Morgunblaðið - 16.12.1990, Side 15

Morgunblaðið - 16.12.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 —f ■■ ' .•••■[ - -| "r“ -7—T“- i 1—i—TT7—i-—m Þingforseti sagði síðan að nú myndu menn taka til óspilltra mál- anna og fara að vinna við að ganga frá leyfum til handa þeim gestum sem kysu að fara. Sjálfsagt vildu sumir vera um kyrrt og þeim væri það fijálst. Um kvöldið héldum við Gísli upp á daginn og fengum okk- ur gómsætan snæðing á kínversk- um veitingastað í A1 Mansour-hótel- inu. Við skáluðum fyrir frelsinu fyrirsjáanlega og nú var bara spurningin hvort Gísli fengi það fljótt fararleyfi að við gætum orðið samferða til Amman á sunnudag en þá hafði ég ráðgert að fara enda áritunin að renna út. Ég hafði talað við herra Saa’doun A1 Jadoni, yfirmann fjölmiðladeildar upplýsingaráðuneytisins, um fram- lengingu og skýrt fyrir honum af hveiju ég óskaði eftir henni. Hann tregðaðist við um stund en lofaði síðan að horft yrði í gegnum fingur með það af því ég hefði nú komið til Iraks áður og þeir mætu það að verðleikum. „Annars er ég hissa-á þér. Þú ert búin að hitta þingforset- ann og fara flest annað sem þú baðst um. Og vilt nú vera lengur. Svei mér ef ég botna í þér. Og ert ekkert smeyk eins og sumir blaða- mennirnir,“ sagði herra Jadoni. „ís- lendingseðlið," sagði ég og sendi honum fingurkoss fyrir greiðvikn- ina. Eins og ég hef sagt frá í frétt frá Bagdad en sakar ekki að ítreka fékk ég það sterklega á tilfinning- una að fundurinn með þingforsetan- um hefði verið undirbúinn áður en ég kom. Margir diplómatar hvað þá heldur blaðamenn þurfa að bíða vikum saman eftir áheym hjá Saadi Mehti Saleh og hún fæst ekki nema stundum. Daginn eftir að ég kom og hafði sagt þeim ráðuneytismönn- um að ég óskaði eftir viðtali við Saleh, glottu þeir og ég gat næstum lesið hug þeirra; þeim fannst beiðn- in fáránleg. Nokkru síðar kom Gísli Sigurðs- son svo á A1 Rasheed-hótelið þar sem við hófum spjall okkar og ég sendi síðan til Morgunblaðsins. Þá var hringt upp á herbergi: gjörsvo- vel og mæta hjá þingforseta kl. 9.30 í fyrramálið. Það lá við ég ylti um koll af undrun og Gísli varð eitt spurningarmerki þegar ég sagði honum hvað til stæði. Þá sagði hann mér að sænski sendiherrann hefði beðið vikum saman eftir að fá að hitta Saleh til að tala sínu máli en það fengist ekki enn. Morguninn eftir hittumst við Saleh svo í fyrra sinnið og að hans frumkvæði var ákveðinn * annar fundur morguninn eftir. Hann sagði á fyrra fundi okkar að hann gæti ekki gefið mér loforð en mjög góð- ar vonir. Það kom einnig fram í máli Saleh þingforseta að honum væri kunnugt um að Svíar hefðu unnið ötullega að því að fá farar- leyfi fyrir Gísla. Aðrir hefðu hreyft því en aldrei formlega og írakar kysu að rætt væri við þá milliliða- laust. Ég þurfti auðvitað ekki að vekja athygli Saleh þingforseta á því að ég var ekki opinber fulltrúi Islands og talaði ekki fyrir hönd annarra en sjálfrar mín. Við Gísli höfðum rætt um það daginn áður að í reynd hefði Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svía, ekki gefið neitt eftir heldur aðeins sagt að Svíar vildu að friðsamleg lausn næðist á deil- unni. Gísli sagði að því hefði verið töluvert slegið upp í Irak. Og mér er svo sem spurn; Hver vill ekki friðsamlega lausn? Á hinn bóginn hafði ég enga heimild til að segja þingforsetanum að utanríkisráð- herra íslands væri þeirrar skoðun- ar. Svo að ég lét duga að taka rækilega fram að íslenska þjóðin óskaði þess áreiðaniega öll sem ein að málið leystist án þess að kæmi til hernaðarátaka. „En jiið eruð i NATO,“ sagði Saleh. Eg jánkaði því náttúrlega en við hefðum engan íslenskan her annan en landhelgis- gæsluna til að passa fiskinn og því hefði aldrei komið til tals að senda skip til Flóans eins og fjöldamörg ríki Atlantshafsbandalagsins hefðu gert. Ég sveif rugluð og í sæluvímu út frá Saleh og hringdi í ritstjórann Pendragon. 3ja sæta og 2 stólar. Verö kr. 215.800,- stgr. Borðstofuborð + sex stólar kr. 107.800 stgr. Glerskápur kr. 88.900 stgr. Borðstofu- og vegghúsgögn fr; PALAU á Spani eru stílhrein, vel hönnuð gæðavara á mjög mahonyskrifborð fró AB8EYGBAFT. Verö kr. 52.300,- Wagner. Þýsk gæðavara. 3ja sæta og 2 stólar. Verð kr. 239.800,- stgr. DIPLOMAT-leðursófasett frá Pendragon. 3ja sæta og 2 stólar. Verð kr. 178.900,- stgr. Kommóða frá ABBEYCRAFT. Verð kr. 40.900,- stgr. Glerskápur frá ABBEYCRAFT. Verð kr. 62.800,- stgr. TresiUo 'l ela 57 %, poIitMsr, 33 % jdgqdón. kviHChfwrd, Cojincs Jc ynma cnpuma rccubkttá <St dracór:. Sofá 3 plaras l. 20) rA 7.Í* P 98 SOIón I. 100 x A 73 x P62 Mna rtrcl«ngut«r con t»bt<ro crtstal L 9* \ A AO x P 62 Fl *<>fá %c fstnica coino tofi carr.a RATTAN - sófasett frá Cerda á Spáni 3ja sæta og 2 stólar. Verð kr. 197.600,- stgr. Sófaborö —kr. 17.700,- stgr. Lampi — kr. 21.400,- stgr. 4268 Mondiatl MONDIAL — áklæðissófasett frá Wagner. Þýsk gæðavara. 2ja sæta og 2 stólar. Verð kr. 188.300,- stgr. HUSGAGNAVERSLUN Síðumúla 20 - sími 688799 lí ■ 'lc-jLggí ppí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.