Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 Persaflóadeilan: Avarp George Bush, forseta Bandaríkjanna: Lýðræðinu stendiu* dagvax- andi ógn af Saddam Hussein Reuter Norman Schwarzkopf, yfirmaður herliðs Bandaríkjanna í Saudi- Arabíu, kannar herliðið ásarnt Fahd, konungi landsins á sunnu- dag. Var þetta í fyrsta skiptið sem konungur kynnir sér viðbún- að liðsaflans frá því Pers/aflóadeilan blossaði upp með innrás Ir- aka í Kúveit 2. ágúst. Washington. The Daily Telegraph. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti sagði í útvarpsávarpi er hann flutti á laugardag að Irak- ar yrðu að kalla herlið sitt heim frá Kúveit fyrir 15. janúar. Hundsaði Saddam Hussein, for- seti íraks, þessa kröfu yrðu afleiðingarnar hörmulegar. James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kom í gær til Lundúna en hann hefur meðferðis bréf frá Bush forseta til Saddams sem hann mun af- henda utanríkisráðherra Iraks í Genf á morgun, miðvikudag. Bandarískir embættismenn segja að i bréfinu, sem er ritað á arabísku, sé Saddam forseta tjáð að fari hann ekki að sam- þykktum Sameinuðu þjóðanna verði land hans lagt í rúst. Bush lagði í ávarpi sínu einkum áherslu á afleiðingar þess ef her- sveitum Saddams yrði ekki komið frá Kúveit. Yrði írökum gefinn meiri tími tii að undirbúa átök í Mið-Austurlöndum yrði enn meiri fórna krafist. „Með hverjum degi sem líður færist Saddam Hussein nær því markmiði sínu að þróa efna- og kjamorkuvopn og eld- flaugar sem borið geta slíkan vopnabúnað. Við megum engan tíma missa. Með degi hveijum eykst sú ógn sem lýðræðinu í heiminum stendur af Saddam Á sunnudag var „Dagur hers- ins“ haldinn hátíðlegur í írak og var ræðu Saddams sjónvarpað af því tilefni. Forsetinn skrýddist einkennisfatnaði herforingja og bar svarta húfu á höfði er hann ávarpaði þjóðina en ræðan, sem- var um 30 mínútna löng, ein- kenndist einkum af sögulegum og trúarlegum tilvísunum og her- skáum yfírlýsingum forsetans. Innlimun Kúveit óafturkallanleg Saddam sagði að sú ákvörðun íraka að innlima Kúveit væri óaft- urkailanleg. Irakar gerðu því ekki tilkall til landsins heldur væri það staðreynd að Kúveit væri nú hér- að í Irak. Herafli landsins væri búinn undir að verja landið í sögu- legum bardögum. írakar innlim- uðu Kúveit sex dögum eftir inn- rásina 2. ágúst. Forsetinn sagði það fagnaðar- efni í hugum allra araba að dagur hersins í írak skyldi haldinn há- Husseffi," sagði forsetinn m.a. Bush gaf hins vegar til kynna að Bandaríkjamenn myndu ekki nauðsynlega ráðast á írak strax í næstu viku en þann 15. þessa mánaðar rennur út frestur sá sem Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt írökum til að kalla_ innrásarliðið heim frá Kúveit. Irökum hefði tíðlegur við þessar aðstæður. Daginn bæri upp á sama tr'ma og Palestínumenn á hernámssvæð- unum berðust fyrir sjálfstjórn. „Bardaginn sem háður verður í nafni frelsunar Palestínu verður langur og við vitum að hann mun kosta miklar fómir,“ sagði forset- inn og bætti við að írakar ættu í illdeilum við „ógnarstjómina í Bandaríkjunum" og leppríki henn- ar ísrael og önnur „illmenni" þeim hliðholl. Markmiðið með stríðinu sem vofði yfír væri það að frelsa Palestínu og Golan-hæðirnar og yrði það mikill heiður fyrir hina réttsýnu að berjast gegn hersveit- um trúvillinganna í þessum göf- uga tilgangi. Herafla íraka kvað -forsetinn vera sem tákn um baráttu araba, vonir þeirra og þrár. Her þessi væri, biessunarlega, fær um að mæta óvinum araba hvars sem. hætta gæti skapast. Liðsmenn írakshers væm óbilandi í sann- verið veittur þessi frestur en dag- setningin væri á engan hátt bind- andi fyrir herafla Bandaríkja- manna í Mið-Austurlöndum. Þjóðin búin undir stríð Fréttaskýrendur sögðu ávarp forsetans hafa verið til þess fallið færingu sinni ogmyndu þeir halda baráttunni áfram án tillits til þeirra fórna sem af þeim yrði krafist. í ávarpi yfirmanna hersins til Saddams forseta í tiiefni dags- að búa bandarísku þjóðina undir hugsanlegt stríð við Persaflóa. Samkvæmt skoðanakönnun sem vikuritið Newsweek birti um helg- ina telur helmingur bandarísku þjóðarinnar mjög líklegt að herliði Bandaríkjanna verði beitt til að hrekja íraka frá Kúveit. Rétt tæp- ur helmingur þeirra sem þátt tóku taldi að Bush forseti ætti að hefja hernaðaraðgerðir gegn írökum fljótlega eftir að frestur Samein- uðu þjóðanna rennur út, á þriðju- dag í næstu viku. Sem fyrr sagði kom James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, til Lundúna í gær til viðræðna við starfsbróður sinn, Douglas Hurd. Baker