Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.12.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 19'. DESEMBER 1990 ÚTGEFANDI: STOFN DREIFING: VAKA-HELGAFELL TOYGGVI EMILSSON Blá augu og biksvört hempa er örlagasaga einstaklinga og þjóðar þar sem raunsannir atburðir og þjóðsagnakenndir renna saman í eina listræna heild. Þetta er sagan af prestinum sem missti hempuna vegna vinnukonunnar meö bláu augun. Frásagnarlist Tryggva er einstök, tungumálið f jöl- skrúðugt, gaman og alvara haldast ávallt i hendur. DLÁ AUGU OG DIKSVÖRT HEMPA eftir Tryggva Emilsson Tryggvi Emilsson varð þjóðkunnur þegar bók hans Fáteekt fólk kom út. Nú kemur hann enn á óvart með skáldsögu um stórbrotin örlög og sterkar persónur.. VVÍB VERÐBRÉFASJÓÐIR VERÐBRÉFAMARKAÐS ÍSLANDSBANKA HF. kt. 540489-1149 Ármúla 13a, 108 Reykjavík Þýskalandssj ó ður Sjóður 7 Gjalddagi l.mars 2007 Sala Sjóðsbréfa 7 hófst 17. desember 1990 Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25. Komumst vonandi aftur til Kúvæt - segir Sameh Issa eiginmaður Kristín- ar Kjartansdóttur sem verið hefur verkfræðiprófessor íKúvætí Í6ár „ÞAÐ vona auðvitað allir að deilan um Kúvæt leysist friðsamlega því allir aðilar bæru skaða af hernað- arátökum og svonefndri hernað- arlegri lausn gæti fylgt ný spenna í Miðausturlöndum með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum,“ sagði Sameh Issa, íslenskur ríkisborg- ari, sem búið hefur ásamt fjöl- skyldu sinni í Kúvæt í 16 ár, í samtali við Morgunblaðið. Kom hann til landsins frá Jórdaníu á sunnudag en eiginkona hans, Kristín Kjartansdóttir, kom til landsins ásamt börnum þeirra fjórum fyrir hálfum þriðja mán- uði. Komust þau frá Kúvæt 19. september með sérstakri flugvél sem þangað sótti bandaríska og kanadíska þcgna. Sameh Issa sagði að hann hefði í sjálfu sér getað farið fyrr frá Kúvæt en innrás Iraka hefði komið öllum í opna skjöldu. Enginn hefði verið undir hana búinn og menn hefðu ekki vitað hvert þeir ættu að fara. Peningar fólksins hefðu læst í kúv- æskum bönkum og auralausir kæ- must menn ekki langt. Einnig hefði fjölskyldan verið vel sett í bústað sínum á háskólalóðinni sem væri eins og heimur útaf fyrir sig. Væri lóðin umgirt og verðir við öll hlið sem hleyptu engum inn sem ekki ætti þangað erindi. Því hefði engin ástæða verið til að hraða sér, heldur að búa sem best um hnútana fyrir ijölskyld- una. „Auðvitað hafði maður viss óþæg- indi vegna ástandsins í landinu. Matvæli voru til dæmis orðin af skornum skammti og mjög dýr. Þjón- usta öll var rýr þar'sem enginn var til að sinna henni. Varahiutir í bíla voru orðnir illfáanlegir en ég komst þó ferða minna og gat farið það sem ég vildi,“ sagði Issa. Hann sagðist hafa getað ferðast um nánast óhindrað og þannig fór hann tvisvar til Jórdaníu með búslóð þeirra hjóna og persónulega muni, fyrri ferðina um miðjan október og seinni ferðina mánuði síðar. Hann sagði að allir útlendingar af arabísk- um uppruna hefðu haft fullt ferða- frelsi í Kúvæt og írak. Sameh Issa sagði að þeir Gísli Sigurðsson læknir sem nýlega fékk brottfararleyfi frá Bagdad hefðu drepið tímann saman eftir að eigin- konur þeirra og börn fóru til ís- lands. „Við skiptumst á að elda og þraukuðum saman í gegnum erfið- leikana,“ sagði hann. Kúvætar vilja að írakar hverfi á brott með heri sína „Ég vona að þegar fundin hefur