Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991
33
Kveðja:
Fríða Guðmundsdóttir
Fædd 23 júlí 1943
Dáin 30. desember 1990
Vinkona okkar Fríða Guðmunds-
dóttir er látin, aðeins 47 ára að
aldri. Fyrir u.þ.b. átta árum kenndi
hún fyrst þess meins er síðar með
nokkrum hléum þó, varð hennar
banamein. Fríða bar sjúkleika sinn
af aðdáunarverðri stillingu og
æðruleysi. Slík afstaða er okkur
hinum þörf lexía og áminning um
þakklæti fyrir vellíðan og góða
heilsu.
Við hjónin höfum átt því láni að
fagna að þekkja og vera samvistum
við Fríðu og Gunnar mann hennar
mörg undanfarin ár. Öll hafa þau
kynni verið á einn veg og ávallt var
birta og jákvæðni þar sem Fríða
var annars vegar, allt til þess er
dró nær endalokunum.
Fríða var fóstra að mennt og
unni starfi sínu heilshugar. Hún
hafði afar gott lag á börnum og
sagði oft spaugilegar sögur af sam-
vinnu sinni við yngstu kynslóðina.
Hún var og mjög músíkölsk, hafði
tæra og fallega söngrödd sem naut
sín einkar vel á vinafundum. Fjinnig
tók hún þátt í söngstarfi samkórs
Trésmiðafélags Reykjavíkur um
margra ára skeið.
Aldrei heyrði ég Fríðu leggja illt
til nokkurs manns, illt umtal og
neikvæðni í garð annarra var henni
víðsfjarri. Skaphöfn hennar var
heiðarleg, heilsteypt og mótuð af
réttlætistilfinningu og velvild í garð
þeirra sem voru í návist hennar
hveiju sinni. Þau hjónin Gunnar og
Fríða komu sér upp myndarlegum
sumarbústað austur í Hreppum. Þar
undi Fríða mín sér vel, og dvaldist
þar hvenær sem færi gafst. Þar var
auk venjulegs viðhalds einnig hugað
að ræktun, bæði matjurta og tijá-
plantna, og mun það,starf vissulega
skila sér er fram líða stundir. Ferða-
lög og útilegur voru Fríðu mjög að
skapi, Gunnar tók þá gjarnan veiði-
stöngina með og renndi fyrir silung
væri nokkur veiðivon. Fríða var
lífsglöð og undi sér afar vel meðal
vina og vandamanna. Glaðværð
hennar hláturmildi og léttleiki rifj-
ast nú upp þegar komið er að hinstu
kveðju, og hinir góðu eiginleikar
sem hún ávann sér með lífi sínu
munu sannarlega fylgja henni til
sinna nýju heimkynna.
A kveðjustundinni er okkur
þakklæti í huga fyrir það að hafa
fengið að kynnast Fríðu. Bænir
okkar og góðar óskir fylgja henni
nú og ævinlega.
Eftirlifandi eiginmanni, dóttur-
inni Unni Erlu, tengdasyninum
Kjartani, barnabarninu Hörpu Mjöll
og öðrum ættingjum sendum við
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Sigvaldi Snær Kaldalóns,
Margrét Kaldalóns
Friöfinm
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöSd
til kl. 22,-einnig um heigar.
I w ■ M M
ÝMISLEGT
VERZLUNARRÁÐ
(SLANDS
Námsstyrkir
Verslunarráð íslands auglýsir eftir umsókn-
um um tvo styrki til framhaldsnáms erlendis,
sem veittir verða úr námssjóði VÍ.
1. Styrkirnir veitast til framhaldsnáms við
erlenda háskóla eða aðra sambærilega
skóla í greinum, sem tengjast atvinnulíf-
Jnu og stuðla að framþróun þess.
2. Skilyrði til styrkveitinga eru að umsækj-
endur hafi lokið námi, sem veitir rétt til
inngöngu í Háskóla íslands eða aðra sam-
bærilega skóla.
3. Hvor styrkur er að upphæð 175 þúsund
krónur og verða þeir afhentir á Viðskipta-
þingi Verslunarráðs íslands þann 13. fe-
brúar 1991.
Til að sækja um þarf aðeins að senda inn
prófskírteini, vottorð um skólavist erlendis,
ásamt Ijósmynd af umsækjanda. Einnig er
æskilegt að nemandi geri í örstuttu máli (um
hálf vélrituð síða) grein fyrir því námi, sem
um er að ræða. Umsóknum þarf að skila í
síðasta lagi 31. janúar 1991.
Verslunarráð íslands,
Skrifstofa viðskiptalífsins,
Húsi verslunarinnar,
103 Reykjavík,
sími 678910.
TILKYNNINGAR
HOLA lengua Espaniola
12 vikna spænskunámskeið fyrir byrjendur
og lengra komna. Áhersla lögð á talmál með
hagnýta notkun fyrir augum. Hentar fólki á
öllum aldri.
Innritun fer fram í skólanum, Langholtsvegi
111,2. hæð dagana 7. til 15. janúar milli kl.
10.00-12.00 og 15.00-21.00. Einnig verður
boðið uppá spænskunám í bréfaskólaformi
með áherslu á hagnýta spænsku.
Kynnið ykkur nánar þessi skemmtilegu nám-
skeið. Greiðslukortaþjónusta.
HOLA lengua Espaniola - lifandi tunga.
