Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 11 Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari. Áshildur Haraldsdóttir flautu- leikari. Flautuleikur Áshildur Haraldsdóttir, flautu- leikari, og Helga Biyndís Magnús- dóttir, píanóleikari, komu fram á fjórðu tónleikum Tónlistarfélagsins, sem haldnir voru í Islensku óper- unni sl. laugardag. Á efnisskránni voru verk eftir Hindemith, Bozza, Martin, C.P.E. Bach og Reinecke. Fyrsta verkið var flautusónatan eftir Hindemith, sem Áshildur og Helga léku mjög vel, samstilltar í hraða og mótun blæbrigða en hvað stíl snertir þá var útfærsla Áshildar of „frönsk“, létt og leikandi, til að tónmál Hindemiths nyti sín til fulls. Image fyrir einleiksflautu var hins vegar frábærlega útfært og „í stíl“. Sama má segja um Ballöðu eftir Frank Martin, þar var leikur Áshild- ar og Helgu frábærlega vel útfærð- ur. Einleikssónatan eftir C.P.E. Bach var eins og Hindemith-sónat- an mjög vel flutt en þar vann leik- tækni Ashildar gegn stíl höfundar, svo að „Sturm und Drang“-hug- myndin breyttist í fagurlitaðan og undur léttan fíðrildaleik, mjög fal- lega mótaðan og framfærðan af sterkri músíktilfínningu. „Undine“-sónatan eftir Reinecke var síðust á efnisskránni óg þar var leikur Áshildar frábær og samleikur hennar við Helgu oft mjög magnað- ur, eins og t.d. í „Intermezzo“-kafl- anum, sem var gæddur sterkri hrynrænni spennu, spennu sem glampaði af „virtúósískum" tilþrif- um. Áshildur er frábær flautuleikari og mótar verk sín á mjög persónu- legan máta en í sumum tilfellum með þeim hætti að hún knýr verkin undir sinn leikmáta frekar en að leita eftir stíl þeirra, eins og kom fram í Hindemith og Bach. Samt sem áður er hér á ferðinni frábær listamaður og með meiri samskipt- um við listina og könnun á innviðum hennar, mun henni takast að gæða leik sinn þeirri djúphygli, að tónlist- in sjálf en ekki leikmátinn verður það sem hún miðlar áheyrendum sínum. Helga Bryndís Magnúsdóttir lék með í þremur verkanna og var leik- ur hennar sérlega vel útfærður og ljóst að þar er á ferðinni mjög efni- legur píanóleikari. Það var ekki aðeins að hún næði góðri samstill- ingu við einleikarann, heldur átti hún sterkan þátt í fagurmótun ýmissa blæbrigða, eins og t.d. í ballöðu Martins og Reinecke-sónöt- unni. KENNSLA HEFST 7. JANÚAR Nemendur mæti á sömu tímum og fyrir jól Umsókn nýrra nemenda í síma lAMtl í dag og næstu daga frá kl. 13.00-17.00 Strákar — stelpur á öllum aldri P.s. Karl Barbee kemur í heimsókn 19. janúar! Ífi Suðurveri • 83730 Hraunbergi 79988

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.