Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 60
EINKARE/KN/NGUR Þ/NN / LANDSBANKANUM m Mk MORGVNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆT! 6. 101 REYKJA VÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 6S1811, POSTHÓLF 1.155 / AKUIŒYKI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Happdrætti HÍ: Skafmiðar fyrir eina milljón daglega SAMKVÆMT upplýsingum frá Happdrætti Háskóla íslands er áætlað að andvirði sölu á skafmið- um happdrættisins verði 365 milljónir króna á þessu ári, eða um ein milljón á dag. Helmingur söluandvirðisins er greiddur út í vinningum, en helmingurinn rennur til happdrættisins. Að sögn Birgis Ómarssonar hjá Lukkutríói björgunararsveit anna liggur ekki fyrir hvert andvirði sölu skafmiða Lukkutríós verður á þessu ári, en hann sagðist telja að markaðshlutdeild Lukkutríós væri um það bil 35% á móti 65% markaðs- hlutdeild skafmiðahappdrættis HHÍ. Miðað við það gæti söluandvirði skafmiða Lukkutríós orðið um 195 milljónir króna á árinu, og andvirði heildarsölu skafmiða á landinu því um 560 milljónir króna. Landsspítalinn: Kaup á högg- bylgjustein- brjót íhuguð STJÓRNARNEFND ríkisspítal- anna íhugar nú kaup á höggbylg- justeinbrjót til að brjóta steina í nýrum og nýrnaþvagleiðurum. Tækið kom fyrst á markað upp úr 1980. Frá 1985 hafa íslenskir sjúklingar verið sendir til með- ferðar í slíkt tæki til Noregs eða Danmerkur. Undanfarin ár hafa 20 til 30 ís- lendingar farið út á ári í slíka meðferð, en að sögn Guðmundar Vikars Einarssonar, sérfræðings við þvagfæraskor Landsspítala, kæmi tækið til með að gagnast fleirum hérlendis ef það væri til. Höggbylgjum er skotið úr tækinu á steinana sem staðsettir eru með röntgen greiningu eða ómskoðun. Við meðferðina þarf ekki svæfmgu og oft ekki deyfingu, einkum þegar nýjustu tækjum er beitt. DAGAR TIL JÓLA Isafjörður: Sjómað- ur slasast Isafirði. SKIP V'ERJI á línubátnum Stakka- nesi ÍS 72 hlaut opið höfuðkúpu- brot þegar fastsetningarendi slitn- aði þar sem verið var að færa bátinn í ísafjarðarhöfn á föstu- dagskvöldið. Endinn slóst um fætur mannsins og felldi hann, svo hann lenti með höfuðið á fastsetningarpolla á hvalbak bátsins. Gert var að sárum mannsins til bráðabirgða hér á sjúkrahúsinu, en síðan var hann sendur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur, þar sem hann gekkst undir uppskurð um nóttina. Maðurinn er nú á góðum batavegi og er líðan hans góð eftir atvikum, að sögn lækna. Ulfar Landhelgisgæzlan: Sjúklingar sóttir til Lundúna FOKKER-flugvél Landhelgis- gæzlunnar sótti á föstudag tvo sjúklinga til Lundúna. Um var að ræða tvær konur, sem verið höfðu í aðgerð í Lundúnum og eftir það á gjörgæzludeild. Þær voru fluttar á Landakotsspítala og Borgarspít- alann. Þetta er í fyrsta sinn sem Land- helgisgæzlan er fengin til að sækja sjúklinga til útlanda. Aðstoðar gæzlunnar var leitað vegna þess að í vélum Flugleiða var allt yfirbókað og því ekki hægt að rýma fyrir sjúkl- ingum. Æskilegt þótti að annast konurnar hér heima, þar sem óhætt var að flytja þær milli landa þótt báðar séu mikið veikar. Alverð lækkar og stefnir í tap hjá ISAL á næsta ári VERÐ á áli hefur fallið stöðugt und- anfarna mánuði, og verð á kísiljárni hefur verið lágt allt árið. Að sögn Jak- obs R. Möller, starfsmannastjóra íslenzka álfélagsins, er vonazt til að reksturinn verði í járnum þetta árið, en tap er fyrirsjáanlegt á næsta ári. Jón Sigurðsson, for- stjóri ísienzka járnblendifélags- ins, segir að búast megi við lítils- háttar tapi á rekstrinum í ár. Alverð er nú komið niður undir fjórtánhundruð Bandaríkja dali á tonnið. Þegar álverð var hæst á árinu 1988 fór það í um 3.000 dali á tonn. „Alverðið er búið að vera á niðurleið í alinokkra mánuði, og það er bara efnahagsþróunin í heiminum, sem er að ýta því niður,“ sagði Jak- ob R. Möller í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að í flestum stærstu iðnríkjunum nema Þýzka- landi væri samdráttur og eftirspurn eftir áli hefði minnkað mikið. 1 haust spáði enska fyrirtækið Billiton því að álverðið myndi verða í kringum einn dalur á hvert enskt pund árið 1991, eða um 2.200 dalir á tonnið. Jakob segist telja að menfi haldi sig ekki lengur við spár af þessu tagi, enda hafi þær verið miðaðar við að ekki yrði alvarlegur efna- hagssamdráttur. Nú hafi svartsýnis- spár komið í þeirra stað. Aðspurður hvort þetta þýddi tap á rekstri ÍSAL á þessu ári, sagði Jakob að svo gæti farið að fyrirtæk- ið slyppi nokkurn veginn á núlli. „En það er fyrirsjáanlegt verulegt tap hjá okkur á næsta ári miðað við verðið, sem nú er,“ sagði hann. Jón Sigurðsson, forstjóri íslenzka járnbiendifélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að verð kísiljárns hefði verið lágt allt árið og horfði þar Iítið til betri vegar. „Það má segja að við séum að skrapa botn- inn,“ sagði hann. Aðspurður um horfur í rekstri Járnblendifélagsins sagði hann að reksturinn hefði verið í járnum mest- allt árið, væri aðeins undir núllinu í nóvember. Líklega mætti búast við 2-3% tapi af heildarveltu, sem svar- aði til 5-10 milljóna norskra króna í reikningum félagsins, en þeir eru færðir bæði í norskri og íslenzkri mynt. Sú upphæð svarar til 50-100 milljóna króna taps, talið í íslenzkum krónum. Jón sagði að þetta væri ekki slæm afkoma miðað við marga aðra kísil- járnframleiðendur, af því að í Jám- blendiverksmiðjunni á Grundartanga væri tiltölulega lágur framleiðslu- kostnaður. Hann sagði að í áætlunum fyrir næsta ár gerði Járnblendifélag- ið ekki ráð fyrir að verðið hækkaði neitt. Hins vegar væri vitað að kísil- jámverksmiðjur, sem hefðu miklu hærri beinan framleiðslukostnað en verksmiðjan á Grundartanga, hefðu orðið að hætta framleiðslu vegna mjög slæmrar afkomu, og þannig myndi framboðið væntanlega minnka. Á móti því kæmi að mikið framboð hefði verið af kísiljárni frá framleiðendum í Austur-Evrópu og Kína, og það lækkaði verðið. Ekkert væri vitað um hversu mikils kísiljárns mætti vænta frá þeim Iöndum. „Það eru til menn, sem eru farnir að spá því að verðið muni styrkjast strax á fyrsta ársflórðungi 1991, en því er varlegt að treysta eins og öllum spám,“ s'agði Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.