Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 v hefst mánudaginn 14. janúar. Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir konur á öllum aldri. Byrjenda- og framhaldstímar. Kennsla fer fram í íþróttahúsi Melaskóla. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 13022 um helgar og virka daga í sama síma eftir kl. 16. Minning-: -auí ásfcríftarröð- TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói fimmtudaginn 10. janúar kl. 20.00 og laugardaginn 12. janúar kl. 16.30. Efnisskrá: Sinfónfa nr. 36 (Linz) Messa í c-moll Einsöngvarar og kór: Gunnar Guðbjörnsson Sigrún Hjálmtýsdóttir Sólrún Bragadóttir Viöar Gunnarsson og söngsveitin Fílharmónía Hljómsveitarstjóri: Owain Arwel Hughes Kórstjóri: Úlrik Ólason Sinfóníuhljómsveit Islands Háskólabíói v/Hagatorg. Sími 622255 ~ á (slandi er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar =~= íslnnds starfsárið 1990 - 1991 Ingólfur J. Stefáns- son múrarameistari Fæddur 17. desember 1902 Dáinn 2. janúar 1991 I dag fer fram hjá Hafnarfjarðar- kirkju útför föðurbróður míns, Ing- ólfs Jóns Stefánssonar, múrara- meistara, sem lést á Sólvangi 2. jan- úar, 88 ára að aldri. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu góður sonur 7Hafnarfjarðar, sem í meira en hálfa ' öld af fádæma dugnaði, skyldurækni og vandvirkni þjónaði með störfum við múrverk fjöimörgum samborgur- um sínum og bæjarfélagi. Öll hans þjónusta var unnin í anda þeirrar gullvægu lífsreglu að gera fyrst og fremst kröfur til sjálfs síns. Það þekktu þeir vel, sem nutu hans eftir- sóttu starfskrafta og miklu mann- kosta. Hann fæddist 17. desember 1902 í svonefndu Stefánshúsi að Suður- götu 25, sem faðir hans hafði byggt 1889 og að mestu leyti einn. Það er nú næst elsta íbúðarhúsið í Hafnar- firði. Þar átti Ingólfur heima nær alla ævi eða þar til hann fyrir rúmu ári fluttist á Sólvang, en þá gat hann ekki lengur verið einn í gamla og góða húsinu, sem svo lengi hafði átt hug hans allan. Foreldrar Ingólfs voru hjónin Sól- veig Gunnlaugsdóttir og Stefán Sig- urðsson, trésmiður. Var hann yngst- ur átta barna þeirra. Öll eru þau nú látin. Systkini Ingólfs voru eftirtalin, hér talin upp í réttri aldursröð: Sig- urður Jóel, sem lærði trésmíði, lést 1914, aðeins 27 ára; Ásgeir, lengi forstjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarð- ar; d. 1965; tvíburasystkinin Ingi- björg, d. 1961, og Gunnlaugur, kaup- maður, d. 1985, Friðfinnur, múrara- meistari og bóndi, d. 1967; Valgerð- ur Þorbjörg, sem dó 1900 á þriðja aldursári; og Tryggvi, trésmíða- meistari, d. 1980. Stefán, faðir Ingólfs, fæddist í Saurbæ í Vatnsdal. Foreldrar hans voru hjónin Þorgerður Jóelsdóttir og Sigurður Gunnarsson. Á barnsaldri missti Stefán föður sinn og var þá tekinn í fóstur hjá Ásgeiri Einars- syni, þingmanni og stórbónda að Þingeyrum í Húnavatnssýslu. Stefán var dugnaðarmaður með afbrigðum og vakti athygli útsjónarsemi hans í öllum störfum. Haft er eftir samt- íðarmönnum hans um vinnuáhuga og afköst Stefáns, að slíkt hafi vart þekkst á þeim tíma. Sólveig, móðir Ingólfs, fæddist í Reykjavík. Hennar