Morgunblaðið - 16.12.1990, Síða 22

Morgunblaðið - 16.12.1990, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 __ •• Enn ein Oldin Bókmenritir ErlendurJónsson ÖLDIN OKKAR ERLENDIS. Minnisverð tiðindi 1951-1960. Nanna Rögnvaldsdóttir tók sam- an. 225 bls. Iðunn. Reykjavík, 1990. Bókaútgáfa er markaðssetning. Svo sagði glöggur maður fyrir skömmu. Þau orð komu mér í hug við lestur bókar þessarar. Fj'örutíu ár eru liðin síðan Gils Guðmundsson tók saman ritið Öldin okkar. Tutt- ugasta öldin var þá hálfnuð og því þótti við hæfí að horfa um öxl og rifja upp það sem liðið var. En það voru minnisverð tíðindi innanlands frá aldamótum til líðandi stundar sem Gils valdi, dró saman og gerði að samfelldri sögu. Gils bjó ritinu þann búning sem honum sjálfum hentaði. Aðferðin var hans, en hann var þá síður en svo nýgræðingur í sagnaritun. Skemmst er frá að segja að ritið varð vinsælt og eftir- sótt. Að fenginni þeirri reynslu var ekki látið staðar numið. Næstu ára- tugina voru að koma nýjar og nýjar »aldir«. Og nú er það sem sagt nýjasta módelið: Öldin okkar er- lendis 1951-1960. Þetta var kaldastríðsáratugur- inn. Friður ríkti á Vesturlöndum, ótryggur þó að flestra mati. Stalín dó en kerfið lifði. Fjórða lýðveldið franska varð sjálfdautt; de Gaulle var til kvaddur að bjarga Frakk- landi og færa því aftur fyrri sjálfs- virðingu. Khrústsjov og Kennedy urðu forystumenn risaveldanna. Barist var í Kóreu og samið um jafntefli. Nýlendustefnan fór hall- oka. Undir lok áratugarins var sýnt að hún teldist til liðna tímans. Þetta má kalla heimsmálin í hnotskurn. En bókin endar ekki á neinni heim- spólitík heldur með því að »Cliff og The Shadows stefna á toppinn«. Strangt tekið má segja að aðferð Gils sé hér enn í heiðri höfð. Vafa- samt er þó að æsifréttir þær, sem þarna eru birtar í tímaröð, veki forvitni í líking við það sem gerðist þegar hans rit kom út fyrir fjörutíu árum. Margt hvað, sem lesa mátti í samantekt hans, tengdist beint viðburðum á líðandi stund. Fréttirn- ar, sem rifjaðar eru upp í þessari Nanna Rögnvaldsdóttir bók, snerta okkur á hinn bóginn sáralítið, og flest er það reyndar NYTTUTIBU BÚNAÐARBANKANS ÁAKRANESI Frá og með mánudeginum 17. desember 1990 verður sú breyting á bankaþjónustu Akraness og nágrennis að útibú Samvinnubanka íslands á Akranesi hættir starfsemi sinni og við tekur útibú Búnaðarbanka íslands. Útibúið verður til húsa að Kirkjubraut 28 þar sem Samvinnubankinn var áður og starfsfólk verður það sama. í tilefni af þessum tímamótum býður bankastjóm Búnaðarbankans íbúum Akraness og nágrennis að líta inn mánudaginn 17. desember og þiggja kaffisopa og meðlæti. Paddington heilsar upp á yngstu gestina. Verið velkomin í Búnaðarbankann á Akranesi! BUNADARBANKI ÍSLANDS - Traustur bunki. gleymt og grafið. Hveiju gegnir t.d. að fara nú að lýsa spennunni sem ríkti í frönskum stjórnmálum vikurnar áður en de Gaulle tók við völdum? Þetta er allt löngu liðið, búið og gert. Valdaskeið hans er auðvitað kapítuli í sögunni, og hann af merkara taginu. Fjas og tauga- titringur vegna þess að ein ríkis- stjórn fer og önnur kemur skiptir á hinn bóginn engu máli þegar þetta er allt orðið saga. Sá sem vill kynna sér franska stjórnmálasögu hefur enda úr nógu að velja. Sama máli gegnir um öll önnur dægurmál, skemmtanalífið þar með talið. »Hópur blaðamanna hefur um- kringt skrifstofur hersins í Fort Wood og spurt: Hvar er hann niður- kominn? En hershöfðingjarnir herpa saman varirnar og eru þöglir sem gröfin.« Já, hvar er nýliðinn Elvis Presley nú niðurkominn? Hvílík brennandi spurning árið 1990! Segja má um bók þessa eins og konan sagði um stofuna sína: Hún er annaðhvort of stór eða of lítil. Sem uppflettirit mun þetta fáum gagnast því alfræði er þetta engan veginn. Og fáir munu hafa áhuga á öllum þeim sundurleitu fróðleiks- molum sem þarna er að finna. Þetta er einungis sitt lítið af hveiju. (gauknecht ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI ww &SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VID MIKLAGARÐ • & KAUPFÉLÖGIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.