Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1991
37
Minning skipveija á Hauki:
Vagn Margeir Hrólfssoh
Gunnar Orn
Sjá bls 17.
um frændfólks og vina okkar, og
erfið þáttaskil orðið í lífi þeirra.
Þangað leita straumar vináttu og
samúðar.
Það er einlæg bæn okkar, að
þeir straumar, trúarvissan og ljúfar
minningar um hamingjustundirnar,
sem gáfust með þeim, megi milda
sársaukann, og létta gönguna fram
á veginn þessa döpru daga._
Þeir Vagn og Gunnar kvöddu
þennan heim í svartasta skamm-
deginu, þegar hillti undir skin jóla-
ljósanna. Gangan mót hækkandi sól
var á næsta leiti, og er nú hafin.
Hægt og sígandi nær ljósið að sigra
myrkrið. Megi hið eina sanna ljós
lýsa sálum þeirra á æðra tilverustig.
Hildur Einarsdóttir,
Benedikt Bjarnason.
í gær minntumst við Bolvíkingar
tveggja sjómanna sem fórust af
báti sínum, mb. Hauki ÍS 195,
nokkru fyrir jólin, þeirra Vagns
M. Hrólfssonar og tengdasonar
hans, Gunnars Ö. Svavarssonar.
Þeir voru mjög traustir sjómenn
og hafði Vagn útbúið bát sinn mjög
vel, því hann vissi að sjósókn er
erfið hér í vondum veðrum.
Fáir þekktu betur til línuveiða
hér á grunnslóð við Djúpið en Vagn
Hrólfsson. Þegar sonur minn hóf
sína sjómennsku fannst mér hann
velja vel að byija með Vagni á mb.
Hauki, fyrir nokkrum árum.
Aðstæður og umhverfí höfðu
gert Vagn að góðum slysavarna-
manni. Hann var í mörg ár stjórnar-
maður í SVD Hjálp og vann ötul-
lega að uppbyggingu starfseminnar
hér í Bolungai'vík. Við sem höfum
unnið með honum að þeim málum
lítum nú til baka með þakklæti fyr-
ir alla þá aðstoð sem hann veitti
okkur. Við minnumst þess að þegar
við vorum að vinna að-björgun úr
Hafrúnu, sem strandaði yst á
Stigahlíð, hagaði hann róðrum
sínum þannig að hann gæti komið
okkur til aðstoðar ef þörf væri á.
Margar ferðir fór hann á mb. Hauki
með búnað fyrir okkur eða að hann
dró fleka, sem við höfðum hlaðið.
Það var ósjaldan kallað á hann
eða ijölskyldu hans þegar undirbúa
þurfti fundi eða námskeið. Ég minn-
ist sérstaklega þegar hann kom og
aðstoðaði mig við stjórnun leita,
þegar óhöpp höfðu orðið hér í Djúp-
inu. Þannig áttum við saman nokkr-
ar nætur, sem verða mér ógleyman-
legar. Þá kom fram hans mikla
þekking og trausta yfirsýn, sem ég
naut góðs af.
Gunnar Örn var ungur maður
sem bar með sér traust og velvilja.
Hann hafði allt til að bera sem
góðan mann mátti prýða.
Vagn hafði gert vel, hann átti
gott heimili og stóra og góða fjöl-
skyldu, byggt upp fyrirmyndar út-
gerð og vel liðinn af öllum.
Fyrir okkar litla sainfélag er sárt
að missa slíka menn, en mestur er
missirinn fyrir þá sem næst standa.
Ég bið guð að gefa fjölskyldum
þeirra styrk í sorginni.
Megi minningin um góða drengi
lifa í hugum okkar allra.
Jón Guðbjartsson
Svo örstutt er bil milli blíðu og éls
og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds.
(M.J.)
Það er oft á tíðum miskunnar-
laust mannlífið á þessari jörð. Á
þetta erum við oft minnt og höggin
eru oft og tíðum mikil og koma
snöggt.
