Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 25 Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, StyrmirGunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Orkan, umhverfið og fólkið AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Allir segjast geta selt siálfir þegar vel árar ÞÓTT Vinnslustöðin hf. og ísfélag Vestmannaeyja hf. í Vestmannaeyj- um hafi dregið til baka úrsagnir sínar úr Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna (SH) er ekki þar með sagt að óánægjuraddir innan SH séu þagnaðar. Úrsögn Bergs-Hugins hf. í Vestmannaeyjum, sem gerir frystitogarann Vestmanneyna út tók gildi nú um áramótin og Kald- bakur hf. á Grenivík sagði sig úr SH nú um áramótin og tekur úr- sögnin gildi um mánaðamótin september-október í haust. Sumir velta nú vöngum yfir því hvort SH standi hugsanlega á ákveðnum tímamót- um, þar sem huga þurfi að framtíðarskipulagi samtakanna og endur- skoðun þess. Til eru þeir sem vilja ganga svo langt að leggja niður SH og greiða eigendum út sjóðseign sína. Rétt er að geta þess hér í upphafi, að þótt slíkar raddir heyrist frá einstökum félagsmönnum SH er auðheyrt að meirihluti félagsmanna vill viðhalda SH sem sterk- um sölusamtökum. Allar götur frá landnámi hefur hinn ytri veruleiki — eðlislög umhverfisins og náttúrunnar — mótað hag fólksins í landinu, ýmist til góðs eða'ills. Á kuldaskeiðum, þegar meðalhiti lækkaði um nokkrar gráður, svarf illa að landslýðnum, heyfengur brást o g búpeningur féll. Þegar jarð- hræringar og eldgos kórónuðu önnur harðindi, eins og í Skaft- áreldum 1783, féll og mann- fólkið. Talið er að um níu þús- und manns hafi fallið á árun- um 1783-1785, eða tæplega fimmtungur þjóðarinnar á þeirri tíð. Á síðustu áratugum lð. aldar, svo annað dæmi sé nefnt, var veðurfar með fá- dæmum kalt. Talið er að milli tíu og fimmtán þúsund manns hafi flutzt úr landi á þessu tímabili, að langstærstum hluta til Ameríku. Stóraukin almenn og sér- hæfð menntun og þekking þjóðarinnar á tuttugustu öld- inni, samhliða nýrri og mikil- virkri tækni, hafa gjörbreytt högum hennar til hins betra. En þrátt fyrir þá þekkingu og tækni, sem þjóðin ræður yfír á líðandi stundu, er hún ennþá — og verður trúlega um langa framtíð — ríkulega háð eðlis- lögum umhverfisins og náttúr- unnar. Við vorum áþreifanlega minnt á þessa staðreynd í ísingu og óveðri, sem gekk yfir meginhluta landsins, eink- um landið norðan- og vestan- vert, um áramótin og á fyrstu dögum hins nýja árs. Hundruð rafmagnsstaura féllu eins og hráviði og stórir landshlutar voru án rafmagns sólarhring- um saman. Tjón Rafmagns- veitna ríkisins nemur stórum ijárhæðum. Svipuðu máli gegnir um einstaklinga og heimili, bæði til sjávar og sveita, sem urðu fyrir veruleg- um skakkaföllum á eignum og rekstri, auk margs konar ann- arra óþæginda. Á höfuðborgarsvæðinu, sem slapp að mestu við verðraham- inn að þessu sinni, fékk fólk samt sem áður að kenna á vetrarkuldanum, þegar tug- þúsundir íbúa Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Bessastaðahrepps misstu hita af tiíbýlum sínum sl. föstudag vegna bilunar í Reykjahlíðar- æð Hitaveitu Reykjavíkur. Segja má að flestir landsmenn hafi verið rækilega minntir á það síðustu sólarhringa, hve háðir þeir eru orkugjöfum, hitaveitum og rafveitum, ekki aðeins á heimilum sínum, held- ur jafnframt og ekki síður í atvinnulífinu, þar sem lífskjör fólks verða til og hornsteinar efnahagslegs fullveldis þjóðar- innar standa. Það eru því gildar ástæður