8, við sálfræðirannsóknastöð Besancon-háskóla í Frakk- landi, við Max Planck-rannsóknastofnunina í Þýskalandi, Sál- fræðideild Chicago-háskóla, Mannfræðistofnunina í París og eru a.m.k. sex doktorsritgerðir í gangi sem byggjast á þessari að- ferð hans. Eftir að hann hafnaði stöðu við Parísarháskólatil þess að flytja sig til Islands, hafa INSERM-rannsóknastofnunin í læknisfræði og Parísarháskóli boðið Háskóla íslands samstarfs- verkefni um rannsóknir sem byggjast á því að Magnús sé starfs- maður HÍ og hafa rektor og prófessorar í læknadeild, sálfræði- deild og heimspekideild sótt fast að koma því í kring. Magnús er nú búinn að vera starfandi á íslandi 114 mánuði að ýmsum verkefnum án þess að komast þar á launaskrá, en ráðning hans mun nú væntanlega ganga í gegn um áramótin, svo að atvinnu- leysi verður ekki til þess að hann þurfi að hverfa af landinu og í þau virtu verkefni sem hann ætlaði að hafna erlendis. í ákvörð- un hans að flytja heim vó sérstaklega þungt að fiölskylda hans var þegar komin til Islands fyrir tveimur árum, þar sem kona hans, Agústa Sveinbjörnsdóttir arkitekt hjá Borgarskipulagi, hafði ekki í 3 ár getað fengið starf í sínu fagi í París. Málið er æði flókið, svo og vísindastörf Magnúsar og báðum við hann því um viðtal til að fræðast meira um þau. Vetrarstaðir Inuita á Angmagsaliksvæðinu á Grænlandi (sjá punkt- ana) Þetta tölvuteiknaða kort sýnir ferðir þess einstaklings sem flutti sig mest til á árunum 1895 til 1927. En Magnús getur þannig kallað snarlega fram aliar ferðir ákveðinna einstaklinga og hópa. Ekki er auðhlaupið að því að skýra í stuttu máli þessar eftirsóttu rann- sóknaraðferðir Magn- úsar S. Magnússonar. Hann hefur lengi unn- ið að eigin fræðilíkani til atferlisrannsókna með tölvu- vinnslu. En það hefur leitt af sér tölvuvæddar greiningaraðferðir sem nú eru notaðar af virtustu fræði- mönnum Frakklands að atferlisrann- sóknum með sérstakri áherslu á tjá- skipti milli barna innbyrðis, barna og fullorðinna o.fl. Almennt beinist áhugi hans frá upphafi að því að kanna félagsleg boðskipti hjá mönn- um og dýrum. Til skýringar er rétt að rekja í stuttu máli aðdragandann. Magnús er sálfræðingur frá Kaupmannahafn- arháskóla og var þar í 11 ár við nám og rannsóknir og aflaði sér þegar orðstírs þar. Voru við hann viðtöl í sjónvarpi og greinar í blöðum. Þegar eftir að hann hafði verið þar-í námi í 7 ár heiðraði Hafnarháskóli hann með silfurpeningi.. Var hann í hópi 18 manna sem tóku við verðlaunum háskólans þetta ár við hátíðlega at- höfn að viðstaddri konungsfjölskyld- unni. Eftir það vann hann að sjálf- stæðum rannsóknum í Höfn. Hann hafði aðgang að 3 skrifstofum, á rannsóknastofnuninni í Risö, í Kaup- mannahafnarháskóla og á Social
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.