Þann 18. desember sl., í mesta
skammdeginu, syrti enn í Víkinni
við hið ysta haf. Vélbátsins Hauks
IS 195 var saknað. Hann fór í róð-
ur að morgni. Þegar ekkert heyrð-
ist frá Hauki síðdegis þennan dag
var farið að óttast um hann, enda
komið versta veður. Báturinn
fannst, en mennirnir tveir, sem voru
um borð, voru týndir. Þeirra hefur
verið leitað síðan en leitin engan
árangur borið.
Svavarsson
I gær fór fram minningarathöfn frá
Hólskirkju um þá sem fórust á
Hauki, þá Vagn Margeir Hrólfsson,
fæddan 25. apríl 1938 og Gunnar
Örn Svavarsson, fæddan 3. janúar
1961. Aggi, eins og hann var kall-
aður, lætur eftir sig eiginkonu og
sjö uppkomin börn og Gunnar lætur
eftir sig eiginkonu. Þetta högg er
þeim mun þyngra þar sem hér fara
tengdafeðgar frá stórri fjölskyldu.
Það er þyngra en tárum tekur að
hugsa til að svona hlutir geti gerst,
svo ekki sé talað um sorg eigin-
kvenna, foreldra, barna, barna-
barna og annarra náinna aðstand-
enda.
En þetta högg nær víðar, þó sár-
ast sé það hjá ættingjum. í sálmin-
un segir:
Þegar hendir sorg við sjóinn,
syrgir, tregar þjóðin öll.
(Jón Magnússon.)
Ég held að í tilvikum sem þessum
megi segja:
Þegar hendir sorg við sjóinn,
- syrgir, tregar Víkin öll.
Þetta hef ég fundið og ég veit
að aðstandendur allir vita af þessu.
Ekki er það ætlun mín að rekja
hér lífshlaup þessara ágætu manna,
enda ekki viss um að þeir eða að-
standendur kysu að svo væri gert.
Ég vil þó minnast þeirra með ör-
fáum orðuin.
Gunnar Örn þekkti ég lítið. Vissi
þó að hann féll mjög vel inn í þá
fjölskyldu sem hann tilheyrði og
þann stóra, samhenta hóp sem
kringum Agga og Binnu var. Það
segir mér mikið um ágæti þessa
unga manns. Auk þess hafa allir
sem kynntust honum borið honum
gott orð, þó hægur og stilltur væri.
Guð blessi minninguna um hann
og Guð leiði þig og styrki, Magga
mín, í þessari miklu og djúpu sorg.
Agga hef ég hins vegar þekkt
nánast frá því ég man eftir mér.'
Við vorum æskufélagar og oft
minnist ég þess félagsskapar og
ekki hvað síst nú, þegar hann er
horfinn. Ég minnist með gleði þeirra
mörgu stunda, sem ég átti með
honum í Soffíubúð hjá mömmu
hans og Tóta. Þar var oft glatt á
hjalla. Þessar minningar ylja nú að
leiðarlokum.
En Aggi var mér meira en æsku-
félagi. Hann var samstarfsfélagi í
stjórn Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Bolungai’víkur í hartnær
þijátíu ár og gegndi þar ritara-
starfi. Aggi var félagslega sinnaður
einstaklingur. Það sýndi sig ekki
bara innan Verkalýðs- og sjó-
mannafélagsins, heldur og víðar, í
félagsstarfi og í kynnum við hann
sem einstakling. Til þessa er gott
að hugsa nú þegar hann er allur.
í nafni Verkalýðs- og sjómanna-
félags Bolungarvíkur eru hér þökk-
uð öll hans óeigingjörnu störf í
þágu þess.
