Morgunblaðið - 19.12.1990, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 19.12.1990, Qupperneq 64
Alvinnnrekst rurt ryggi ng /<S6 >\Trygg.ðu öruSgan /\ \ atvinnurekstur SJÓVÁtigALMENNAR irogitsfMfiMfr IBM PS/2 KEYRIR STÝRIKERFI FRAMTÍDARINNAR: IBM OS/2 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. > Isafjarðardjúp: Yíðtæk leit gerð að tveimur sjómönnum Bátur þeirra fannst mannlaus á hringsóli tvær sjómíl- ur út af Krossavík í Stigahlíð um kvöldmatarleytið Bolungarvík. UM kvöldmatarleytið I gærkvöldi var hafin umfang'smikil leit í Isafjarðardjúpi að tveimur mönnum af rúmlega 20 tonna tré- báti frá Bolungarvík. Komið var að bátnum, um tvær sjómílur út af Krossavík í Stigahlíð, þar sem hann hringsólaði mann- láus. Tókst að koma manni um borð í bátinn og varð þá ljóst að sjór hafði gengið yfir hann og er talið að mennina hafi tek- ið út við það. Þegar báturinn fannst var veður slæmt, norðaust- an sjö til átta vindstig, snjókoma og frost. X Krossinn ó efra kortinu sýnir hvor vélbóturinn fonnst um kvöld- motorleytiö í gær. Fjöldi nærstaddra skipa og báta hóf þegar leit og bátar héldu til leitar frá Bolungarvík. Leitar- flokkar frá Björgunarsveitinni Erni frá Bolungarvík gengu fjör- ur. Auk þess var eftirgrennslan hafin frá Galtavita. Danska eftir- litsskipið Vædderen, var statt fyrir vestan og kom fljótlega á slysstað til aðstoðar. Varðskip var á leiðinni á slysstað í gær- kvöidi og var von á því vestur upp úr miðnætti. Veður var held- ur að ganga niður og að sögn leitarmanna eru aðstæður tii leit- ar ágætar. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi var jafnvel talið að slysið hafi orðið um það leyti sem báturinn var að halda til lands, eftir að hafa dregið iínur þær sem hann var með í sjó. Ef það reynist rétt er líklegt að slysið hafi orðið um kl. 16 í gær. Ekki er hægt að svo stöddu að birta nöfn mannanna tveggja sem saknað er né heldur nafn bátsins sem þeir voru á. Gunnar Danska eftirlitsskipið Vædderen kom fljótlega á vettvang og hóf leit ásamt mörgum öðrum skipum. Loðnuleiðangnr rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar: Ekkí mælt með meiri loðnu veiði í vetur að óbreyttu segir Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri „EF VIÐ finnum ekki meiri loðnu í janúar en fundist hefur til þessa og stefnan verður sú Útvegsbankahúsið: íslandsbanki vill taka rík- isskuldabréf sem greiðslu ÓLI Þ. Guðbjartsson dómsmála- ráðherra kveðst nú vinna að því að afla lánsfjárheimilda til að ganga frá kaupum ríkissjóðs á húsi Utvegsbanka Islands fyrir dómhús. Ráðherra segir að fyrir liggi að eigandi hússins, Islands- banki, sé reiðubúinn að taka við ríkisskuldabréfum sem greiðslu kaupverðsins. Samkvæmt samningi um sölu Útvegsbanka Islands getur ríkis- sjóður eignast húsið fyrir tæpar 200 milljónir króna. Ríkisstjórnin ræddi mál þetta á fundi í gær en ákvörð- un var ekki tekin, að sögn dóms- málaráðherra, sem segir lfklegt að málið skýrist í dag eða á morgun. „Þetta mál er til jákvæðrar skoðun- ar,“ sagði hann. að halda hrygningarstofninum sem næst 400 þúsund tonnum mælum við ekki með meiri loðnuveiði í vetur,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangursstjóri í loðnuleiðangri rannsókna- skipsins Arna Friðrikssonar, sem lauk í gær. Rannsóknaskip- in Bjarni Sæmundsson og Arni Friðriksson fara hins vegar aft- ur í loðnuleiðangur 2. janúar næstkomandi. Sveinn Sveinbjörnsson segir að þessi loðnuleiðangur Árna Frið- rikssonar virðist staðfesta þær nið- urstöður, sem .fengust í loðnuleið- angri Bjarna Sæmundssonar í haust, það er að segja að loðnu- veiðistofninn sé 370 þúsund tonn. „Útlitið er ekki gott ef