Morgunblaðið - 16.12.1990, Side 21

Morgunblaðið - 16.12.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 21 dvaldist Einar um kyrrt á Húsavík, þar sem hann hafði verið til spurn- inga. Dreng einn úr Vilpu, koti sunn- arlega í þorpinu, vantaði fermingar- föt, enda var fólk hans bláfátækt. Einar átti spariiöt og hafði auk þess fengið ný föt fyrir ferminguna. Hafði hann fermingarfötin með sér, en sparifötin voru heima á Héðinshöfða. Einar bauð drengnum að lána honum spariföt sín til fermingarinnar, og skyldi sýslumannsfólkið færa honum þau, er það kæmi til kirkju á ferming- ardaginn. En það var stundum seint fyrir, og svo fór í þetta sinn. Þver- neitar Einar þá að ganga til kirkju, meðan faðir sinn sé ókominn, og ber ekki öðru við. Var nú ekki um annað að ræða en bíða, þar sem sýslu- mannssonurinn átti í hlut. Stóð Einar heima við prestssetrið hjá drengnum úr Vilpu, þangað til sást til ferða Héðinshöfðafólks með fötin. Einar varð æfur við föður sinn fyrir seinlæ- tið. Suðurferð Þrátt fyrir veikindi Einars í æsku, var hann fjörmikill og gerðist snemma einráður og áræðinn. Sýnir það atburður sá sem nú skal frá sagt. Haustið 1879 sendir Benedikt Ein- ar son sinn fjórtán ára gamlan með áríðandi bréf til Akureyrar. Hafði ekki verið á annað minnst en Einar kæmi austur aftur að loknu erindi og læsi heima næsta vetur undir skóla. Á Akureyri hitti Einar nokkra pilta, sem voru á förum suður til náms og biðu strandferðaskipsins Ðiönu. Einar grípur nú áköf löngun til að slást í hópinn, en til þess sér hann engin ráð, síst fjárhagsleg. Þá vill svo til að hann mætir á götu á Akur- eyri Tryggva Gunnarssyni, góðkunn- ingja föður síns. Ber hann þegar upp vandkvæði sín við Tryggva, og kveð- ur fjárskort hamla því að hann kom- ist suður í skólann. Tryggvi kveðst geta bætt eitthvað úr þessu og lánar Einari ríflega fyrir farinu suður. Hefur Einar nú enga vafninga, skrifar föður sínum, siglir suður með piltum, fer til Þorbjargar föðursystur sinnar, gengur undir inntökupróf, stenst það með prýði og sest þegar í fyrsta bekk Latínuskólans. Skömmu síðar skrifar Benedikt Tryggva Gunnarssyni, og er í senn undrandi og stoltur yfir uppátæki sonar síns. Þakkar hann Tryggva lánið til „Einsa litla“ og segir síðan: Víst var um það, að ég hafði eigi ætlað honum að fara í skólann í þetta sinn, mest vegna þess að ég treysti ekki heilsu hans, en hann lá í allan fyrri vetur og fram á sumar. En nú hefur drengurinn ráðist í þetta, og þú getur því nærri, að ég er þér þakklátur fyrir hjálpina - að hvetju sem hún verður honum. Á fyrstu árum hinnar nýju aldar fór efnahagur Einars Benediktssonar verulega batnandi. Enda þótt Bene- dikt faðir hans hefði oft verið í pen- ingaþröng og mesta basli, kom í Ijós við skipti eftir hann látinn að eignir dánarbúsins voru töluverðar. Komu til skipta samtals rúmar 37 þúsund krónur eða 9300 krónur í hlut hvers hinna fjögurra erfingja. Einar erfði nokkrar jarðir eftir föður sinn, Elliða- vatn, Korpúlfsstaði o.fl. Jafnframt' fór hann nú að sækjast eftir að kaupa jarðir, fyrst aðallega vegna veiðirétt- inda, en hann hafði löngum hinn