Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 39 i ( I ( ( Minning: Anna Kristjáns- dóttir, frá Amarkoti Fædd 29. október 1913 Dáin 26. desember 1990 Ánna fæddist að Örlygsstöðum í Helgafellssveit. Foreldrar hennar voru Þóranna Sigurðardóttir og Kristján Guðmundsson, bóndi. Hún var næst yngst sjö systkina en eft- ir lifa tvö, Sigurður sem býr í Borg- arnesi og Unnur sem býr á ísafirði. Þegar Anna er á sjöunda árinu flyst fjölskyldan að Búlandshöfða í Eyr- arsveit þar sem hún elst upp til tvítugsaldurs og þaðan voru hennar kærustu bernskuminningar. Það var fyrir 25 árum að leiðir okkar Önnu bar saman er ég kom að Arnarholti með unnustu minni, Elínborgu Önnu, dóttur hennar. Ég var ungur og lítt reyndur með hálf- um huga eins og gengur. Kvíði minn reyndist ástæðulaus. Anna tók mér með sínu hlýja uppörvandi brosi, sem hún var svo rík af. Um þetta leyti var hún að bregða búi og flytjast búferlum til Reykjavík- ur. Ég fann að hún var sátt við umskiptin, þau voru eðlileg. Hún hafði að mestu lokið því verki sem hún hóf með manni sínum, koma börnum sínum til manns og rækta °g byggja upp jörðina. Anna giftist 16. desember 1937 Guðmundi Guðbjarnasyni, bónda í Arnarholti, ættuðum frá Jafna- skarði í sömu sveit- Þau hófu upp- byggingu jarðarinnar af bjartsýni og ótrúlegum stórhug. En skugga bar á er Guðmundur fórst með Glit- faxa, flugvél Flugfélags íslands hinn 31. janúar 1951. Þá stóð Anna uppi með fjögur börn og það fimmta á leiðinni og hálfkaraðar byggingar. En þeirri kynslóð sem við erum að kveðja var annað betur í blóð borið en uppgjöf. Anna hafði alist upp við fátækt og harða lífsbaráttu þar sem fólkið gat nánast ekki leyft sér annað en að horfa fram á veg- inn, og það gerði hún. Hún hélt áfram því starfi sem þau hjónin höfðu hafið, með dyggum stuðningi vina og vandamanna, og ekki nóg með það heldur tók hún að sér bróð- urdóttur sína og bætti henni í hóp- inn og ól upp sem sín eigin. Þarna sumarið 1965 ér jörðin vel hýst. 'ræktun í góðu lagi og börnin að vaxa úr grasi hvert af öðru, og auk þess jörðin í góðum höndum elsta sonarins og tengdadóttur. Anna hafði ríka tilfinningu fyrir landinu og fegurð þess. Gilti þá einu hvort hún var að fylgjast með fugla- lífinu úti í náttúrunni, búsmala á beit ellegar að klappa kúnum í fjós- inu. Og þá sjaldan hún komst á hestbak hér hjá okkur þá leyndi sér ekki á ásetu og taumhaldi að þar fór kona sem hafði kynnst góðum hestum og kunnað með þá að fara. Þá langar mig að geta þess hversu vel hún náði til yngri kynslóðarinn- ar og hve heimsóknir hennar voru öllum drengjunum okkar mikils virði. Ég vil að lokum þakka fyrir alla þá ástúð og styrk sem Anna veitti mér og minni fjölskyldu og þess athvarfs sem við nutum á hennar heimili á erfiðum stundum í okkar lífi. Að lokum sendi ég aðstandendum öllum innilegar samúðarkveðjur. í Guðs friði. Friðgeir Stefánsson, Laugardalshólum. Langar mig á léttum ljóðvængjum sveima í dýrum dal, eiga þar með álfum unaðsdrauma æsku minnar aftur. (Jóhann Gunnar Sigurðsson) Mig langar að minnast fáeinum orðum tengdamóður minnar, Önnu Kristjánsdóttur, sem lést á annan dag jóla á sjötugasta og áttunda aldursári. Anna fæddist að Örlygsstöðum í Helgaféllssveit 29. október 1913, dóttir hjónanna Þorönnu Sigurðar- dóttur og Kristjáns Guðmundsson- ar. Hún var næstyngst sjö systkina og eru nú tvö þeirra á lífi: Sigurð- ur, fæddur 1902, búsettur í Borgar- nesi og Urinur, fædd 1905, búsett á Isafirði. Hin systkinin voru: Björn, fæddur 1899, drukknaði 1957, Jó- h'ann Gunnar, fæddur 1908, lést 1974, Jósesfína Guðrún, fædd 1911, lést 1936, og Guðbjörg, fædd 