Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKEPTI/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 ' 29 Bretland Asil Nadir ákærður St. Andrews, frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ASIL Nadir, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Polly Pecks, sem er í höndum fjárhaldsmanna, hefur verið formlega ákærður fyrir þjófnað. Asil Nadir var handtekinn stuttu fyrir jól þegar hann sneri heim frá Tyrklandi, þar sem hann hefur selt mörg af fyrirtækjum sínum til að greiða eigin skuldir vegna falls Polly Pecks. Var hann yfirheyrður ásamt tveimur öðrum starfsmönnum fyrir- tækisins. Asil Nadir var fonniega ákærður fyrir þjófnað á 25 milljónum sterlingspunda eða 2,5 milljörðum ÍSK. Honum var sleppt gegn trygg- ingu upp á 350 milljónir ÍSK, en varð að láta breskt vegabréf sitt af hendi. Verð á hlutabréfum í Polly Peck hrapaði 21. september sl., þegar fréttist, að rannsóknarlögreglan gerði húsleit hjá fyrirtækinu South Audley Management, sem er í eigu Nadirs og átti hlutabréf í Polly Peck. í lok október tóku fjárhaldsmenn við fyrirtækinu, en_ skuldir þess námu 130 milljörðum ÍSK, þegar verðhrun- ið átti sé stað. Þetta er mesta verð- hrun í sögu breska hlutabréfamark- aðarins. Svíþjóð Wallenberg-veldið íhættu Fyrirtækið Saab-Scania hefur tapað verulega á bílasmíðinni og væntan- leg aðild landsins að EB er ógnun við fyrirtæki fjölskyldunnar ÞETTA eru erfiðir tímar fyrir fremsta iðnjöfur Svíþjóðar, Peter Wallenberg. Saab-Scania fyrirtækið hans, sem meðal annars smíðar bíla, vörubíla og flugvélar, hefur að undanförnu tapað verulega á bilasmíðinni. Og nú eru sænsk yfirvöld að færast undan fyrirhuguð- um kaupum á 110 Gripen orustuþotum frá Saab, en smíði þeirra er þegar komin tvö ár eftir áætlun og um 80 milljörðum íslenzkra króna umfram áætlun. En Wallenberg á við fleiri vanda- mál að glíma en erfiðleika Saab. Hann og ijölskylda hans stjórna fyrirtækjum sem velta um þriðjungi heildarveltunnar í Svíþjóð, sem alls nemur nærri 9.100 milljörðum króna. Auk Saab er hér meðal ann- ars um að ræða fjarskiptafyrirtæk- ið L.M. Ericsson, heimilistækja- framleiðandann Electrolux og raf- orkurisann ABB. Nú eiga Svíar við mikla efnahagsörðugleika að stríða, og hefur ríkisstjórn Ingvars Carl- sons ákveðið, með samþykki þings- ins, að sækja utn aðild að Evrópu- bandalaginu. Sú aðild á eftir að ógna yfírráðum Wallenbergs yfir öllum þessum fyritiækjum Til þessa hafa takmarkanir á erlendum fjárfestingum í Svíþjóð verndað Wallenberg-ættina. En samkvæmt reglum EB verða þessar takmarkanir felldar úr gildi, og gæti það orðið strax í apríl n.k. „Ég get ekki ímyndað mér að við verðum undanþegnir þessum reglum EB,“ segir Eric Belfrage, helzti fjármála- ráðgjafí Wallenberg-ættarinnar. Auk þess er hætt við að forréttindi setn fylgja hlutabréfum Wallen- berg-ættarinnar og hafa gert henni kleift að ráða yfir fyrirtækjum sem metin eru á rúmlega 3 þúsund millj- arða króna með aðeins 275 millj- arða króna hlutafjáreign, verði af- numin. Misheppnuð kaup Ráðgjafar fjöiskyldunnar segja að Wallenberg sé alls ekki af baki dottinn, og að hann ætli að beijast af hörku fyrir að halda veldi sínu. Þeir segja að til að afla fjár sé hann að hugsa um að selja 15% hlut sinn í lyfjagerðinni Astra. Einn- ig er hugsanlegt að hann selji hlut sinn í norræna flugfélaginu SAS, en hann og félagar hans eiga stærsta hlut allra einstaklinga í félaginu. Nú hafa hlutabréf lækkað um 40% á sænskum verðbréfamörk- uðum frá því í júlí í sumar, og má þá gera ráð fyrir að erlendir aðilar sýni fljótlega áhuga á kaupum. En Wallenberg virðist hafa gert skyssu nýlega þegar hann ætlaði að komast hjá því auðmaðurinn Sven-Olof Johanson kæmist til áhrifa hjá Saab-Scania. Keypti Wallenberg í fyrrasumar 22% hiut Johanssons