Langholtsvegi 111, sími 91-685824.
Landflutningar hf.
- nýtt símanúmer
Nýja símanúmerið hjá Landflutningum hf. er
685400.
TILBOÐ - ÚTBOÐ
L
LANDSVIRKJUN
Útboð á vélum og rafbún-
aði fyrir Fljótsdalsvirkjun
Landsvirkjun auglýsir eftir tilboðum í fram-
leiðslu, afhendingu og uppsetningu á vélum
og rafbúnaði fyrir 210 MW virkjun í Jökulsá í
Fljótsdal samkvæmt útboðsgögnum FDV-21.
Verkið felur í sér hönnun, framleiðslu, af-
hendingu og uppsetningu á tveimur 105 MW
Pelton hverflum ásamt rafölum og tilheyr-
andi búnaði.
Útboðsgögn verða fáanleg á skrifstofu
Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103
Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 9.
janúar 1991 gegn óafturkræfri greiðslu að
fjárhæð kr. 9.000 fyrir fyrsta eintak en kr.
4.000 fyrir hvert viðbótareintak.
Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl.
12.00, miðvikudaginn 20. mars 1991. Tilboð-
in verða opnuð kl. 14.00 sama dag í stjórn-
stöðvarhúsi þandsvirkjunar, Bústaðavegi 7,
í Reykjavík.
Reykjavík, 4. janúar 1991.
Landsvirkjun.
KENNSLA
Ferðamálaskóli M.K.
Farseðlaútgáfa. Fullbókað.
Hótel- og veitingarekstur. Hefst 16. janúar.
12 kvöld. Miðvikudaga kl. 18.30-21.30.
Upplýsingar í símum 74309 og 43861.
Innritun lýkur 14. janúar.
Menntaskólinn í Kópavogi.
Frönskunámskeið
Alliance Francaise
13 vikna vornámskeið hefst mánudaginn 21.
janúar '91. Kennt verður á öllum stigum
ásamt samtalshópi og barnahópi.
Nýtt: Viðskiptafrönskunámskeið fyrir
lengra komna.
Námskeið í franskri listasögu.
Innritun fer fram í bókasafni Alliance Franca-
ise, Vesturgötu 2 (gengið inn bakdyrameg-
in), alla virka daga frá kl. 15.00 til 19.00 og
hefst mánudaginn 7. janúar. Henni lýkur
föstudaginn 18. janúar kl. 19.00.
Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870 á
sama tíma.
VÉLSKÓLl
ISLANDS
Vélavarðanám iðnsveina
Haldið verður kvöldnámskeið fyrir iðnsveina,
sem veitir þeim vélavarðaréttindi, ef næg
þátttaka fæst.
Námskeiðið hefst 21. janúar og lýkur í máí.
Umsóknir verða að berast fyrir 15. janúar til
Vélskóla (slands, pósthólf 5134, 125
Reykjavík.
Skólameistari.
KVÓTI
Kvóti 1. jan/31. ág. ’91
Óskum eftir tilboðum í 107 tonna þorskkvóta
og 4,5 tonna ýsukvóta. Staðgreiðsla.
Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl.
merkt: „Kvóti ’91 - 6730“ fyrir 15. janúar.
KENNSLA
Vélritunarkennsla
Morgunnámskeið byrja tO.janúar.
Vélritunarskólinn, s. 28040.
FÉLAGSLlF
I.O.O.F. Rb. 1 = 140188 -
□ SINDRI 5991817 - Atk. - Frl.
□ EDDA 5991817 - 1 Atkv.
□ FJÖLNIR 599108017 = 1
O HAMAR 5991817 - Frl.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Bænavika I Fíladelfiu. Bæna-
stund í kvöld kl. 20.30. „Faðir
vor, þú sem ert á himnum, helg-
ist þitt nafn."
Allir hjartanlega velkomnir.
AD-KFUK
Fundur í kvöld kl. 20.30 í Langa-
gerði 1. Fyrsti fundur á nýju ári
er i umsjá Höllu Jónsdóttur.
Allar konur velkomnar.
FERÐAFÉLAG
ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU3 & 11798 19533
Myndakvöld - Miðviku-
dagur 9. janúar
Myndakvöldið er haldið í Sóknar-
salnum, Skipholti 50a og hefst
stundvíslega kl. 20.30. Efni:
Guðmundur J. Hallvarðsson, far-
arstjóri i Hornstrandaferðum
F.Í., segir frá í máli og myndum
ævintýrum Hornstrandafara sl.
sumar. Hann kynnir ennfremur
ferði F.í. til Hornstranda á kom-
andi sumri.
Eftir hlé munu þeir Hilmar Már
Aðalsteinsson, Karl Ingólfsson
og Árni Alfreðsson sýna myndir
teknar i gönguskiðaferð yfir
endilangt landið frá Snæfelli um
Vatnajökul, Hofsjökul og Lang-
jökul að Húsafelli. Þeir sýna
einnig útbúnað sem þeir notuðu
í ferðinni. Kaffiveitingar [ hléi.
Aðgangur (kaffi og meðlæti inni
falið) kr. 500,- Spil Ferðafélags-
ins verða til sölu v/innganginn.
Allir velkomnir, félagar og aðrir.
Fræðist um eigið land og áhuga-
verðar ferðir F.í. og komið á
næsta myndakvöld 9. janúar.
Ferðafélag íslands.