verið lausn á deilunni um Kúvæt takist vinátta á ný með landsmönn- um og írökum," sagði Issa. Að hans sögn kom innrásin íbúum Kúvæt í opna skjöldu. Spenna hefði vissulega farið vaxandi milli ríkjanna en fjöl- miðlar höfðu ekki gefið neitt til kynna um að svo væri. Hveragerði: Slökkviliðið mótmælir fréttaflutningj af bruna Hveragerði. SLÖKKVILIÐ Hveragerðis var fyrir skömmu kvatt að húsinu númer 32 við Heiðarbrún, en þar var eldur laus á efri hæð. Kvikn- að hafði vegna sprengingar í sjónvarpstæki. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Eigendur hússins eru hjónin Stefán Stefánsson matreiðslumeistari og Erna Valdimarsdóttir fóstra. Húsið sem er nýbyggt, er mikið skemmt og tjón þeirra tilfinnanlegt. Sagt var frá eldsvoða þessum í fjölmiðlum, m.a. á Stöð 2. Er hér í Hveragerði mikil óánægja með þann fréttaflutning og er af mörg- um talinn hróplega rangur. Frétta- ritari sneri sér til slökkviliðsstjóra Hveragerðis, Snofra Baldursson- ar, og bað hann að greina frá málsatvikum, Snorri sagði svo frá: „Rétt upp úr kl. 17 var slökkvi- liðið kallað að húsinu við Heiðar- brún 32, sem er tveggja hæða parhús. Þegar komið var á staðinn logaði eldur út um glugga á efri hæð hússins og íbúðin full af reyk. Greiðlega gekk að ná tökum á eldinum eða á 15 mín. og var slökkvistarfi lokið á hálfri klukku- stund. Þá var hafist handa við að bjarga lausum munum frá vatns- skemmdum og sjúga vatn upp af gólfum. Yfirgaf slökkviliðið húsið um kl. 20. Alls mættu 14 slökkvi- liðsmenn til starfa. Eldsupptök voru í sjónvarpstæki sem var í notkun og brann timburveggur sem tækið stóð við, einnig urðu skemmdir af vatni og sóti.“ Fréttaritari spurði Snoira hvort hann hefði verið ánægður með framgang slökkviliðsins? Snorri sagði: „Menn mega aldr- ei vera fyllilega ánægðir. Oft kem- ur í ljós að eitthvað hefði mátt betur fara, en eitt er víst að allir leggja sig fram í svona tilfellum. Við fengum t.d. slæma umfjöll- un á Stöð 2, þar sem því var hald- ið fram að við hefðum verið seinir á staðinn, þessu vísa ég algerlega á bug. Eins og flestir vita er slökkviliðið í Hveragerði byggt upp af mönnum sem stunda fulla vinnu annars staðar, eins og ger- ist víðast hvar á landinu. Þegar lögreglan fékk vitneskju um brunann var lögreglubíllinn staddur í um 1 km fyrir utan Sel- foss og var hann þegar sendur til Hveragerðis, sem er um 13 km leið. Samtímis hringir lögreglan út slökkviliðið en þá er hver mað- ur við sína vinnu. Kom fyrsti bíllinn frá slökkvilið- inu örlítið á eftir lögreglunni á eldstað. Nú getur hver maður reiknað hvað tekur langan tíma að aka bíl á vel yfir 100 km hraða 13 km leið. Tíminn er ekki yfir 5 mínút- ur, sem er vel innan þeirra marka sem er reiknað með. í lokin vil ég geta þess að út- kallssími slökkviliðsins er 21220, sem er neyðarsími lögreglunnar á Selfossi og hefur þetta númer ver- ið kynnt í mörg ár á dagatali Hjálparsveitar skáta og dreift í öll hús í Hveragerði.en einhvers mis- skilnings virðist hafa gætt.“ Fréttaritari hafði samband við Stefán Stefánsson eiganda hússins sem skemmdist og spurði hann um þetta mál. Hann kvaðst ein- ungis vilja koma á framfæri inni- legu þakklæti til allra þeirra sem unnu að hjálpárstarfi og margs- konar velvilja sem þau hjónin hefðu mætt í þessum erfiðleikum. Sigrún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.