Morgunblaðið - 19.12.1990, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990
49
Nr: 8106
Litur: Svart
Stærðir: 36-42
Verð: 5.990 kr.
aiovui
ðimiuikiii
Laugavegi95 • Sími:624590
PÓSTSENDUM
Guðmundur frá Bergsstöðum, rit-
höfundur, er til.
Þessi upptalning er ekki gerð í
ávirðingarskyni, heldur til að benda
á, að það er ekki afrekshvetjandi
að búa við eftirtektarskort, og hve
mjög okkur gleymist, að hvorki
landi né þjóð er best borgið með
öllu á einum stað, hversu vel, sem
þar er hlúð.
Nú er til siðs, að Norðurlanda-
þjóðir keppi um bókmenntaverðlaun
sín í milli og ritvísir menn og.fræð-
ingar með hverri þjóð velji þar verk
til verðlaunakeppni. Auðvitað verða
tilnefningarnar alltaf umdeilanleg-
ar, en ætla verður, að þeir, sem til
þeirra veljast, geri eins og þeir geta
best. Ekki ósennilegt, að valfulltrú-
ar hverrar þjóðar líti meðal annars
til þess, hve táknandi og samofin
eðli og einkennum þjóðar sinnar þau
verk eru, sem þeir loks velja til
framlags. Virðingarvert væri, ef
íslenska tilnefningamefndin
gleymdi ekki að lesa gaumgæfilega
yfir skáldsöguna í afskekktinni.
Sagan er séríslensk, hún er ekki
rituð af neinum tillærðum kúnstum,
en vera má, að hinn tæri einfald-
leiki úr afskekktinni með ftnslungn-
um • undirstraum þjóðartrúar og
aldagróins hugsunarháttar horfins
eða hverfandi samfélags í hinum
knappa stíl höfundar náist ekki yfir
á aðrar tungur. Það væri samt til-
raunarinnar vert.
Höfundur er skáld.
ólpur
og
skíða-
samfesfingar
Verðlaunasaga úr afskekktinni
Nýtt
kortatímabil
vjsa
Samkort
Opið í dag frá kl. 10-22
Mánud.-fimmtud. kl. 9-20
Föstud. kl. 9-22
Laugard. kl. 10-23
nhummél^
SPORTBÚÐIN
ÁRMÚLA 40, SfMI 83555
eftir Braga
Sigurjónsson
Skáldsaga Guðmundar Halldórs-
sonar frá Bergsstöðum í afskekkt-
inni er góð við einn lestur, sé hvergi
stiklað á og enn betri við annan
lestur með aðgæslu. Slíkt er ein-
kenni góðs ritverks. Kostir sögunn-
ar felast í efnistökum og stfi, sem
er/knappur og hnitmiðaður. Efnis-
tökin eru fastmótuð og persónulýs-
ingar dregnar með skýrum dráttum.
Galli mun sumum þykja, að sögu-
svið er úr 'fortíð og horfnu eða
hverfandi samfélagi. Það vill stund-
um gleymast, hve manneskjan er
raunar söm, þegar að kviku kemur,
hvort sem hún ól aldur fyrrum eða
'lifir í nútíð, hve hjörtum mannanna
svipar saman í Súdan og Grímsnes-
inu, eins og Tómas kvað.
Viðfangsefni höfundar skáldsög-
unnar I afskekktinni er barátta
barnmargra nær miðaldra hjóna á
úrreytisheiðarkoti við fátækt og til-
litslaus sveitaryfirvöld. Ljósið yfir
er sívökul von aðalsögupersónunn-
ar, bóndans, um að sigur vinnist,
hversu dimmt sem er fyrir augum.
Von hans er svo sterk, að hún lík-
amnast í vitund honum sem huldu-
konan bláa, sem alltaf ber honum
styrk og vísar til vegar, þegar hann
er við þrot eða öll sund sýnast lok-
uð. Hér er samleikur vonar við þjóð-
trú hafður að stílvopni. Höfundur
lætur þjóðtrú gægjast víðar um
gættir á nærfærinn _ hátt, einnig
þann vanda margs Islendings að
bera nafn sögufrægrar persónu,
hafa af því brýningu og skynja jafn-
framt, að fár eða enginn telur hann
hafa nokkra burði til nafnsins.
Eins og þegar er tekið fram, er
bóndinn í sögunni aðalpersóna
hennar með hugsanir sínar og þrár.
