Morgunblaðið - 19.12.1990, Side 2
MORGUNBLAÐIБMIÐYIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990
Sigurjón Hannesson til vinstri og Ingi Þór Ólafsson til hægri á bryggjunni í Njarðvík á staðnum
þar sem bifreiðin fór fram af.
Bíll hafnaði út í sjó í Keflavík:
„Fór að gleypa sjó og gafst upp
en þá kippti Ingi Þór í mig“
Keflavík.
„ÉG VAR með meðvitund allan tímann. Þegar bíllinn kastaðist út
í sjó náði ég að halda mér, en Ingi Þór kastaðist til og frá. Bíllinn
lenti á hvolfi og sjór flæddi inn í hann að aftan og hann sökk eins
og steinn. Það eina sem ég sá var endurkast frá ljósunum og ég
reyndi allt hvað ég gat til að komast út. En það tókst ekki, ég fór
að gleypa sjó og gafst upp en þá kippti Ingi Þór í mig og það
næsta sem ég man var að ég var á leiðinni upp,“ sagði Sigurjón
Hannesson, 17 ára Keflvíkingur, sem bjargaðist giftusamlega úr
Njarðvíkurhöfn á mánudagskvöldið ásamt félaga sínum Inga Þór
Ólafssyni, 18 ára, sem einnig er búsettur í Keflavík.
Ingi Þór ók bifreiðinni sem er
Lada Samara skutbíll og sagðist
hann hafa verið að snúa við á
hafnargarðinum þegar hann
missti stjórn á bifreiðinni sem
hefði kastast afturábak fram af
bryggjunni. „Ég man eftir högg-
inu en síðan ekki fyrr en ég rank-
aði við mér þegar bíllinn var sokk-
inn til botns. Ég held að bíllinn
hafi verið á hvolfi og ég var fast-
ur í petulunum. Mér tókst að iosa
mig og þreifaði eftir leið til að
komast út sem gekk eftir og þá
fann ég fyrir Siguijóni og kippti
honum með mér. Þegar mér skaut
upp sá ég bryggjuna og dekkin
sem eru utan á henni, en áræddi
ekki að synda að bryggjunni þar
sem ég var ekki viss um að finna
stiga. Þess í stað synti ég upp í
fjöruna sem er skammt frá. Þetta
gekk vel og úr fjörunni komst ég
upp á hafnargarðinn þar sem Sig-
uijón var kominn. Þá fyrst fann
ég fyrir kuldanum og við drifum
okkur af stað til að leita hjálpar.
Siguijón sagði að hann hefði
ekki orðið var við Inga Þór eftir
að hann hefði kippt sér út úr
bílnum. „Ég man vel eftir mér
þegar ég flaut upp, ég hugsaði
um að vera rólegur og andaði frá
mér með nefinu. Mér skaut upp
við stiga og gekk vel að komast.
upp á bryggju. Þá þyrmdi yfir
mig af kulda og ég man lítið þar
til Ingi Þór kom. í fyrstu datt
okkur í hug að fara um borð í
nærliggjandi báta en hættum við
það og ákváðum að komast í hús
sem eru fyrir ofan höfnina. í
fyrstu gekk okkur illa að ganga
sökum kulda, en um síðir vorum
við farnir að hlaupa.
Þeir félagar knúðu dyra hjá
Teiti Örlygssyni sem býr við Sjáv-
argötu 26 og er kunnur körfu-
knattleiksmaður. Þar var vel tekið
á móti þeim, þeir settir í heita
sturtu og þurr föt. Þeir voru síðan
fluttir í sjúkrahúsið í Keflavík en
fengu fljótlega að fara heim.
Bíllinn náðist upp síðdegis í gær
og er hann talinn ónýtur.
BB
Fjárlagafrumvarp tafsamt á Alþingi:
Fiskeldi:
Pharmaco tekur
íslandslax á leigu
PHARMACO hf. hefur gert samkomulag við samninganefnd á vegum
Fiskveiðasjóðs og Framkvæmdasjóðs um að taka fiskeldisstöð ís-
landslax við Grindavík á leigu til fjögurra ára. Ennfremur kaupir
Pharmaco þann lax sem er í stöðinni af þrotabúi íslandslax. Áform-
að er að Pharmaco taki við rekstrinum strax og sjóðstjórnir hafa
samþykkt samninginn endanlega, að sögn Werners Rasmussonar
stjórnarformanns Pharmaco.