Elsku Binna mín, Magga, Tóti
og þið öll hin. Ég bið Guð að leiða
ykkur, styrkja og blessa í þessum
þungu raunum. Orð e'ru til lítils
megnug, en trúin á að Guð muni
leggja líkn með þraút er það sem
mildar eftir því sem unnt er við svo
þungbæra raun eins og hér hefur
að ykkar dyrum borið.
Sorgin er þungbær, undin er
opin og sár en Guð er alls megnug-
ur. Ég vona og bið að nú í ijósi
jólanna muni Guð létta ykkur þessi
þungu spor.
Lífið heldur áfram og hvað er
þá yndislegra en ylja sér við minn-
inguna um góða og ástríka drengi.
Guð blessi minningu þeirrá sem
horfnir eru. Guð blessi aðstandend-
ur þeirra allra.
Karvel Pálmason
Vantrú og skelfing greip mig
þegar ég frétti að Agga og Gunn-
ars, tengdasonar hans, væri saknað.
Aggi sem verið hafði á sjónum
frá 14 ára aldri og alltaf verið til
bjargar í stóru og smáu. Hvort held-
ur var að „skreppa" til Hesteyrar
með vini eða vandalausa og ekki
síst ef slys bar að garði. Aggi á
Hauki sínum, einn traustasti og
reyndasti skipstjórinn fyrir vestan.
Og þegar óvissan varð að vissu, tók
við sorg og samúð.
Líf og persónuleiki Agga voru
rist í andht hans, sterkt eins og
vestfirsku fjöllin, glatt og bjart eins
og báran blíðust, sorfið af sjó og
vindum. Hvers manns hugljúfi.
Tíminn leyfði ekki að ég kynntist
Gunnari mikið, en hann kom mér
fyrir sjónir sem einstaklega aðlað-
andi og traustvekjandi maður enda
féll hann vel inn í fjölskylduna. Mér
verður brúðkaup þeirra Möggu í
litlu kirkjunni á hólnum ógleyman-
legt.
Það var mikið lán í lífi mínu þeg-
ar ég eignaðist fjölskyldu tnannsins
míns sem alltaf tók mér og dætrum
mínum opnum örmum. Sterk, hlý
og glaðvær fjölskylda. Kannski lýs-
ir það henni hvað best, að þegar
eitthvað bjátar á liugsa ég: „Nú
væri gott að vera horfinn vestur“.
Þar var ekki hægt að vera hryggur
lengi.
Nú ríkir sorgin á þessu heimili
og fánýt orð fá þar engu breytt.
Elsku Binna og Magga, við Hrafn-
hildur sendum ykkur og fjölskyldum
ykkar alla okkar samúð.
Sigríður Hagalín
Þriðjudaginn 18. desember sl.
þegar undirbúningur að.mestu hátíð
ársins stendur sem hæst og jólaljós-
in eru tendruð eitt af öðru, þá berst
sú harmafregn um Víkina að vélbát-
urinn Haukur ÍS-195 hafi fundist
stjórnlaus og mannlaus í utanverðu
ísafjarðardjúpi. Tveggja manna er
saknað og umfangsmikil leit hafin
sem ekki bar árangur. Þeir sem
fórust með Hauki ÍS-195 voru Vagn
Margeir Hrólfsson, skipstjóri, 52
ára gamall og tengdasonur hans,
Gunnar Örn Svavarsson, háseti, 29
ára gamall. Vagn lætur eftir sig
eiginkonu, Birnu Hjaltalín Pálsdótt-
ur, og sjö uppkomin börn og Gunn-
ar lætur eftir sig eiginkonu,. Mar-
gréti Vagnsdóttur.
Vagn Margeir Hrólfsson gerðist
félagi í Lionsklúbbi Bolungarvíkur
árið 1972 og var alla tíð starfsamur
félagi sem vildi láta gott af sér leiða
í félagsstarfinu. Var hann ávallt
boðinn og búinn að leggja sitt af
mörkum í öllum þeitn fjáröflunar-
verkefnum sem klúbburinn stóð að.
