Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1991
5
Mosfellsbær, Seltjariiarnes, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður:
Sorpeyðingargjald
verði 5.000-5.500 kr.
Hefur ekki áhrif á fasteignagjöld
SÉRSTAKT gjald fyrir sorpeyð-
ingu með tilkomu Böggunar-
stöðvar sveitarfélaganna á höf-
uðborgarsvæðinu hefur verið til
umræðu í borgar- og bæjarráð-
um. Hafa borgaryfirvöld ákveðið
' að leggja á sérstakt gjald fyrir
sorphirðu hjá atvinnufyrirtækj-
um en' ekki á íbúðarhúsnæði. I
Mosfellsbæ verður gjaldið . 5.000
kr. á ári fyrir hveija íbúð og
5.500 kr. á Seltjarnarnesi. I
Garðabæ og Kópavogi hefur end-
anleg ákvörðun ekki verið tekin
en rætt er um að gjaldið verði
5.000 til 5.200 kr. í Garðabæ og
5.500 kr. í Kópavogi. í Hafnar-
firði er gert ráð fyrir að gjaldið
verði 5.000 kr. en síðari umræða
um sorpeyðingargjaldið fer fram
á fundi bæjarsljórnar í dag. Svo
kallað „pokagjald" hefur verið
innheimt á Selljarnarnesi, í
Kópavogi. og Garðabæ og
Reykjavíkurborg hefur innheimt.
tunnuleigu. Pokagjaldið mun
framvegis vera innifalið í sorp-
eyðingargjaldinu.
Páll Guðjónsson, bæjarstjóri í
Mosfellsbæ, sagði að rökin fyrir
sérstöku sorpeyðingargjaldi væru,
að um nýja þjónustu við íbúana
væri að ræða og gjörbreytt kostnað-
arsöm vinnubrögð. Sagði Páll að
ekki kæmi til greina að lækka fast-
eignagjöld á Ibúðarhúsnæði sem
næmi sorpeyðingargjaldinu eins og
borgarstjórinn í Reykjavík hefur
boðað að gert verði ef til þess kæmi
að leggja á sorpeyðingargjald.
„Fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði
hjá okkur er það lægsta sem þekk-
ist, eða 0,375% af fasteignarmati,"
sagði Páll. „Fram að þessu og þrátt
fyrir þennan lága fasteignaskatt,
höfum við ekki séð ástæðu til að
taka sérstakt sorppokagjald, sem
hefur verið um 2 til 3 þúsund hjá
Metsala
hjá Vigra
SKUTTOGARINN Vigri RE 71
fékk mjög hátt verð fyrir ísfisk í
Bremerliaven i Þýskalandi í gær.
Aflinn var að mestu karfi, rúm
175 tonn, og fengust 189,52 krón-
ur að meðaltali fyrir kílóið. Þetta
mun vera hæsta verð sem fengist
hefur fyrir fisk í mörkum, eða 259
pfenningar fyrir pundið.
Lítið er um ferskan fisk í Þýska-
landi um þessar mundir og er það
helsta ástæða þessarar góðu sölu.
Fyrir aflann fengust tæp 909 þúsund
mörk eða rúmar 33 milljónir
íslenskra króna.
Skipstjóri í þessari veiðiferð var
Sigurbjöm Kristjánsson, sem annars
er fyrsti stýrimaður. Skipstjóri á
Vigra er Steingrímur Þoi'valdsson en
hann var í fríi um þessi jól.
öðrum sveitarfélögum. Við sjáum
því ekki forsendur fyrir lækkun á
fasteignaskatti en teljum okkur
vera nauðbeygða til að taka þetta
gjald upp til að mæta nýjum kostn-
aði og verulegum kostnaðarauka.“
Ingimundur Sigurpálsson, bæjar-
stjóri í Garðabæ, sagði að endajjleg
ákvörðun um sorpeyðingargjald
yrði tekin í lok mánaðarins. í
Garðabæ væri innheimt sorppoka-
gjald, sem er 2.200 kr. fyrir þetta
ár en rætt er um að taka upp 2.200
til 2.800 kr. sorpeyðingargjald.
