Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1991 „tfónum i/arsajQí upp !kert&veric'*' S/rv'ájurp-L e ftir írunanrx- " Svo ætlar allt um koll að keyra ef við gleymum að þurrka af fótunum ... Með morgimkaffinu HÖGNI HREKKVÍSI Hvers vegna var beiðnin felld? Til Velvakanda. í Morgunblaðinu 28. desember sl. er grein eftir Sigurlínu Sigurðar- dóttur formann Félags heyrnar- lausra. Þar segir hún frá því að beiðni, sem send var til útvarpsráðs 15. október sl. um textun á ára- mótaskaupi sjónvarps hafi verið hafnað. Atþvæðagreiðsla hafði far- ið fram í Útvarpsráði og þessi var niðurstaðan. Ég sem þessar línur skrifa hef mjög góða heyrn, en þekki marga heyrnarskerta. Mikil var undrun mín og gremja yfir svona meðferð á jafn hógværri beiðni og að því er virðist litlu máli. Allt erlent efni í sjónvarpi bæði lélegt og gott er textað. I grein Sigurlínar kemur fram að um 7 þúsund manns á ís- landi eru heyrnarskertir og geta ekki notfært sér talað mál í sjón- varpi. Þetta er ákaflega stór hópur af þjóðinni. Getur varlatalist minni- hlutahópur og í ljósi þess er undrun mín enn meiri. MORGl NHIJVniD FOSTLDAGL'K VK DKSÉMISF.K I Sjónvarpið, fyrir hverja? eftir Sigurlínu M. Siguröardótt ur Þann 15. október 1990 scndi ég til útvarpsstjóra beiðni Félags heyrnarlausra um að setja texta á árlegt áramótaskaup SjónvarpsinR. Megintilgangur með þessari beiðni ’ar að gera Sjónvarpið að „Sjón- 'arpi allra landsmaána" eins og stendur í auglýsingu frá þeim, þetta eina kvöld ársins, þar sem öll fjöl- skyldan og vinir koma saman við sjónvarpið og hlæja að skopstæltum atburðum líðandi árs. Þar sem þessi auglýsing hefur haft villandi upp- lýsingar með þeirri sUðhæfingu að sjónvarpið sé sjónvarp allra lands- manna, það er bull. Heymarlausir, heyrnarskertir og þeir sem eiga erfitt með að heyra eru um 7.000 á Islanrii, samkvæmt tölum frá Heymar- og talmeinastöð íslands. Þetta fólk á erfitt með að setja sig í samband við (slenskt efni I sjón- varpi, vegna þess að það er ekki textað. MSfíU^.ni fivrir ^ f!l |l,lUa Því miður hefur eilthvað misfarist hjá okkur og mér að treysta þeim til að styðja beiðnina, því miður fóru atkvæði á þann veg að aðeins tveir studdu beiðnina, 5 fulltrúar voru á móti, þessi tvö jákvæðu at- kvæði sem beiðnin fékk komu frá Ástu Ragnheiði Jóhannsdóttur (fulltr. Framsóknarflokks) og Magdalenu Schram (fulltr. Kvenna- listans). Þeim eru hér með færðar þakkir fyrir skilning og að láta at- kvæði sitt, sem þvf miður na'gði ekki til að það gæti orðið 7.000 manns til góða, að gela setið f faðmi fjölskyldunnar, þetta sfðasta og eina kvöld ársins, og vita um hvað hláturinn snýst, þetta eina kvöld f 50 mfnútur. Þvf miður. Ekki var mér sögð ásta*ðan fyrir að beiðnin fékk neikvæða afstöðu útvarpsráðs. Ég get þvf aðeins get- ið mér til. Kannski var álitið að textinn myndi skemma myndgæði áramótaskaupsins f sjónvarpinu, það tel ég vera mestu firru, texti hefur aldrei eyðilagt góðar erlendar bíómyndir á heimsmælikvarða, ir skemmtiþætlir hafa verið textað- ir eins og lil dæmis „Spéspegill- (á ensku Spitting Image) enginn hefur kvartað. Kannski spilaði fjármagn sjónvarpsins innf, ég tel að’ svo sé ekki, því að það kostar tæpar kr. 30.000 að texla 50 mínúlna erlenda mynd ásaml þýðingu. Það myndi' kosta minna, þar sem þýðandinn er óþarfur. Kannski var álilið að það væri óþarfi að texta áramóta- skaupið, þessi 7.000 manna hópur yrði bara að finna sér annað að gera, en að horfa á