Vagn gegndi ýmsum trúnaðarstörf-
um fyrir klúbbinn. í stjórn var hann
1977 og var þar gjaldkeri og m.a.
var hann í fjáröflunarnefnd, verbúð-
arnefnd, líknarnefnd og samskipta-
nefnd svo eitthvað sé nefnt. En
minnisstæðast er þegar þurfti á
harmonikku að halda, þá var hann
Aggi, eins og hann var ævinlega
nefndur, ómissandi, livort sem farið
var í ferð með aldraða, tekið á
móti félögum okkar frá Vistheimil-
inu Bræðratungu eða á opnu húsi
hjáöldruðum.
Ég hef átt þess kost að kynnast
Agga, bæði í gegnum Lionsstarfið
og í beitningaskúrnum hans þar
sem ég beitti annað slagið. Það sem
mér fannst, einkenna Agga hvað
mest var lífsgleði, kæti, jákvæð við-
horf og vilji til að vera góður við
alla, ekki síst börn og þá sem minna
máttu sín. Eftir að Aggi byrjaði að
róa með línu nú í haust og áður,
vandi ungur drengur, Sveinn, kom-
ur sína í skúrinn og hafði hann
farið með honum í nokkra róðra.
Ég gleymi seint samræðum þeirra
er þeir hittust að lokinni sjóferð og
hvað strákurinn sóttist eftir að vera
í návist Agga. Ég veit að Sveinn
saknar sárt góðs vinar. Þetta eru
stundir sem geymast í minningunni
með öðrum góðum minningum.
I raðir okkat' félaga í Lionsklúbbi
Bolungarvíkur hefur nú verið
höggvið stórt skarð, góðs félaga er
sárt saknað. Að leiðarlokum vottum
við Vagni Margeiri Hrólfssyni virð-
ingu okkar og þökkum honum fyrir
óeigingjarnt starf eftir og fyrir
ánægjulegar samverustundir í leik
og starfi innan Lionsklúbbs Bolung-
arvíkur.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég fyrir hönd Lionsfélaga kveðja
góðan félaga og þakka honum sam-
fylgdina. Blessuð sé minning góðs
félaga.
Birnu, Margréti, börnum og öðr-
um standendum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
F.h. Lionsklúbbs 'Bolungarvíkur,
Valdemar Guðmundsson.
formaður.
Ekki óraði mig fyrir því þegar
ég fór til Bolungaryíkur fyrir 3
■ árum í 50 ára afmæli frænda míns
Vagns Hrólfssonar að ég ætti næst
eftir að koma til Bolungarvíkur til
að kveðja hann og tengdason hans
hinstu kveðju. Það verður erfitt að
fylla það skarð sem myndast þegar
tveir úr sömu fjölskyldu eru hrifnir
á brott svo skyndilega.
Fyrstu kynni mín af frænda
mínum Agga voru fyrir mörgum
árum þegar hann lá á Landakoti,
heimsóttum við bræðurnir hann oft
og var þá oft glatt á hjalla, tókust
þá með okkur hin bestu kynni sem
haldist hafa æ síðan.
Svo var það fyrir 15 árum að ég
fluttist tii Bolungai-víkur með fjöl-
skyldu mína og voru þær margar
góðar stundirnar sem við áttum á
heimili Agga og Binnu. Reyndust
þau okkur eins vel og bestu foreldr-
ar þau ár sem við bjuggum þar.
Élsku Binna og Magga, megi Guð
almáttugur gefa fjölskyldum ykkar
styrk við ástvinamissinn,
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka,
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Guðmundur Jón og fjölskylda
Dáinn: Þegar ég fregn þá fékk,
mér fannst ég elding sleginn:
Á eftir ég lengi í leiðslu gekk,
sem lamaður niðurdreginn.
Að langt yrði skeið þitt, ég var að vona,
á velli lífsins, en það fór svona.