Pharmaco tók Laxalind á leigu
um miðjan nóvember, til tíu mán-
aða, í framhaldi af kaupum fyrir-
tækisins á íslenskum matvælum.
Var það aðallega gert til að tryggja
hráefni síðarnefnda fyrirtækisins,
að sögn forráðamanna þess. Að-
spurður sagði Wemer að ástæðan
fyrir því að þeir hygðust taka ann-
að laxeldisfyrirtæki á leigu væri
hinn stuttr leigutími Laxalindar.
„íslensk matvæli hafa lengi slátrað
laxi og verkáð'hann bæði fyrir ís-
Stöð 2:
Minnihlutinn ræð-
ir nýtt lögfræðiálit
FULLTRUAR minnihluta eigenda Stöðvar 2 fjölluðu i gær um lögfræði-
álit sem þeir hafa aflað sér um viðskipti meirihluta eigenda við Stöð 2.
skipti og komist að þeirri niðurstöðu
að ekki sé ástæða til að gera athuga-
semdir við þau.
Steingrímur Ellingsen tók sæti í
stjórn Stöðvar 2, eftir að Hreinn
Loftsson sagði sig úr stjórninni fyrir
rúmri viku.
Þorgeir og Ellert:
Hugmyndir um
lausn á fjár-
hagsvanda
Á FUNDI í Byggðastofnun í gær,
um málefni skipasmíðastöðvar
Þorgeirs og Ellerts á Akranesi,
voru lagðar fram hugmyndir um
hvernig leysa mætti fjárhags-
vanda fyrirtækisins, en eins og
fram hefur komið liggur fyrir
gjaldþrotabeiðni frá lifeyrissjóð-
unum.
Steingrímur Ellingsen, sem situr
í stjórn Stöðvar .2, óskaði eftir áliti
Jóns Steinars Gunnlaugssonar lög-
manns á þeim viðskiptum fjögurra
hluthafa í Stöð 2, að kostnaður við
víxla vegna hlutafjárkaupa var
greiddur af viðskiptareikningi, sem
inn á var logð þóknun vegna skulda-
ábyrgða. Víxlakostnaðurinn var
jafnan hærri en ábyrgðaþóknunin
og því var reikningurinn neikvæður.
Þessum reikningi hefur nú verið lok-
að og mismunurinn greiddur.
Steingrímur vildi í gær ekki upp-
lýsa hver niðurstaða lögmannsins
var, en Morgunblaðið hefur upplýs-
ingar um að hann telji þessi við-
skipti geta brotið í bága við þá grein
hlutafjárlaga, sem kveður á um að
félög með neikvætt eigið fé geti
ekki lánað eigendum sínum fjár-
muni.
Gestur Jónsson lögmaður Stöðvar
2 hefur einnig fjallað um þessi við-
landslax og Laxalind, því þótti okk-
ur þetta eðlilegt framhald með til-
liti til hráefnisöflunar fyrir íslensk
matvæli. Seiðin í Laxalind eru að
vaxa upp til að verða sláturhæf,
en hjá íslandslaxi er nú þegar slátr-
að vikulega 4-6 tonnum."
Werner sagði ennfremur að
reiknað væri með að stöðvarnar
yrðu samnýttar að svo miklu leyti
sem hægt væri. Á þessu stigi máls-
ins væri ekki vitað annað en rekst-
ur hennar yrði óbreyttur.
Óvíst að takist að ljúka
þingstörfum á föstudag
„Ég er vonbetri eftir þennan
fund,“ sagði Þorgeir Jósefsson hjá
Þorgeiri og Ellert í gærkvöidi. „Það
er a.m.k. ljóst að við erum ekki að
gefa upp öndina í augnablikinu. Hins
vegar er ljóst að við höfum verið í
kapphlaupi við tímann.
Það voru lagðar fram ákveðnar
hugmyndir á þessum fundi og menn
ákváðu að taka sér tíma til að skoða
þær,“ sagði Þorgeir.