1917, lést 1922. Þegar Anna var 6 ára gömul flutti fjölskyldan að Búlandshöfða í Eyrarsveit. Sterkar taugar hafði Anna til átthaga sinna og nefndi Kirkjufell í Grundarfirði ævinlega „fjallið sitt“. Hun fór snemma að vinna fyrir sér, eins og svo margir af hennar kynslóð, og um tvítugt lá leiðin til Borgarness þar sem Sigurður bróðir hennar bjó. Árið 1936 kom Anna sem kaupa- kona að Amarholti í Stafholtstung- um til Guðmundar Guðbjarnasonar bónda þar. Guðmundur hafði keypt jörðina nokkru áður en hann var ættaður frá Jafnaskarði í sömu sveit. I Arnarholti réðust örlög Önnu, því ástir tókust með ungu kaupakonunni frá Snæfellsnesi og borgfirska bóndarium. Þau gengu í hjónaband 16. desember 1937. Þrátt fyrir erilsöm störf hinnar ungu húsfreyju voru árin í Arnar- holti hamingjurík og undi Anna þar vel hag sínum á stóru og mann- mörgu sveitabýli, þar var gest- kvæmt mjög og gott heim að sækja. . í Arnarholti fæddust börnin þeirra fimm, en augu Önnu ljómuðu er hún minntist þeirra daga er börnin voru lítil. Börn Önnu og Guðmund- ar eru: Sævar, fæddur 1938, bóndi í Arnarholti, kvæntur Sólveigu Guð- mundsdóttur húsfreyju; Birgir, fæddur 1949, trésmiður, ókvæntur og býr í Reykjavík; Hulda Björk, fædd 1943, húsmóðir í Reykjavík, gift Sigurði Jónassyni sjómanni; jElínborg Anna, fædd 1946, hús- freyja að Laugardalshólum í Laug- ardal, gift Friðgeiri Stefánssyni bónda; Guðmundur, fæddur 1951, rafmagnstæknifræðingur í Reykja- vík, í sambúð með undirritaðri. Þann 31. janúar 1951, þegar Anna gekk með yngsta barnið, tók Guðmundur sér ferð á hendur til Vestmannaeyja, en kom aldrei til baka úr þeirri ferð. Glitfaxi, flugvél Flugfélags íslands, fórst út af Keil- isnesi og með henni allir sem um borð voru. Þetta var mikið áfall fyrir hina ungu konu. Aðeins 37 ára gömul stendur hún ein uþpi með fjögur ung börn og ber fimmta barnið undir belti. Guðmundur var mörgum harm- dauði. Hann var hárðduglegur, framfarasinnaður bóndi og frammámaður í sinni sveit; fylgdist vel með öllum nýjungum, var bók- hneigður og vel lesinn. En Anna lét ekki bugast. Hun hélt áfram búskap að Arnarholti, réðst í að byggja stórt íbúðarhús, lauk við byggingu útihúsa sem þau Guðmundur höfðu hafið byggingu Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JAKOBÍNA SIGURÐARDÓTTIR frá Snæbjarnarstöðurn, Furugerði 1, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 15.00. Sveinbjörg Kristinsdóttir, Sigurður Guðlaugsson, Guðrún Anna Thorlacius, Halldór Geir Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. janúar kl. 15.00. Elli Guðnadóttir, Gunnar Óskarsson, Guðjóna Guðnadóttir, Þór Pálsson, Marta Guðnadóttir, Skúli Matthíasson, barnabörn og barnabarnabörn. á og jók við ræktun á jörðinni. Með góðri aðstoð ungs bróðursonar síns, Baldurs Björnssonar, sem þá var um tvítugt og hafði dvalið í Arnar- holti hjá Önnu um margra ára skeið; bróður síns, Jóhannes Gunn- ars;. og barna sinna; tókst henni þannig að halda áfram og byggja upp mikinn myndarbúskap í Arnar- holti. Anna stóð fyrir búi í Arnar- holti til vors 1964 er elsti sonurinn, Sævar, tók við búinu og býr þar enn ásamt konu sinn Sólveigu, miklu myndarbúi. Anna fluttist til Reykjavíkur vorið 1965. Ég kynntist Önnu fyrst fyrir að- eins fjórum árum er ég hóf sambúð með yngsta syni hennar, Guð- mundi. Við vorum svo lánsöm að búa í næsta nágrenni við hana um tæplega þriggja ára skeið og þá heimsótti ég hana oft með ungan son minn. Lítill stubbur var léttstíg- ur, þegar við nálguðumst ömrnu- hús, og litlu fósturdóttur minni þótti gott að geta stokkið til ömmu þeg- ar henni datt í hug. Anna var