áramótaskaupið f faðmi fjölskyldunnar jietta eina kvöld ársins. Það er endalaust hægt að telja upp ástæður fyrir þessari neitun, og hvers vegna 5 manns gáfu neikvæða afstþðu f málinu. Það þætti mörgum mjög fróðlegt að vita hver raunverulega ástæðan Nú f dag, 17. desember, hefur Félagi heyrnarlausra verið tilkynnt um þessa ákvörðun útvarpsráðs, en samt einhvem veginn á ég erfitt með að trúa þvf að beiðnin hafi fcmrifl neiton cn vonn hð innst inni Sigurlfn M. Sigurðardóttir „Ég ætla sko að horfa* á áramótaskaupið og fá mcr túlk, reikninginn fyrir túlkinn ætla ég að senda útvarpsráði.“ Formaður útvarpsráðs svaraði spurningum um þetta mál í út- varpi, en því miður missti ég af svari formanns. Svona viðtöl fara eðlilega framhjá heyrnarskertum og tilviljanakennt hverjir heyra þau. Ég vil fara fram á að formaður útvarpsráðs skýri þetta mál í dag- blöðunum svo að öllum megi ljóst vera hvers vegna þessi beiðni var felld í atkvæðagreiðslu í útvarps- ráði. Eflaust er mörgum landsmönn- um líkt farið og mér í afstöðu sinni gagnvart svona óréttlæti. Þ.K. Oviðunandi vinnubrögð Til Velvakanda. í síðasta áróðursblaði Dagsbrún- ar frá því í desember lýs.ti Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og VMSÍ, yfir miklum sigri í stríðinu við bankakerfið þeg- ar hann ásamt Halldóri Björnssyni, varaformanni, og Emelíu Emils- dóttur, gjaldkera, tóku út 105 millj- óna króna ávísun út úr íslands- banka með meiriháttar húllum hæi. Ekki er hægt að segja að neinn sigur hafi áunnist er forráðamenn Dagsbrúnar tóku út þetta fé úr ís- landsbanka því eftir sem áður hafa vextirnir hjá íslandsbanka ekkert lækkað. Síðan hefur stjórn Dagsbrúnar ekkert hugsað sér að gera en frek- ar en að bíða og^já til þangað til að aðalfundur félagsins verður haldinn hvenær nú sem hann verður haldinn. Og þá á að taka ákvörðun um að selja hlutabréf sem félagið á í Islandsbanka. Það er í raun og veru mjög skrýt- ið að stjórn Dagsbrúnar hefur ekk- eit hugsað sér að gera eða and- mæla ríkisstjórninni þar sem hún hefur hækkað raunvexti á hús- næðislánum og mismunað þannig launafólki stórlega svo að tugþús- undum nemur á ári hveiju. Almennir _ samningar launa- manna í ASÍ voru undirritaðir 1. maí 1989. Framlengdir voru fyrri samningar með þeim meginbreyt- ingum að laun hækkuðu um 2.000 kr. 1. maí, 1.500 kr. 1. sept. og 1.500 kr. 1. nóv. 1989. Þá voru smáhækkanir á bónus og premíu- greiðslum, (2%, 1% og 1%) og akk- orðsvinnu, (3,8%, 2,8% og 1,9%). Allt var þetta miðað við sömu dag- setningar og krónutöluhækkanir. Orlofsuppbót kom í samninginn. 6.500 kr., og desemberuppbót, jóla- uppbót, hækkaði í 9.000 kr. Þetta eru meginlaunahækkanir samn- ingsins. Til að greiða fyrir þessum samningum skrifaði ríkisstjórnin bréf þar sem talin voru 11 atriði þar sem hún tók fram að hún mundi beita sér fyrir hinu og þessu. Um efndirnar er best að segja sem fæst. Þó má nefna atriði nr. 3, um verð- lagsmál. Hvað það atriði varðar segir í bréfinu: „Ríkisstjórnin mun sporna eins og frekast er kostur við verðhækkunum á næstu misser- um. Verðstöðvun verður sett á opin- bera þjónustu þannig að verðlagn- ing hennar miðist við forsendur fjárlaga fyrir árið 1989 og ríkis- stjórnin mun beita sér fyrir áðhaldi að verðákvörðunum einokunarfyrir- tækja og markaðsráðandi fyrir- tækja.