mesta áhuga fyrir veiðiskap. En brátt tóku jarðakaupin ekki síður að bein- ast að öflun vatnsréttinda með virkj- anir í huga, sem síðar verður frá grejnt. Á þessum árum aflaði Einar tekna með margvíslegum hætti. Málflutn- ingsstörfin við Landsyfirréttinn voru að vísu ekki mjög ábatasöm, en lög- fræðileg og viðskiptaleg ráðgjöf ýmiss konar gaf dijúgt af sér og fasteignaviðskiptin voru veruleg tekjulind. Um skeið runnu og til Ein- ars umtalsverðir fjármunir frá Marc- onifélaginu í Lundúnum fyrir ýmsan erindrekstur í þess þágu. Sagði Einar frá því síðar, að árstekjur sínar á þessu skeiði hefðu komist upp í 25 þúsund krónur, en það voru þreföld eða fjórföld embættismannslaun. Eitt árið kærði hann útsvar sitt til hækkunar, þar eð hann leit svo á að of lágt útsvar rýrði álit sitt sem fjármálamanns! Til er skemmtileg frásögn af fast- eignaviðskiptum Einars. Ber hún það með sér að hann var bæði framsýnn og ráðhollur, þegar ungur og vaskur athafnamaður átti í hlut. Thor Jensen segir þessa sögu í minningabók sinni. Hann hafði árið 1901 stofnað verslun í Reykjavík í gamla biskipshúsinu við Pósthús- stræti. Húsið var á besta stað í bæn- um, en engan veginn nógu stórt og hentugt fyrir nýtísku verslun. - Thor Jensen segir: Einar Benediktsson var á þessum árum málafærslumaður í Reykjavík. Við höfðum kynnst á ferðalögum og fallið sérlega vel á með okkur. Var gaman að ræða við hann um fram- faramál og framtíð íslands. Einar kom nú til mín og bauð mér til kaups gamla pósthúsið, sem var eign dánar- bús Óla Finsens póstmeistara, en Einar annaðist sölu á eignum þess. Sagði Einar, að ,jafn stórhuga mað- ur þyrfti meira olnbogarúm handa fyrirtæki sínu“. Féllst ég á þetta og keypti gamla pósthúsið af honum fyrir 15 þúsund krónur. Þetta var mjög hentugt, þar eð það var næsta hús fyrig sunnan verslun mína, og því_fylgdi mikil og góð lóð. Á heimleið úr utanför sumarið 1903 hitti Einar Eggert Claessen, sem var á heimleið að nýloknu lög- fræðiprófi. Leist Einari vel á hinn unga mann og tókst með þeim vin- átta sem entist ævilangt. Bað Einar Claessen nú að taka við málflutn- ingsstörfum sínum við Landsyfirrétt- inn og réðst það með þeim. Gegndi Einar þeim ekki eftir þetta, þótt hann segði starfinu fyrst lausu árið eftir. Störf Einars höfðu verið ákaflega erilsöm um sinn og reynt mjög á hann, enda heilsan aldrei sterk. Hann þráði ekki hvað síst að fá betra næði til að gefa sig sem mest að skáldskap sínum. Hann vildi komast í fast og ekki of annasamt embætti, þar sem hann gæti skapað sér og vaxandi fjölskyldu framtíðarheimili. Haustið 1904 losnaði sýslumánnsem- bættið i Rangárvallasýslu, það hið sama og Einar hafði sótt um en ekki hlotið tíu árum áður. Ákvað Einar að sækja, þótt ósýnt væri um árang- ur, þar eð hann átti lítilli stjórnar- hylli að fagna. Hannes Hafstein, skáldbróðir Einars, var nú orðinn ráðherra og fór með veitingavaldið. Gekk Einar á fund ráðherra. - Val- gerður Benediktsson segir: Einar dáðist alla tíð mjög mikið að Hannesi Hafstein bæði sem skáldi og glæsimenni, en vegna mismun- andi stjórnmálaskoðana var kunn- ingsskapur þeirra mjög