fil þess að fólk leiðir hugann að því, hver áhrif utankomandi kringumstæður, til dæmis slæmur Suðurlandsskjálfti, geti haft á þá auðlind, sem heitavatnsforði landsins er, sem og á möguleika okkar til að nýta hana. Sama máli gegn- ir raunar um hugsanleg áhrif jarðhræringa og/eða eldgosa á raforkuframleiðslu okkar. Við erum sum sé, þegar grannt er gáð, háð umhverfi okkar og eðlislögum þess, sem forfeður okkar, er hér þreyðu þorrann og góuna í einhæfu bænda- samfélagi frá landnámi fram að 20. öld. Við erum á hinn bóginn mun betur í stakk búin til að mæta áhrifum umhverfisins og eðlis- lögmála þess á hag og líf þjóð- arinnar, bæði sem heildar og einstaklinga, en fyrri kynslóð- ir, vegna þeirrar menntunar, þekkingar og tækni sem nútímamaðurinn hefur yfir að ráða — og vex með ári hveiju. Verkhæfni, vinnuframlag og ósérhlífni línumanna og ann- arra viðgerðarmanna orku- kerfisins síðustu dægur, við hinar erfiðustu starfsaðstæð- ur, er síðan saga út af fyrir sig, sem vert er að vekja sér- staka athygli á og þakka. Spurning er samt sem áður, hvort við leggjum nægjanlega rækt við rannsóknir, t.d. á or- sökum bilana í orkukerfunum, eða rannsóknir tengdar æski- legum viðbrögðum þegar vanda ber að höndum — og fræðslu um það efni. Það þarf að búa svo í framtíðarhaginn, að orkubúskapurinn standi enn betur að vígi til að mæta hugs- anlegum vanda, stórum og smáum, og hafi til þess meira svigrúm og rýmri getu. Við höfum að vísu staðið vel að þessum málum ölium — orku- rannsóknum, orkufram- kvæmdum og orkunýtingu — en hér ér um svo mikilvægan málaflokk að ræða, að seint verður of vel um hnúta búið. Eignarhluti fiskvinnslufyrirtækj- anna tveggja í Vestmannaeyj um sem sögðu sig úr SH en drógu úrsagnir sínar til baka er stór, eða liðlega 11%. Hefðu þessi tvö fyrir- tæki, ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf., ekki dregið úr- sagnir sínar til baka, hefði SH þurft að greiða þeim út eignarhluta sína á næstu 12 árum, um 80 milijónir króna á núvirði. Þegar horft er.til þess að slík endurgreiðsla dreifðist á 12 ára tímabil, er ekki um stór- kostlegar fjárhæðir að ræða, auk þess sem Vestmanneyingarnir munu hafa horft til þess þegar þeir drógu úrsagnir sínar til baka að hér er einungis um bókfært verð eignarhluta þeirra að ræða, sem kunnugir telja að sé mun iægra en raunvirði ‘ eignarhlutans. Sam- kvæmt reglum SH getur úrsagnar- aðili einungis fengið bókfært verð fyrir- sinn eignarhlut. Ekki haldbær rök Aðilar hafa lítið viljað tjá sig um það hverjar voru raunverulegar ástæður úrsagna Vestmannaeyja- fyrirtækjanna. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að meðal þeirra ástæðna sem tilgreindar hafí verið hafí verið óánægja með loðnu- hrognakvóta fyrirtækjanna, óánægja með hlut fyrirtækjanna í síldarfrystingu fyrir Japansmarkað, óánægja með sölu á ufsa- og löngu- hrognum. Þá munu Vestmanney- ingarnir hafa lýst áhyggjum sínum af þróun mála hvað varðar við- skipti við Sovétríkin. Stór hluti karfa og ufsa sem aflað er hér á landi hefur verið seldur þangað og þessar fisktegundir skipta Vest- manneyinga verulegu máli. Auk þess munu Vestmanneyingarnir ekki ánægðir með hversu miklum fjármunum SH ver til styrkja á ýmsum rannsókna- og þróunar- verkefnum. Vestmanneyingarnir hafa einnig sagst vilja sjá verð- hækkanir fyrr en þeir hafí gert; þeir hafa gagnrýnt að aðrir fískút- flytjendur fengju lægri flutnings- gjöld en SH og þeir hafa sagt að dagleg samskipti fyrirtækjanna og SH þyrftu að vera