Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKDTI/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur SÍMI: 62 84 50 Kvikmyndaiðnaður Hvert fyrirtæki verður að hafa sitt sérsvið — sagði Sigurjón Sighvatsson framkvæmdastjóri Propaganda Film í Los Angeles m.a. á fundi Amerísk-íslenska verslunarráðsins Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 4750' á mánuði. Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dæmis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð Verslunarreikningur Verðiö miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli Islands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 SIGURJÓN Sighvatsson fram- kvæmdastjóri og einn aðaleiganda Propaganda Film t Bandaríkjun- um flutti erindi á fundi Amerísk- íslenska verslunarráðsins, sem haldinn var á Hótel Sögu síðastlið- inn föstudag. Hann sagðist finna oft fyrir því þegar hann talaði við ungt fólk hér á landi, að það héldi að ekkert mál væri að flytja úr landi og stofna fyrirtæki. „Eg held að það geri sér ekki grein fyrir því, að ég hef eytt 12 árum í Bandaríkjunum og allan tímann verið í tengslum við kvikmynda- iðnaðinn í Hollywood," sagði Sig- uijón. „Þar af eyddi ég 5 árum í skóla og fékk þannig staðgóða þekkingu á bandarísku þjóðlífi og kvikmyndaiðnaði." Hann benti m.a. á að tilhneiging væri á íslandi að álíta að bankafyrir- greiðsla væri mun auðveldari í Bandaríkjunum en hér á landi. Þetta sagði hann vera rangt. Hann og meðeigandandi hans, Steve Golin, sem einnig er framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, hefðu byrjar með tvær hendur tómar og hefðu ekki átt í neina banka að venda. Hann sagði Nýtt skrifstofutækninám Morgunblaðið/Þorkell STJÓRNANDINN — Siguijón Sighvatsson var gestur á fundi Amerísk íslenska versl- unarráðsins sl. föstudag. það einnig ómetanlegt við stofnun fyrirtækisins að hafa verið í sam- vinnu við bandarískan aðila, sem þekkti ekki bara kvikmyndaiðnaðinn betur en hann sjálfur heldur einnig siði og venjur fólksins. „Öll viðskipti byggjast að sjálfsögðu á leikni í mannlegum samskiptum," sagði hann. Siguijón rakti sögu fyrirtækisins og sagði að velta þess hefði sexfald- ast á þeim fjórum árum, sem það hefði verið til. Ekki væri búist við frekari veltuaukningu, enda væru eigendurnir ánægðir með stærð fyrir- tækisins eins og það væri nú. Mest hefði aukningin verið milli áranna 1988-90 vegna markvissrar út- þenslu. Hagnaður hefði hins vegar verið í öfugu hlutfalli við veltuna. Á árinu 1988 var stigið það stóra skref að skipta fyrirtækinu í nokkur smærri dótturfyrirtæki. Sagði Sigur- jón að mörg kvimyndafyrirtæki hefðu farið flatt á því að fara sjálf út í alla framleiðsluþætti. Propaganda hefði tekið þá ákvörðun að skipta fyrirtækinu í sjálfstæðar rekstraein- ingar og hefja samstarf við aðra aðila tii að dreifa áhættunni og fá inn meira rekstrarfé. „Við fórum á stúfana og leituðum uppi unga og efnilega menn eða keyptum okkur inn í fyrirtæki með vaxtarbrodda,“ sagði hann. Siguijón benti á að það væri meg- inatriði þegar farið væri út í rekstur fyrirtækis að þekkja þann markað sem farið væri inn á. Þá lagði hann á það áherslu að sérhvert fyrirtæki yrði að finna sína sérstöðu. Propa- ganda hefði lagt áherslu á