Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 21 Bretland: Thatcher heiðursfor- seti Brugge-hópsins St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FRÚ Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hefur tekið tilboði um að gerast heiðursforseti Brugge-hópsins svonefnda, en að honuni standa eindregnir andstæðingar nánari samruna EB. Þingmenn Ihaldsflokksins hafa látið í ljósi ugg um, að hún kunni að grafa undan stefnu Johns Majors, forsætisráðherra, í málefnum EB. Frú Thatcher hefur þegið boð Harris lávarðar, eins frammámanná hópsins, um að verða heiðursforseti Brugge-samtakanna. Brugge-hóp- urinn var stofnaður eftir að Thatch- er hélt ræðu árið 1988 í Brugge í Belgíu og lagðist eindregið gegn frekari samruna, er fælist í sameig- inlegum markaði EB. í hópnum eru ýmsir þingmenn úr Ihaldsflokknum og Verkamannaflokknum, sem eru Danmörk: Spies til sölu Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, frétta- ritara Mrgunbiaðsins. FERÐASKRIFSTOFAN Spies í Danmörku er til sölu og allt er í mestu óreiðu í fyrirtækinu, segir í frétt í dagblaðinu Bersen. Um siðustu helgi sagði Knud Heines- en, forstjóri Spies og fyrrum fjár- málaráðherra Danmerkur, starfi sínu lausu. Til greina kemur að erlent flugfé- lag taki yfir rekstur Spies-fyrirtækis- ins þar sem 2.500 manns starfa. Blaðið upplýsir ekki hvaða flugfélag það er sem um er rætt. Eigandi Spies, Janni Spies Kjær, dvelst nú með eiginmanni sínum á einkaeyju fjölskyldunnar í Karíbahafi og er hún ekki væntanleg til Danmerkur fyrr en í febrúar. Borsen segir að hún hafi ekki sést á skrifstofum Spies frá því_ í nóvember á síðasta ári. í fréttinni segir að Knud Heinesen hafi aldrei fengið tækifæri til að láta að sér kveða hjá Spies því stjórn fyrirtækisins hafi verið í höndum Janni Spies og bróður hennar, Leif Brodersen, sem er verkfærasmiður að mennt og hefur enga reynslu af stjórnunarstörfum. Blaðið segir að Janni Spies sé nú í makindum á eyju ijölskyldunnar og þar sé ekki hægt að ná í hana í síma. Spies-ferðaskrif- stofan líði fyrir flókin deilumál og vandamál í yfirstjóm fyrirtækisins sem líkist helst ástandi mála í sápu- ónerunum „Dallas“ og „Dollars." Honda Accord Sedan 2,0 EX '91 Verð fró 1.360 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA (0) VATNAGÖRÐUM 24 RVIK., SIMI 689900 andstæðingar aukinnar samvinnu EB. En hópurinn er öllum opinn ,og í honum eru um 1.300 félagar. Hann nýtur styrkja ýmissa breskra fyrirtækja. Afstaðan til Evrópu var megin ástæða þess, að þingmenn íhalds- flokksins létu af stuðningi við frú Thatcher og John Major var kosinn lejðtogi flokksins. Þessi ákvörðun hennar hefur því komið nokkuð á óvart. Nánir samstarfsmenn hennar segja þó, að hún hyggist ekki beita sér í þessum hópi gegn stefnu stjórnarinnar. Ýmsir þingmenn íhaldsflokksins létu í ljósi ugg um, að Thatcher gi-æfi undan stefnu Johns Majors, sem miðast við að sameina Ihalds- flokkinn um stefnu gagnvart EB, sem er vinveittari EB en Thateher fylgdi, án þess þó að taka undir hugmyndir um evrópskt sambands- ríki. Edward Heath, fyrrum forsætis- ráðherra, sem er eindreginn fylgis- maður nánari samruna EB, sagði sl. sunnudag, að hún yrði einangruð í íhaldsflokknum í andstöðu sinni við EB og Brugge-hópurinn væri lítill minnihluti innan flokksins. Talsmenn hópsins segjast vonast til að Thatcher veiti málflutningi hópsins aukinn þunga og auðveldi honum að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Vopnaðir menn ræna danskt skip í Freetown Freetown. Reuter. SJÓRÆNINGJAR létu greipar sópa um borð í dönsku flutninga- skipi þar sem það lá við festar við höfnina í Freetown í Sierra Leone sl. laugardag. Fimm vopnaðir menn sigldu að skipinu, Thorkil Maersk, seint að kvöldi skömmu eftir að það hafði varpað akkeri á legunni og beið þess að komast að bryggju. Réðust þeir um borð og ógnuðu nokkrir þeirra skipstjóranum og áhöfninni með vopnum meðan félagar þeirra söfnuðu ránsfeng saman. Meðal þess sem þeir höfðu á brott með sér voru matvæli og útvarps- og hljómflutningstæki. Margaret Thatcher. BALLETT Kennsla hefst á ný föstudaginn 11.janúar Nemendur mæti á sömu tímum og áður. Innritun nýrra nemenda og allar upplýsingar í síma 620091. Endurnýjun skírteina fer fram í skólanum fimmtudaginn 10. janúar kl. 17.00-19.00. Atk: Eldri nemendur Kennsla fyrir byrjendur og lengra komna. BALLETTSKOLI Guðbjargar Björgvins, Íþrótíahúsinu, Seltjarnarnesi. Félag ísl. listdansara. Enska er okkar mál NÁMSKEIDIN HEFJAST 14. JANÚAR INNRITUN STENDUR YFIR FYRIR FULLORDNA 7 vikna almenn enskunómskeið fyrir byrjendur og framhaldshópa. 12 vikna samræðuhópar 12 vikna enskar bókmenntir 12 vikna rituð enska 12 vikna viðskiptaenska 12 vikna Bretland; saga, menning og ferðalög FYRIR BÖRN 12 vikna leikskóli 3ja-5 óra 12 vikna forskóli 6-8 óra 12 vikna enskunómskeið 8-12 óra 12 vikna unglinganómskeið 13-15 óra T.O.E.F.L. NYTT NYTT 12 vikna morgunnómskeið fyrir byrjendur 12 vikna laugardagsnómskeið 12 vikna „Pub“ nómskeið EIWKATÍMAR HÆGT ER AÐ FÁ EINKATÍMA EFTIR VALI FYRIRTÆKI Við komum ó staðinn og bjóðum upp ó sérhæfða enskukennslu fyrir storfsmenn ykkar ENGINN BÝÐUR MEIRA ÚRVAL ALMENNRA OG SÉRHÆFÐRA ENSKUNÁMSKEIÐA. Ensku Skólinn 7 vikna undirbúningsnómskeið fyrir prófið TÚNGATA 5, 101 REYKJAVÍK HRINGDU Í SÍMA 25330/25900 OG KANNADU MÁLID.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.