Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐiUDAGUR 8. JANUAR 1991 15 eldrar bjuggu á Álftanesi og í Ási við Hafnarfjörð. Amma Sólveigar hét einnig Sólveig Gunnlaugsdóttir og bjó hún einnig í Sviðholti. Hún var hálfsystir Björns yfirkennara Gunn- laugssonar á Bessastöðum. Ingólfur var yngstur 8 systkina, sem öll eru látin. Hin voru Sigurður Jóel, trésmiður, f. 1887 d. 1914, Ásgeir Guðlaugur, trésmíðameistari og síðar framkvæmdastjóri Bæjarút- gerðar Hafnai'fjarðar, f. 1890 d. 1965, Gunnlaugur Stefán bakara- meistari og síðar kaupmaður, f. 1892 d. 1985, Ingibjörg Helga tvíburasyst- ir Gunnlaugs, f. 1892 d. 1961, Frið- finnur Valdimar, múrarameistari og síðar bóndi, f. 1895 d. 1967, Valgerð- ur, sem lést á fjórða ári, og Þorberg- ur Tryggvi, trésmíðameistari, f. 1900 d. 1980. Stefán faðir Ingólfs, lést árið 1906, er Ingólfur var aðeins 4ra ára. Eldri bræðurnir urðu þá að snúa sér að því að vinna fyrir heimilinu, nám- ið var aðeins í lágmarki. Á sama hátt hóf Ingólfur, eins og hinir bræð- urnir, að vinna fyrir heimilinu um leið og aldur og geta leyfði. — Gunn- laugur, bróðir hans, hafði numið bakariðn hjá Olgeiri Júlíussyni, bak- arameistara, föður Einars Olgeirs- sonar, fyrrverandi alþingismanns, í brauðgerð Einars Þorgilssonar í Hafnarfirði. — Ingólfur hóf þá nám hjá bróður sínum, Gunnlaugi, í bak- araiðn og lauk þar sveinsprófi. Þeir bræður báðir sneru frá bakstrinum, Gunnlaugur yfir í út- gerð, iðnað og kaupmennsku, en Ing- ólfur hóf nám í múrsmíði hjá Frið- finni, bróður sínum, sem orðinn var múrarameistari. Ásgeir og Tryggvi voru trésmiðir og þeir bræður tóku að sér húsbyggingar, bæði í Hafnar- firði og annars staðar. Ekki fóru þeir Ingólfur og Tryggvi með hinum bræðrum sínum, þegar þeir byggðu sjúkrahúsið á ísafirði. Þeir bræður töldu útilokað að skilja móður og systur sínar einar eftir í Hafnarfirði. Þeir voru hins vegar allir saman við ýmsar stórbyggingar í Hafnarfirði á næstu árum þar á eftir, svo sem katólska sjúkrahúsið, barnaskólann, ráðhúsið og Sólvang, svo einhver dæmi séu ' nefnd. Ingólfur var múrarameistari á Sólvangi, en þar dvaldi hann síðasta æviár sitt og lést þar. Ingólfur útskrifaði marga nema í múrsmíði. Hann starfaði við múr- verkið fram undir 7 5 ára aldur. Hann var orðlagður fyrir vandvirkni, dugn- að óg útsjónarsemi og ósérhlífni. — Eitt sinn var ég vitni að því, er Ing- ólfur var að leggjá i gólf í húsi, að rafvirki hússins, sem jafnframt var rafvirki í öðru húsi, þar sem aðrir múrarar voru að verki við gólfílögn, spurði Ingólf, hversu marga poka af sementi hann hefði notað í gólfílögn- ina. Hann fékk svar við því. Þá upp- lýsti rafvirkinn, að hinir múrararnir hefðu næstum notað helmingi meira magn af sementi í svipaða gólfstærð. Ekki var svo að skilja, að sementið væri ótæpilega sparað í lögnina hjá Ingólfi, heldur hitt að daginn fyrir ílögnina notaði hann eina eða tvær klukkustundir til þess að finna hæsta punktinn í gólfinu og var síðan lagt í gólfið út frá þvi, lítil lögn var lögð yfir viðmiðunarpunktinn. Á þennan hátt sparaði hann húsbyggjendum ekki svo lítið fé. Ég sagði áður, að Ingólfur hefði verið sérstaklega duglegur og ósér- hlífinn. Ég man ekki eftir að hafa séð mikið duglegri mann við vinnu. Þess vegna hrökk ég eilítið við um jól fyrir nokkrum árum, þegar ég var í heimsókn hjá Ingólfi, að hann sagði við mig, að honum hefði fund- ist, að Friðfinnur, bróðir hans, hefði verið of vinnuharður. Ég vildi vita nánar um þetta. Þá