(Gétar Fells)
Svo mælti skáldið eftir vin sinn,
og orðin komu í huga minn, er ég
frétti óvænt og fljótt andiát frænda
míns oggóðvinar, Vagns Hrólfsson-
ar, er hann og tengdasonur hans,
Gunnar Örn Svavarsson fórust svo
sviplega á Isafjarðardjúpi 18. des-
ember sl. Frændur og vinir liarma
öll þann sorglega atburð.
Vagn stóð djúpum rótum í jarð-
vegi fæðingarsveitar sinnar, Hest-
eyrar í Jökulfjörðum, en úr
Grunnavíkurhreppi og Aðalvíkur-
sveit voru ættir hans, enda þótt
hann þroskaðist og fengi andlega
næringu sína í Bolungarvík við
Djúp. Foreldrar Vagns voru hjónin
Soffía Júiíana Bæringsdóttir frá
Höfðaströnd í Jökulfjörðum, f. 8.
október 1911, d. 23. mars 1973,
og Hrólfur Guðmundsson, f. 30.
október 1912, d. 16. mars 1943,
frá Rekavík bak Látur, en að mestu
leyti alinn upp hjá hjónunum Mar-
gréti og Vagni Benediktssyni á
Hesteyri.
Einkasystir Vagns Hrólfssonar
er Ásdís Svava, f. 8. september
1939, húsfreyja í Bolungamk, gift
Einari Guðmundssyni og eiga þau
7 börn, hálfbróðir sammæðra er
Gunnar Guðfinnur Leósson pípu-
lagningamaður í Bolungarvík,
kvæntur Guðbjörgu Stefánsdóttur
og eiga þau 5 börn. Soffía giftist
aftur Þórði Eyjólfssyni í Bolung-
arvík, og reyndist hann börnum
hennar einstaklega vel, enda frábær ■
mannkostamaður. Minnist ég þeirra
hjóna síðan ég var drengur og var
langdvölum hjá móðursystkinum
mínum I Bolungarvík, Sigurgeir
kaupmanni og Rósu Falsdóttur.
Sigurgeir Falsson var ekki allra,
en hann hélt mikið upp á Soffíu og
Þórð, og í Soffíubúð var gott að
koma. Jökulfirðingar eiga sína
hnjúka og háfjöll, sum sögufræg
og svipfögur. Þeim heilsar sólin
fyrst og þau kveður hún síðast. Þar
tekur þokan sér bólstað er kólnar
og tvísýnt er um veðurfar. Þar nem-
ur veturinn fyrst land. Þaðan stafa
sterkviðrin, ýmist hættuleg eða
heilnæm. Víða eru fjöllin sjómönn-
um vegvísir á aflamið sjávarins og
eyktamörk bænda, er skipta önnum
dagsins, eftir því livar sól skín á
tinda. Líkt og fjöllin gefa sveitunum
svip, fær fólk einatt svip umhverfis
og æskustöðva.
Vagn var úr Jökulfjörðum og
allur hjartahiti hans. Áhugi knúði
fram krafta hans að hlynna að öllu
sem bezt á Hesteyri. Hugur Vagns
til Hesteyrar var eins og hugur
barns til móður.
Vagn var vel kvæntur, kona hans
er Birna Hjaltalín Pálsdóttir. Hún
er kona tignarleg og látprúð. Ég
er þess fullviss, að hún átti sinn
þátt í ágæti manns síns. Þau áttu
fallegt heimili. Ríkti þar friður og
innri fegurð. Voru þau hjón og börn
þeirra öll samhent í gestrisni, og
má fullyrða, að heimilið var gott
athvarf öllum þeim er þangað leit-
uðu, og að frá því stöfuðu góð áhrif.
Vagn var drengur hinn bezti,
gáfaður, góðgjarn og gamansamur.
