Morgunblaðið - 19.12.1990, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.12.1990, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 Byggðastofnun: Engin áform eru um húsbyggingu BYGGÐASTOFNUN og Framkvæmdastofnun hafa engin áform um byggingu við hús þeirra að Rauðarárstíg 25 í Reykjavík og Byggðastofnun hefur ekki nein vaxtaráform í höfuðborginni. Þetta kemur fram í upplýsingabréfi sem Byggðastofnun hefur sent Morgunblaðinu í tilefni af umræðum um hugsanlega viðbyggingu við húseign stofnunarinnar. „Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á byggingarreit þeim sem hús stofnunarinnar stendur á og í nágrenni við hann. Því ákváðu forráðamenn hússins að láta arki- tekt sinn kanna hvort mögulegt væri að stækka það, með því að byggja ofan á það og yfir bílskýli sem stendur við Þverholt. Fékkst samþykki við beiðni þar um í skip- ulagsnefnd borgarinnar. í fram- haldi af því var lögð inn fyrirspurn hjá byggingarnefnd um það hvort hún gæti fyrir sitt ieyti sámþykkt slíka byggingu. Fékkst jákvætt svar við þeirri fyrirspurn. Tilgangur þessara aðgerða var sá einn að ganga nú þegar endan- lega frá þeim möguleikum til stækkunar sem leyfðar kynnu að vera í framtíðinni. Talið var að ef borgaryfirvöld gengju út frá því að ekki yrði leitað eftir stækkun á húsinu kynnu þau að heimila svo mikið byggingarmagn á öðrum lóðum reitsins að aldrei yrði hægt að stækka húsið,“ segir í bréfi Byggðastofnunar. Stofnunin minnir á að hún hefur nú fasta starfsemi á Akureyri og ísafirði og fyrirhugi að koma upp starfsemi á Egilsstöðum. „Það er stefna stjórnenda stofnunarinnar að vöxtur hennar, ef einhver verð- ur, fari fram utan höfuðborgar- svæðisins.“ Byggðastofnun á helming hús- eignarinnar að Rauðarárstíg 25 á móti Framkvæmdastjóði íslands. Auk þessarra stofnana og sjóða á þeirra vegum eru í húsinu land- búnaðarráðuneytið og stofnanir þess, Þróunarsamvinnustofnun ís- lands og Lánasjóður Vestur-Norð- urlanda. Félag íslenskra bókaútgefenda: Verð á íslenskum skáld- sögum er 28% lægra en það hefði ella orðið EF byggingavísitalan er notuð til að framreikna meðalverð á frumsömdum íslenskum skáld- sögum í fyrra er verðið 28% lægra núna en það hefði orðið að öllu óbreyttu, að sögn Heim- is Pálssonar framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgef- enda. Hann segir að grunnurinn á verði þýddrar skáldsögu hafi hækkað að meðaltali um 8% frá því í fyrra en byggingavísitalan hafi hækkað um 11% frá nóv- ember 1989. Virðisaukaskattur á bókum var 24,5% en hann var felldur niður 1. september síð- astliðinn. Heimir Pálsson segir að mjög erfitt sé að bera saman verð á ævisögum en sér sýnist að það hafí lækkað til muna frá síðast- liðnu ári. „Barnabækur eru einnig mjög breytilegar á milli ára, þann- ig að allur samanburður á þeim gefur i rauninni enga útkomu,“ segir Heimir. Hann fullyrðir að bækur séu umtalsvert ódýrari núna en þær hafi verið síðastliðin fimm ár, þegar miðað sé við bygg- ingavísitölu. „Það er reynsla manna að kostnaður við fram- leiðslu bóka fylgi nokkurn veginn byggingavísitölunni," upplýsir Heimir. Hann segist hafa það á tilfinn- Vélarbilun í Hálfdáni í Búð VÉLARBILUN varð í skuttogar- anum Hálfdáni í Búð aðfaranótt sunnudags þegar skipið var í Reykjarfjarðarál. Beðið var um aðstoð Landhelgisgæslunnar og fór varðskip til móts við togar- ann. Háldán