liprari en þau væru. Óhætt er að fullyrða að meiri- hluíi félaga í SH vill viðhalda óbreyttu skipulagi samtakanna og talsmenn þeirra gefa lítið fyrir þau rök sem Vestmanneyingarnir gáfu fyrir úrsögn sinni. „Þessi rök eru einfaldlega ekki haldbær,“ segir SH maður og annar segir: „Þetta var nú hálfgert fljótræði hjá Vestmann- eyingunum. Þeir hlupu í þetta á einni dagstund. Það var búið að funda með þeim rétt fyrir jólin, og þá létu þeir ekkert uppi um að þeir myndu gera þetta á þennan hátt. Þeir voru ekkert búnir að hugsa til enda hvernig þeir ætluðu að standa að þessu svo sem það hvernig þeir ætluðu að haga sölu.“ Þeir sem eru þessarar skoðunar telja að allt aðrar ástæður hafi búið að baki úrsagna Vestmanney- inganna, en þeir hafa látið í veðri vaka. Telja þeir að úrsagnimar megi rekja til þeirrar óskar Vest- manneyinganna að með úrsögn úr SH fengju þeir sjóðseign sína í SH greidda á 12 árum, en gætu samt sem áður haldið viðskiptum sínum við Sölumiðstöðina áfram. Viðmæl- endur mínir telja hins vegar afar ólíklegt að stjórn SH myndi sam- þykkja slíka viðskiptasamninga í kjölfar úrsagnar. Þar með ættu all- ir framleiðendur innan SH þennan sama rétt og þar með væri hægt að taka ákvörðun um að Sölumið- stöðin yrði að selja allar sínar eign- ir, til þess að borga úrsagnaraðilum sjóðseign sína, eða með öðmm orð- um að taka ákvörðun um að leggja SH niður. Telja sig geta náð inn nýju fjármagni með úrsögn Ástæður fyrir úrsögn Kaldbaks á Grenivík, sem á 1,18 % í SH, munu vera miklar fjárkröggur fyrir- tækisins og munu forsvarsmenn þess telja meiri von til þess að ná inn nýju fjármagni í fyrirtækið, með því að að hafa möguleikann á því að bjóða nýjum eignaraðilum að selja framleiðslu fyrirtækisins. Fundur fulltrúa Kaldbaks og for- svarsmanna SH í gærmorgun leiddi ekki til þess að Kaldbakur drægi til baka úrsögn sína, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Úrsögn BÚR og ísbjarnarins umdeild á sínum tíma Riíjað er upp að við sameiningu Bæjarútgerðar Reykjavkur og Is- bjarnarins í Granda hf. í nóvember 1985 sögðu fyrirtækin sig úr SH en samtals áttu þau tæp 10% í SH. Eigendurnir fá fram til ársins 1997 greidda út sjóðseign sína, en Grandi hf. gekk þegar í stað í SH og var sjóðseign hans árið 1989 1,66%. Eftir sameiningu við Hraðfrysti- stöðina í Reykjavík hf. í september sl. jókst eignarhluti Granda í SH í liðlega 4%. Úrsögn BÚR og ísbjarn- arins var mjög umdeild á sínum tíma, einkum vegna þess hversu mikla fjármuni þurfti að endur- greiða eigendunum. Samkvæmt reglum SH var ekki hægt að meina eigendum BÚR þ.e. Reykjavíkur- borg eða eigendum ísbjarnarins um úrsögn, en hart var deilt á þessa ákvörðun eigendanna. Grandi hf. hóf því aðild sína að SH á núlli, en á nú liðlega 4%. Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar lagði fram úrsögn sína á svipuðum tíma, en BÚH átti 3,15% þegar fyrirtækið sagði sig úr SH. Talsmenn SH segja að auðvitað megi alltaf breyta og bæta og það sé alltaf verið að gera, en grundvall- arbreyting á'svo þaulskipulögðu og rótgrónu fyrirkomulagi sem sé hjá SH og hafí að þeirra mati reynst ve) í hálfa öld, komi bókstaflega ekki til greina. Benda þeir á að verulega breytt félagsform gæti gert það að verkum að erfítt yrði að halda óbreyttri gagnkvæinri af- urðasöluskyldu milli félagsins og eigenda þess annars vegar og fé- lagsins og dótturfyrirtækja þess hins vegar. Þessi skylda sé í reynd hornsteinn félagsins og í henni fel- ist helsti styrkur félagsins. Þegar