Þess vegna var hann góður vinur
og frændi. Þeir sem nutu Vagns
virtu hann og elskuðu. Nú hefur
hann verið kallaður til hærri sviða
af því valdi, Sem allir verða að lúta.
En áhrif hans og andi lifa enn og
starfa á hærri sviðum.
Ég blessa minningu hans og bið
Guð að vaka yfir ástvinum hans.
Helgi Falur Vigfússon
Þrútið var loft og þungur sjór,
þokudrungað vor.
Það var hann Eggert Ólafsson
hann ýtti frá kaldri Skor.
„Það var hann Eggert Ólafsson,“
- íslands vættur kvað, -
„aldregi græt ég annan meir
en afreksmennið það.“
(Matthias Jochumsson)
Þessar vísur sem við Gunnar
lærðum í skólaljóðunum koma upp
í huga mér þegar ég minnist hans.
Gunnar Örn Svavarsson og
tengdafaðir hans, Vagn Hrólfsson,
lögðu upp í sína hinstu ferð frá
Bolungarvík 18. desember sl. Frétt-
in unr þennan hræðiléga atburð kom
eins og reiðarslag, tveir afreksmenn
eru horfnir og er þeirra nú sárt
saknað.
Ég hef átt því láni að fagna að ^
hafa átt Gunnar sem vin frá barn-
æsku.
Gunnar var mikið hreystimenni,
hann var alinn upp við skíða-
mennsku, íþróttir og útiveru og
átti það vel við hann. Gunnar var
óþreytandi, ég minnist þess t.d.
þegar hann var að draga mig á
eftir sér upp undir Gleiðahjalla, með
skíðin á bakinu, alltaf vildi hann
hærra og hærra, aftur og aftur.
Hann var mikill keppnismaður,
heiðarlegur og var leik- og spila-
gleðin aíltaf mikil hjá honum.
Ofáar minningar eru einnig
tengdar heimili hans á Seljalands-
vegi 69, en á tímabili má segja að
bílskúrinn þar hafi verið nokkurs
konar félagsmiðstöð, þar spiluðum
við borðtennis myrkranna á milli.
Gunnar var þar hrókur alls fagnað-
ar eins og alltaf.
Ungir að árum keyptum við okk-
ur fyrsta bíl saman og dunduðum
við okkur eitt sumar við að smíða
torfærutröll úr gamalli VW-bjöilu.
Árið 1976 flutti Gunnar til
Gautaborgar. Þar eignaðist hann
fljótt mikið af góðuin vinum, því
kynntist ég þegar við Gísli fluttum
til hans 1980. Gunnar tók okkur
Gísia opnum örmum og bjuggum
við þar allir saman vel á annað ár.
Margar góðar minningar eru tengd-
ar þessum árum sem ég vil þakka
Gunnari fyrir. En þrátt fyrir
ánægjuleg ár ytra gerði heimþráin
brátt vart við sig og tíndumst við'
heim einn af öðrum. Gunnar flutti
aftur til íslands árið 1983.
Fljótlega eftir komu sína til ís-
lands kynntist Gunnar eftirlifandi
eiginkonu sinni Margréti Vagns-
dóttur og gengu þau í hjónaband
11. ágúst 1984. Hamingjusamara
hjónaband var vandfundið, gagn-
kvæm væntumþykja og ást geislaði
frá þeim hjónum alla tíð.
Gunnar var mjög handlaginn
maður, á yngri árum átti hann sér
þann draum að verða húsgagna-
smiður. Útrás fyrir þennan draum
fékk liann á heimili sínu, en þar
var hann óþreytandi við að smíða,
betrumbæta og fegra, allt til síðasta
dags. Gunnar var að undirbúa 30
ára afmæli sitt nú 3. janúar, en lífíð
er hverfult og enginn 'veit sína ævi
fyrr en öll er.
Með þessum fátæklegu orðum
SJÁ NÆSTU SÍÐU