Morgunblaðið - 19.12.1990, Page 44

Morgunblaðið - 19.12.1990, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 Agústa Agústsdótt- ir syngnr íslensk og norræn sönglög Nýtt og betra en nokkuð annað Hljómplötur Oddur Björnsson Ágústa Ágústsdóttir, sópran Agnes Löve, píanó Söngur Ágústu Ágústsdóttur er varla jafn kunnur áhugafólki um sönglist og efni standa til. Ágústa 'J, hefur að vísu haldið fjölda tónleika her heima og erlendis, samt sem áður spyr maður sjálfan sig hvers vegna söngur hennar heyrist ekki oftar og hvers vegna hún Jiefur Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Björgvin Halldórsson hefur lengi verið í hópi vinsælustu dægurtón- listarmanna, landsins, allar götur frá því hann kom fyrst fram á sjón- arsviðið með Bendix sælla minning- ar. Sem söngvari hefur Björgvin vaxið og þroskast með árunum og líklega hefur hann aldrei verið betri en einmitt nú. Menn þurfa ekki annað en að fara á rokksýninguna á Hótel íslandi til að sannfærast um það. Björgvin hefur líka verið ákaflega farsæll í sínu starfi í gegn- um árin og oftast nær hefur hann hitt naglann á höfuðið hvað varðar efnisval á hljómplötur. Að þessu leyti finnst mér honum oft hafa tekist betur upp en á nýjustu plötu sinni „Líf og fjör í Fagradal", sem kennd er við Sléttuúlfana. Þar má að vísu finna góða spretti, en heild- arútkoman er fremur daufleg og ekki komið fram á íslensku óperu- sviði, því hér er um að ræða mikla og fallega rödd og vel skólaða, enda stundaði frúin framhaldsnám við Franz-Liszt tónlistarháskólann í Weimar hjá Hanne-Lore Kuhse. Ef dæmámá af flutningi þessara söng- laga hvarflar að manni að söngur frúarinnar nyti sín enn betur á óperusviðinu. Sönglögin eru að vísu vel sungin og mjög fallegum ef ekki „spírituelum" tónum bregður fyrir, en undirritaður hefði þó getað hugsað sér meiri hógværð á ytra borðinu og jafnvel skýrari flutning ekki laust við að þreytubresti megi merkja í tónsmíðunum. Ekki vantar að platan er vel gerð að flestu leyti. Hljóðfæraleíkur í góðu lagi enda valinn maður í hveiju rúmi, hljómgæði með betra móti og textar Jónasar Friðriks með þeim bestu sem heyrst hafa lengi. En það er eins og eitthvert náttúru- leysi sé yfir sjálfri tónlistinni, líkast því sem reynt hafi verið að sá í jarðveg, sem ekki er lengur fyrir hendi. Þessi jarðvegur var fijósam- ur fyrir tíu árum þegar Brimkló var og hét, en mér finnst eins og þetta passi ekki inn í þau plógför sem marka dægurtónlistina í dag. Það læðist líka að mér sú hugsun að mörg laganna á plötunni séu ein- faldlega ekki nógu góð og eru þó kallaðir til landsliðsmenn í lagagerð á borð við Gunnar Þórðarson, Magnús Eiríksson, Valgeir Guð- jónsson og Magnús Kjartansson. Þeir eru allir langt frá sínu besta texta. Eitthvað svipað má segja um undirleik Agnesar Löve, se.m er ekki alltaf nógu tillitssamur við sönginn eða innihaldið. Má vera að hér sé að nokkru leyti sjálfri upp- tökunni um að kenna — eða öllu heldur aðstæðum: hljóðritunin er í sjálfu sér vel unnin (söngurinn hljómar vel), en tómur salurinn í Hlégarði, þar sem hljóðritun fór fram, er því miður fyrir hendi.Samt sem áður: Falleg lög og falleg rödd. að þessu sinni og raunar er það svo að sjálfur skýtur Björgvin þeim öll- um ref fyrir rass í tónsmíðunum að mínum dómi. Fram til þessa hefur-maður alltaf litið á Björgvin Halldórsson sem söngvara fyrst og fremst. Hér eftir fer maður þó að gefa því nánari gaum sem hann sjálfur er að semja því staðreyndin er sú að langbestu lögin á þessari plötu eru eftir hann sjálfan. Þar ber af lagið„Skýið“ við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar. „Litli kall“ er annað lag eftir Björg- vin á þessari plötu sem vinnur vel á og við flutninginn nýtur hann góðrar aðstoðar Sigríðar Beinteins- dóttur, sem alltaf stendur fyrir sínu. Þriðja lagið eftir Björgvin,_ sem ástæða er til að nefna, er „Ég er ennþá þessi asni sem þú kysstir þá“ og hefði platan betur öll verið í þessum dúr. Nokkur erlend lög eru einnig á plötunni, flest í einhvers konar „það blanda allir landa“-stíl, en þau nægðu ekki til að uppfylla vænting- ar mínar um líf og fjör, eins og boðað er í yfirskrift piötunnar. Ég efast þó ekki um að þótt persónu- lega hafi ég orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með þessa plötu höfðar hún örugglega til fjölda fólks, svo sem marka má af undirtektum, og það fólk verður áreiðanlega ekki svikið af þeim vönduðu vinnubrögð- um sem Björgvin Halldórsson hefur tamið sér, og kqma vel fram á þess- ari plötu. Todmobile: