Morgunblaðið - 19.12.1990, Síða 43

Morgunblaðið - 19.12.1990, Síða 43
 r MORGUNBLAÐIÐ- MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 ---- ----..r . i;; —:----: - ■»>■■■» | ■ < ■ i— 43 Miðstjórn ASÍ: Byggðar verði þús und félagslegar íbúðir á næsta ári MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Islands leggur þunga áherslu á að farið verði að tillögum nefnd- ar, sem félagsmálaráðherra skip- aði fyrr á árinu og byggðar 1.000 félagslegar íbúðir á næsta ári. Til þess að ná þessu markmiði er miðstjórn ASÍ reiðubúin að beita sér fyrir því að lífeyrissjóð- ir fjármagni byggingarnar með skuldabréfakaupum af Hús- næðisstofnun ríkisins. Samþykkt þessa efnis var gerð á fundi mið- stjórnarinnar 12. desember síðastliðinn. í samþykktinni er rifjað upp að í tengslum við kjarasamningana í febrúar siðastliðnum hafi félags- málaráðherra lýst yfir að skipuð yrði nefnd sem skyldi gera áætlun um hvernig mætti auka framboð félagslegs húsnæðis. Nefndin skil- aði áliti 9. október síðastliðinn og leggur þar meðal annars til að veitt verði fé úr Byggingarsjóði verka- manna til að byggja samtals 1.000 félagslegar íbúðir. Miðstjómin „leggur þunga áherslu á að farið verði að tillögum nefndarinnar um byggingu 1.000 félagslegra íbúða,“ segir í sam- þykktinni. Þá er hvatt til að hús- næðisnefndir og húsnæðisfulltrúar sveitarfélaga hefjist þegar handa við undirbúning áætiana um þörf fyrir félagslegar íbúðir. „Komi í ljós að ríkissjóður leggi ekki fram það fé, sem nefndin telur nauðsynlegt, er miðstjórn tilbúin til þess að beita sér fyrir því að lífeyris- sjóðirnir, á vegum Sambands al- mennra lífeyrissjóða og Landssam- bands lífeyrissjóða, leggi fram fé, t.d. með samningum við stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins um skuldabréfakaup, á móti framlagi ríkissjóðs, sérstaklega til þess ætlað að tillögu nefndarinnar um bygg- ingu 1.000 félagslegra íbúða verði náð,“ segir í samþykkt miðstjórnar ASI. Samþykktin var send forsætis- ráðherra, félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra. Bók um upplýsinga- stefnuna á Islandi Ingi Sigurðsson BÓKIN Upplýsingin á íslandi. Tíu ritgerðir, er komin út hjá Bók- menntafélaginu. Er þar fjallað um áhrif upplýsingastefnunnar á íslenskt samfélag frá seinni helm- ingi 18. aldar fram á fjórða áratug 19. aldar. Ritstjóri bókarinnar er Ingi Sigurðsson dósent. I bókinni er greint frá aðgerðum og viðleitni íslendinga og danskra yfii-valda til að hrinda í framkvæmd nýjungum og breytingum í anda upp- lýsingastefnunnar. Bókin hefst á yfir- litsritgerð eftir Inga Sigurðsson þar sem fjallað er um upplýsinguna sem, alþjóðlega stefnu, og dregin upp heildarmynd af sögu hennar á íslandi. I bókinni eru einnig ritgerðir eftir sænska sagnfræðinginn Harald Gu- stafsson, Davíð Þór Björgvinsson dósent, Lýð Björnsson sagnfræðing, Loft Guttormsson sagnfræðing, Hjalta Hugason dósent, Helga Magn- ússon sagnfræðing, Helgu K. Gunn- arsdóttur bókavörð og Harald Sig- urðsson fyrrverandi bókavörð. Eru ritgerðirnar reistar á könnun frum- heimilda, jafnt prentaðra bóka sem skjala. Á fréttamannafundi, þar sem útg- áfubækur Bókmenntafélagsins voru kynntar, sagði Sigurður Líndal for- seti félagsins að Bókmenntafélagið væri afsprengi upplýsingarinnar, eitt af mörgum svipuðum félögum sem stofnuð voru í Evrópu á þeim tíma. Nú hefði Bókmenntafélagið starfað óslitið í 174 ár og væri sennilega eitt örfárra þessara félaga sem enn starf- aði. Nýr, ' stærrí og r Daihatsu Charade Sedan er rúmgóður 5 manna fjölskyldubíll með sérstaklega J stóra farangursgevmslu (288 lítra) sem mjög auðvelt er að hlaða. Hann er búinn nýrri kraftmikilli 4ra strokka, 16 ventla 1.3 lítra, 90 hestafla vél með beinni innspýtingu. Þessi vél gerir bílinn bæði auðveldan og skemmtilegan í akstri hvort sem hann er með beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Sparnevtni og haRkvæmni í rekstri undirstrika svo kosti Charade Sedan sem hins fullkomna fjölskyldubíls. Dé Longhi djúp- steikingarpotturinn er byltingarkennd nýjung Hallandi karfa, sem snýst me&an á steikingu stendur: • jafnari steiking • notar aðeins 1,2 Itr. af olíu í stað 3ja Itr. í venjulegum" pottum • styttri steikingartima • 50% orkusparnaður ------50%—, (DeLonghi) Dé Longhi erfallegur fyrirferbarlítill ogfljótur /ponix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 kraftmeirí Ótrúlega hagstætt verð Daihatsu Charade Sedan SG 5 gíra kr. 805.000 stgr á götuna. Sjálfskiptur kr. 868.000 stgr. á götuna. Komið og reynsluakið kraftmiklum Charade Sedan Brimborg hf. Faxafeni 8 • Sími 685870

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.