vel árar segja allir: Eg ætla sjálfur Áreiðanlega er mikið til í því sem talsmenn óbreytts skipulags SH segja um hvað það sé sem móti afstöðu félagsmanna til SH. Þeir segja sem svo að þegar vel ári, gott verð fáist fyrir framleiðsluna og auðvelt reynist að selja vöruna á erlendum mörkuðum, hlaupi hver smáframleiðandi upp til handa og fóta og segi: Ég ætla að selja sjálf- ur — ég ætla að útvega sölusam- bönd og markaði sjálfur — ég ætla að fá hærra verð — ég ætla að draga úr tilkostnaði. En þegar harðni á dalnum, fiskverð fari lækk- andi, markaðir þrengist og svo framvegis, vilji sömu aðilar leita skjóls undir öruggum hatti SH og séu raunar hæstánægðir með að áhyggjur af sölu-, markaðs- og dreifingarmálum séu á herðum SH-manna en ekki þeirra eigin. Það sé bæði gömul saga og ný að þegar illa ári, þjappi neyðin mönnum sam- an. Þetta sé ósköp eðlilegt, en hvim- leitt engu að síður. Umræða innan SH um breytt skipulag hefur komið upp á yfír- borðið með reglubundnu millibili. Á síðastliðnu sumri var uppi alvarleg umræða um að breyta SH, sem- er einskonar samlag eða samvinnufé- lag, - í hlutafélag, en ekki náðist meirihluti fyrir slíkri skipulags- breytingu. Á fundi SH í október sl. mælti meirihluti nefndar sem stjórn SH setti á laggirnar til þess að meta stöðu félagsins í nútíð og framtíð með óbreyttu félagsformi. Meirihlutann skipuðu þeir Jón Ingvarsson, Finnbógi Jónsson, Gunnar Ragnars og Jón Páll Hall- dórsson. Eini nefndarmaðurinn sem mælti með því að félagsforminu yrði breytt í hlutafélag var Sigurður Einarsson. Afstaða meirihlutans var staðfest á áðurnefndum fundi og eini maðurinn sem lýsti sig með- mæltan þeim breytingum sem Sig- urður mælti með var Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf. Vilja aukna markaðsvitund Ákveðnir framleiðendur innan SH segjast vilja aukið samband við markaðina. Þeir vilji gjarnan sjá sjálfír um sölu- og markaðsmál síns fyrirtækis og fylgja vörunni eftir, nánast alla leið á disk neytandans. Aðalgagnrýnin á sölusamtökin, hvort sem það er SH, SÍS eða SÍF, virðist vera sú að þau taki frá fyrir- tækjunum markaðstilfinninguna. Benda gagnrýnendur núverandi fyrirkomulags á að nútímaviðskipti eigi sér stað með þeim hætti að framleiðandi reyni að selja sína vöru og oftast með beinum hætti. Það sé ekki mikið um það að fram- leiðendur slái sér saman í samvinnu eða samlög um sölu á sínum afurð- um. Menn í framleiðslu og fyrirtæki vilji einnig vera í markaðs- og sölu- starfseminni, sem sé mjög skiljan- legt, því það sé það sem gefi full- nægingu í starfi að sjá markaðs- setningu sinnar eigin vöru, og sjá um hana sjálfur. íslensk fyrirtæki ekki nógu öflug til að annast sjálf sölu- og markaðsmál Þetta segja SH-menn sem vilja óbreytt fyrirkomulag vera hreinan barnaskap. Hér á landi séu ekki nema tvö fyrirtæki nógu stór og öflug til þess að geta annast sjálf sölu-, markaðs- og' dreifingarmál sín, Útgerðarfélag Akureyringa og Grandi. Þessi fyrirtæki séu þó að- eins smáfyrirtæki á alþjóðlegan mælikvarða, þótt þau séu stór á okkar mælikvarða. Kostnaður fyrir- tækjanna- af því að annast sjálf markaðs- og sölumál sín yrði gríðarlegur og miklum mun meiri en með því að notfæra sér það net sem SH hafi byggt upp með ára- tuga starfi. Valið sem aðrir og minni framleiðendur stæðu frammi fyrir væri að selja í gegnum heild- sala eða að selja sjálfir. SH-menn segja að eitthvað kunni að vera til í því að framleiðendur, sérstaklega úti á landi, telji sig ekki hafa