ekki bætist við þetta í janúar en venjan hefur verið sú að við höfum fengið betri mælingu í janúar en á haust- mánuðum. Efþað gerist núna yrði óhætt að veiða þá loðnu að mestu leyti, enda þótt menn héldu sig við að 400 þúsund tonn fái að hrygna. Við teljum að það sé nægjanlegt til að viðhalda stofninum í þokka- legu ástandi í venjulegu árferði. Öll loðnan, sem mælst hefur á þessari vertíð, þarf að fá að hrygna ef við ætlum að halda okkur við 400 þúsund tonna hrygningar- stofn. Það er ekki útilokað að við þetta bætist en búið er að fara ansi víða og ekki hefur orðið vart við loðnu annars staðar," segir Sveinn. Árni Friðriksson fór í þennan loðnuleiðangur 8. desember síðast- liðinn. „Við byijuðum að leita að loðnu út af Suðausturlandinu og leituðum norður eftir Austfjörðum og síðan vestur á Strandagrunn,“ segir Sveinn. Hann upplýsir að fundist hafi lítili loðnublettur út af Langanesi en það hafi ekki ver- ið neitt, sem talandi sé um. „Við urðum aftur á móti varir við loðnu- göngu, sem byijaði 10-15 mílur austur af Kolbeinsey og lásum hana í bandi vestur að Stranda- grunni.“ Sveinn segir að mjög góð og falleg loðna hafi verið austan við Kolbeynseyna en vestast á þessu svæði hafi 85% af loðnunni verið smáloðna. „Það bendir til að við höfum verið þar aftast í loðnu- göngunni. Venjulegast er það svo að stóra loðnan gengur fremst en síðan kemur smærri kynþroska loðna og aftast í göngunni er oft smáloðna, sem virðist dragast með til að byija með. Aftur á móti var magnið ekki meira en það, sem' komið hafði fram í mælingum rannsóknaskipsins Bjarna Sæ- mundssonar í haust. Við höfum semsagt ekki fundið neitt nýtt í þessum leiðangri. Loðnan er bara farin að ganga austur um.“ Eldey hf. í Keflavík vill kaupa Dalborgu 725 tonna kvóti fylg-ir skipinu ELDEY hf. í Keflavík á í samn- ingaviðræðum við Söltunarfé- lag Dalvíkinga hf. um kaup á togaranum Dalborgu EA af fyr- irtækinu. Samherji hf. á tvo þriðju hluta í Söltunarfélaginu en Dalvíkurbær einn þriðja. Enda þótt Eldey hf. kaupi Dal- borgina ætlar fyrirtækið að halda áfram að gera út bátana Eldeyjarboða GK og Eldeyjar- Hjalta GK. Dalborg er 274 tonn að stærð og smíðuð í Ancona á Ítalíu árið 1971. Togaranum fylgir 725 tonna aflakvóti, eða 446 tonn í þorsk- ígildum, en ef Eldborg hf. kaupir skipið er ætlunin að kaupa viðbót- arkvóta fyrir það. Aflakvóti Eld- eyjarboða og Eldeyjar-Hjalta er samtals eitt þúsund tonn í þorsk- ígildum á þessu ári en verður sam- tals 1.200 tonn í þorskígildum á næsta ári. Afli Eldeyjarboða og Eldeyjar- Hjalta hefur verið seldur á Fisk- markaði Suðurnesja og erlendum fiskmörkuðum og aflaverðmæti skipanna var samtals 186 milljónir króna fyrstu 11 mánuði ársins. Þá var hlutafé í Eldey hf. aukið um 30 milljónir króna á árinu. DAGAR TIL JÓLA Mæðrastyrksnefnd: Fleiri leita aðstoðar en áður ÞAÐ er búið að vera mikið að gera hjá Mæðrastyrksnefnd und- anfarna daga og enn fleiri leita aðstoðar nefndarinnar en undan- farin ár. „Það er búið að vera óskaplega mikið að gera hjá okkur síðustu daga, en það er heldur farið að róast núna,“ sagði Unnur Jónas- dóttir formaður nefndarinnar í gær. „Mun fleira fólk leitar til okkar núna en undanfarin ár og á sama tíma fáum við minna inn frá al- menningi. Það hefur verið sérstak- lega mikið að gera vestur á Hring- braut 116 þar sem við erum með fatnað sem fólk getur fengið. Þang- að geta allir leitað og við reynum að gera eins mikið og við getum fyrir alla. Við fáum heldur minna af gjöfum frá fólki nú en áður og það er baga- Iegt, því við höfum ekkert nema það sem góðborgararnir gefa okk- ur,“ sagði Unnur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.