fyrst og fremst í hlut- verki uppalandans sem seint verður metið að verðleikum og aldrei hægt að fullþakka. Hún bar fyret og fremst hag barna sinna og fjöl- skyldna þeirra fyrir bijósti og stórt var móðurhjartað hennar og breiður móðurfaðmurinn því árið 1957 tek- ur hún að sér og elur upp 6 ára gamla bróðurdóttur sína, Kristnýju Björnsdóttur, sem þá hafði misst föður sinn í sjóinn. Móðir Kristnýjar átti við alvarleg veikindi að stríða og gat ekki haft telpuna, en áður hafði hún dvalið hjá Önnu frá tveggja til fjögurra ára aldri. Þó ekkja væri með fimm börn lætur hún sig sanit ekki muna um að bæta við sig einu barni. Kristný, fædd 1951, er verslunarmaður í Reykjavík, gift Kristni Péturssyni vet'slunarmanni. í mínum huga er Anna ein af þessum íslensku hvunndagshetjum sem aldrei eru sæmdar orðum eða titlum; bestu gjafirnar eru bros og kossar barnanna. „Amma þarf ekki gjafir," sagði hún við litlu barna- börnin sín, „ömmu finnst best að fá koss.“ Þetta hlýja og glaðlega viðmót einkenndi Önnu og aldrei vildi hún gera mikið úr veikindum sínum, þó við vissum, að í seinni tíð var hún oft lasin.- Anna hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var gam- an að ræða við hana um lífið og tilveruna, þó ekki værum við alltaf sammála, enda mótaðar af mismun- andi tímum. Ég sakna Önnu sárt og vil þakka fyrir alla hennar hlýju í minn garð og bið henni blessunar Guðs á nýj- um vegum. Öllum ástvinum hennar sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Heim vil ég þangað hinzta sinni ferða minna fara, laugaður rððuls ljósgeislum. Sú er ósk mín ein. (Johann Gunnar Sigurðsson) Sigríður Ólafsdóttir „Hún amma ykkar er dáin.“ Við vissum að hveiju stefndi, því að amma hefur legið mikið veik síðustu vikurnar. En samt er erfitt að sætta sig við þessi orð. Við leitum hugg- unar í minningunum um elsku ömmu sem var okkur alltaf svo ljúf og góð. Við þökkum ömrnu okkar fyrir þann tíma sem áttum við með henni. Allt það sem hún kenndi okkur og tók þátt í með okkur. Okkur auðnaðist aldrei að kynn- ast afa okkar sem lést árið 1951. En gott er að vita að þau eru nú aftur saman. Við vitum þrátt fyrir söknuð okkar að nú líður ömmu vel. Og að vel hefur verið tekið á móti henni. Amma var mikill föðurlandsvinur og náttúruunnandi. Og kveðjum við hana í hinsta sinn með þessum fal- legu ljóðlínum Hannesar Pétursson- ar. „Ferð þín er hafin, íjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Barnabörn og barnabarna- börn. t Útför konu minnar, móður, ömmu og langömmu, OLGU HELENU ÁSGEIRSDÓTTUR, Karlagötu 3, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Hjarta- vernd eða Krabbameinsfélagið. Hans Jakobsson, Helga Kristjánsdóttir, Olga Helena Kristinsdóttir, Ólafur Aðalsteinsson, Steinunn Kristinsdóttir, Árni Jónsson og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, fósturmóöir, amma og langamma, LAUFEY TRYGGVADÓTTIR Bugðulæk 18, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 10. janúar kl. 15.00. Þorsteinn Jóhannesson, Tryggvi Þorsteinsson, Þuríður Þorsteinsdóttir, Jóhannes Þorsteinsson, Jónína Þorsteinsdóttir, Haukur Þorsteinsson, Sigurlina Helgadóttir, Elín Jónsdóttir, bræður, barnabörn Hjördis Björnsdóttir, Barði Friðriksson, Sjöfn Magnúsdóttir, Guðmundur Finnbjörnsson, Guðrún Blöndal, Steinar Jakobsson, og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför AGNESAR INGVARSDÓTTUR, Sólvallagötu 46d, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna blóðskilunardeildar og deildar 11-E Landspítalans. Jan Rooyackers, Ingvar Guðfinnsson, systkini og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.