“ Nokkru síðar hækkuðu gjöld Pósts og síma. Aðrar efndir voru ámóta merkilegar. Á grundvelli ríkisstjórnarbréfsins var samningurinn gerður eða svo segir a.m.k. í 3ja tbl. Dagsbrúnar- blaðsins 1989. Heildarlaun samn- ingsins mun hafa verið talin 11-12%. Á árinu 1989 hækkuðu erlendir gjaldmiðlar um ca. 30%, verðbólga um eitthvað svipað, láns- kjaravísitala um rúm 19%, launa- vísitala um 12,7%, byggingavísitala um 26%, framfærsluvísitala um 23%. Það hækkaði allt en launataxt- ar verkafólks minnst. (Vísitölu- hækkanir eru óstaðfestar, en þær eru þá of lágar ef eitthvað er.) Þorsteinn Sch. Thorsteinsson Víkveiji skrifar ótt landsmönnum hafi áreiðan- lega tekizt sæmilega að laga sig að þeirri miklu kjaraskerðingu, sem orðið hefur hér frá miðju ári 1988 er það engu að síður stað- reynd, að afkoma margra er mjög erfið. Þeim mun meiri ástæða er fyrir fólk að kynna sér rækilega verð á vörum í verzlunum en verð- munur er orðinn ótrúlega mikill og nú er ekki lengur hægt að bera fyrir sig nýjar sendingar, annað gengi o.sv. fi-v., sem kaupmenn gerðu gjarnan hér á árum áður. Neytendur geta gengið út frá því, sem vísu, að verð í verzlunum, sem hafa opið á kvöldin og um helgar er áberandi hærra en í öðrum verzlunum. Rök fyrir þeim verðmun eru eðlileg, þar sem þessar verzlan- ir leggja í umtalsverðan kostnað við að hafa opið á þessum tímum og þann kostnað greiða þeir neyt- endur, sem kjósa að kaupa vörur á þeim tíma sólarhrings. En verðmunui1 getur líka verið mikill, þótt um sé að ræða verzlan- ir, sem hafa opið á eðlilegum verzl- unartíma. Þannig hefur Víkveiji séð þrenns konar verð á einum lítra af appelsínusafa .frá Sól hf, í Bónus í Hafnarfirði kostaði þessi lítri 77 krónur, í annarri matvöruverzlun á höfuðborgarsvæðinu kostaði þetta sama magn 99 krónur og í þeirri þriðju 106 krónur. í desember kostaði maltdós með hálfum lítra af malti 73 krónur í Bónus í Hafnarfirði en í byijun jan- úar kostaði sama maltdós frá sama fyrirtæki, þ.e. Ölgerðinni, 86 krónur í annarri matvöruverzlun. Hér eru aðeins nefnd örfá dæmi um verðmun en hann er orðinn svo mikill, að augljóst er að veruleg kjarabót er fólgin í því að kaupa inn, þar sem verð er lægst. xxx Fyrir jólin kom út bók Ásgeirs Jakobssonar um Bíldudals- kónginn, þ.e. um athafnamanninn Pétur J. Thorsteinsson, óskilgetinn son vinnukonu fyrir vestan, sem komið var í fóstur hjá vandalausu fólki, en brauzt áfram með þeim ótrúlega krafti og dugnaði, sem einkenndi brautryðjendur í atvinn- ulífi á íslandi seint á síðustu öld og í byijun þessarar aldar. Asgeir Jakobsson segir þessa sögu vel en þeir kaflar.bókarinnar, sem fjalla um Milljónafélagið svo- nefnda hljóta að vekja sérstaka at- hygli og ekki ólíklegt, að þeir eigi eftir að valda einhveijum deilum. Bókarhöfundur snýst nefnilega hart gegn þeim skýringum, sem Thor Jensen setti fram á tilurð og enda- lokum Milljónafélagsins í sinni ævi- sögu Saga athafnamannanna um alda- mótin er heillandi saga og þau sjón- armið, sem Ásgeir Jakobsson setur fram um Milljónafélagið, upphaf þess og endalok hljóta að kalla á frekari rannsóknir og athuganir á þeim kafla í atvinnusögu okkar en hingað til hafa farið fram. xxx Annars er ánægjulegt að fylgj- ast með því, hve mikill metn aður er í bókaútgáfu hérlendis. Fyrir jóliri kom út bókin Perlur í náttúru íslands hjá Máli og menn- ingu eftir Guðmund Olafsson en fyrir nokkrum árum gaf sama for- lag út aðra bók eftir sama höfund, sem nefnist Fuglar í náttúru Ís- lands. Báðar eru þessar bækur ein- staklega fallegar og myndarlega út gefnar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.