Morgunblaðið - 16.12.1990, Page 38

Morgunblaðið - 16.12.1990, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAG.UR 16. DESEMBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) IP* AUir vilja gefa þér ráð um þess- ar mundir og sum þeirra reyn- ast hollráð. Ferðalag virðist vera á dagskrá hjá þér innan skamms. Astin færir þér ham- ingju. Láttu rómantíkina ráða ferðinni í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) tt^ Þú ráðfærir þig við einhvem í peningamálum. Nú er tilvalið að gera stórinnkaup fyrir heim- ilið. Vertu með Ijölskyldunni í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Hjón ættu að gera áætlun um jólainnkaup. Samvera er aðal- atriðið í dag. Taktu hlutunum með rósemi í kvöld og njóttu þess að vera heima hjá þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HSB Þú hjálpar nákomnum ættingja eða vini. Þér býðst frábært tækifæri á fjármálasviðinu í dag. Það hillir undir velgengni þína. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Farðu með bömin í verslunar- leiðangur í dag. Blandaðu leik og staríi saman í réttum hlut- föllum. Leyfðu rómantíkinni einnig að komast að. Meyja (23. ágúst - 22. septembeij <xA Þú býður fjölskyldunni á ein- hvem uppáhaldsstað hennar núna. Dæmið gengur upp hjá þér í dag og bjartsýnin ræður ríkjum hjá þér í kvöld. VÖg ~ (23. sept. - 22. október) Sumir ganga frá jólapóstinum í kvöld. Þú færð höfðinglegt heimaboð frá vini. Félagslífið er að þínu skapi í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú setur markið hátt núna og verður ekki fyrir vonbrigðum. Þér gengur betur og betur í vinnunni. Vertu vakandi fyrir nýjum tækifæram. Bogmaóur (22,' nóv. -21. desember) Kauptu þér einhvern smáglaðn- ing núna. Þeir sem sjá sér fært að komast frá ættu að nota tækifærið til að bregða sér í ferðalag. Þú verður í skínandi skapi í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt annríkt næstu dagana við að skipuleggja ferðalag í væntanlegu vetrarfríi. Þú færð góðar fréttir núna úr fjármála- heiminum. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Vinur þinn treystir þér fyrir sínu hjartans máli núna. Þér bjóðast margir góðir kostir til "áð eiga glaða stund. Félagslífið lofar góðu núna. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) -aan Þú blandar saman leik og starfi með góðum árangri núna. Vertu vakandi fyrir góðum tækifærum til að komast áfram í lífinu. Stjama þín fer tvímæla- laust hækkandi. AFMÆLISBARNIÐ þarfnast tilfinningalegs öryggis og heim- ilis ef það á að þrífast með nokkru móti. Það vinnur vel í þágu einhvers málstaðar og gengst skilmálalaust við ábyrgð sinni. Það á auðvelt með að afla peninga og næði langt ! viðskiptum. Stundum er það listgefið sjálft og í annan tíma laðast það að viðskiptum sem tengjast listum. .Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vtsindalegra staðreynda. DÝRAGLENS SMÁFÓLK Ástarsöngfvar? Fyrir mér eru ástarsöngvar eins og að Leiktu svolítinn rjómaís fyrir mig... éta of mikið af rjómaís ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Suðui- getur tryggt sér 12 slagi ef svörtu litirnir brotna ekki verr en 4-2. Hvernig? Norður gefur: NS á hættu. Vestur ♦ 10952 V G8 ♦ D10986 ♦ 94 Norður ♦ D6 ¥K752 ♦ Á + ÁKG632 Austur 4* 83 ■ :sr + D1075 Suður + ÁKG74 ¥Á63 ♦ G752 + 8 Vestur Norður Austur Suður — 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Útspii: tígultía. Norður sýnir sterka opnun með vendingu í 2 hjörtu og suð- ur keyrir því í slemmu þegar hann fær spaðastuðninginn. Fjögur grönd eru Roman-lykil- spila-spurningin, og svarið 5 spaðar sýna tvö lykilspil og trompdrottningu. Tíu slagir sjást og eðlilegt að reyna að fría hina tvo á lauf. Ení þessari legu gengur ekki að taka tromp fjórum sinnum og spila laufí. Þegar drottningin fellur ekki er spilið tapað. Besta spilamennskan er lítið lauf úr blindum í öðrum slag! Trompið í blindum heldur tíglin- um í skeljum og nú er nóg að laufíð brotni 4-2. Sagnhafi notar síðan innkomuna á spaðadrottn- ingu til að stinga lauf, tekur næst trompin og fer loks inn á blindan á hjartakóng til að taka frílaufin. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á sovéska meistaramótinu í ár kom þessi staða upp í viðureign alþjóðlegu meistaranna Epishin (2.590) og Dvoiris (2.555), sem hafði svart og átti leik. Svartur hefur fórnað manni fyrir sterka sókn og lét nú kné fylgja kviði. 26. - Haxc2+!, 27. Rxc2 - Dal+, 28. Kd2 - Dc3+, 29. Kcl - Rxf3! (Hótar 29. - Dal mát) 30. Kbl - Dxb3+, 31. Kcl - Da2 og hvítur gafst upp, því hann á enga vörn við hótuninni 32. — Dal mát.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.