Morgunblaðið - 19.12.1990, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990
Eins og gnll af eiri
Bókmenntir
Súsanna Svavarsdóttir
Mér leggst eitthvað til —
Sagan af Sesselju Sigmundsdótt-
ur og Sólheimum
Höfundur: Jónína Michaelsdóttir
Útgefandi: Styrktarsjóður
Sólheima
Þegar Sesselja Sigmundsdóttir
lést, 72 ára að aldri, árið 1974 —
árið sem haldið var upp á ellefu
hundruð ára afmæli íslandsbyggðar
— varð bónda einum úr Olfusi að
orði: „Það líða önnur ellefu hundruð
ár, þar til önnur eins kona fæðist á
Islandi.“ Þessi yfirlýsing er dæmi-
gerð fyrir fólk sem kynntist Sesselju
að einhverju ráði. Öllum virðist bera
saman um að hún hafi borið af sínum
samferðamönnum, eins og gull af
eiri.
Sagan hefst í júlí 1902, þar sem
faðir hennar er leiðsögumaður hjá
dönskum landmælingamönnum við
Hraungerði í Rangárvallasýslu.
Hann fréttir að tveimur dögum áð-
ur, þann 5., hafi honum fæðst dótt-
ir. Það er laugardagur og hann fær
leyfi til að ríða suður til Hafnarijarð-
ar, til að líta frumburð sinn, með
því skilyrði að vera kominn til baka
á mánudagsmorgni klúkkan sex.
Þessi viðbrögð Sigmundar eru lýs-
andi fyrir það samband sem mynd-
aðist milli þeirra feðginanna. Hann
var aðalvinur og stuðningsmaður
Sesselju í gegnum lífíð og líkast til
hefur hún orðið honum til meiri gleði
en hægt er að vænta af einu barni.
Sesselja var elst átta systkina.
Henni er líst sem starfsamri, glað-
lyndri og að hún hafi, frá upphafi,
verið góð við alla. Fermingardagur
hennar, annar í hvítasunnu 1917,
markar þáttaskil í lífi hennar. Þegar
hún gengur út úr Þingvallakirkju
strengir hún þess heit að helga líf
sitt þeim sem minna mega sín í sam-
félaginu — og við það heit stendur
hun, svo um munar.
Snemma á þriðja áratugnum held-
ur hún til Danmerkur í vist, en kemst
þá í kynni við fólk sem starfar að
málefnum barna og næstu árin er
hún meira og minna við nám í að-
hlynningu barna, þó sérstaklega
sjúkra og vanræktra. Hún kemst í
kynni við kenningar Rudolfs Stein-
ers og verða þær grunnurinn að
hugsjón hennar og lífsstarfi; að
fóstra börn sem hafa orðið utanveltu
í samfélaginu. Þetta var algert
brautryðjandastarf, þar sem ástand-
ið í barnaverndarmálum var vægast
sagt bágborið á íslandi. En kenning-
ar Steiners urðu Sesselju aðeins
veganesti í þessu mikla starfi, því
hún lét aldrei stjórnast af kenningum
— heldur hafði það markmið að
Sesselja Sigmundsdóttir
byggja hér upp heimili fyrir íslen-
skar aðstæður.
Meðan Sesselja dvaldi erlendis var
faðir hennar stöðugt að leita að hent-
ugri jörð fyrir barnaheimili Sesselju
— en skiiyrðin sem hún setti voru
að jörðin væri í nágrenni Reykjavík-
ur og á henni væri hverahiti. Arið
1929 hafði Sigmundurfundiðjörðina
Hverakot í Grímsnesi, sem hann lýsti
þó sem óhentugri, vegna þess að hún
væri ljær Reykjavík en Sesselja hefði
hugsað sér — samgöngur væru þar
erfiðar og í kringum jörðina mikið
■ KAFTEINN
íslands. Hvern-
ig Fúsi Árnason
varð helja
dagsins kallast
myndskreytt
barna- og ungl-
ingasaga sem
Fjölvaútgáfan
hefur gefið út.
Höfundur henn-
ar er Kjartan
Arnórsson og hefur hann bæði
samið söguna og myndskreytt
hana. Á kápusíðu segir að Fúsi
Árnason hafi verið ósköp venjulegur
maður. En hann dreymdi um að
verða ofurhetja. Öll önnur lönd eiga
sína pfurhetju, sagði hann. Hví þá
ekki ísland? Fúsi náði símasamandi
við hina fornu guði og þeir bæn-
heyrðu hann, Þannig eignaðist ís-
land sína ofurhetju og kjörorð hans
var: Ég nota mátt minn aðeins til
góðs fyrir ísland. Það kemur líka
strax fram í sögunni að hann byij-
aði með því að hjálpa fólki til að
hætta áð reykja. Bókin um Kaftein
Islands er 32 bls. í stóru broti.
Prentmyndastofan vann að filmu-
gerð en Prentsmiðjan Oddi prent-
aði.
■ BÓKAFORLAG Odds Björns-
sonar hefur gefíð út bókina Snjó-
hjónin syngjandi eftir Guðjón
Sveinsson. I kynningu útgefanda
segir: „ Guðjón Sveinsson er löngu
þekktur fyrir barna- og ungl-
ingabækur sínar. Nú kemur frá
honum ævintýri, sem pabbinn segir
fjórum dætrum sínum síðustu dag-
Petur Behrens Guðjón Sveinsson
ana fyrir jól. Þetta er ævintýri með
söngvum eins og þau gerast best.
