Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991 Islenska málfræðifélagið: Hvað varð um joð- ið í sögninni að sá Guðrún Þórhallsdóttir heldur fyrirlestur sem nefnist Hvað varð um joðið í sögninni að sá á vegtim íslenska málfræðifélags- ins í stofu 101 í Odda fimmtudag- inn 10. janúar klukkan 16.15. Hún lauk BA-prófi í almennum málvísindum frá Háskóla íslands og MA-prófi í samanburðarmál- fræði frá Cornell-háskóla og vinnur nú að doktorsritgerð í indóevrópskri samanburðarmál- fræði við þann skóla. í fréttatilkynningu frá íslenska málfræðifélaginu kemur fram að 10.-11. árgangur tímaritsins /s- lenskt mál og almenn málfræði er kominn út. Ritstjóri er Halldór Ár- mann Sigurðsson dósent. Meðal efnis í tímaritinu er grein eftir Gísla Jónsson um nöfn Norð-Mýlinga 1703-1845; Höskuldur Þráinsson og Sigríður Magnúsdóttir skrifa um heilastöðvar, máltruflanir og mál- fræði. Auk þess eru greinar eftir Jörund Hilmarsson, Margréti Jóns- dóttur, Sigríði Siguijónsdóttur, Gísla Gunnarsson o.fl. Eipnig er þar að finna skrá um íslensk málfræði- rit til 1925, ritdóma og greinar um orðfræði eftir Guðrúnu Kvaran og Gunnlaug Ingólfsson. Tímaritið er til sölu í Bóksölu stúdenta. Morgunblaðið/Sigurður Jónssson Frá fundi í Tryggvabúð á Selfossi um tómstundaakstur á vélsleðum. Selfoss: Tómstundaakstur á vélsleðum rædd- ur af ahugamönnum ^ Selfossi. ÁHUGAMENN á Selfossi um akstur á vélsleðum komu saman til fundar í Tryggvabúð til þess að ræða akstur á vélsleðum í þéttbýli og möguleika til að auðvelda mönnum að stunda þetta tómstunda- gaman. Á fundinum kom fram að vél- sleðaeign hefur aukist til muna á nokkrum árum og nú munu nálægt fimmtíu brúklegir vélsleðar vera til staðar á Selfossi. Margir eigend- anna eru ungir og með brennandi áhuga á málefninu. Þetta kom fram í máli eins fundarboðandans, Agnars Péturssonar. Hann vakti og máls á þeim atriðum sem vél- sleðamenn þurfa að hafa í huga við akstur og viðhald sleða sinna. Olafur Ishólm lögreglumaður fór nokkrum orðum um lög og reglur sem gilda um akstur vél- sleða og fram kom meðal annars í máli hans að óheimilt er að aka vélsleða hraðar en 40 kílómetra um götur í þéttbýli. Ekki má valda ónæði eða truflunum með akstrin- um og ökumenn þurfa að gæta þess að valda ekki skemmdum á landi sem ekið er um. Þá þarf sleð- ’ inn að vera skráður og rétt til að aka sleðunum hafa þeir sem orðn- ir eru 15 ára og hafa að minnsta kosti próf á vélhjól. Ungir vélsleðamenn voru í meiri- hluta á fundinum og hjá fundar- mönnum kom fram mikill áhúgi á því að hafa áðgang að landi í ná- grenni bæjarins þar sem unnt væri að Stunda vélsleðaakstur sem tómstundagaman án þess að valda öðrum óþægindum. Sig. Jóns. Skoðanakönnun Skáís fyrir Stöð 2: Sjálfstæðismenn fengju 52,3% í Reykjavík SAMKVÆMT skoðanakönnun sem Skáís framkvæmdi fyrir Stöð 2 dagana 5. og 6. janúar fengi Sjálfstæðisflokkurinn 44,1% atkvæða ef gengið yrði til alþingiskosninga nú, Framsóknarflokkur 20%, AI- þýðuflokkur 12,3%, Alþýðubandalag 11,5% og Kvennalisti 9%. Fylgi flokkanna er mjög mismun- andi eftir landshlutum. Þannig fengi til dæmis Sjálfstæðisflokkur 52,3% atkvæða í Reykjavík, sam- kvæmt könnuninni, Álþýðuflokkur 20,7% atkvæða á Reykjanesi og Framsóknarflokkur 32,9% atkvæða á landsbyggðinni. Við framkvæmd könnunarinnar var hringt í 750 númera úrtak og spurningum beint til þeirra sem svöruðu í síma og'voru 18 ára og eldri. Alls