kulnaður um þessar mundir. Hannes tók umsókn Einars fálega í fyrstu og lét í ljós við hann það hugboð sitt, 'að nú mundi Einar fyrir alvöru ætla að fara að gefa sig að stjórnmálum, er hann væri orðinn sýslumaður, og komast á þing og vinna á móti sér. Einar svaraði því til, að hann mundi að vísu alltaf láta í ljós skoðanir sín- ar á þjóðmálum, er honum þætti ástæður til, en til þingsetu hugsaði hann ekki. Lét Hannes sér þetta vel líka og veitti Einari sýsluna. Þjóðsagnapersóna Skúli Skúlason, síðar ritstjóri, prestssonur í Odda á Rangárvöllum, var 14 ára unglingur þegar Einar kom austur. Hann hefur skrifað skemmtilegar minningar frá þessum tíma. Birtust þær í Lesbók Morgun- blaðsins, 33. tbl. 1964. Þar segir: Einar var orðinn að þjóðsagnaper- sónu áður en hann kom í héraðið og það álit færðist í aukana þessi fáu ár er hann var þar og enn meir eftir það. Og ég tel efamál, hvort nokkur þjóðsagnapersóna hafi verið eins umrædd í sýslunni. Allir könnuðust við nafnið. Þetta er skáld og hafði gefið út sögur og kvæði og þýtt „Pétur Gaut“ og selt hvert eintak á hundrað krónur! Hann hafði ort magnað draugakvæði um síra Odd í Miklabæ, en margir héldu því fram, að mest af kveðskap hans væri „hálfgert hnoð, sem enginn skildi". Og svo hafði hann gefið út blað og stofnað stjórnmálaflokk. Hvernig átti svona maður að geta verið sýslumaður? Og ofan á allt þetta var nýi sýslumaðurinn „þjóð- hættulegur braskari", sem á skömm- um tíma mundi setja sýsluna á haus- inn og alla Rangæinga á rassinn nema þá, sem voru á honum áður. En hugkvæmur var hann, mann- skrattinn. Hann hafði selt jarð- í þessu stórhúsi við Queen Victoria Street í Lundúnum hafði Einar Benediktsson skrifstofur um skeið, ásamt félaga sinum F.L. Rawson. Hið fyrirhugaða stöðvarhús við Búrfell. skjálfta. Hver veit nema hann gæti selt Heklugos líka? Og þá hlypi kannski á snærið fyrir Rapgæingum. Skeggræðendunum kom saman um, að andvirðið ætti að renna í sýslusjóð og notast til brúargerðar í sýslunni. . . . Það var mikið glæsimenni, sem komið var í sýslumannsembættið. Eg hugsa, að aldrei hafi Einar Bene- diktsson verið fríðari sýnum en um þær mundir og glæsilegri í allri fram- komu. Ég man að hann var í sútuð- um leðuijakka þegar hann kom fyrst að Odda, en slíka flík hafði ég aldrei séð á nokkrum manni nema Hvítár- vallabaróninum. Og eigi síður var konan hans, Valgerður, glæsileg. Hún var svo tignarleg, að þjóðsagan var búin að segja manni að Einar hefði látið gera faldbúning handa henni og farið með hana til London og „sýnt hana þar fyrir peninga“. Það væri gaman að vita, hvort þetta var fyrirboði fegurðarsamkeppna nútímans? Víkingar í Noregi Samskipa Einari utan um haustið var Guðmundur Hlíðdal, síðar póst- og símamálastjóri. Hann hafði um vorið komið heim til íslands að loknu prófi í rafmagnsverkfræði í Þýska- landi. Um sumarið hafði hann birt í landvamarblaðinu Ingólfí grein, sem hann nefndi Notkun fossanna. Þar galt hann mönnum varhug við að selja útlendingum fossa fyrir smán- arverð og án allra skilyrða, en hvatti til að leigja eða jafnvel selja þeim fossa, ef upp úr því sprytti