„Það er ekki til umræðu að lækka
fasteignagjöldin sem því nemur,“
sagði Ingimundur. „Ástæðan fyrir
gjaldinu er sú að sorpeyðingin verð-
ur þrefalt dýrari en verið hefur auk
þess sem samræma verður það gjald
sem fyrirtækin greiða sem fara sjálf
með sitt sorp til eyðingar.
Reykjavíkurborg fer aðra leið og
tekur eingöngu gjald af fyrirtækj-
unum sem hreinsað er hjá en lætur
íbúðarhúsnæði eiga sig og þau fyr-
irtæki sém skila sjálf á móttöku-
stað. Við erum að tala um fyrirtæk-
in sem við hreinsum hjá og íbúðir
en sleppum þeim sem skila sjálfir
sínu á móttökustað."
„Sorpeyðingargjaldið er nýtt en
við höfum tekið 2.500 kr. í sorp-
pokagjald og lagt til pokana og það
gjald verður óbreytt," sagði Sigur-
geir Sjgurðsson bæjarstjóri á Sel-
tjarnarnesi. „Borgarstjóri hefur efni
á að gefa sorpeyðingargjaldið eftir
á íbúðarhúsnæði, þar sem hann
leggur á hærri fasteignagjöld en
við. Við getum ekki lækkað, þar
sem við erum með lægsta leyfilega
gjald eða 0,375% en í Reykjavík er
það 0,421%. Ef ég hefði það íhlaup
þá væri ég á grænni grein.“
Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í
Kópavogi, sagði að þar væri til
umræðu að leggja á 5.500 kr. heild-
argjald og væri þá pokagjald sem
er 3.000 kr. innifalið. „Sorphirðan
verður ekki dýrari en verið hefur
en þetta er nýtt gjald sem ég vil
flokka undir umhverfisþjónustu,"
sagði hann. Bæjarráð hefur sam-'
þykkt gjaldið, sem kemur til af-
greiðslu í bæjarstjórn í lok mánað-
arins. Sagði Sigurður að ekki stæði
til að lækka /asteignagjöldin. Þau
eru hæst í Kopavogi á landinu eða
0,5% en stefna núverandi meirihluta
er að þau lækki.
NISSAN PRIMERA
Berðu hanti saman við
það besta
Ný vél!
Ný og drífandi 16 ventla vél
með beinni innspýtingu,
sérhönnuð fyrir Primera og
fáanleg í 3 stærðarflokkum.
4 laga lakkáferð.
IH'RASTPI-I ytra byrði
Grunnlag (GKP)
Miðlag
Aðallag
| Glæra
Evrópskir bílagagnrýnendur, sem reynsluekið hafa
Nissan Primera, eru allir á sama máli: Nissan
Primeraer hreint frábær. Einn virtasti bílagagnrýn-
andi Islands segir um Primera: „Loksins japanskur
bíll, sérstaklega hannaður fyrir Evrópu.“ Það leggst
allt á eitt: Einstök fjöðrun, ný 16 ventla vél með
beinni innspýtingu og hönnun, sem Evrópubúar
kunna að meta. Aktu Nissan Primera!
Fjölliðajjödrun
Ný tegund fjöðrunar með
einstaka eiginlelka — var
upphaflega hönnuð fyrir 300
ZX sportbflinn.
Hlaupabóla
að ganga
UNDANFARNA mánuði hefur
hlaupabóla verið að stinga sér nið-
ur í borginni án þess að um farald-
ur sé að ræða.
Að sögn Heimis Bjarnasonar að-
stoðar borgarlæknis, var vitað um
tíu hlaupabólutilfelli í nóvember og
sex fram undir miðjan desember.
Sennilega hefðu að minnsta kosti
helmingi fleiri sýkst en þar sem ein-
ungis hluti lækna skili inn skýrslum
til embættisins er ekki vitað urn
heildarfjölda tilfella.
i7y'"'an '0»a
Ingvar Helgason hf.
Sævarhöfði 2, Sími 67 40 00