náðist-í 79,1% úrtaksins og voru _ niðurstöðurnar leiðréttar eftir aldri og kyni. Tölvuspá var gerð um fjölda og dreifingu þfngsæta. Samkvæmt henni hlyti Alþýðuflokkur 8 þing- menn, Framsóknarflokkur 13-15 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 28-29 þingmenn, Alþýðubandalag 7 þingmenn og Kvennalisti 6 þing- TTienrn—-------------------- Ijlli íbúar Krókatúns 3 með umhverfisverðlaunin. Morgunblaðið/Steinunn osk Kolbeinsdóttir Umhverfisverðlaun afhent Hvolsvelli. Fyrir nokkru voru veitt Um- hverfisverðlaun Hvolhrepps fyrir árið 1990. Verðlaunað er fyrir umhirðu, snyrtimennsku og fegrun umhverfisins. Að þessu sinni komu verðlaunin í hlut íbúanna í Krókatúni 3, þeirra Brynju Döddu Sverrisdótt- ur, Hafþórs Bjarnasonar og barna þeirra. Garður þeirra þótti bera af þetta árið og ber umhyggju og natni eigendanna gott vitni. Mest- an svip á garðinn setur handverk húsbóndans, gamaldags vatns- brunnur og sérstæð og frumleg fuglahús. Þessir hlutir gera það að verkum að garðurinn nýtur sín vel jafnt á sumri sem vetri. Snjó- tittlingar kunna auk þess vel að meta fuglahúsið þar sem þeim er gefið. Verðlaunaafhendingin fór fram í Hvolnum að viðstaddri hrepps- nefnd og dómnefnd. — SÓK Forsætisráðherra um vaxtahækkun ríkisvíxla: Undirstrikar þörfina á að raunvextir verði lækkaðir STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra segir að vaxta- hækkun ríkisvíxla undirstriki þörf á að lækka raunvexti og Seðla- bankinn eigi að sjá til þess að raunvextir verði ekki hærri en í helstu viðskiptalöndum okkar. „Ég tel að það eigi að lækka raun- vextina. Það er búið að sýna sig, af reynslu hér og alls staðar annars staðar, að raunvextir koma ekki að gagni til að draga úr þenslu fyrr en fyrirtækin verða gjaldþrota,“ sagði Steingrímur Hermannsson við Morg- unblaðið. I'jármálaráðuneytið hefur hækkað almenna vexti á ríkisvíxlum úr 10% í 11%, og að auki eru 1% viðbótar- vextir til banka og annarra stórkaup- enda. Ástæða þessarar hækkunar var - almenn hækkun nafnvaxta banka og sparisjóða. Síðustu dagana fyrir áramót var einnig boðið 1,5% álag á vexti til stórkaupenda en það tilboð stóð aðeins fram að áramótum. „Þetta eru eins og krakkar í sand- kassaleik. Hver eltir annan og kenn- ir hinum um,“ sagði Steingrímur en hann hefur gagmýnt vaxtahækkanir bankanna harðlega. „Að vísu segja þeir, að fyrir ára- mótin hafi streymt fjármunir úr ríkis- sjóði, 4-5 milljarðar á 2-3 dögum, en það náðist inn aftur og komið var í veg fyrir að taka þyrfti erlend lán til að ná saman endum. En ég hef nú talið að það mætti lækka vextina í' fyrra horf núna. Hins vegar er þetta skýringin, að þeir selji ekki ríkisvíxlana í þessu kapphlaupi, sem er byijað aftur eins og árið 1987 og verður að stöðva, hvað sem frjáls- hyggjumenn segja. í mínum huga er þetta enn ein undirstrikun undir það, að Seðlabankinn verður að full- nægja 9. grein Seðlabankalaganna og sjá til þess áð raunvextir verði ekki hærri hér en í okkar helstu við- skiptalöndum. Bankinn er með bréf frá okkur um það, og ég vænti þess að heyra frá honum Ójótlega,“ sagði Steingrímur Hermannsson: Már Guðmundsjjon efnahagsráð- gjafi fjármálaráðherra sagði að nú væri viss hætta á að raunvextir tækju stökk upp á við, m.a. vegna mikillar lánsfjáreftirspurnar ríkissjóðs og ýmissa tappa í fjármögnun húsnæði- skerfisins,- -„Það verður ekki komið í veg fyrir það nema með samræmdum aðgerðum