Bókin skiptist í sjö kafla og hentar
því vel til að róa óþolinmóðar sálir
á jólaföstunni. I bókinni eru mynd-
skreytingar eftir Petur Behrens,
sem auka á hugmyndaflugið. Prent-
un og bókband: Prentverk Odds
Björnssonar hf.
Jónína Michaelsdóttir
mýrlendi. Um vo'rið þegar Sesselja
kom heim leit hún einu sinni á jörð-
ina og ákvað að hún hentaði sér
mjög vel.
Sesselja hófst þegar handa við
byggingaframkvæmdir og meðan á
þeim stóð komu fyrstu fósturbömin.
Allur herskarinn svaf í tjöldum það
sumarið og er ævintýri líkast að lesa
frásögnina af þessum tíma. Þarna
var greinilega á ferð mikil fram-
kvæmdakona. En vart var hún kom-
in í hús með börnin sín, þegar stjórn-
völd fóru að finna að starfseminni.
Sendiboðar komu á ólíklegustu
tímum, öllum að óvörum, til að koll-
varpa henni. Það var fundið að því
að ekki væri rétt gólfefni í húsnæði
og að börnin hefðu ekki réttar
rekkjuvoðir. Einnig þótti sendimönn-
um hreinlætið ekki fullkomið (á svip-
uðum tíma og Laxness var að skrifa
um almennan sóðaskap Islendinga),
en stærsta máiið var, að Sesselja
gæfi börnunum ekki nægilega mikið
kjöt. í anda Steiners trúði hún að
lífrænt ræktað grænmeti væri börn-
unum hollt og var hún brautryðjandi
í því sem mörgu öðru hér á landi.
Það var sama þótt börnin þrifust
jnjög vel og yrðu sárasjaldan veik,
þeir sem töldu sig vita betur, héldu
áfram að fjandskapast út í hana.
Smátt og smátt mögnuðust deilurnar
og á stríðsárunum voru þær einna
líkastar galdraofsóknum.
Sólheimar voru sjálfseignarstofn-
un og um hana var til skipulags-
skrá, sem Sesselja hafði látið gera.
Það þýddi að ekki var hægt að segja
henni upp eða taka jörðina án henn-
ar samþykkis — nema taka hana
eignarnámi og höfða síðan mál gegn
Sesselju. Það var gert og í undir-
rétti, í desember 1946, var jörðin
tekin eignamámi með bráðabirgða-
lögum, dómur féll í undirrétti og
Sesselju var skipað að hypja sig.
Hún fór hvergi og enginn virðist
hafa treyst sér til að bera hana í
burtu. Ríkisstjórnin féll á öðru máli
og ekkert varð úr því að bráða-
birgðalögin yrðu samþykkt, svo þau
féllu úr gildi. Sextán mánuðum
seinna féll hæstaréttardómur Sess-
elju í vil og hún hélt starfseminni
áfram til dauðadags, 1974.
Árið 1935 kom þýskur tónlistar-
kennari, Rudolf Noah, til samstarfs
við Sesselju. Hann var meira og
minna starfandi á Sólheimum til
1939 og engum duldist að hann var
mjög ástfanginn af henni. En dag
einn um sumarið kom Bretinn, hand-
tók Noah og hann var fluttur í
fangabúðir í Englandi. Þau skrifuð-
ust á og í hvetju bréfi má sjá að
Noah var með hugann allan við Sól-
heima og vænti þess alltaf að fá að
snúa aftur innan fárra vikna. Á því
varð þó bið — í tíu ár. Hveijum
manni má vera ljóst hversu mikið
áfall þetta varð fyrir Sesselju, sem
missti þarna aðalaðstoðarmann sinn',
sem átti sér sömu drauma og hún
sjálf, byggða á sömu kenningum.
Þegar Noah kom til baka 1949 gift-
ust þau. En hann var breyttur mað-
ur eftir veru sína í fangabúðunum
og í bið eftir landvistarleyfi eftir
það. Og Sesselja v-ar breytt kona
eftir miskunnarlausa baráttu sína
fyrir Sólheimum. Ástarsaga þeirra
er ótrúlega falleg um leið og hún
er mörkuð rúnum sorgar og saknað-
ar.
Það er sama hvort maður skrifar
lengur eða skemur um Sesselju og
Sólheima; henni verða aldrei gerð
réttlát skil. Og sú lund er hörð sem
ekki hrífst með þessari einstæðu
sögu, þessari einstæðu fallegu sál —
blíðu, sterku og kröfuhörðu persónu
— hvort sem er í gleði eða sorg.
Jónína Michaelsdóttir hefur borið
gæfu til að sjá að ekkert nema vön-
duð vinnubrögð og fullkomin alúð
hæfðu sögu þessarar merku konu.
Það er mikið lagt í bókina, hún er
ríkulega og smekklega myndskreytt,
og í henni liggur mjög nákvæm
heimitdarvinna. Hún er „gríðarlega“
vel skrifuð og það vil ég undirstrika,
þar sem yfirlýsingar af þessu tagi
eru mér ekki tamar — og öllum sem
að henni standa til mikils sóma.
-jirUss*
TILBOD
SEGA leikjatölvur á meiriháttar
tilboðsverði til jóla.
Aðeins kr. 13.330,-
Einnig ný 16 bita
leikjatalva Irá SEGA
meö miklu úrvali al
leikjum og ótrúlegri
Mikið úrval af nýjum leikjum,
m.a. „Wanderboy.
Allir leikir á sérstöku
jólatilboðsverði.
Munið póstkröfusímann
91-680685.
Kringlunni, sími 600930, Hljóðfærahúsi Reykjavíkur, sími 600935