í Búð er tæplega 400 tonna skuttogari gerður út frá ísafirði. Að sögn Landhelgisgæsl- unnar var ekki teljandi hætta á ferðum. Varðskip dró togarann til Sauðárkróks. ingunni að bóksalan gangi heldur betur nú en í fyrra og ástæðan hljóti að vera sú að bækur séu nú á hagstæðara verði en þær hafi verið lengi. Sér heyrist hljóðið vera gott i mönnum og að nú seljist fleiri bækur ágætlega en undan- farin ár. „Verð á bókum var orðið of hátt í íýrra til að þær gætu keppt við aðrar vörur,“ segir Heimir Pálsson. Afmælisrit Nessóknar komið út AFMÆLISRIT Nessóknar er komið út. Ritið er gefið út í tilefni af 50 ára afmæli sóknar- innar, sem minnst var í Nes- kirkju þann 14. október síðast- liðinn. Meðal efnis í ritinu eru greinar um safnaðarstarfið, sagt er frá afmælishátíðinni í máli og myndum og birt er ljóð- ið Hugleiðingar við 23, sálm Davíðs, eftir Matthías Johann- essen, sem hann tileinkaði Nes- kirkju á 50 ára afmæli safnað- arins. Guðmundur Magnússon, form- aður sóknarnefndar Nessóknar, ritar inngangsgrein í afmælisritið. Þar segir hann meðal annars: „Ný sókn í Vesturbænum fyrir fimm- tíu árum var staðfesting á bú- háttabreytingum í landinu og fjölgun íbúa í Reykjavík. Fyrir hvern tug aldarinnar fram yfír 1950 taldi borgin jafnmarga tugi þúsunda íbúa. Saga safnaðar- starfs í Neskirkju endurspeglar lífið í Vesturbænum í hálfa öld og eru því gerð skil í máli og myndum í þessu afmælisrití." Prestar Neskirkju, sr. Frank M. Halldórsson og sr. Guðmundur Óskar Ólafsson, rita greinar í af- Morgunblaðið/Björn Björnsson Á hátíðarfundinum. Fj ölbrautaskóli Norður- lands vestra stofnaður Sauðárkróki. FJÖLBRAUTASKÓLI Norðurlands vestra á Sauðárkróki var formlega stofnaður sunnudaginn 16. desember sl. á hátíðarfundi skólanefndar Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Fundinn sóttu menntamálaráðherra og embættismenn ráðuneytisins, fulltrúar héraðsnefnda A-Húnvetninga, V-Húnvetninga og Skagfirðinga og bæjarsljórnar Siglufjarðar, auk skólanefndarmanna. Menntamálaráðherra staðfesti þá samning milli héráðsnefnda A-Húnvetninga og Skagfirðinga og Siglfirðinga, sem undirritaður var á fundinum. V-Húnvetningar hafa ekki Iokið umfjöllun sinni um sámninginn og bíður það vorfund- ar héraðsnefndar þeirra að ákvarða hvort af aðild verður. Skólameistari,.Jón F. Hjartar- son, gerði grein fyrir samningnum og aðdraganda hans. Með samningnum bindast flest sveitarfélög á Norðurlandi vestra samtökum um að byggja upp framhaldsskóla fyrir kjördæmið. Fyrirhugað er að á næstu 4 árum verði bóknámshús skólans fullgert, en samkeppni um hönnun þess lauk árið 1982, en fé hefur ekki fengist til þess fyrr en nú. Góðar horfur eru á að næsta ári verði varið nálægt 60 milljónum króna til framkvæmda. Stefnt er að því að bjóða verkið út fljótlega eftir áramót og er þess vænst að framkvæmdir við það geti hafist í vor. Með samningnum er nemend- um innan Norðurlands vestra gert auðveldara að sækja skóla þar sem skipulegur akstur verður aðra hvora helgi meðan skóli starfar, frá Sauðárkróki til Blönduóss, Skagastrandar og Hvammstanga annars vegar og til Hofsóss og Sigluijarðar hins vegar. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra lýsti yfir ánægju sinni með þá samstöðu sem náðst hefði í þessu máli innan kjördæmis- ins, og taldi samninginn gefa. gott fordæmi um samstarf sveitarfélaga annars staðar í landinu. Páll Pétursson fyrsti þingmað- ur kjördæmisins talaði af hálfu þingmanna. Ræddi hann um hið mikilvæga hlutverki skólans í menntun og menningu íbúa á Norðurlandi og fagnaði gerð samningsins. Valgarður Hilmarsson lýsti yfir ánægju sinni með undirskrift samningsins og taldi hann marka stefnu í menntamálum og vera upphafið að aukinni samvinnu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þorbjörn Árnason formaður skólanefndar þakkaði öllum þeim sem vel hefðu unnið að þessu máli og taldi um tímamótasamn- ing að ræða í sögu skólans. Fram- undan væri uppbygging og sköp- um skipti að heimaaðilar stæðu saman. Þorbjörn bauð síðan gestum og nefndarmönnum til hádegisverðar í mötuneyti heima- vistar skólans. - BB. Ánægja foreldra með dagvistun kemur á óvart - segja forsvarsmenn Foreldrasam- takanna um niðurstöður rannsóknar MIKILL meirihluti fólks, sem nýtir sér þjónustu dagvistarheimila í Reykjavík, er sáttur við starfsemi þá sem þar fer fram. Flestir telja að dagvist eigi að heyra undir menntamálaráðuneytið en ekki félagsmálaráðuneytið eins og nú er. Þetta kemur fram í rann- sókn sem Foreldrasamtökin gengust fyrir, fyrr á þessu ári. NESSOKN mælisritið. Þá er meðal annars birt grein eftir sr. Jóhann S. Hlíð- ar, Hörður Ágústsson listmálari skrifar um Neskirkju, Þóra Kristj- ánsdóttir skrifar um steinda glugga Gerðar Helgadóttur í Nes- kirkju og Hrefna Tynes segir frá söngstarfi og frá Kvenfélagi Nes- kirkju. Fjölmargar myndir prýða ritið sem er 44 blaðsíður að stærð. Umsjón með útgáfunni hafði rit- nefnd sem í eru Hanna Johanness- en formaður, Guðmundur Magn- ússon, Hrefna Tynes, Kristinn Jónsson og Óli Vestmann Einars- son. Foreldrasamtökin kynntu niður- stöður rannsóknarinnar á mánu- dag og að sögn Sólrúnar Ólafs- dóttur, í stjórn þeirra, kom það þeim verulega á óvart hversu al- menn ánægja virðist vera með starfsemi dagvistarheimila, en það er samheiti yfir dagheimili og leik- skóla. Það voru 92,9% aðspurðra sem sögðust vera sáttir við starfsemina á dagvistarheimilum, en hins veg- ar voru það tæp 23% sem töldu þjónustuna þar ekki fullnægjandi. „Þetta kemur okkur verulega á óvart því það er allt of algengt, að okkar mati, að aðeins forstöðu- maður dagvistarheimilis sé mennt- aður til slíkra starfa. Það er þó rétt að taka fram að allir sem spurðir voru eru með börn á dag- heimili og því gæti ánægja þeirra verið vegna þess að börn þeirra skuli fá inni á dagvistarheimili,“ sagði Sólrún. Hún sagði að árið 1989 hefðu 566 manns starfað við dagvistar- heimili í borginni og 367 aðstoðar- menn á slíkum heimilum hefðu hætt eða skipt um starf á árinu. Ef rætt er um alla, sem að þessu starfa, larfur nærri að 75% þeirra hafi hætt eða skipt um starf árið 1989. Það eru 72,4% aðspurðra sem vilja að dagvist heyri undir mennt- amálaráðuneytið í stað félags- málaráðuneytisins eins og nú er, en aðeins 43% telja að nám uppeld- isstétta eigi að vera á háskólastigi. Þegar fólk var spurt um hvað því þætti æskilegt að börn kæmu ung inn á dagvistarheimili voru flestir (40%) á því að böm ættu að vera á aldrinum tveggja til tveggja og hálfs árs. Rúm 46% telja æskilegt að börn séu í fjórar til fimm klukkustundir á dag á dagvistarheimili. Ekki var teljandi munur á svörum fólks eftir hjú- skaparstöðu þess.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.