Morgunblaðið - 16.12.1990, Side 24

Morgunblaðið - 16.12.1990, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 Á tæpum 50 árum eru flugvélarnar komnar nær 90m niöur í jökulinn, en ákoman á ári er um 4 metrar. £ <u E o o> I 5 Q> C .c I S1 «o QJ Leitin að „tyndu flugsveitinni": Ævintýri á90 metro dýpi í Grænlandsjökli eftír HALL ÞORSIEINSSON OVIST er hvort reynt verður að bjarga einhveijum af bandarísku herflugvélunum átta, sem legið hafa undir isþekju Grænlandsjökuls í rúmlega 48 ár, en flugvélarnar voru staðsettar í jöklinum með aðstoð islenskra visindamanna. Bandarískir áhugamenn um flugsögu hafa leitað flugvélanna í tíu ár, og síðastliðið sumar tókst þeim að gera göng niður á eina þeirra á 90 metra dýpi í jöklinum, en þá kom í ljós að hún var mun verr farin en búist hafði verið við.Ymsir munir náðust úr flugvélinni, og tóku tveir íslenskir flugbjörgunarsveitarmenn, þeir Magnús V. Guðlaugsson og Sigurjón Hjartar- son, þátt í því verki, og seig Magnús niður göngin að vélinni. Tækjabúnaður leiðangurs- manna var skilinn eftir á jöklinum í haust, og ríkir nú óvissa um hvort af frekari björg- unaraðgerðum verður næsta sumar. lugvélarnar átta, sem eru sex orr- ustuflugvélar af gerðinni Lockheed P-38F „Lightning“ og tvær Boeing B-17E, „fljúgandi virki“, sprengju- flugvélar, voru á leið frá Banda- ríkjunum til Bretlands með áætl- aðri millilendingu í Reykjavík, þeg- ar þær nauðlentu á Grænlandsjökli 15. júlí 1942. Þegar flugvélarnar nálguðust vesturströnd íslands lentu þær í mjög slæmu veðri, og snéru þær þá við og var ætlunin að lenda þeim í Narssarssuaq á Grænlandi. Á leiðinni þangað tókst áhöfn á þýskum kafbáti að villa um fyrir flugvélunum og beina þeim af réttri leið, en Þjóðvetjum hafði tekist að leysa dulmálslykil þann sem flugmennirnir notuðu við fjar- skipti. Þegar flugvélamar komu inn yfir austurtrönd Grænlands varð fjugmönnunum ljóst að þeir voru villtir, og þar sem lítið eldsneyti var eftir á flugvélunum tóku flugmenn- imir þá ákvörðun að magalenda þeim á jöklinum um 150 km suð- vestan við Kulusuk. Nauðlendingin tókst giftusamlega, og komust allir í áhöfnum flugvélanna lífs af, en það vom samtals 25 menn, og var þeim bjargað níu dögum seinna af björgunarleiðangri á hundasleðum. í annarri sprengjuflugvélinni var mjög fullkominn tækjabúnaður til að miða út skotmörk, og skömmu eftir nauðlendinguna sendi Banda- ríkjaher mann á jökulinn til að eyði- leggja búnaðinn svo hann lenti ekki í höndum Þjóðveija. Sá sem vann það verk heitír Norman D. Vaug- han, Alaskabúi, sem tekið hefur þátt í leitinni að flugvélunum frá því 1983, en hann er nú 85 ára gamall. Hann er þekktur heims- skautafari, og fór meðal annars með Byrd á Suðurpólinn árið 1928. Leitin að vélunum hefst Rúmlega 10 ár eru liðin frá því Norman D. Vaughan, 85 ára gamall heim^skautafari, á leið ofan í 90 metra djúpa holuna að sprengjuflugvélinni. Búðir leiðangursmanna á Grænlandsjökli. í forgrunni sést tækið sem notað var við að gera holuna niður að B-17 sprengjuflugvélinni. farið var að huga að björgun flug- vélanna átta af Grænlandsjökli. í því skyni voru samtökin „Greenland Expedition Society" stofnuð af nokkrum bandárískum ævintýra- mönnum og áhugamönnum um flugsögu árið 1981, og þá um vorið hélt fyrsti leiðangurinn á Grænland- sjökul til að leita flugvélanna. Von- uðust leiðangursmenn til þess að geta náð þeim heillegum upp úr jöklinum, þar sem hugsanlega hefðu þær fyllst af snjó og ís, sem héldi þeim heilum þrátt fyrir þrýst- inginn í iðrum jökulsins. Til mikils var að vinna þar sem aðeins örfáar flugvélar af þessum tegundum eru til í heiminum, og þess vegna um I haust var lokið viö að grafa helli umhverfis eina af vélunum í jöklinum. Hellfrlnn er í raun um 1,5m undlr loft. Tækninnl sem beitt var viö gröftinn var heitt vatn. gífurleg verðmæti að ræða, en talið er að safnarar væru fúsir til að greiða nálægt 500 milljónum króna fyrir flugvélarnar. I fyrstu reyndu Bandaríkjamenn- irnir að finna staðsetningu flugvél- anna í jöklinum með hátíðniradar, en þær tilraunir báru ekki tilætlað- an árangur. Þeir leituðu því eftir aðstoð starfsmanna Raunvísinda- stofnunar Háskóla Islands, en þeir höfðu þróað sérstaka íssjá, sem notuð er til inælinga á þykkt jökla og við gerð korta af landslagi und- ir jökulbotnum. Árið 1988 tókst svo þeim Helga Björnssyni, jarðeðlis- fræðing, og Jóni Sveinssyni frá Raunvísindastofnun Háskólans ásamt Arngrími Hermannssyni, flugbjörgunarsveitarmanni, að staðsetja flugvélarnar nákvæmlega með íssjánni. Fyrsta flugvélin finnst Sumarið 1989 tókst bandarísku ieitarmönnunum að bora niður á aðra B-17 sprengjuflugvélina og ná úr henni sýnishorni, og vakti það vonir manna um að hægt væri að ná flugvélunum upp úr jöklinum. Leitarflokkurinn var svo kominn á Grænlandsjökul á nýjan leik þann 11. maí síðastliðinn, og eftir að þeir Arngrímur og Jón Sveinsson, ásamt Ástvaldi Guðmundssyni, flugbjörgunarsveitarmanni, höfðú staðsett' flugvélarnar var hafist handa við að gera göng niður að tveimur þeirra. Um miðjan júní komu leitarmennirnir svo niður á fyrstu flugvélina, sem var önnur af tveimur B-17 sprengjuflugvélum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.