nægilega markaðstilfinn- ingu og finnist þeir vera einangrað- ir frá neytandanum. Þetta sé samt sem áður mikil einföldun, og minni framleiðendur, sem sjái sjálfir um sinn útflutning, geti ekki talist vera í nánu sambandi við neytendur sem slíka. Það sé einhver umboðsskrif- stofa, einhvers staðar úti í heimi, sem aðstoði og vinni þá vinnu sem þurfi að vinna, en ekki framleiðand- inn sem slíkur. Raunar gildi það sama um þessa framleiðslu og nánast hvaða aðra útflutningsvöru sem er, hvar sem er í heiminum. Bílaframleiðandinn sjálfur sjáist ekki inni í bílaumboði við að selja sína framtaiðslu, eða prufukeyra bílinn með hugsanleg- um kaupanda,; Bjórframleiðandinn dreifi ekki sjálfur bjórnum á krárn- ar og smakki á framleiðslu sinni með hinum almenna neytanda, og svona mætti lengi telja. Nútímalegir viðskiptahættir byggist einfaldlega á því að hver og einn gegni sínu hlutverki í ákveð- inni framleiðslu-, markaðs- og *----------------------------------- sölukeðju — allir hlekkirnir séu ómissandi til þess að keðjan rofni ekki — en enginn einstakur hlekkur geti þóst vera öll keðjan. SH-menn segjast hafa lagt sig mikið fram á undanförnum árum til að örva markaðsvitund framleiðenda og telja þessa gagnrýni því ómaklega. Líklega eru nálægt 60 framleið- endur innan SH og í stjórn og vara- stjórn SH sitja 18 menn. Nálega einn af hveijum þremur situr því í stjórn og varastjórn sem fundar mánaðarlega, sem hlýtur að teljast óvenju hátt hlutfall. Þrátt fyrir það gætir ákveðinnar óánægju meðal framleiðenda, einkum úti á landi og nú síðast kom hún upp á yfír- borðið í Vestmannaeyjum, með það sem þeir kalla sambandsleysi við höfuðstöðvar SH í Reykjavík. Kostur samtakamáttarins vanmetinn Staðreyndina segja talsmenn SH vera þá að Sölumiðstöðin sem sam- tök framleiðenda hafi getað dreift kröftum sínum út um mismunandi markaðssvæði og þau hafí getað sýnt hreint ótrúlegan sveigjanleika í því að bregðast við breyttum markaðsaðstæðum, með því að fara á milli markaða þegar sveiflurnar hafa átt sér stað. Þessi stóri kostur samtakamáttarins sé vanmetinn, þegar menn telji sjálfum sér trú um að þeir geti takmarkað sig og þrengt sig svo í framleiðslunni, að nægjanlegt sé að bindast viðskipta- böndum við einn eða tvo kaupendur úti í heimi og að slík viðskipta- sambönd geti haldist í gegnum þykkt og þunnt. Máli sínu til stuðnings nefna þeir þær markaðssveiflur sem átt hafa sér stað á fiskmörkuðum í heimin- um undanfarin ár. Árið 1983 til dæmis voru 53% alls karfa seld til Sovétríkjanna, þriðjungur hafi verið seldur til Bandaríkjanna og örlítið til annarra landa. Sex árum síðar, eða árið 1989, hefur hlutur Sov- étríkjanna fallið niður í 18%, hlutur Bandaríkjanna hefur sömuleiðis fallið, en nýr markaður,. Asía, er orðinn stærsti karfakaupandinn og Evrópa hefur aukið hlut sinn í karfakaupum úr 13% í 37%. Árið 1983 hafí Bandaríkin keypt 58% af ufsanum, en árið 1989 keyptu þau 16,5%, Evrópa keypti hins vegar 30,5% ufsans 1983, en meir en tvöfaldaði ufsakaup sín á þessu sex ára tímabili og keypti 1989 65% ufsans. Sömu sögu segja þeir af grálúðu- útflutningi. 