Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1991 AFLEIÐINGAR OVEÐURSINS A NORÐURLANDI Rafmagn að mestu komið á aftur á Norðurlandi: Næm 500 staurar í raflín- um brotnuðu í óveðrínu Með hringtengingu byggðalína tókst að -flytja raforku frá Sigöldu- virkjun austur og norður um til Akur- eyrar og Sauðárkróks, en á sama -tíma var flutt orka frá Brennimel í Hvalfirði vestur og norður um til Vestfjarða og vesturhluta Norður- lands. í frétt RARIK er yikið að umræðu um röskún á þjónustu ýmissa stofn- ana vegna rafmagnsleysis. Tekið er fram, að þrátt fyrir að þungamiðja varaafls raforku verði ætíð hjá raf- orkufyrirtækjunum, hafhverið lögð á Aldrei fyrr jafn margir staurar brotnað í einu áhlaupi. Tjón RARIK að minnsta kosti 50 milljónir króna ALLS er vitað um tæplega 500 staura sem brotnuðu í línum Rafmagn- sveitna ríkisins í veðuráhlaupinu í síðustu viku og um helgina, og hafa ekki áður brotnað jafn margir staurar í einu áhlaupi eða rafmagns- leysi varað í jafn langan tíma. Tjónið er metið á tugi milljóna króna, og miðað við að hver staurastæða kosti að meðaltali yfir 100 þúsund krónur, eins og fram hefur komið hjá Kristjáni Jónssyni rafmagnsveitu- stjóra í Morgunblaðinu, er Ijóst að tjónið á staurum nemur að minnsta kosti 50 milljónum króna. I frétt frá Rafmagnsveitum rikisins er það þakkað hringtengingu byggðalína, að hægt var að sjá stærstu þéttbýlis- kjörnum á Norðurlandi og Vestfirðingum fyrir rafmagni þegar mest mæddi á. Þau svæði sem verst urðu úti í áhlaupinu eru Austur-Húnavatns- sýsla, Skagafjörður, Eyjafjörður og Suður-Þingeyjarsýsla. Starfsmenn RARIK unnu dag og nótt við að gera við brotnar og slitnar línur, segir í frétt RARIK, og voru aðstæð- ur mjög erfiðar. Allir tiltækir starfs- menn frá öðrum rekstrarsvæðum RARIK voru kallaðir til með nauð- synlegt varaefni og búnað. Að auki lögðu björgunarsveitir, vinnuflokkar og einstaklingar mikið af mörkum og þakkar RARIK þeim ómetanlega aðstoð við að koma rafmagni á aftur. í frétt frá RARIK segir að hefðu dreifikerfi Rafmagnsveitnanna verið hönnuð og reist með það að mark- miði að standast slík áhlaup, þá hefði það kostað milljarða króna aukalega og að það hefði komið fram í hærra raforkuverði til notenda, auk' þess sem engan veginn væri öruggt að sterkbyggðari dreifíkerfí stæðust öll áhlaup íslenskrar veðráttu. Flugið að niestii kom- ið í samt lag FLUG er að mestu komið í lag eftir erfiðleikana í síðustu viku. Flestir af þeim sem tepptust um áramótin hafa komist til síns heima. Flugleiðum tókst að fljúga til Vest- fjarða um helgina, nema hvað ekki var hægt að komast til Þingeyrar. Er það eini áætlunarstaðurinn sem ekki hefur verið flogið til frá því fyrir áramót. Um 40 manns biðu í gær eftir flugi til og frá Þingeyri. Flogið var til Patreksfjarðar á laug- ardag en ekki í gær og biðu um 50 manns eftir fari á þeirri flugleið. Flugleiðir voru með nokkum veginn hreint borð á öðrum leiðum, sömu- ' leiðis Amarflug innanlands hf. það áhersla að stofnanir séu hver fyrir sig ábyrg fyrir sínu varaafli. „Þannig er það í verkahring Póst- og símamálastofnunar að sjá um varaafl sem nauðsynlegt er fýrir út- varp, fjarskipti og síma. A sama hátt er það sjúkrahúsa, flugmála- stjórnar, hitaveitna og vatnsveitna að sjá fyrir því varaafli þarf til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þessara aðila í neyðartilvikum," seg- ir þar. Þá segir í tilkynningu RARIK að þrátt fyrir að öryggi orkudreifingar hér sé svipað og á hinum Norðurlönd- unum og um leið með því sem best gerist í heiminum, megi alltaf búast við áföllum í svo harðbýlu landi sem ísland er. „Starfsmenn Rafmagn- sveitnanna leggja sig fram um að stytta þann tíma sem rafmagnslaust er eins og frekast er unnt, en þó er aldrei hægt að koma í veg fyrir að einstaka notendur verði rafmagns- lausir um einhvem tíma. Rafmagn- sveitur ríkisins biðja notendur á Norðurlandi, sem og aðra, að sýna þolinmæði og skilning á þessum málum, jífnframt því sem þeir eru beðnir velvirðingar á umtalsverðum óþægindum." Brotnir rafmagnsstaurar í óveðrinu 2.-5. jan. 1991 Hver depill táknar um 10 brotna staura A Noröurlandi vestra brotnuöu um 250 staurar, en á Noröur- landi eystra um 240 staurar. Heimild: Ralmagnsveilur ríkisins, skv lauslegri talningu 7. jan. 1991 Morgunblaðið/Matthías Jðhannsson Skemmdirá Siglufirði Mikið tjón varð á nokkrum húsum í óveðrinu sem gekk yfir Siglufjörð í síðustu viku. Gert hefur verið við húsin til bráðabirgða en ekki hefur verið hægt að eiga við varanlegar lagfæringar. Myndin var tekin af skemmdum á íbúðarhúsi við Kirkjustíg. Járn fauk af þaki og skella kom í múrhúðun, eins og sést á myndinni. Rafmagnsleysið í Austur-Húnavatnssýslu; Júgiirbólga í kýmar Mesta tjón sem um getur á veitukerfi rafmagns á Norðurlandi vestra Blönduósi. ÞAÐ er ljóst að gífurlegt tjón hefur orðið í óveðrinu sem gengið hef- ur yfir vestanvert Norðurland á undanförnum dögum. Um 250 raflínu- staurar hafa brotnað, u.þ.b 40 mjólkurframleiðendur í Austur-Húna- vatnssýslu með um 770 kýr voru án rafmagns, sumir á fjórða sólar- hring og nokkrir hafa eldki enn fengið rafmagn. Mikil verðmæti hafa farið til spillis á kúabúunum og sums staðar hafa kýrnar fengi júgur- bólgu upp úr þessum vandræðum. Símakerfið í sýslunni var meira og minna úr skorðum og gekk fólki erfiðlega að koma boðum sín á milli. Haukur Ásgeirsson rafyeitustjóri á Blönduósi sagði í samtali við Morg- unblaðið síðdegis í gær að i A-Hún. ætti eftir að gera við raflínuna fram í Laxárdal og að bænum Kambakoti við Skagaströnd. í Skagafirði væri eftir að gera við í Fljótum, Sléttuhlíð og Unadal og Deildardal við Hofsós og væri óvíst hvort viðgerð lyki um kvöldið. Veður versnaði í gær og sagði Haukur að það tefði viðgerða- vinnuna. Haukur vildi koma á framfæri þakklæti til þeirra ijölmörgu sem hefðu lagt rafmagnsveitunum lið á undangengnum sólarhringum. Þar hefði enginn brugðist þegar til hans var leitað og til dæmis nefndi hann að RARIK hefði fengið lánaða um 30 farsíma hjá almenningi og hefði það létt skipulag við viðgerðir veru- lega. Viðgerðarmenn Pósts og síma lagfærðu ljósleiðarastrenginn á Lax- árdalsheiði á laugardag og komst síminn hér í lag rétt fyrir miðnættið á laugardagskvöld. Páll Svavarsson mjólkurbússtjóri Enn rafmagnslaust í Reykjahverfi; Mamma er að þvo frystikistuna - segir ung heimasæta á Rein Húsavík. Á Húsavík eru rafmagnsmálin komin í gott lag og atvinnulífið að komast í samt lag eftir erfiðleikana í síðustu viku. Straumur komast á bæinn klukkan 18 á laugardag en fór aftur af klukkan 22 um kvöldið og kom ekki fyrr en um nónbil á sunnudag. Það hefur haldist síðan. Sjónvarp og báðar útvarpsrásir Ríkisútvarpsins heyr- ast og sjást en Stöð 2 hefur ekki sést. Björgunarsveitin Garðar er enn að