í Saab-Scania fyrir um 38,5 milljarða króna í reiðufé, og var það um 12 milljörðum króna meira en bréfín voru þá skráð á í kauphöllum. Wallenberg, sem átti fyrir 36% hlut í Saab- Scania, ætl- aði að endurselja þessi bréf hag- stæðari hluthöfum. En vegna erfíð- leika hjá Saab situr hann nú uppi með bréfin sem aðeins eru virt á þriðjung þess sem hann greiddi fyr- ir þau. Wallenberg vill að fyrirtæki hans greiði sjálf fram úr eigin erfíðleik- um. En breyttar aðstæður í Evrópu geta neytt hann til að leita út fyrir Svíþjóð til að leysa mikla fjár- magnskreppu fyrirtækjanna. í fyrra seldi Saab-Scania General Motors Corp. í Bandaríkjunum helmings- eign í Saab bíladeildinni. Og jafnvel L.M. Ericsson, sem rekið er með hagnaði, gæti þurft að leita eftir eríendum samstarfsaðilum í harðn- andi samkeppni á fjarskiptamark- aðinum. Það er Ijóst að hvernig sem Wallenberg ætlar sér að leysa fram úr erfiðleikunum verður leiðin tor- fær. Heimild: Business Week. Fyrirtæki Námskeið ímeðferð Danfoss stjórntækja HÉÐINN hf. hefur að undan- förnu haldið námskeið í meðferð Danfoss stjórntækja fyrir ofn- hitakerfi, snjóbræðslur og fleira. Námskeiðin hafa verið haldin í samvinnu við menningar- og fræðslunefnd Meistarafélags pípulagningarmanna og Sveina- félag pípulagningarmanna á Reykjavíkursvæðinu. Fyrirlesarar á námskeiðunum Fjármál Athugasemd vegna fjárfest- ingarlánasjóða MORGUNBLAÐINÉ hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Má Elíassyni framkvæmdastjóra Fiskveiðisjóðs vegna fréttar um frumvarp, sem birtist í viðskipta- blaði Morgunblaðsins sl. fimmtu- dag. „Það sem þar er haft eftir mér er að hluta byggt á nokkrum mis- skilningi auk þess sem ég óskaði eftir því, að ekkert yrði eftir mér haft, þar sem fmmvarpsdrög þessi væru í athugun hjá stjórn Fisk- veiðasjóða að beiðni Viðskiptaráðu- neytisins. Að ég telji hlutafélagaformið sem slíkt megingallað, eins og fram kerpur í fréttinni er misskilningur. Það sem fylgir þar á eftir í viðtalinu er hins vegar rétt. Mér leyfist e.t.v. að ítreka, að ég er eindregið þeirrar skoðunar, að aðdragandi eða aðlögunartími að gjörbreyttu rekstursformi, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, sé alltof skammur og geti reynzt þeim fjárfestingarlánasjóðum, sem um ræðir þungbær kvöð, ef lögfest ! verður." hafa verið sérþjálfaðir sölumenn frá Héðni hf*. Inga Dís Geirsdóttir hjá Héðni sagði að námskeiðin væru haldin að beiðni pípulagningar- manna sem hefðu sóst eftir þeim til að kynnast nýjungum á þessu sviði. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að kynna nýjungar í tækni og tækjum frá Danfoss og nýja íslenska bæklinga sem Héðinn hf. hefur tekið saman í vinnumöppu. A námskeiðunum hefur líka verið lögð mikil áhersla á rétta notkun á tækj- um og rétt val þeirra eftir aðstæð- um. Skráning á næstu námskeið fer fram á Mælistofu pípulagningar- manna. Þá er á döfínni að halda svipuð. námskeið fyrir aðila í sölu- störfum. Eins eru fyrirhuguð nám- skeið fyrir hópa frá verkfræðistof- um um notkun á fjargæslutækjum og stýrikerfum frá Danfoss. FINANCIAL TTMES samdægurs á íslandi. í dag aukablað um 500 stærstu fyrirtæki Evrópu. Fylgist með. Söiustaðir: Hótelverslanir, Eymundsson, Penninn, Borg, Matvörumiðstöðin Laugalæk. FINANCIAL TIMES Vertu Viðbúinn Vetrinum með Varaaflgjafa frá American Power Conversion Rafhlöður fyrir tölvur á aðeins 58.764 kr. án vsk. 600 LS varaaflgjafinn getur haldið í gangi 3 x IBM PS/2-30 með 20 MB hörðum disk og VGA litaskjá í 10 mínútur eftir að rafmagnið er farið. Erum með varaaflgjafa fyrir litlar tölvur til stórra tölvukerfa. Komum og metum varaaflþörf fyrirtækja. ÁRMÚLA 38 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91-678070 • FAX 91-678701

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.