Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1991
vil ég þakka Gunnari fyrir alltof
stutta en ánægjulega samfylgd í
gegnum árin, minningin um traust-
an vin mun lifa.
Við hjónin sendum Möggu og
öðrum ættingjum Gunnars og
Vagns okkar bestu samúðarkveðj-
ur.
Hjörtur Grétarsson
Aggi og Binna voru alltaf nefnd
í sömu andrá heima hjá okkur systr-
unum. Eins og tvíburar eða eitthvað
enn óaðskiljanlegra. Það verður erf-
itt að venjast þeirri tilhugsun að
þau hafi nú verið skilin að.
Þegar við rifjum upp bemskuárin
í Bolungarvík, tengjast margar
björtustu og bestu minningarnar
fjölskyldunni á Þjóðólfsvegi 5. En
þar áttum við nánast annað heim-
ili, í hlýjunni hjá Agga og Binnu.
Þetta heimili þar sem alltaf var
pláss fyrir einn í viðbót. Allir vel-
komnir. Hjá Agga og Binnu.
Fyrir okkur sem áttum aðflutta
landkrabba að foreldrum, var það
ómetanlegt að fá að eignast hlut-
deild í þessari stóru og hlýju sjó-
mannsfjölskyldu. Við höfum oft rifj-
að upp þegar Magga og Pálí leiddu
Ingu og Steinu til Soss’ömmu og
báðu hana að vera ömmu þeirra líka
af því þær ættu enga. Hún hélt nú
það. Og það var sjálfsagt mál að
við eignuðumst pínulítið í Ing’ömmu
þeirra líka, Tót’afa og langömmu.
Það fólk er auðugt, sem fær í
arf slíka hjartahlýju og mann-
gæsku.
í minningunni er Aggi oftast
hlæjandi, eða með þetta stóra
glettna bros á vörunum. Að stríða
okkur eða grínast við eldhúsborðið.
Við á spýtunni í rakarastólnum
uppí rakaraherbergi þar sem krakk-
ar og kallar féngu hagnýta sumar-
klippingu hjá Agga. Niðri á bijót
að bíða eftir að Haúkur komi að,
svo við getum hjálpað Agga að
gogga fiskinn. Og gegnum öll minn-
ingarbrotin Svífa glaðværir tónar
úr harmonikkunni hans.
Við fráfall og Agga og tengda-
sonar hans, Gunnars Svavarssonar,
hefur verið höggvið stórt skarð í
þessa samheldnu fjölskyldu.
Það sem öðru fremur hefur ein-
kennt fólkið á Þjóðólfsvegi 5 er
glaðværð þess og kærleikur hvers
til annars.
Við trúum því að einmitt þessir
eiginleikar muni hjálpa þeim nú í
sorginni.
Við erum þakklátar fyrir að eiga
Agga í minningum okkar.
Blessuð sé minning þeirra
beggja, Vagns M. Hrólfssonar og
Gunnars Svavarssonar.
Jóna, Hidda, Dobba, Inga
og Steina.
Að kvöldi þriðjudagsins 18. des-
ember barst fjölskyldu minni sú
hörmulega frétt að Gunnar bróðir
míns og tengdaföður hans, Vagns
Hrólfssonar, væri saknað úti á sjó.
Engin orð fá megnað að lýsa
þeirri örvæntingu og þeim sársauka
sem gagntók okkur öll við þessa
fregn. En brátt blasti við okkur
ískaldur veruleikinn. Enginn mann-
legur máttur gæti nokkru sinni
fært hann Gunnar Öm til okkar
aftur. Það verður hin óbærilega og
óhagganlega staðreynd.
Gunnar Örn fæddist á ísafirði
3. janúar 1961 og hefði því orðið
þrítugur á nýju ári, hefði hann feng-
ið að lifa. Gunnar var alltaf frekar
stór miðað við jafnaldra sína. Full-
orðinn var hann hávaxinn, sterkleg-
ur og myndarlegur maður. Hann
var ijórði í röðinni af sex börnum
foreldra okkar, þeirra Ernu Sörens-
en og Svavars Sigurðssonar, og bar
nöfn þeirra beggja. Gunnar er nú
þriðji sonurinn sem þau þurfa að
kveðja frá þessari jarðvist, en tvo
syni misstu þau í frumbemsku.
Margar eru minningamar sem
fjölskyldan á um Gunnar Örn frá
uppvaxtarárum hans á Isafirði.