iðnaður, sem orðið gæti okkur til hagnaðar. Þyrfti að búa svo um hnúta í samn- ingum, að landeigendur hlytu sæmi- legan hagnað af, er til framkvæmda kæmi, en full umráð fossanna á ný, yrðu þeir ekki virkjaðir innan hóflegs tíma. Einari hafði getist vel að grein þessari og haft samband við höfund- inn eftir birtingu hennar. Kynntust þeir nú nánar á ferðinni utan og fór vel á með þeim. Einar stóð stutt við í Edinborg, þar sem hann kom fjölskyldu sinni fyrir, en hélt til Kaupmannahafnar. Þar hitti hann Guðmund Hlíðdal og fékk hann til að koma með sér til Kristianiu í því skyni að takast á hendur vatnsorkumælingar fyrir fossafélög, sem þar skyldi stofna. Þangað fóru þeir nú saman. Löngu síðar lýsti Guðmundur Hlíðdal dvöl- inni í Noregi þessa haustdaga. Segir hann svo frá, að mörg kvöld hafi þeir félagar setið í dýrlegum veislum norskra fjáraflamanna og lögfræð- inga, þar sem Einar naut sín ákaf- lega vel og var miðdepill hvers sam- kvæmis. Hann var aíger bindindis- maður þennan tíma í Kristianiu, að sögn Guðmundar, enda þótt allt flyti í hinum dýrustu vínum. Milli veislu- haldanna voru fundir haldnir með þessum fésýslumönnum þar sem Ein- ar lýsti fossafli Islands fyrir þeim og beitti óspart einstæðum frásagna- töfrum sínum. Flest var stórt í snið- um í frásögn hans, en óhjákvæmilegt var að viðurkenna, að margt væri enn lítt rannsakað, svo sem fallhæð fossa. Með orðfimi reyndi Einar að forðast fullyrðingar, svo sem að nefna nákvæmar tölur, en dró þó hvergi úr. Guðmundur Hlíðdal segir þannig frá: Á einn fundinn kom hann t.a.m. með 2. bindið af ferðabók Pauls Herrmanns: Island in Vergangenheit und Gegenwart, sem þá var nýkomin út. Þar eru nokkrar fossamyndir, m.a. góð mynd af Goðafossi. „Er fossinn hár?“ spurðu fundarmenn. „Já, hann er mjög hár,“ svaraði Ein- ar. „Hvað skyldi hann vera hár?“ „Hann er afar hár.“ „En hve hár hér um bil?“ „Hann er gríðarlega hár.“ „En hversu margir metrar?“ „Hann er feiknamargir metrar." „Getur hann verið 70 metra hár?“ „Hann geturvel verið 70 metra hár.“ Detti- foss hvað Einar vera rúmega 100 metra háan og vitnaði þar í heimild- ir: Þorvald Thoroddsen sem taldi hann 340 fet á hæð, og Paul Herr- mann, sem segir fallhæðina 107 metra í fyrrnefndri bók sinni. Viðræður þær, sem þeir félagar Einar og Guðmundur Hlíðdal áttu við norska fjármálamenn haustið 1907 leiddu til þess, að fyrir árslok höfðu verið stofnuð tvö fossahlutafé- lög, Skjálfandi og Gigant. Var hið fyrra þeirra, Skjálfandi, stofnað í október, áður en Islendingarnir héldu frá Kristianiu. Það snerist um foss- ana i Skjálfandafljóti: Aldeyjarfoss, Goðafoss, Barnafoss og Ullarfoss. Hlín kemur til sögu í febrúarmánuði 1927 kom nýr gestur á heimili Einars Bene- diktssonar og Valgerðar konu hans að Þrúðvangi í Reykjavík og drakk kaffisopa með þeim hjónum. Gesturinn var kona, Hlín Johnson að nafni. Þannig stóð á gestkomunni að konan hafði hitt Val, elsta son skáldsins, á samkomu í Reykjavík. Hlín var ættuð frá Sandhaugum í Bárðardal, og hafði faðir hennar, Jón Eldon Erlendsson frá Garði í Kelduhverfi, verið skrifari Benedikts Sveinssonar á Héðinshöfða