mun einnig eiga viðræður við franska og þýska ráðamenn áður en hann heldur til fundar við Tareq Aziz, utanríkisráðherra fraks, í Genf á morgun, miðvikudag. Fréttaskýr- endur segja að þetta muni að líkindum reynast erfíðasta verk- efni sem Baker hefur tekist á við en hann þykir sérlega lipur og úrræðagóður samningamaður. Bush forseti hefur hins vegar fyr- irskipað honum að fallast á engar tilslakanir í Persaflóadeilunni. Forsetinn sagði á föstudag að til- gangurinn með fundinum í Genf væri sá að gera írökum fullkomn- lega ljóst að krafan um skilyrðis- lausan brottflutning herliðsins frá Kúveit stæði óhögguð. Þetta sjón- ins var að finna svipaðar yfirlýs- ingar. Óvinum íraka yrði veitt ráðning sem seint myndi gleymast og hersveitir Bandaríkjanna yrðu grafnar í sandi Arabíu. armið mun vera ítrekað í bréfi því sem Baker hefur meðferðis frá Bush til Saddam Hussein. Banda- rískir embættismenn sögðu að í því væru valkostir íraka ítrekaðir. Annaðhvort virtu þeir samþykktir Sameinuðu þjóðanna og flyttu innrásarliðið á brott eða land þeirra yrði „lagt í auðn.“ Samningaviðræður útilokaðar Fréttaskýrendur sögðu að þótt Baker hefði í besta falli mjög tak- markað svigrúm í viðræðum sínum við Tareq Aziz væru á al- þjóða vettvangi bundnar miklar vonir við að hann gæti lagt fram einhvers konar áætlun sem duga myndi til að koma í veg fyrir styij- öld í Mið-Austurlöndum. George Bush tók hins vegar fram um helgina að „leýnilegar samninga- viðræður“ við íraka væru ekki á dagskránni og kvað ekki koma til greina að senda Baker á fund Saddams forseta í Bagdad, höfuð- borg íraks. Bandarískir embættis- menn sögðu að Bush vildi ekki að litið yrði svo á að fundurinn í Genf á morgun væri upphaf frek- ari viðræðna milli fulltrúa Banda- ríkjanna og írak. Frekari funda- höld myndu aðeins draga Persa- flóadeiluna á langinn. Baker sagði í sjónvarpsviðtali um helgina að ekki yrði blásið til sóknar gegn írökum flyttu þeir liðsaflann á brott. Richard Che- ney, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, tók í sama streng og sagði það ekki vera markmið Bandaríkjamanna að skaða írösku þjóðina. Irakar hefðu með skipu- legum hætti freistað þess að upp- ræta Kúveit og Bandaríkjamenn ætluðu sér að frelsa landið. Ráða- menn í Bandaríkjunum hefðu hins vegar aldrei lýst yfir því að þeir vildu leggja írak í rúst. ísraelar hóta hefndum David Levy, utanríkisráðherra ísraels, sagði á fundi með frétta- mönnum á sunndag að ummæli Saddams forseta jafngiltu í raun stríðsyfirlýsingu. Levy ítrekaði fyrri ummæli ísraelskra ráða- manna þess efnis að írökum yrði refsað grimmilega réðust þeir á Israel en Irakar hafa lýst yfir því að gerð verði árás á Tel Aviv í ísrael strax á fyrstu stigum hugs- anlegra átaka. Levy sagði ræðu Saddams afdráttarlausa og öfga- fulla. Það væri með öllu ógerlegt að segja til um hvað forsetinn gerði á næstu dögum en á þriðju- dag í næstu viku rennur út frest- ur sá sem Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt írökum til að kalla liðs- aflann heim frá Kúveit. Levy sagði það liggja fyrir að mjög yrði þrýst á ísraela að gefa eftir herteknu svæðin er Persaf- lóadeilan hefði verið leyst hvort sem það gerðist á friðsamlegan hátt eða með hervaldi. Utanríkis- ráðherrann sagði stjórnvöld vera að búa sig undir að sæta þessum þrýstingi á alþjóðavettvangi en rakti ekki nánar í hverju sá undir- búningur fælist. Dagblöð í Israel greindu hins vegar frá því að inn- an utanríkisráðuneytisins væri unnið að því hörðum höndum að móta nýjar áætlanir um kosningar á herteknu svæðunum, sem yrðu undanfari samningaviðræðna um sjálfsstjórn Palestínumanna. Hundruð útlendinga héldu frá Israel um helgina í ljósi vaxandi stríðshættu í Austurlöndum nær. Að minnsta kosti þijú flugfélög hafa fellt niður frekari flug til landsins og þýskum og sænskum ríkisborgurum var um helgina ráðlagt að halda á brott írá ísrael. * A Avarp Saddams forseta á Degi hersins í Irak: Veijum Kúveit og frelsum Palestínu úr höndum Israela Bagdad, Jerúsalem. Reuter. SADDAM Hussein, forseti íraks, sagði í sjónvarpsávarpi á sunnu- dag að her landsins væri búinn undir langa og blóðuga styrjöld til að verja Kúveit. Forsetinn lýsti jafnframt yfir því að stríð í Mið-Austurlöndum yrði háð til að frelsa Palestínu úr höndum ísraela. Utanríkisráðherra ísraels, David Levy, sagði að Saddam forseti hefði með þessum orðum í raun sagt Israelum stríð á hendur. Keuter Saddam Hussein, forseti Iraks, flytur sjónvarpsávarp sitt á sunnu- dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.