Gunnar var sérlega uppátækjasamt
barn. Hann þurfti bókstaflega að
prófa allt. Hann átti það til að
skrúfa í sundur saumavél móður
okkar og setja saman aftur, elda
mat, eða bregða sér einn síns liðs,
án þess að nokkur vissi af, í dags-
ferð með Djúpbátnum inn í Djúp.
Uppátækin em óteljandi og voru
þessar og fleiri sögur um Gunnar
rifjaðar upp við hátíðarkvöldverð á
fjölskyldumóti móðurættar okkar í
ágúst síðastliðnum. Allir skemmtu
sér vel við þessar frásagnir og þá
sérstaklega Gunnar sjálfur og eigin-
kona hans, Margrét Vagnsdóttir.
t
Ástkær fósturmóðir og tengdamóðir okkar, 1
KARÓLÍNA FIRÐRIKSDÓTTIR,
Bólstaðarhlið 37,
lést á öldrunardeild Borgarspítalans að kvöldi 6. janúar.
Jóhanna Júlíusdóttir, Kristinn Sigurðsson,
Guðmundur Júlíusson, Ester Árnadóttir.
t
Systir min,
STEFANÍA BJÖRNSDÓTTIR
frá Hvoli íVesturhópi,
andaðist á húkrunarheimilinu Skjóli föstudaginrr 4. janúar.
Sigriður Björnsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
VILHJÁLMUR ÁSMUNDSSON
múrarameistari,
Ljósalandi 9,
Reykjavík,
andaðist á Landakotsspítaia 5. janúar. Jarðarförin auglýst síðar.
María Sigursteinsdóttir,
Steinhildur, Hulda, Ásmundur
og Þórunn Maria.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
PÁLÍNA EYDAL,
er lést 1. janúar, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudag-
inn 10. janúar kl. 13.30.
Ingimar Eydal, Ásta Sigurðardóttir,
Finnur Eydal, Helena Eyjólfsdóttir,.
Gunnar Eydal, Ásgerður Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
‘Á ísafirði ólst Gunnar upp við
mikla útiveru, því hvergi er fijáls-
ara og öruggara fyrir böm að alast
upp en úti á landi. Hann var alla
tíð mikið fyrir útiveru og mikill
náttúruunn'andi. Á ísafirði fæðast
bömin nánast með skíðin undir fót-
unum og var Gunnar þar engin
undantekning. Hann fékk snemma
skíðabakteríuna og vildi helst renna
sér í bruni alveg frá lyftutoppi og
niður að fjallsrótum. Ein slíkra
glannaferða endaði með fótbroti,
en engan grunaði þó að barnið hefði
slasast svo mikið, því Gunnar var
alltaf einstaklega harður af sér.
Gunnar var mjög rólegur að eðlis-
fari og hafði ekki mörg orð um
hlutina, en undir niðri var hann
skapmikill, einkum ef á hann eða
hans var hallað. En þó Gunnar
væri dulur og virtist alltaf sjálfum
sér nógur hafði hann til að bera
mikla blíðu og ástúð til sinna nán-
ustu. Sem fyrr segir vom það ekki
orðin sem tjáðu tilfmningarnar
heldur lét hann verkin tala, og var
sá eini okkar systkinanna sem tíndi
blóm vor og sumar og færði móður
okkar. Sömu blíðu sýndi hann dýr-
um, en honum var leyft að hafa
ketti á heimilinu, og fengu þeir að
njóta hans óþrjótandi blíðu og um-
hyggju.
Vorið 1976, þegar Gunnar Öm
var 15 ára, slitu foreldrar okkar
samvistir. Faðir okkar flutti þá til
Gautaborgar í Svíþjóð og flutti
Gunnar til hans þá um sumarið.
Þar hélt hann áfram skólagöngu
sinni, og stundaði jafnframt hinar
ýmsu íþróttagreinar. Sérstaklega
féll honum vel júdó-íþróttin og náði
hann góðum árangri í þeirri grein.
Árin sem hann var í Svíþjóð spilaði
hann mikið á gítarinn sinn og
munnhörpuna. Hann eignaðist fljót-
lega stóran hóp af félögum, bæði
sænskum og einnig af hinum ýmsu
þjóðernum, enda var Gunnar alltaf
mjög félagslyndur og átti auðvelt
með að kynnast fólki. Fljótlega var
Gunnar farinn að tala sænskuna
reiprennandi og talaði hana svo veí
að engum datt í hug að hann væri
útlendingur.