Hljómplötur Andrés Magnússon Hljómsveitin Todmobile kvaddi sér hljóðs með eftirminnilegum hætti í fyrra. Aðdáendur vandaðrar popptónlistar höfðu örvænt um nokk.ra hríð þégar ekkert virtist komast að nema sálarlaust vitleys- ingapopp, þar sem verslunarmanna- helgarfyllerí og gelgjukynórar voru helstu yrkisefnin. Todmobile sýndi og sannaði, að unnt var að semja og selja vandaða popptónlist. Nú er komin út ný plata með Todmo- bile, sem er öllu léttari en hin fyrri. Hún gefur hinni fyrri ekkert eftir. Það hefur verið mikið látið með klassískan uppruna þeirra Andreu Gylfadóttur, Eyþórs Arnalds og Þorvalds Bj. Þorvaldssonar í fjöl- miðlum, en þó svo klassísk menntun þeirra segi tvímælálaust til sín, tel ég nú samt rétt að minna á að tón- listaráhugann fengu þau öll í gegn- um poppið. Það er ljóst að þau hafa ekki vanrækt þær lexíur heldur. Á plötunni eru lög beinlínis snið- in til vinsælda eins og Pöddulagið og Eldlagið. Þar eru líka epísk verk eins og Requiem og dásamlega ang- urvær lög eins og Næturlagið. Svo eru lög eins og Gúggúlú, sem er hreinræktað danslag (og felur í sér létta vísun í Prince). Það er erfitt að skrifa um skífu á borð við þessa, því á henni er bókstaflega ekki snöggur blettur. Öll vinnubrögð eru til fyrirmyndar, um hljóðfæraleik á ekki að þurfa að fjölyrða, útsetningar eru snilld- arlegar o.s.fiv. Platan er reyndar ekki jafnheilsteypt og Betra en nokkuð annað, en þótt það kunni að virðast þversagnakennt, þá felst styrkur hennar í því. Todmobile tekur ólík lög fyrir og gerir þeim skil með ólíkum hætti. Sem fyrr á Þorvaldur flest lögin á plötunni og gagnrýnandi fer ekki ofan af því að hann er einn albesti lagasmiður í íslensku poppi. Eldlag- ið eftir Eyþór hefur talsvert verið leikið í útvarpi upp á síðkastið, en undirrituðum finnst annað lag eftir hann, „Inn“ jafnvel enn betra. Andrea semur aðeins eitt lag ef hópvinnulagið Gúggúlú er undan- skilið. Það er Spiladósarlagið og þar birtist kannski helst aðalstyrkur hljómsveitarinnar, en hann er sá að yfir hveiju lagi er ákveðin stemmning, sem áheyrandinn skynjar milliliðalaust. í Spiladósar- laginu er þetta greinilegra en ann- ars staðar, því þar er á ferðinni ævintýri í anda H.C. Andersen, annarlegt og myrkrum hulið. Samt á maður ekki í neinum vanda með að sjá brothætta ballerínuna (eða homunculusinn) fyrir sér, dansandi allt til enda veraldar föst í álögum illrar nornar. Reyndar finnst manni oft sem um leikhústónlist sé að ræða og til þess að kóróna allt sam- an er létt kersknihlé gert á spenn- unni í Spiladósarlaginu í anda Sha- kesperes þegar nornin gerir sér vonir um að vera kjörin Norn ársins á næsta nornaþingi! Miðað við hversu töm Todmobile er sviðsetning í lögum sínum mætti kannski spyija hvenær von sé á söngleik? Eyþóri hefur farið fram sem söngvara, en hitt er ekki síður um vert, að á þessari plötu heyrist mun meira í sellóinu en hinni fyrri. Þor- valdur hefur með þessari plötu skip- að sér í röð fremstu gítarleikara á íslandi. Ekki svo að skilja að það eigi að koma á óvart þegar einleik- ari er annars vegar, en hitt er þó staðreynd, að það tekst ekki öllum klassískum gítarleikurum að ná fullu valdi á rafgítarnum sem sjálf- stæðu hljóðfæri. Síðast en ekki síst ber að nefna framlag Andreu. Ef svo vildi ekki til að Björk Guð- mundsdóttir væri á landinu hikaði ég ekki við að útnefna Andreu söng- drottningu íslands. Að svo stöddu verða þær stöllur að deila hásætinu. Að mínu viti er plata Todmobile best að því nýja efni, sem streymir á markaðinn þessi jól, og hún ætti að eyða öllum rökum nátttrölla um að orðið popptónlist sé mótsögn í eðli sínu. Fimmfalt húrra. Sléttuúlfarnir: Líf og fjör í Fagradal Vönduð tónlist, en þreytubrest- - ir í tónsmíðum HVERS VEGNA SKARAR SENSODYNE TANNBURSTINN FRAM ÚR? í SENSODYNE tannburstanum eru vel slípuð hárfín ávöl hreinsihár — sérstaklega gerð til að skaða ekki viðkvæmt tannholdið. Tannburstar með óslípuðum, grófum hárum geta sært tannholdið og auðveldað þannig sýklum að komast að, en þeir geta valdið tannskemmdum. SENSODYNE tannburstar fást í mörgum litum og gerð- um og nú eru komnir tannburstar með myndum af Gretti. SENSODYNE tannburstar fást í öllum apótekum og helstu stórmörkuðum. KBVUMllA HÖRGATÚNI 2, 210 GARÐABÆ, SÍMl: 40719 JANNLÆKNIR-V í INN5AGÐI MÉR AÐ S BUR5TA TENNURNAR EFTIR MÁLTIÐIR 06 FYRIR - 5VBFN. É6 ER BÓK- 5TAFLE6A ALLTAF AE) x A Í3UR5TATENN- -J URNARLy ^ SENSODYNE TANNBURSTAR MEÐ MYNDUM AF SKJALD- BÖKUNUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.