um tveggja ára skeið, þega Einar var um fermingaraidur. Bar hann æ síðan hlýjan hug til þessa skrifara föður síns. Valur sagði nú föður sínum frá iví, að hann hefði hitt þessa úngeysku konu, og kynni hún mörg ljóð hans utan að og væri ákafur aðdáandi þeirra. Bað Einar þá son sinn að koma kveðju til dóttur Jóns Eldons, og bjóða henni að heimsækja sig í Þrúðvang. Hlín Johnson stóð á fimmtugu jegar hún fékk boðin um að ganga inn fyrir dyr Einars Benediktssonar. Hún hafði aðeins einu sinni séð hann áður, þá innan við fermingu, en kvaðst aldrei hafa getað gleymt honum. Hann var þá með föður sínum á þjóðmálafundi á Ljósavatni, ungur og fríður. I viðtali við Matthías Johannessen komst Hlín svo að orði: Ást mín á honum hefur haldist frá iví ég heyrði fyrsta ljóðið eftir hann, tólf ára gömul, Islandsljóð. Það birtist í einhveiju blaðinu, líklega Sunnanfara, sem var sendur norður eins og hver annar pappír. Og þegar fóstri minn las ljóðið, stökk ég á fætur og hrópaði: „Svona hefur enginn kveðið áður!“ En ég var skömmuð fyrir að þykjast hafa vit á skáldskap, og það var reynt að þagga niður í mér og líklega hefur það tekist, en ég sagði satt! Og nú hefur Hlín Johnson fengið boð um það, að koma á fund skáldsins. Hún segir: Ég fór upp í Þrúðvang, og um leið og augu okkar mættust, var eins og við hefðum þekkst alla ævi. Ekki fer það á milli mála, að næstu árin eftir skilnaðinn við Valgerði voru Einari erfið á marga lund. Jónas Jónsson fer svofelldum orðum um skáldið á þessu tímabili: Þegar fokið var í flest skjól um fjárafla tók hann sér til hressingar að neyta áfengis meira en góðu hófi gegndi. Var hann þá um stund heimilislaus og án nokkurs verulegs stuðnings frá frændum og vinum. Gátu höfuðstaðarbúar stundum séð þá sorgarsjón áð höfuðskáld þjóðarinnar, sem auk þess hafði um langt skeið verið mest glæsimenni á landinu, við hlið Hannesar Hafsteins, ráfaði einmana um götur bæjarins, fátæklega búinn og undir áhrifum áfengis. Þetta var ást Á þessum tímum einsemdar og erfiðleika kynnist Einar lífsreyndri og viljasterkri konu, sem hafði dáðst að honum bg unnað ljóðum hans allt frá ungum aldri. Hann fann þar at- hvarf og skjól. En hveijar voru tilfinningar kon- unnar, sem nú fyrst tók að umgang- ast draumaprinsinn, og sá með opn- um augum jafnt veikar sem sterkar hliðar hans? Einar var nú orðinn 63 ára, stoltur maður en bitur og kom- inn sár og móður af vígvelli lífsins. Varð hún ekki fyrir vonbrigðum? Matthías Johannessen spyr Hlín Johnson hálfníræða um samband þeirra Einars: — Þetta var ást, Hlín. — Sú eina ást, sem ég hef þekkt, og miklu meira en það . .. Fyrir það er ég þakklát alla tíð. — Én hvernig er hægt að elska mann gegnum kvæði? — Það er ósköp einfalt. Maður elskar sálina, sem birtist í ljóðunum. Og svo þegar ég kynntist henni, varð ég ekki fyrir vonbrigðum, þvert á móti, því sjálfur var hann jafnvel stærri en verk hans. Að vísu átti hann það til að vera ruddalegur og nota stór orð, ef hann bragðaði vín eða talaði um pólitík, en það kom mér ekki við, því ég var ekki pólitísk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.