ríkissjóðs, Seðlabanka og fleiri aðila,“ sagði Már, en bætti við að þar með væri hann ekki að segja að ástæða væri til að grípa til að- gerða til að lækka núverandi vexti. ÚR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 7. janúar 1990. í heild má segja að helgin hafi verið óvenju róleg. Einungis voru skráðar 416 bókanir frá föstu- dagsmorgni til mánudagsmorg- uns. Af þessum bókunum voru 53 beinlínis, vegna ölvunar, 28 vegna umferðaróhappa (þar af 2 umferðarslys), 94 vegna umferð- arlagabrota og 21 vegna aðstoðar ýmiss konar, auk þess sem skrán- ingarnúmer voru ljarlægð af 33 ökutækjum vegna vanrækslu eig- enda þeirra að færa þau til aðal- skoðunar á sl. ári. Umferðarslysin urðu á föstu- dágsmorgun þegar árekstur tveggja bifreiða varð á gatnamót- um Sóleyjargötu og Njarðargötu, og á föstudag þegar bifreið valt út af Þingvallarvegi gegnt Stard- al. í fyrra tilvikinu var tvennt flutt á slysadeild en fimm í því síðara. Tilkynnt var um 8 þjófnaði og 8 innbrot. Reiðhjóli var stolið frá húsi við Álfheima, bjór og gosi úr húsi á Seltjarnarnesi, pening- um úr penirrgakassa pylsuvagns í Austurstræti, dekki úndan bíl í Skeiðarvogi, 22 cal. riffli úr húsi í Breiðholti, bensíni af bíl á Selt- jarnarnesi og vínflösku úr kjallara húss í Breiðholti. Brotist var inn í hús í Grafarvogi, í verslun í Kringlunni, í hús í Barmahlíð, í bíl í Ánalandi, í verslun við Hjarð- arhaga, í bíl við Flúðasel, í geymslu húss við Grettisgötu og í fyrirtæki í Súðarvogi. Tilkynnt var um 7 líkamsmeið- ingar. Maður var handtekinn eftir að hafa veist að starfsmanni versl- unar í Kringlunni á föstudags- kvöld. Þrír menn voru handteknir eftir slagsmál í Aðalstræti á föstu- dagsnótt. Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir átök í húsi í Þing- holtunum. Þrír voru handteknir eftir slagsmál á Vesturgötu við Grófina á laugardagsnótt og maðr ur var handtekinn eftir átök við Reykjavíkurapótek sömu nótt. Þá var maður handtekinn eftir að hafa veitt kvenmanni áverka í húsi á sunnudagsmorgun. Tilkynnt var um 8 skemmdar- verk og 6 rúðubrot. M.a. var stungið á hjólbarða bíls á bifreiða- stæði við Vesturberg, bílar voru skemmdir við Hverfisgötu, við Austurbrún, við Lækjargötu, við Hraunbæ, á Grettisgötu og við Öldugranda. Þá voru unnin skemmdarverk á símaklefa við Kirkjustræti. Rúður voru brotnar í bíl í Austurstræti, í verslun við Hafnarstræti, í húsi við Spítal- astíg, í húsi við Stangarhyl, í húsi við Grundarstíg og í verslun við Hverfisgötu. 11 ökumenn, sem stöðvaðir voru um helgina, eru grunaðir um ölvun við akstur. Einhver sagði að gefnu tilefni að rétt væri að forðast boð og bönn, enda sýndi reynslan, að slíkt leiddi alltaf til spillingar. Það má til sanns vegar færa að afbrot séu einungis talin slík þegar þau bijóta í bága við boð og bönn. Ef engin boð væru til og engin bönn, væru engin afbrot. En það er ekki þar með sagt að afleiðing- arnar væru ekki þær sömu eða jafnvel verri... óskipulögð af- brotavarnastarfsemi er þannig talin auka líkur á að þeir, sem aðhyllast óskipulagt fijálsræði á sem flestum sviðum, nái settum markmiðum með þeim afleiðing- um sem því fylgir. Hins vegar er skipulögð afbrotavarnastarfsemi viðleitni og einn af grundvallar- þáttunum til viðhalds frelsi og fijálsræði innan ákveðins ramma gildandi laga og réttar. Hún bygg- ir að miklu’ leyti á eðlilegum boð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.