1983 hafí Sovétríkin keypt 52% grálúðunnar, en árið 1989 hafí hlutur Sovétríkjanna í grálúðukaupum verið kominn niður í 8%. Á sama tíma sé kominn nýr markaður fyrir grálúðu, Asía, sem árið 1989 keypti 62% grálúðunnar. Þeir staðhæfa að þessar örfáu tölur sýni svo ekki verði um villst að ekkert fyrirtæki hér á landi sé svo öflugt að það geti, samhliða svona markaðssve.iflum og breyt- ingum, haft þá tilburði uppi að fylgja vörunni inn á mismunandi markaði. Svona starf sé einungis á færi sölusamtaka, _ hvort sem þau heita SH, SÍF eða íslenskar sjávar- afurðir hf. (Sjávarafurðadeild Sam- bandsins sem var). Þar sé saman komin áratuga reynsla og þekking, ásamt hæfum starfsmönnum, sem geri ekkert annað en sinna þessum málum. Þeir sem skoðað hafa þessi mál hvað gleggst og tilheyra þeim>hóp sem vill halda SH saman sem sterk- um sölusamtökum benda á að fisk- verkendur úti um land sem eru í margbreytilegri fískframleiðslu geti átt erfitt rneð að fara út úr samtök- unurn. Það sé einfaldlega óviðráð- anlégt fyrir eitt frystihús, sem framleiði úr síld, loðnu, ufsa, karfa, auk þorsks og ýsu að annast sölu- og markaðsmál. Umfang slíkrar starfsemi sé einfaldlega of mikil fyrir meðalfrystihús. Þessi rök- semdafærsla mun hafa vegið afar þungt, þegar Vestmanneyingarnir drógu úrsagnir sínar til baka nú fyrir helgina. Frændur er frændum verstir BergurHuginn sem gerir Vest- manneyna út hefut' ekki dregið úr- sögn sína til baka þannig að hún tók gildi nú um áramótin. Það var fyrir tveimur árum sem Bergur- Huginn sagði sig úr SH en fyrirtæk- ið frestaði gildistöku úrsagnarinnar i fyrra. Magnús Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Bergs-Hugins sagði í gær að hann hefði sjálfur verið að leita fyrir sér með sölu á Evrópu- markaðinum, en engin niðurstaða væri fengin í því máli. „Frændur er frændum verstir, og því mun Pétur ekki selja fyrir mig,“ sagði Magnús aðspurður um hvort Pétur Björnsson, ísbergi hf. í Hull, myndi selja fyrir hann á Evrópumarkaðn- um. Sömuleiðis sagðist Magnús hafa verið að kanna möguleikana á sölu á Asíuafurðunum hjá innlend- um umboðsaðilum, en hann hefði enga ákvörðun tekið í þeim efnum og gerði væntanlega ekki fyrr en um eða eftir næstu helgi. „Sölumið- stöðin vill jafnframt fá að eiga möguleika á að selja fyrir mig á Japansmarkaði og það getur vel verið að þeir bjóði hæsta verðið,“ sagði Magnús. Sölumiðstöðin fær greidd 2% brúttósölulaun frá framleiðendum, en yfírleitt fá eigendur SH endur- greidd um 0,7%, þannig að raun- veruleg sölulaun eru um 1,3%. Því er ólíklegt að þótt einstakir fram- leiðendur gætu náð hærra verði á stundum, með því að selja beint, kannski 3% til 5% hærra verð, þeg- ar best lætur, að slíkt borgi sig fyrir þá þegar til lengri tíma er lit- ið. SH telur að aðrir bjóði ekki hærri verð en þeir gera, a.m.k. ekki að jafnaði. Margir telja að helsti vaxtar- broddurinn í íslenskri fiskfram- leiðslu í dag sé meðal framleiðend- anna sem kaupa sitt hráefni á fisk- mörkuðunum þremur hér á Reykja- víkursvæðinu og hjá frystitogurun- um. Athygli vekur að stór hluti þeirra framleiðenda og útflytjenda sem kaupa á fiskmörkuðunum standa fyrir utan sölusamtök sjáv- arútvegsins, hvort sem það er SH, SÍS eða SÍF og sömu sögu er að segja um meirihluta frystitogaraút- gerða. Ymsir velta því fyrir sér hver sé ástæða þess að meirihluti frystitog- ara standi fyrir utan sölusamtökin og skýringin sem gefin er er ekki fögur. Því er haldið fram, eins og áður hefur komið fram hér í Morg- unblaðinu, að frystitogararnir fái yfírvigt úti — sem sölusamtökin geti ekki keppt við hér — slík svik séu ekki möguleg. 