Gunnar kunni vel við sig í
Svíþjóð, en árið 1983 ákvað hann
þó að koma aftur heim til íslands.
Til að byija með bjó hann hjá móð-
ur sinni og eiginmanni hennar og
stundaði vinnu í Reykjavík. En hug-
urínn leitaði fljótlega vestur til ísa-
fjarðar.
Fyrir vestan kynntist Gunnar
stóru ástinni sinni, henni Margréti
Vagnsdóttur frá Bolungarvík.
Magga var hin mikla hamingja í
lífi Gunnars. Þau voru gefín saman
í Hólskirkju. í Bolungarvík sumarið
1984. Fallegra brúðkaup get ég
ekki ímyndað mér að hægt sé að
upplifa, þar sem systkini Möggu
settu mikinn svip á athöfnina með
hljóðfæraleik og söng. Samhentara
fólk en tengdafólk Gunnars er vand-
fundið og var hann frá fyrsta degi
mjög hamingjusamur í faðmi þess-
arar myndarlegu fjölskyldu.
Gunnar og Magga voru yndisleg-
asta par sem hægt er að hugsa
sér. Það bókstaflega geislaði af
þeim ástin og væntumþykja í garð
hvors annars. Ungu hjónin keyptu
sér litla íbúð til að byija með, en
fljótlega fóru þau út í að byggja
sér stórt og myndarlegt einbýlishús
í Bolungarvík. Gunnar lagði sjálfur
mikla vinnu í húsið, enda mjög lag-
hentur.
Gunnar fór að stunda sjóinn með
Vagni tengdaföður sínum og urðu
þeir mjög samrýndir. Ásamt- sjó-
mennskunni verkaði Gunnar harð-
físk í landi. Haustið 1989 innritað-
ist Magga í viðskiptafræði við Há-
skólann og voru þau hjónin saman
í Reykjavík fram á sl. vor. í haust
ákváðu þau að Gunnar yrði við sjó-
mennsku fyrir vestan og hugðist
hann stofna fískverkunarfyrirtæki
um áramótin með svila sínum.
Magga ætlaði hin vegar að halda
áfram náminu og vera ein í
Reykjavík í vetur.
Þann 1. desember sl. birtust þau
Gunnar og Magga alveg óvænt á
heimili mínu. Gunnar hafði skroppið
suður í helgarferð til að hitta eigin-
konu sína. Sem fyrr voru þau ham-
ingjusöm og ástfangin og óendan-
lega ánægð með hvort annað. Við
áttum notalega stund saman þenn-
an dag ásamt Óttari bróður okkar.
Daginn eftir vorum við þijú systkin-
in ásamt fleirum í mat á heimili
móður okkar og eiginmanns hennar
og höfðum það sérlega gott og
+
Maðurinn minn,_faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR JÓN HÁVARÐSSON,
Efri-Fljótum 2,
Meðallandi,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 3. janúar. Jarðsett verður
að Prestbakka á Síðu laugardaginn 12. janúar kl. 14.00.
Þórunn Sveinsdóttir,
Magnhildur Ólafsdóttir, Viðar Pálsson,
HávarðurÓlafsson,
Margrét Ólafsdóttir, Jón Reynir Einarsson,
Guðlaug Ólafsdóttir
og barnabörn.
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi
JÓHANN HJARTARSSON,
andaðist á Vifitsstaðaspítala 5. janúar.
Einhildur Jóhannesdóttir,
Hjördís Jóhannsdóttir,
Steinþóra Jóhannsdóttir,
Hafþór Jóhannsson,
Þorsteinn Jóhannsson,
Jónína Jóhannsdóttir,
Hraf nhildur Jóhannsdóttir,
Guðmundur Hjartarson,
Hörður Benediktsson,
Barði Guðmundsson,
Aðalheiður Hafsteinsdóttir,
Guðmunda Guðmundsdóttir,
Þórir Ingason,
Oddmundur Aarhus,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁRNI MATHIESEN JÓNSSON
lögfræðingur,
v Álftamýri 48,
er lést 25. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag,
þriðjudaginn 8. janúar, kl. 13.30.
Hrefna Herbertsdóttir,
Herbert Árnason, Herdís Magnúsdóttir,
Ólafía Árnadóttir, Reynir Olsen,
Hertha Árnadóttir, Ólafur K. Ólafsson
og barnabörn.
skemmtilegt saman. Þetta kvöld sá
ég Gunnar Örn bróður minn í
síðasta sinn. Hann fór vestur aftur
daginn eftir og ætlaði Magga síðan
heim til Gunnars í jólafrí þann 20.
desember. Gunnar og Vagn höfðu
nýVerið teppalagt húsið þeirra því
allt átti að vera svo fínt þegar
Magga kæmi heim.