Til að draga mynd hans teflir höf-
undur fram öðrum, fyrst og fremst
konu hans, vonsvikinni þrekkonu,
svarakaldri af sístriti og barnajagi,
glaðhlakkalegum nágranna, sem
leynir sér í hláturglamri, tveimur
kaldlyndum og síngjörnum oddvit-
um, aðsjálli góðbóndakonu, sem á
þó hlýtt hjarta, þegar jól eru í garði,
undarlegum fræðagrúskara í bænd-
astétt, kaupmannsafgæðingi, sem
er eins og spýtt skinn á vegg milli
ágirndar sinnar, undirgefni við þá
sem mega sín og ótta við rísandi
kaupfélag, loks úrvalsnágranna-
hjónum, sem að lokum fullnusta spá
huldukonunnar fagurklæddu. Ein
hugsæjustu og snjöllustu verktök
höfundar eru einmitt þar, þegar
hann lýsir því, hvernig hin raunvísa
eiginkona bóndans skilur honum
fyrr, að von hans — vonir þeirra —
um betri hag er að rætast og hver
huldukonan hans bláa í raun og
veru er, sú sem hún hafði ekki fyrr
áttað sig á og bbrið afbrýðishug
til, huldukonan bláa, sem nú skrýð-
ist grænu, þegar fram úr svíar.
Jarðklakinn í sál hinnar langþreyttu
konu þiðnar fyrir vonarvissu.
Eins og fyrr var sagt, er stíll
höfundar knappur og hnitinn. Sé
grannt lesið og hvergi stiklað á,
grípur hugann margt setninga, sem
fela í sér tilvísun til annars og
meira en orðin ein standa fyrir, eða
örstutt lýsing tjáir langt mál. „Ég
ætla að deyja í álnum,“ hugsar
vonarhugur kotbóndans. „Reyndar
fer nú þreytan aldrei alveg. Hún
hefur einhvern veginn orðið kyrr-
stæð með árunum.“ Eða þessi
orðknappa lýsing á vanlíðan fátæks
erfiðismanns í sjaldhafnarfötum:
„Manni er alltaf kalt í sparifötum.“
Undirförull oddviti hlýtur þannig
kynningu: „Hann er með skegg eins
og Hallgrímur Pétursson. Handtak-
ið er hvorki laust né fast og býður
ekki upp á neitt.“ Þá er engin stíl-
vömm að hugsýn fátæku einyrkja-
konunnar um kirkjubúnað sinn
meðal góðbændakvenna sveitar
sinnar, þegar hún loks sér fram úr
myrkri fátæktar og skynjar, að
faldbúin álfkona eiginmannsins var
fyrst og fremst von og hugsýn hans
um betri daga, ekki keppinautur
hennar um hug hans: „Hún sá fyr-
ir sér svipinn á þessum konum,
þegar hún gengi inn kirkjugólfið
hraðstíg og hnakkakert og tyllti sér
hjá þeim, manneskjan rétt ófarin á
sveitina. Hún skyldi seint láta
augnagotur og fyrirlitningu þessara
kvenna hræða sig frá því, sem henni
bæri stöðu sinnar vegna. Búnaðist
þeim vel, gat hún máske fengið sér
skárri spariföt eftir nokkur ár.
Henni hafði lengi fundist skautbún-
ingur fagur. Það gerði faldurinn,
beltið og ennisspöngin."
Skáldsagan I afskekktinni er
áttunda bók Guðmundar Halldórs-
sonar frá Bergsstöðum. Aður hafa
komið út eftir hann tvö smásagna-
söfn og fimm skáldsögur, hin síð-
asta á liðnu ári, Sóleyjarsaga,
hnyttilega vel gerð. Guðmundur er
borinn og barnfæddur sonur norð-
lenskra byggða, þar hefir hann alið
aldur sinn og þangað sækir hann
efnisföng sín sem rithöfundur. ■>
Fram til þessa hefir honum verið
tamast að fjalla um losaralíf í upp-
lausnarsamfélagi og gerí það með
eftirtektarverðum hætti. Með skáld-
sögu sinni I afskekktinni snýr
hann um margt af fyrri veg. Þrátt
fyrir basl og bágindi, sem frásögnin
er mest af, er hún gegnlýst bjart-
sýni aðalpersónunnar og von, sem
er svo rík, að hún öðlast fullnustu,
álfkonan bláklædda leiðir hann og
fjölskyldu hans úr þröng.
Guðmundur frá Bergsstöðum er
rithöfundur í afskékkt. Hann hefir
nú svo árum skiptir verið einn sára-
fárra rithöfunda búsettra úti á
landsbyggðinni ög fjölmenninu
Bragi Sigurjónsson
hættir oft til að sjást yfir þann, sem
afskekkt býr. Hann er inngróinn
mörgum hugsunarhátturinn: Getur
nokkuð gott komið frá Nasaret.
Uthlutunarnefnd listamanna-
launa hefir lítt eða ekki sinnt rithöf-
undaverðleikum Guðmundar Hall-
dórssonar.
Stjórn launasjóðs rithöfunda hef-
ir einu sinni eða tvisvar umbunað
honum smálega.
Rithöfundasjóður Útvarpsins
virðist ekki hafa áttað sig á, að