foreldrar voru hjónin Valgerður Hildibrandsdóttir frá Ási við Hafnar- fjörð og Gunnlaugur Jónsson, sem lengi var sjómaður á Álftanesi. Sól- veig var mikilhæf húsmóðir, ljúf og ástúðleg. Hún var alnafna ömmu sinnar í föðurætt, sem var systir Bjöms Gunnlaugssonar, yfirkennara við Lærða skólann í Reykjavík, og meðal annars þjóðkunnur fyrir hið mikla kvæði Njólu og stærðfræði- gáfur sínar. Ingólfur var á fjórða ári er faðir hans féll frá. Var það mikið áfall fyrir ömmu mína sem þá stóð ein með börnin sjö á aldrinum 4-19 ára og auk þess blinda móður sína, sem var á heimilinu. En með miklum dugnaði, ráðdeild og samheldni systkinanna tókst henni með dyggri aðstoð þeirra að sigrast á erfiðleikum strangrar lífsbaráttu þeirra tíma, þegar engin lögboðin samhjálp þekktist. Ingólfur byrjaði að starfa við múr- verk 1926, sem hann lærði hjá Frið- finni, bróður sínum. Var St. Jósefss- pítalinn ein fyrsta byggingin, _sem Ingólfur vann við að koma upp. Áður hafði hann um fjögurra ára skeið unnið í bakaríi. Fyrst í brauðgerðar- húsi, sem faðir minn rak, en síðan hjá Garðari Flygenring, bakara. Yfir 50 ár eða til 1977 starfaði Ingólfur við múrverk. Er það aðdáun- arvert hversu lengi hann lagði það á sig og hafði þrek til að vinna við svo erfitt starf, því að fá störf munu líkamlega vera meira slítandi og kre- fjandi en múr- og steypuvinna, og þá einkum hér áður fyrr, þegar nær eingöngu var treyst á handaflið. Enginn var svikinn af verkum hans. Hann var allt í senn: Afkastamikill, kappsamur, ósérhlífinn og einstak- lega vandvirkur. Og oft gaf hann eftir af eðlilegri þóknun fyrir vel unnin störf. Hann naut þess að gleðja aðra eða eins og einn af þeim, sem hann vann fyrir, sagði nýlega: „Ing- ólfur var einstakur öðlingur.“ Þau eru mörg húsin, sem geyma vönduð handbrögð Ingólfs og bræðra hans, en þeir stóðu oft saman að ýmsum stórframkvæmdum í Hafnar- firði og víðar. Af opinberum bygging- um, sem þeir reistu, má t.d. nefna St. Jósefsspítalann, Lækjarskólann, Flensborgarskólann, fyrstu Verka- mannabústaðina í Hafnarfirði, við Selvogsgötu, Ráðhúsið og Sólvang. Ingólfur var ógiftur alla ævi. Hann var mjög heimakær og hlúði ætíð mjög vel að heimilinu og móður sinni, en hún lést 1952 á 50 ára afmælis- degi hans. Og systur sinni var hann hinn besti bróðir. Hún bjó alltaf í Stefánshúsi og var einstök stoð og stytta móður sinni og bræðrum. — Tvisvar sinnúm í kringum 1950 fór Ingólfur til útlanda með frænda sínum, Árna Friðfinnssyni, sem vann hjá honum í fjögur sumur. Naut Ing- ólfur ríkulega þessara ferða. Alltaf var ánægjulegt að heim- sækja Ingólf og eiga við hann spjall á kyrrlátum kvöldstundum í litlu, hlýlegu stofunni hans. Hann sagði vel frá, var oft gamansamur og gat verið manna skemmtilegastur. Hann átti lengi gott safn af hljómplötum og hafði ánægju af góðri tónlist. Geymi ég margar góðar stundir, sérstaklega frá unglingsárunum, sem tengjast plötunum hans. — Og aldrei gleymi ég kvöldstundunum í kvistherberginu með Sólveigu ömmu, Imbu frænku og Ingólfi, þegar ég AFSL. IVETRARÚTSALA RODIER HEFST ÞRIÐJUDAGINN 8. JAN. OG BÝÐUR KVEN- FATNAÐ MEÐ 30 - 50 <% AFSLÆTTI. KJÖRIÐ TÆKI- FÆRI FYRIR NÚTÍMA- KONUR SÉM GERA KRÖF- UR. VERIÐ VELKOMIN OG GLEÐILEGT ÁR. ■ rodier KRINGLUNNI 4 SÍMI 678055 kom þangað með fréttir úr bæjarlíf- inu og þáði góðgerðir, sem Imba frænka var alltaf tilbúin með. Það var mér alltaf mikil tilhlökkun að njóta samverunnar með þeim. Og á mínum námsárum átti ég síðan eftir að eiga athvarf í herberg- inu hans Ingólfs til lesturs námsbóka fyrir stúdents- og háskólaþróf. Fann ég þá svo vel, að góði andinn þar innan veggja létti af mér kvíða og erfiði, sem fylgir ströngum próf- lestri. Þær stundir fékk ég aldrei fullþakkaðar. Ingólfur var reglusamur í lífshátt- um, mikið snyrtimenni og bindindis- maður alla ævi. Hann var hógvær og hljóðlatur, tranaði sér aldrei fram, en lét verkin tala. Þá var hann sérs- taklega barngóður og gjafmildur. Okkur systkinunum sýndi hann ætíð mikinn hlýleika og velvild. Þar sem Stefán bróðir minn mun ekki vegna fjarveru erlendis geta verið viðstaddur útför frænda síns, vill hann taka undir þær kveðjur og þakkir, sem hér eru fluttar, en Ingólf- ur var ætíð bróður mínum og hans fjölskyldu afar góður og trygglynd- ur. Og systur okkar var hann ein- staklega ræktarsamur, gladdi hana oft með gjöfum og hlýju viðmóti. Þegar ég heimsótti hann nú á aðfangadag var ljóst, að brátt kynnu dagar hans hér að vera taldir. Mér þótti því vænt um að hafa þá fengið síðasta tækifærið til að þakka honum allan hlýhug, sem hann fyrr og síðar hafði sýnt mér og mínum systkinum. Hann kvaddi mig með brosi. Minn kæri föðurbróðir er kvaddur í fullvissu um, að honum sé nú vel fagnað í nýjum heimkynnum og að nafn hans sé geymt í lífsins bók fyr- ir einstaka trúmennsku og aðrar kristilegar dyggðir. Guð blessi minningu hans. Árni Gunnlaugsson í dag verður jarðsettur frá Hafnar- fjarðarkirkju föðurbróðir minn, Ing- ólfur Jón Stefánsson, múrarameist- ari. Hann bjó alla ævi sína, nema síðasta árið, í húsinu að Suðurgötu 25 í Hafnarfirði, sem faðir hans byggði árið 1889, og var fram eftir árum kallað Stefánshús. Foreldrar hans voru hjónin, Stefán Sigurðsson, trésmiður, og kona hans Sólveig Gunnlaugsdóttir. Stefán var fæddur að Saurbæ í Vatnsdal. Faðir hans, Sigurður Gunnarsson, svo og tengdafaðir hins síðarnefnda, Jóel Jóelsson, f. 1798, voru báðir bændur í Saurbæ. Bróðir Stefáns var Sigurð- ur, faðir Kristínar, móður þeirra systra Kristínar, auglýsingateiknara, og Salome, alþingiskonu. Sigurður Gunnarsson drukknaði frá börnum sínum mjög ungum, af hákarlaskipi, sem gert var út af Ásgeiri Einars- syni, bónda og alþingismanni á Þing- eyrum í Húnavatnssýslu. Tók Ásgeir Stefán I fóstur og dvaldi hann á Þing- eyrum, þar til hann hafði slitið barns- skónum, flutti suður og lærði til trésmíði og varð snikkari, eins og trésmiðurinn var kallaður í þá daga. Þegar næstelsti sonur Stefáns var skírður, var honum gefið nafnið Ás- geir, í höfuðið á Ásgeiri á Þingeyr- um. — Sólveig Gunnlaugsdóttir, móð- ir Ingólfs, var fædd í Reykjavík, en foreldrar hennar bjuggu í Sviðholti og Gerðakoti á Álftanesi. Þeirra for-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.