Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1991 7 5 MANNA FOLKSBILL MEÐ VÖRUPALLI MITSUBISHI MOTORS PICKÚPTRUCK <0FTHE YEAR> 1990 FQUR WHEELER MAGAZINE PALLBÍLL ÁRSINS í U.S.A. □ 70 ha. Dieselhreyfill □ Aldrif □ Burðargeta = 1200 kg. □ Flatarm. vörupalls = 2,8 m2 □ Milligírkassi með tvö niðurfærsluhlutföll □ Rúmgóð og vönduð innrétting □ Nýtískulegt mælaborð- þægileg stjórntæki Verð kr. 1.320.000.- stgr. Slökkvilið Reykjavíkur: Utköllum fækkaði miðað við fyrra ár Beðið eftir snjó í Bláfjöllum „VIÐ þyrftum að fá hægviðri og klessusnjó, þá fer allt í gang,“ sagði Þorsteinn Hjalta- son umsjónarmaður skíðasvæðisins í Blá- fjöllum. Að undanförnu hafa skíðamenn rennt vonaraugum til fjalla en þrátt fyrir snjókomu af og til hefur henni fylgt skaf- renningur og fjúk á skíðasvæðinu. „Barnalyftan var í gangi í tvo daga en það vantar meiri snjó við stóru lyfturnar," sagði hann. „Hlíðarnar líta vel út í fjarska og hingað hafa menn komið og gengið ufn og jafnvel rennt sér en gefist upp vegna harðfennis og svo er þetta svo þunnt lag sem komið er af snjó.“ Ágætt færi er fyrir gönguskíði á láglendi en ekki hefur verið hægt að leggja neinar brautir. Á næstunni er von á nýjum snjótroðara af stærstu gerð og sagði Þorsteinn að hann yrði mikil búbót. Snjótroðaranum fylgir snjóblásari sem mundi spara mikla vinnu við að moka frá lyftum og öðrum húsum á svæðinu. Sjö tilefnd 1 forvalið SJÖ tilnefningar bárust í forval Alþýðubandalagsins í Reykjavík sem fer fram 19. janúar. Leitað verður til fleiri flokksmanna um þátttöku í forvalinu. Eftirtalin voru tilnefnd: Auður Sveinsdóttir landslagsarkítekt, Birna Þórðardóttir blaðamaður, Guðrún Helgadóttir alþingismaður, Haraldur Jóhannsson hagfræðing- ur, Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur, Svavar Gestsson ráð- herra og Þorvaldur Þorvaldsson iðn- aðarmaður. Hallur Páll Jónsson formaður kjörnefndar sagði að verið væri að leita til fleiri flokksmanna um þátt- töku. í síðasta forvali fyrir alþingis- kosningar tóku 13 manns þátt og sagði Hallur að reiknað væri með svipaðri þátttöku nú. Skíðamenn geta enn ekki fjölmennt í Bláfjöll eins og þegar þessi mynd var tekin. Mesta tjón í eldsvoða varð hjá Pósti og síma SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur sinnti 821 útkalli á síðasta ári og var það 33 útköllum færra en árið 1989. Mesta tjón af völdum elds á árinu varð hjá Pósti og síma auk þess sem töluvert Ijón varð í Aust- urveri, Seðlabankanum, Kleppsvegi 134, Byggðarenda 10, Laugavegi 35, Fríkirkjuvegi 9 og Síðumúla 3 til 5. Einn lést af völdum elds- voða árið 1990 og einum var bjargað. Sjúkraflutningar voru 10.701 á árinu, þar af voru 3.206 vegna slysa og annarra neyðarflutninga. Útköll þar sem slökkva þurfti éld voru 323 árið 1990 en 335 árið 1989, þar af voru 32 sinueldar á árinu en 76 árið 1989. Til útkalla er talin öll aðstoð slökkviliðsins, svo sem efnaleki, vatnsleki og losun úr bílflökum. 22 var bjargað slösuðum úr bílflökum og í 50 tilvikum var verðmætum bjargað auk þess sem tvisvar var dælt úr skipum. Önnur aðstoð var veitt 104 sinnum. Útköll í Reykjavík voru 712 á árinu, flest í október eða 99 milli kl. 18 og 21. Útköll í Kópavog voru 86, 11 í Mosfellsbæ, 7 á Seltjarnar- nes en önnur útköli voru 5. Allt til- tækt lið var hringt út tvisvar en hluti liðsins 17 sinnum. Á árinu voru staðnar 314 ör- yggisvaktir víðsvegar um borgina og brunaverðir fóru 69 kynnisferðir í stofnanir og fyrirtæki á eldvarnar- svæði slökkvistöðvarinnar. 1.428 börn heimsóttu slökkvistöðina þar sem þeim voru kynnt grundvallar- atriði í eldvörnum, auk þess sem 42 unglingar sóttu starfskynningu á stöðinni. Átta námskeið voru haldin á árinu fyrir starfsmenn stöðvarinnar. Eldvarnarskoðanir eldvarnareft- irlitsins voru 2.400 á árinu og haldnar voru 64 kennslu- og slökkviæfingar með 1.786 starfs- mönnum stofnana og fyrirtækja. Skákmótið í Hastings: Helgi vann Kosten í 9. umferð HELGI Ólafsson vann Kosten frá Bretlandi í 9. umferð skákmótsins í Hastings. Skákin varð alls 67 leikir og fór tvívegis í bið. Helgi er í 4.-5. sæti á mótinu með 4,5 vinninga. Helgi tapaði fyrir Murray- Chandler frá Bretlandi í 8. umferð mótsins. Efstur er Efg- eníj Bareev frá Sovétríkjunum með 6 vinninga af 9: Bent Lars- en er í öðru sæti með 5,5 vinn- inga og Guyla Sax frá Ungverj- alandi er í 3. sæti með 5 vinn- inga. Helgi og Chandler eru jafnir með 4,5 vinninga. Alþýðubandalag- ið í Reykjavík:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.