Morgunblaðið - 16.12.1990, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990
Sigríður Gunnars-
dóttir - Minning
Fædd 28. júní 1906
Dáin 9. desember 1990
Á morgnn, mánudaginn 17. des-
ember, verður hjartkærtengdamóð-
ir mín, Sigríður Gunnarsdóttir,
jarðsungin frá Fossvogskirkju.
Sigríður Gunnarsdóttir fæddist
28. júní á Vegamótum á Stokks-
eyri. Foreldrar hennar voru þau
hjónin Ingibjörg Sigurðardóttir og
Gunnar Gunnarsson. Sigríður var
elst átta systkina. Þetta er óvenju-
lega elskulegur systkinahópur og
er það sammerkt með mágkonum,
mági og bömum þeirra. Sigríður
fluttist ung til Reykjavíkur og var
í vist hjá Hjálmtý Sigurðssyni, móð-
urbróður sínum, og Lúciendu Sig-
urðsson, konu hans. Oft talaði
Sigríður um að margt hafi hún
lært á því myndarheimili og ávallt
hefur verið gott samband við börn
þeirra hjóna síðan. I Reykjavík
kynntist Sigríður manni sínum,
Guðjóni Jóhannssyni, en hann lést
3. febrúar 1966. Þau hjónin hófu
búskap í Sveinsbakaríi á Bræðra-
borgarstíg 1. Síðar fluttu þau í
Baldursstöðina, þá á Vesturgötu
19 og að lokum á Bræðraborg-
arstíg 55.
Saman varð þeim sex barna auð-
ið en auk þess átti Guðjón dóttur,
Ernu, sem nú er búsett á Akur-
eyri. Börn Sigríðar og Guðjóns eru
Gyða, sem var gift Narfa Þorsteins-
syni er lést á jóladag 1989. Guðjón,
sem kvæntur var Sigrúnu Sigur-
jónsdóttur er lést í maí 1990, Ragn-
heiður er lést 8 ára, Haukur er lést
1 mánaða, Ragnar Jóhann, sem
kvæntur er Ólöfu Hermannsdóttur,
og Sigurður sem er ókvæntur.
Barnaböm Sigríðar og Guðjóns eru
9 og barnabarnabörn 20.
Systkini Guðjóns heitins, mágar
og mágkonur, voru ávallt í miklum
hávegum höfð í fjölskyldunni og
væntumþykja mikil á milli og sam-
band gott við böm þeirra.
Sigríður var fríðleikskona. Hún
klæddist á hátíðarstundum íslensk-
um búningi, sem hún bar af glæsi-
leik. Skapgerð hennar var mjög létt
og hún var mikil félagsvera. Hús-
móðir var hún mikil og leikin í
bakstri og allri matargerð. Þetta
kom sér vel því oft var mjög gest-
kvæmt og þá sérstaklega á Vestur-
götunni. Eftir að Guðjón maður
hennar missti heilsuna fór hún að
vinna á bamaheimilinu Vesturborg,
en síðar í eldhúsinu í Hjúkranar-
kvennaskóla íslands.
Áföllum í lífinu tók Sigríður með
æðruleysi enda trúuð og bænheit.
Hún var umhyggjusöm móðir og
annaðist Sigurð, sem fæddist 3
mánuðum fyrir tímann og vó aðeins
700 g, af mikilli alúð. Hann er líka
það barn sem lengst var heima hjá
móður sinni og sinnti henni af kost-
gæfni síðustu árin, sem hún dvaldi
heima, ásamt hinum systkinunum,
tengdabörnunum og barnabörnun-
um er sýndu henni mikla umhyggju.
Hún var um tíma í dagvist aldr-
aðra í Hafnarbúðum og talaði mik-
ið um alla umhyggjuna og elskuieg-
heitin sem gamla fólkinu væri sýnd
þar. Hann var iíka elskulegur hann
Gunnar, bílstjórinn þeirra í Hafnar-
búðum. Þijá mánuði dvaldi hún á
Landspítalanum vegna sjúkleika,
en síðastliðin tvö og hálft ár í
umönnunar- og hjúkrunarheimilinu
Skjóli. Þar fannst henni gott að
vera og viðmót starfsfólks elsku-
legt.
Ég kynntist Sigríði fyrir 26 árum
þegar ég, feimin og óörugg, kom
fyrst í heimsókn til tilvonandi
tengdaforeldra minna. Þá opnaði
þessi elskulega kona dyrnar, faðm-
aði mig og bauð mig velkomna. Þau
hjónin reyndust mér alltaf sem
bestu foreldrar.
Nú þegar jólin nálgast koma upp
í hugann minningár tengdar þeim.
Á aðfangadag va’r börnum, tengda-
börnum og barnabörnum boðið
heim. Þetta voru ljúfar stundir og
trúlega minnast allir þessara sam-
verustunda með ánægju.
Nú er kveðjustundin runnin upp.
Ég þakka af heilum hug samveru:
stundirnar og minningin um kæra
vini og góða tengdamóður lifa
áfram í huga mínum. Ég trúi því
að börnin hennar, eiginmaður og
tengdabörn hafi tekið á móti henni
við landamærin. Sigríður var sólar-
unnandi og einhvern tímann mun-
um við öll sitja aftur saman í sólinni.
Ólöf
Það nýjasta !
Skór með stæl og leðurfóðruðum
platform sóla. Margir litir.
Skóverslunin
Laugavegi74 Sími 17345^\y\ uCö-
7<p<p7
Stórkostkgt
nýórskvöld
ó Breiðvangi
Æ I I.í/
Forréttur:
Svanamelodía
Millirétlur:
Reykt nautalund
með graslaukssósu.
Aöalréttur:
Kampavínssoðnir humarhalar
með appelsínumintsósu
og grænum aspas.
Eftirréttur:
Hátíðarterta Breiðvangs.
Kaffi og konfekt.
li reiðvangur ntitn halda
stórkostlega veislu á nýcírs-
kvöld til aðfagna nýjn dri.
S érstaklei
W érstaklega verður vandað til
og mnn alll verða gert til að gera
þetta að einni veglegustu veislu
arstns.
F
I rdbcerir sket
i ráhcerir skenunlikraflar nittnu
heiðra gesli Breiðvangs tneð
ncerveru smni.
Y
L jórréttaður hátíðarmcitseðill
ásamt úrvals fordrykk
11 autt og hvítt sérinnflutt eðalvín
verður borið fram með
hátíðarverðinum
rað verður ntikiö sluð með
hljómsveit Gunnars Þórðarsonar
tangt frcnn eftir nóttu.
U orðcipcintanir á Breiðvangi
ctilct virkct clctgci frcí kl. !—6
e.h. í sínta 77500.
~w i KfimNOi i:
í MJ€DD