störfum og hefur verið frá því á miðvikudagskvöld. I gær var tólf „ manna flokkur að berja ísingu af raflínum sem uppi standa í Reykja- hverfi. Það er mikið og erfitt verk. „Línumennirnir vinnuþjarkar" Ástandið er verra í sveitunum en á Húsavík. Árni Vilhjálmsson, veitustjóri í Suður-Þingeyjarsýslu, segist ekki hafa tölu á þeim staur- um sem brotnað hafa enda sé það ekki einhlítur mælikvarði á ástand- ið. Ámi var staddur í Ljósavatns- skarði þegar fréttaritari ræddi við hann um miðjan dag í gær og fór veðrið þá versnandi. Stærstu svæð- in sem þá voru rafmagnslaus eru Reykjahverfi og bæirnir í út- Hvömmum í Aðaldal. „Við erum nú að reyna að koma straumi á Fosshól og höfum vonir um að flestir bæir verði komnir inn í kvöld, nótt eða á morgun. Nema að hann geri vitlaust veður. Við eigum nú í miklum erfiðleikum með línuna fram Köldukinn og hér í Ljósavatnsskarði þó á henni sé straumur. Það er svo mikil ísing en við erum að reyna að beija af svo ekki verði frekari slit eða staurabrot. En ástandið er ekki gott. Línumennirnir mínir eru mikl- ir vinnuþjarkar og skil ég ekki hvaða þrek þeir hafa til að standa í þessu en þeir virðast ekkert vera að gefa sig,“ sagði Árni. „Spilum og lesum við kerti“ í Reykjahverfi er ástandið verst og í gær átti fréttaritari tal við heimasætuna í Rein, Stellu Stef- ánsdóttur sem er ellefu ára. Hún lýsti ástandinu svo: „Þetta er svo sem allt í lagi. Skólinn átti ekki að byija eftir jólafrí fyrr en á morg- un svo við höfum ekkert misst úr í skólanum. Mér hefur ekkert leiðst. Pabbi er bara meira heima en eins og þú veist er hann alltaf í bygg- ingavinnunni á Húsavík. Við höfum x ágætan hita en mamma verður að sjóða við gas. Svo spilum við svo- lítið og lesum við kertaljós. Mamma er niðri á verkstæði að þvo frystikistuna því það þurfti að losa hana. Það var farið með allt úr henni út í frystihúsið á Húsavík svo það skemmdist ekki. Þeir segja að við fáum rafmagn í fyrsta lagi á morgun og þá sitja þeir fyrir sem hafa kúabú og svo Hveravellir, þeir þurfa að fá ljós í gróðurhús- in,“ sagði Stella. Fréttaritari. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Bensín- olíudælur bensínstöðv- anna á Blönduósi urðu óvirkar fyrst þegar rafmagnið fór af Blönduósi. Þurfti þá að kalla út olíubíla til að dæla á bíla og tæki viðgerðarflokka RARIK, Pósts og síma og björgunarsveitanna. sagði að geysilegur samdráttur hefði orðið í innlagðri mjólk í mjólkursam- lag A-Hún. þessa síðustu daga. Sagði Páll að mikilli mjólk hefði verið hellt niður á nokkrum bæjum þar sem ekki hefði verið hægt að kæla hana. Hann sagði ennfremur að bændur hefðu átt erfítt með að hafa samband til að gera vart við vandræði sín en meiru hefði mátt bjarga ef menn hefðu komið vanda- málum sínum á framfæri. Til dæmis um þetta sagði Páll að einn bóndi hefði fengið til sín mjólkurbíl með vatnsfarm handa kúnum því vatns- laust hefði verið á bænum. Það er ljóst að þar sem rafmagns- leysi varð í A-Hún. voru um 40 mjólkurframleiðendur með um 770 mjólkurkýr og er þetta um 75% kúa- stofnsins í A-Hún. Tjónið sem mjólk- urframleiðendur urðu fyrir er mikið og ekki eru öll kurl komin til grafar því margar kýmar eru nú þegar komnar með júgurbólgu og við þess- ar aðstæður lækkaði nyt kúnna. Óvíst er hve langan tíma það tekur fyrir kýrnar að ná eðlilegri nyt á ný. Jón Sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.