að fram- leiða öðru vísi l^vikmyndir og tónlist- armyndbönd. Þeir kepptu ekki við stóru fyrirtækin, heldur framleiddu það sem þau þyrðu ekki að gera og nefndi í því sambandi Wild at heart eða Tryllt ást.. Hann sagði að þótt Propaganda væri smátt fyrirtæki væri það eina kvikmyndafyrirtækið sem væri í einkaeigu í Hollywood. Siguijón Sighvatsson sagðist að lokum vilja gera orð vinar síns að sínum. „Fyrirtæki eru eins og mann- skepnan. Þau eiga sér takmarkað lífshlaup. Lengd þess lífshlaups fer fyrst og fremst eftir því hvernig fyr- irtækið er skipulagt eða rekið.“ Þegar Siguijón hafði lokið erindi sínu var hann m.a. spurður hver væri möguleiki á að efla útflutning íslenska kvikmyndaiðnaðarins. Hann svaraði því til að alltof lítið fjármagn væri lagt í kvikmyndagerð hér á landi og alltof langur tími liði á milli kvik- mynda. „Ef við viljum selja íslenska mynd utan sem stjórnuð er af íslenskú fólki verður að vera stöðugt framboð, því annars leitar viðskipta- vinurinn eitthvað annað. Það sama gildir um framboð á fiski og kvik- rnyndum," sagði hann. Hugbúnaður Eigendaskipti á Tollara ÍSLENSK forritaþróun hf. hefur keypt öll réttindi hugbúnaðar á forritinu Tollara af íslenskum tækjum. Hátt á þriðja hundrað íslensk fyrirtæki nota þetta toll- kerfi, að sögn Hálfdans Karlsson- ar framkvæmdastjóri Islenskrar forritaþróunar. „Með kaupunum á Tollara hyggst fyrirtækið styrkja enn stöðu sína meðal innflutnings- fyrirtækja," sagði hann. íslensk tæki, sem um árabil hefur fengist við tölvuinnfutning og hugbúnað- argerð mun hins vegar leggja frekari áherslu á hönnun tölvu- stýrðra mælitækja. Islensk forritaþróun, sem stofnað var 1983 og hefur frá _ uphafi selt viðskiptahugbúnaðinn Ópus hefur aukið umsvif sín á undanförnum misserum. Árið 1988 keypti félagið öll réttindi til Peachtree hugbúnaðar- ins frá Mícrótövunni hf. I fyrra sam- einaðist íslensk forritaþróun Þekk- ingu hf. sem var með ALLT hugbún- aðinn. Að sögn Hálfdans hefur verið unnið að sameiningu Opus og ALLT hugbúnaðar og verður hið nýja kerfi Ópusallt tilbúið til sölu innan fárra vikna. Tölvuskóli Reykjavíkur gerir þér kleift aö auka viö þekkingu þína og atvinnumöguleika á skjótan og hagkvæman hátt Á nýja skrifstofutækninámskeiðinu sem er alls 250 klst. langt eru teknir fyrir eftirtaldir áfangar: TÖLVUGREINAR, PC TÖLVUR TÖLVUGREINAR MACINTOSH TÖLVUR VIÐSKIPTAGREINAR Almenn tölvufræðí PC-stýrikerfi • - Ritvinnsla - Töflureiknar og áætlanagerð - Tölvufjarskipti - Gagnasafnsfræðí - Windows Macintosh-stýrikerfi - Umbrotstækni - Ritvinnsla - Viðskiptagrafík TUNGUMÁL Islenska Almenn skrifstofutækni Bókfærsla Tölvubókhald Verslunarreikningtir Toll- og verðútreikningar, innflutningur HringiÖ ogfáiö sendan ókeypis bækling. Erum viÖ til kl. 22. Launaforrit sem hentar fyrir alla alménna launaútreikninga. Það þarf aðeins að slá inn lágmarks- upplýsingar, LAUN sér um allt annað. LAUN, sem er einnig þekkt sem Rafreiknislaun er í notkun í 500 fyrirtækjum og mun vera mest notaða launaforritið á fslandi. Athugiö aö LAUN sér um allt sem snýr afi stahgreifislu skatta. LAUN fœst í næstu tölvuverslun. Binar J. Skúíason hf. Grensásvegi 10, 108 Reykjavík. Sími (91) 686933

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.