Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 Sigríður Gunnars- dóttir - Minning Fædd 28. júní 1906 Dáin 9. desember 1990 Á morgnn, mánudaginn 17. des- ember, verður hjartkærtengdamóð- ir mín, Sigríður Gunnarsdóttir, jarðsungin frá Fossvogskirkju. Sigríður Gunnarsdóttir fæddist 28. júní á Vegamótum á Stokks- eyri. Foreldrar hennar voru þau hjónin Ingibjörg Sigurðardóttir og Gunnar Gunnarsson. Sigríður var elst átta systkina. Þetta er óvenju- lega elskulegur systkinahópur og er það sammerkt með mágkonum, mági og bömum þeirra. Sigríður fluttist ung til Reykjavíkur og var í vist hjá Hjálmtý Sigurðssyni, móð- urbróður sínum, og Lúciendu Sig- urðsson, konu hans. Oft talaði Sigríður um að margt hafi hún lært á því myndarheimili og ávallt hefur verið gott samband við börn þeirra hjóna síðan. I Reykjavík kynntist Sigríður manni sínum, Guðjóni Jóhannssyni, en hann lést 3. febrúar 1966. Þau hjónin hófu búskap í Sveinsbakaríi á Bræðra- borgarstíg 1. Síðar fluttu þau í Baldursstöðina, þá á Vesturgötu 19 og að lokum á Bræðraborg- arstíg 55. Saman varð þeim sex barna auð- ið en auk þess átti Guðjón dóttur, Ernu, sem nú er búsett á Akur- eyri. Börn Sigríðar og Guðjóns eru Gyða, sem var gift Narfa Þorsteins- syni er lést á jóladag 1989. Guðjón, sem kvæntur var Sigrúnu Sigur- jónsdóttur er lést í maí 1990, Ragn- heiður er lést 8 ára, Haukur er lést 1 mánaða, Ragnar Jóhann, sem kvæntur er Ólöfu Hermannsdóttur, og Sigurður sem er ókvæntur. Barnaböm Sigríðar og Guðjóns eru 9 og barnabarnabörn 20. Systkini Guðjóns heitins, mágar og mágkonur, voru ávallt í miklum hávegum höfð í fjölskyldunni og væntumþykja mikil á milli og sam- band gott við böm þeirra. Sigríður var fríðleikskona. Hún klæddist á hátíðarstundum íslensk- um búningi, sem hún bar af glæsi- leik. Skapgerð hennar var mjög létt og hún var mikil félagsvera. Hús- móðir var hún mikil og leikin í bakstri og allri matargerð. Þetta kom sér vel því oft var mjög gest- kvæmt og þá sérstaklega á Vestur- götunni. Eftir að Guðjón maður hennar missti heilsuna fór hún að vinna á bamaheimilinu Vesturborg, en síðar í eldhúsinu í Hjúkranar- kvennaskóla íslands. Áföllum í lífinu tók Sigríður með æðruleysi enda trúuð og bænheit. Hún var umhyggjusöm móðir og annaðist Sigurð, sem fæddist 3 mánuðum fyrir tímann og vó aðeins 700 g, af mikilli alúð. Hann er líka það barn sem lengst var heima hjá móður sinni og sinnti henni af kost- gæfni síðustu árin, sem hún dvaldi heima, ásamt hinum systkinunum, tengdabörnunum og barnabörnun- um er sýndu henni mikla umhyggju. Hún var um tíma í dagvist aldr- aðra í Hafnarbúðum og talaði mik- ið um alla umhyggjuna og elskuieg- heitin sem gamla fólkinu væri sýnd þar. Hann var iíka elskulegur hann Gunnar, bílstjórinn þeirra í Hafnar- búðum. Þijá mánuði dvaldi hún á Landspítalanum vegna sjúkleika, en síðastliðin tvö og hálft ár í umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli. Þar fannst henni gott að vera og viðmót starfsfólks elsku- legt. Ég kynntist Sigríði fyrir 26 árum þegar ég, feimin og óörugg, kom fyrst í heimsókn til tilvonandi tengdaforeldra minna. Þá opnaði þessi elskulega kona dyrnar, faðm- aði mig og bauð mig velkomna. Þau hjónin reyndust mér alltaf sem bestu foreldrar. Nú þegar jólin nálgast koma upp í hugann minningár tengdar þeim. Á aðfangadag va’r börnum, tengda- börnum og barnabörnum boðið heim. Þetta voru ljúfar stundir og trúlega minnast allir þessara sam- verustunda með ánægju. Nú er kveðjustundin runnin upp. Ég þakka af heilum hug samveru: stundirnar og minningin um kæra vini og góða tengdamóður lifa áfram í huga mínum. Ég trúi því að börnin hennar, eiginmaður og tengdabörn hafi tekið á móti henni við landamærin. Sigríður var sólar- unnandi og einhvern tímann mun- um við öll sitja aftur saman í sólinni. Ólöf Það nýjasta ! Skór með stæl og leðurfóðruðum platform sóla. Margir litir. Skóverslunin Laugavegi74 Sími 17345^\y\ uCö- 7<p<p7 Stórkostkgt nýórskvöld ó Breiðvangi Æ I I.í/ Forréttur: Svanamelodía Millirétlur: Reykt nautalund með graslaukssósu. Aöalréttur: Kampavínssoðnir humarhalar með appelsínumintsósu og grænum aspas. Eftirréttur: Hátíðarterta Breiðvangs. Kaffi og konfekt. li reiðvangur ntitn halda stórkostlega veislu á nýcírs- kvöld til aðfagna nýjn dri. S érstaklei W érstaklega verður vandað til og mnn alll verða gert til að gera þetta að einni veglegustu veislu arstns. F I rdbcerir sket i ráhcerir skenunlikraflar nittnu heiðra gesli Breiðvangs tneð ncerveru smni. Y L jórréttaður hátíðarmcitseðill ásamt úrvals fordrykk 11 autt og hvítt sérinnflutt eðalvín verður borið fram með hátíðarverðinum rað verður ntikiö sluð með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar tangt frcnn eftir nóttu. U orðcipcintanir á Breiðvangi ctilct virkct clctgci frcí kl. !—6 e.h. í sínta 77500. ~w i KfimNOi i: í MJ€DD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.