EKKI er enn Jjóst hvort tekst að ljúka störfum á Alþingi fyrir jól
á föstudag. Svo gæti farið að þinghald verði fram á laugardag og
jafnvel milli jóla og nýjárs, þar sem seint hefur gengið að ljúka vinnu
við fjárlagafrumvarpið og ágreiningur er meðal stjórnarliða um
frumvarp um tryggingagjald. Framsóknarmenn höfðu samþykkt að
frumvarpið yrði lagt fram með breytingum, sem ekki voru síðan í
því. „Ég fullyrði ekkert um að það takist að yúka þinginu á föstudag-
inn, en að þvi er stefnt ennþá,“ sagði Páll Pétursson formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins í gær. Stjórnarandstaðan hefur gagn-
rýnt fjárlagafrumvarpið harðlega. „Að mínum dómi er engin spurn-
ing að fjármál ríkissjóðs eru nú í verri hnút og við blasa rniklu alvar-
legri erfiðleikar heldur en nokkru sinni fyrr sem ég man eftir,“
sagði Pálmi Jónsson, Sjálfstæðisflokki, í gær.
Sighvatur Björgvinsson formað-
ur fjárveitinganefndar kveðst
reikna með að fjárlagafrumvarpið
verði afgreitt fyrir jólin. „Þriðja
umræðan verður vonandi á fimmtu-
dag, síðasta lagi á föstudag. Við
sjáum fyrir endann á þessu núna,
það eru nokkur stór mál sem á eft-
ir að útkljá. Ríkisstjómin er að
ræða um þau.“
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra kvaðst í gær telja að
takast muni að afgreiða fjárlaga-
frumvarpið á tilsettum tíma. „Hins
vegar, því miður, hefur ekki ennþá
tekist að ná tekjum upp í þá lækk-
un sem hefur orðið. Það hefur orð-
ið lækkun um einn og hálfan millj-
arð milli ára, því miður hefur ekki
tekist að ná því saman og ég lít á
það sem afar mikilvægan þátt sam-
komulags, bæði þjóðarsáttar og
ríkisstjórnar, að halda skattheimt-
unni í þessum 27%.“
Hann sagði að á ríkisstjórnar-
fundi í gærmorgun hefði verið
ákveðið að leggja ekki áherslu á
önnur mál en tryggingagjald fyrir
áramót, fyrir utan fjárlög. Hann
kvaðst gera ráð fyrir að þing kæmi
saman á ný eftir áramót ekki síðar
en 14. janúar.
Pálmi Jónsson sagði að tekjuhlið
fjárlaganna væri enn mjög á floti.
„Meira að segja það frumvarp sem
komið er frá ríkisstjórninni um 500
milljóna nýjan skatt í svokölluðu
tryggingagjaldi sýnist vera með
þeim hætti að þar sé stjórnarliðið
ekki sammála," sagði hann.
Pálmi sagði ennfremur að mjög
stórir útgjaldaliðir væru enn ótaldir
sem gætu aukið halla ríkissjóðs
mjög mikið frá annarri umræðu,
þá var hann um 4,6 milljarðar.
Pálmi telur líklegt að hallinn verði
ekki minni en 6-7 milljarðar króna.
Ágreiningur er meðal stjórnar-
liða um tryggingagjaldið. Fram-
sóknarmenn heimiluðu að frumvarp
um það yrði lagt fram með breyt-
ingum, sem síðan voru ekki í frum-
varpinu og deildu meðal annars
ijármálaráðherra og Páll Pétursson
um það á Alþingi í gær.
Sjá þingfréttir bls. 36.
Jólalesbók
komin út
JÓLA-Lesbók Morgunblaðsins er
komin út og hefur verið borin
til kaupenda blaðsins.
Þau mistök urðu að setningin
„Ekki er gerður greinarmundur á
breiðum og grönnum sérhljóða" er
látin fylgja Verðlaunakrossgátunni
en á við um Verðlaunamynda-
gátuna. Eru ráðendur beðnir um
að athuga það.
Upplýsingar
um bætur
almanna-
trygginga
Frá og með deginum í dag
mun Morgunblaðið birta upp-
lýsingar um greiðslur í helstu
bótaflokkum almannatrygg-
inga. Þessar upplýsingar verður
að finna daglega í blaðinu
framvegis á fyrstu opnu fyrir
aftan miðju.
Sjá nánar á bls.35