Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1991 23 Reuter Serrano kjörinn forseti Gvatemala Samkvæmt tölum sem birtar voru í Gvatemalaborg þegar 75% at- kvæðanna í seinni umferð forsetakosninganna höfðu verið talin hafði íhaldsmaðurinn Jorge Serrano, sem er heittrúaður mótmælandi, yfir- burðastöðu, eða 68,3% atkvæðanna á móti 31,7% fylgi keppinautar- ins, blaðaútgefandans Jorge Carpio, sem er rómversk-kaþólskur. Myndin sýnir Serrano fagna sigri ásamt stuðningsmönnum sínum. Kjörsókn var mjög dræm. Aðeins um 30% þeirra 3,2 milljóna sem voru á kjörskrá, neyttu kosningaréttar síns. 29 farast í óveðri á Bretlandseyj um St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. 29 manns létust í óveðri, sem gekk yfir írland og Bretland sl. laugardag og aðfaranótt sunnu- dags. Veðrið var að mestu geng- ið niður í gær. Sl. laugardag gekk mikið hvass- viðri yfir Irland, Wales, alla vestur- strönd Englands og Suður Skot- land. 29 manns fórust af völdum veðursins. Mestur varð mannskaðinn á ír- landi. í Portsmuna létust^ manns í langferðabíl, þegar tré féll ofan á hann. í Limerick lést maður vegna rafstraums, sem hann fékk úr raflínum, sem lágu slitnar á jörð- inni eftir veðurofsann. í Galway létust 2 menn, þegar steinveggur féll undan veðrinu ofan á bíl, sem þeir sváfu í. Allir þessir bæir eru í vesturhluta íriands. Einn lést í Ballybrack, setn er í austurhluta írlands, og einn lést á Norður-írlandi. 4 sjómenn drukknuðu þegar olíu- skipið Kimya, skráð á Möltu, sökk í Caemarfon-flóa um 20 km undan norðvesturströnd Wales. 6 manna er saknað af skipinu. Tveir björguð- ust. Eins úr áhöfn breska togarans The Greenland er saknað, eftir að stórsjór svipti burt stýrishúsinu. í Skotlandi er eins manns saknað eftir að hann fór að vitja um björg- unarbáta í höfninni í Girvan á vest- urströnd Skotlands. Ungur drengur lést í Suður-Wales, þar sem hann var að leik nálægt heimili sínu, þegar múrsteinahlaði féll ofan á hann. Eins manns er saknað í Man- chester, eftir að hann fauk í bíl sínum út í skipaskurð. Hjón frá London, sem vom á göngu á einni bryggjunni í Brighton á suðurströnd Englands, tók út, þegar mikil alda reið yfir. Þau eru talin af. í gær voru miklar truflanir á samgöngum í suður- og miðhluta Skotlands vegna mikillar snjókomu. Veðurfræðingar búast við rysjóttu veðri næstu vikuna að minnsta kosti. Sálfræöistöðin Námskeið Sjálfsþekking - Sjálfsöryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og Skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Innritun og nánari upplýsingar VISA ® í símum Sáltræðistððvarinnar: SH hii 62 30 75 og 21110 kl. 11-12. EUHOCARD j NÝTT 0G GLÆSILEGT ÆFINGASVÆÐI JÚDÓDEILD JUDO NÝ BYRJENDANÁMSKEIÐ ERU AÐ HEFJAST álfari er Michal Vachun fyrrverandi þjálfari tékkneska landsliðsins.- “7 Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 16—22 isima 627295 Vika á Flórída fyrir * 29.800,- kr. - Sólargeisli ískammdeginu - Ótrúlegt en satt! Úrval-Útsýn býður örfá útsölu- sæti til Orlandó í Flórída á völdum brottförum nú í janúar og febrúar. Hafðu samband strax! VERÐDÆMI: *1. Tveir fullorðnir og tvö börn (undir 12 ára) sam- an í herbergi á Hótel Econolodge í Orlando í eina viku. Samtals 119.200,- kr. eða 29.800,- kr. á mann að jafnaði. 2. Tveir fullorðnir á Hótel Econolodge í eina viku. Samtals 79.800,- kr. eða 39.900,- kr. á mann. Flugvallarskattur er ekki innifalinn í verðdæmunum. Takmarkað sætaframboð URVAIUTSYN Pósthússtræti 13 Álíabakka 16 sími 26900 sími 603060

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.