10% yfirvigtin sé nánast regla, og þannig eigi sér stað stórkostlegt kvótasvindl. Þetta staðfesta útgerðarmenn og fisk- verkendur í samtölum við Morgun- blaðið, en vilja ekki tjá sig um málið. Segja aðeins að hér sé um „geysilega viðkvæmt mál að ræða“. Raunar munu nýjar reglur um vigt- un, sem tóku gildi nú um áramótin, eiga að setja undir þennan leka, en staðhæft er að þetta hafi hingað til vegið þungt í ákvörðun manna að standa utan við sölusamtök. Útflufningur SH á karfa, ufsa og grálúðu ’83 og ’89 Magnhlutfall eftir markaðssvæðum 1983 1989 Sovétríkin 18,4% Bandaríkin 11,5% Bandaríkin Il5% Sovétríkin 18,4% Evrópa 37,6% ■ / Evrópa Sovétríkin 8,8% 2,2% Bandaríkin Evrópa k 27,0% Grálúöa Asía 62,0% Heimild: Gögn Irá SH. 34,5% Stór gígur myndaðist er fimm dufl voru sprengd Á sunnudaginn sprengdu sprengjusérfræðingar Landhelg- isgæslunnar og lögreglan á Djúpavogi fimm tundurdufl sem fundust i fjörunni skammt frá Djúpavogi. Eitt þessara dufla var vikt og myndaðist stór gígur þegar það var sprengt. Tvö dufl fundust í Melrakkaness- fjöru og þtjú í Starmýrafjöru og virka duflið var þar á meðal. Mikið * brim hefur verið á þessum slóðum að undanförnu og þegar fjaraði komu duflin fimm í ljós. Landhelgis- gæslunni var gert viðvart og héldu menn frá þeim austur um helgina. Byrjað var á því að setja dínamít ofan á virka duflið og við þá spreng- ingu klofnaði duflið, en sprakk ekki. Púðrið í duflinu var þurrt og sem nýtt, þrátt fyrir að duflið hafí legið hér við strendur frá stríðslokum. Næst var sett dínamít inn í duflið og við það sprakk það. Við spreng- inguna myndaðist mikill gígur í blautum fjörusandinum. Gígurinn var tíu metrar í þvermál og þriggja metra djúpur. í duflinu voru um 130 kíló af * TNT sprengiefni en það samsvarar um hálfu tonni af dínamíti. Alþýðubandalagið: Birting slít- ur sambandi við ABR Alþýðubandalagsfélagið Birt- ing hefur samþykkt ályktun um að bein samvinna við Alþýðu- bandalagið í Reykjavík þjóni ekki markmiðum Birtingar og því sé henni liætt. Jafnframt áskilur Birting sér allan rétt I framboðs- málum fyrir næstu alþingiskosn- ingar. Á félagsfundi Birtingar á sunnu- dag var ályktun þessa efnis sam- þykkt og því lýst yfir, að ABR valdi engan veginn þeim verkefnum sem félagið hafi talið sig borið til að fást við í nafni Alþýðubandalagsins. Síðasta dæmi um það sé staða for- valsmála hjá ABR þessa dagana. I annari ályktuh um stjórnmála- stöðuna segist Birting ekki hafa að sinni tekið afstöðu til einstakra fram- boðslista, en á hinn bóginn séu líkur á að félagar, eða fólk í tengslum við Birtingu, verði í framboði á fleiri en einum lista. Eru kjósendur hvattir til að veita framboði þeirra séi'staka athygli. Vindlinga- reykur ræsti eldvamakerfíð SLÖKKVILIÐ og lögregla voru kvödd að Kleppsspítala um klukk- ^ an hálfníu á föstudagskvöld þegar brunavarnakerfi sjúkrahússins gaf til kynna að eldur hefði komið upp. Þegar lögregla kom að stóðu um það bil 10 sjúklingar fyrir utan suðurálmu hússins. Þeir voru reykjandi og flestir illa klæddir í kulda og hvössum vindi. í ljós kom . að eldboðin komu frá reykskynj- ari í anddyri suðurálmunnar og var talið víst að vindlingareykur hefði komið þeim af stað. Frá áramótum er sem kunnugt er með öllu bannað að reykja-innan veggja ríkisspítalanna og athugun lögreglunnar leitidi í.Jjós að vegna " kuldans og hvassviðrisins virtist sem margir sjúklinganna veigruðu sér við að fara út til að reykja heldur laum- uðust til að kveikja í bannvarningn- um í anddyrum eða jafnvel í grennd við opna glugga. Þá mun það auka vandræði þarna að á lokuðum deild- um þarf starfsmaður að fylgja sjúkl- ingi þegar farið er út af deildinni til að reykja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.