Nokkrum dögum áður en Gunnar
lést kom hann færandi hendi með
fulla poka af fiski til Siggu systur
sinnar á ísafírði. Þetta hafði hann
oft gert og einnig hjálpað Siggu
og hennar manni með ýmislegt
verklegt. Því eins og-Sigga sagði
svo oft „hann Gunnar getur allt“.
Sunnudaginn 16. desember
hringdi faðir okkar í Gunnar frá
Svíþjóð, því honum fannst svo langt
síðan að þeir hefðu heyrst. Gunnar
var mjög glaður og kátur að heyra
í föður sínum og sagðist örugglega
hringja til hans á jólunum.
Tveimur dögum seinna dundi
reiðarslagið yfír. Gunnar og Vagn
höfðu farið saman á sjó á Hauki
ÍS þriðjudaginn 18. desember og
tekið út af bátnum. í einu vetfangi
er eiginmaður og faðir sjö barna
og eiginmaður yndislegrar, ungrar
konu hrifínn í hafíð. Eftir standa
ástvinir og skija ekki tilganginn
með þessu miskunnarlausa og
óréttláta skarði sem höggvið hefur
verið. Skarð sem aldrei verðurfyllt.
Ég vona að Guð gefí Möggu,
móður hennar og systkinum styrk,
og megi samheldni þeirra og dugn-
aður hjálpa þeim í sorginni.
Fátt er eins erfítt og sársauka-
fullt og það að missa barnið sitt.
Ég bið þess að góður Guð vaki yfir
foreldrum mínum og gefi þeim styrk
í þeirra þungbæru sorg, þar sem
þau þurfa nú að kveðja þriðja'son
sinn frá þessum heimi.
Megi minningin um yndislegan,
duglegán og góðan dreng, Gunnar
Öm, lifa með ástvinum hans um
ókomna tíð. Ef Guð lofar fær
ófæddur sonur minn nafn frænda
síns.
Ég bið algóðan Guð að gefa okk-
ur systkinunum og öllum eftirlif-
andi ástvinum styrk til þess að
horfa fram á veginn.
Megi þeir Gunnar og Vagn fá
góðar móttökur, bjart ljós og frið á
æðri vegum. Guð blessi minningu
Vagns Hrólfssonar og Gunnars
Arnar Svavarssonar.
Kolla systir
Mig langar að minnast í fáeinum
orðum Vagns Margeirs Hrólfssonar
sem lést af hörmulegum slysförum
18. desember sl. Aggi, eins og hann
var alltaf kallaður í Bolungarvík,
var alveg einstökum mannskostum
búinn, alltaf var hann svo hress og
kátur. Glaðlyndi hans og einstök
manngæska líður mér aldrei úr
minni.
Það var eins og allt léki í höndun-
um á honum, alveg sama hvað hann
gerði, hann lék á hljóðfæri, snyrti
hár Bolvíkinga, byggði hús, rak
verslun og stundaði útgerð af mikl-
um dugnaði. Aggi var einstaklega
ósérhlífínn maður og mér ógleym-
anlegur.
Oft kom ég til Agga og Binnu
þegar ég var að alast upp í Bolung-
arvík, enda var stutt til þeirra að
fara, því heimili þeirra var skammt
frá þar sem ég ólst upp, aðeins
yfír götuna að fara. Alltaf var gam-
an að koma í heimsókn til Agga
og Binnu og aldrei gleymi ég því
þegar Aggi tók saxafóninn eða
harmonikkuna og lék af fingrum
fram, af sinni einstöku snilld, Iéttur
og hress, eins og honum var einum
lagið.
Ég á úr æsku minni svo góðar
minningar um Agga, en ég ætla
ekki með þessum fátæklegu orðum
að rifja þær allar upp, en ég geymi
þær eins og dýrmætar perlur í huga
mínum. Ég vil að leiðarlokum
kveðja góðan dreng. Blessuð sé
minning hans.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir alit og allt.
(V. Br.)
Birnu, börnum, systkinum,
tengdabörnum, barnabörnum og
öðrum ástvinum öllum votta ég
mína dýpstu samúð.
Jónas Friðgeir Eliasson