var það, að þeg- ar Friðfinnur var foringi í múrara- hópnum lét hann t.d. alla vinna til kl. 4 á aðfangadag, síðan þurftu þeir að hreinsa verkfærin, hjóla heim, þvo sér og vera mættir inn í stofu til ömmu Sólveigar fyrir kl. 6. Gamla konan var ákveðin og þegar inn í húsið hennar var komið, var ljóst, að þar réði gamla konan, enda þótt sumir synirnir væru bæði frekir og fyrirferðarmiklir. Ingólfur var mjög greiðvikinn maður og mátti ekkert aumt sjá. Sérstaklega barngóður var hann, enda hændust börn að honum. Hann barst aldrei neitt á. Það sem gladdi hann mest, bæði um jól og við önnur tækifæri, var að gefa gjafir. Hann var alla tíð ókvæntur og barnlaus. Hann og systir hans, Ingibjörg, hugs- uðu um og bjuggu með móður þeirra í gamla húsinu við Suðurgötu. Móðir hans var blind og rúmföst síðustu árin sem hún lifði. Hún lést 17. des- ember 1952, á fimmtugasta afmælis- degi yngsta sonar hennar, Ingólfs. Liðin eru tæp 30 ár frá því, að systir hans, Ingibjörg lést. Allan tímann síðan bjó hann einn við Suð- urgötuna. Hann eldaði sjálfur, hreinsaði húsið og þvoði þvottana sjálfur. Hann var mikið snyrtimenni. Þótt Ingólfur færi ekki oft í kirkju, var hann maður trúaður. Hann trúði því og hlakkaði til að hitta aftur ijöl- skylduna sína hinu megin. Það er ljóst, að vel hefur verið tekið á móti honum. Ég bið frænda mínum allrar bless- unar um leið og ég og fjölskylda mín þökkum honum kærlega fyrir samfylgdina. Hrafnkell Ásgeirsson Ja2L2.sk ó I i fyrír bort) & / \T- V Innritun hafin á alla stabina í símum 687701- 687801 Byrjum 10. janúar Skóli fyrir stelpur og stráka á aldrinum 2ja—12 ára. Jazzdans er skemmtileg og þroskandi hreyfing fyrir hugann og líkamann; tími, sem byggir á upphitun, dansi og leikrænni tjáningu. Við höfum fengið Astu Olafsdóttur til að sjá um yngstu börnin á aldrinum 2ja ára til 9 ára. Sóley og Jón Egill sjá um kennsluna fyrir börnin á aldrinum 5—12 ára. HAFNARFJÖRÐUR — KÓPAVOGUR Sömu kennslu bjóðum við upp á í Hafnarfirði og Kópavogi. Barnajazz fyrir stelpur og stráka á aldrinum 5 til 12 ára og unglinga 13 ára og eldri, kennum við jazz og funk. Kennari verður Bryndís Einarsdóttir, sem kennt hefur í Dansstúdíói Sóleyjar síðustu 5 ár. Nemendasýning verður haldin í maí fyrir alla nemendurna. Vetrardagskrá Dansstúdíós Sóleyjar árið 1991 JAZZ — NÚTÍM ABALLET — BALLET Dansstúdíó Sóleyjar hefur frá stofnun lagt áherslu á að veita nemendum á öllum aldri fltllkomna fagkennslu. Markmiðið hefur ávallt verið að bjóða það nýjasta, sem er að gerast í dansheiminum hverju sinni. Spor í þá átt er að fá hingað erlenda danskennara frá viðurkenndum skólum. Gestákennarinn í vetur verður Shirlene Blake, sem var að Ijúka við mastergráðuna í dansi og er þetta í þriðja skiptið sem hún heimsækir okkur í Dansstúdói Sóleyjar. JAZZPANS Jazzdans er góð og nauðsynleg líkamsþjálfun fyrir börn og fullorðna. Við erum með byrjenda og framhaldshópa fyrir stelpur og stráka á öllum aldri. \ ' x Kennarar: Shirlene Blake, Bryndís Einarsdóttir, Jón Egill Bragason \ ' og Sóley Jóhannsdóttir. NUTIMABALLET Fyrir 16 ára og eldri. Bland af jazz og klass- ískum ballet, sem tengir hug og hreyfmgu. Kennari: Shirlene Blake. BALLET Balletkennsla fyrir 10 ára og eldri. Byrjendur og framhald. Kennari: Shirlene Blake. NAMSKEIÐ 4 mánaða önn hefst lO.janúar. SÓLEYJAR oí — .S B c c a ss -f = 1 o) .tí p *- £ S Engjateigi 1 • Reykjavík ■ Símar 687801 & 687701

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.