Morgunblaðið - 08.01.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1991
41
HJONABAND
Stallone í hnappheldu þrátt
fyrir bölbænir mömmu
Jæja, þá er Sýlvester Stallone
reiðubúinn að ganga upp að
altarinu á nýjan leik og freista
gæfunnar í heilögu hjónabandi
með 22 ára gamalli snót að nafni
Jennifer Flavin, en þau hafa vart
sést utan í fylgd hvors annars
síðustu mánuði. Sjálfur er Sly
orðinn 44 ára gamall og á nokk-
ur sambönd og hjónabönd að
baki, það kunnasta með dönsku
kyntröllkonunni Gitte Nielsen.
Sly segist nú gerbreyttur og
Jennifer sé sá örlagavaldur sinn.
Áður hafi hann oftsinnis í hverri
mynd sem hann gerði lagt líf
sitt í hættu með því að leika sjálf-
ur stórhættuleg áhættuatriði
eins og að stökkva út úr þyrlum
í 20-30 metra hæð, stökkva und-
ir skriðdreka á fullri ferð og svo
framvegis. Nú myndi ekkert slíkt
hvarfla að sér, framvegis verði
áhættuleikarar látnir svitna fyrir
sínum launum. Þessu valdi ást
hans á Jennifer. Jennifer þessi
tekur i sama streng, hún sjái lífið
í nýju og krystalstæru ljósi eftir
að hún hitti fyrir draumaprinsinn
sinn Sly Stallone. Hin litríka
móðir Slys, Jackie Stallone, Sem
lengi hefur baðað sig í frægðar-
ljóma sonarins, hefur spáð því
að þetta hjónaband Slys gangi
ekki upp fremur en hitt. Þvi valdi
að Jennifer sé ekki verðug að
eiga Sly fremur en fyrirrennarar
hennar. Auk þess séu þau ekki
fallegt par þar sem Jennifer sé
ekki nógu vel vaxinl .Og raunar
sé ekki sú kona til sem sé nógu
góð fyrir hann Sly sinn.
Kunnugir telja hana ekkert
meiria með þessu, þetta sé erg-
elsishjal sem stafi af því að hún
falli nú í skuggann af Jennifer
sem bæði þykir greind og af-
burðafalleg stúlka.
Ekki nógu vel vaxin fyrir Sly?
Sylvester
er greini-
lega ósam-
mála
mönnnu
gömlu.
POPP
Kænskan malar gnllið
Mikið er rætt um söngkonuna
Madonnu þessi misserin. Hún
ýmist hneykslar fólk eða heillar það
nema hvort tveggja sé. Nú þykir
mörgum aðdáunarvert hvernig
henni hefur tekist að raka saman
fé með því einu að gefa út plötu
með uppdubbuðum gömlum lögum.
Án þess að fylgja plötunni eftir með
hjómleikaferðalagi. Án þess að
koma nokkurs staðar fram opinber-
lega og flytja efni plötunnar. Hún
nefur einfaldlega vaf-
ið Ijölmiðlum um fing-
ur sér. Unnið djörf
myndbönd með lögum
sínum og spílað síðan
út réttu spilunum í
takt við viðtökurnar.
Sum myndböndin
hafa verið bönnuð
víða fyrir vestan haf
og alls staðar eru þau
umtöluð. Aldrei hefur
hún þénað jafn mikið
fyrir jafn litla vinnu,
nánast eingöngu út á
kænsku og aðspurð
brosir hún bara og
segir ekkert.
Madonna í aðalhlutverki í einu af myndbönd-
unum umtöluðu. Þetta atriði þykir þó fremur
ómerkilegt miðað við mörg önnur.
COSPER
Mig verkjar í hriéð þcgar ég er í þessari stellingu.
Burt Lancaster er nú alvarlega
sjúkur.
KRANKLEIKI
Burt Lancast-
er þungt
haldinn
Gamla Hollywood-brýnið Burt
Lancaster liggur nú þungt
haldinn á sjúkrahúsi í Los Alamitos
í Kaliforníu, en hann fékk hjarta-
slag í byijun desember. I fyrstu var
honum vart hugað líf, en hann er
nú úr lífshættu. Læknar leikarans
góðkunna segja hann magnlítinn
hægra megin og auk þess eigi hann
erfitt með mál. Óvíst sé hvort hann
nái meiri bata en komið er. Það eru
aðeins rúmir þrír mánuðir síðan
Lancaster gekk að eiga Susan
Scherer, 48 ára gamlan sjónvarps-
„pródúsent“. Var það þriðja hjóna-
band beggja.
1. leikvika - 5. jan. 1991
Röðin : 1XX-222-X11 -121
HVER VANN ?
685 79g kr
12 réttir: 0 raöir komu fram og fær hver: O-kr.
11 réttir: 8 raöir komu fram og fær hver: 21.431 - kr.
10 réttir: 151 raöir komu fram og fær hver: 1.135 - kr.
Sprengivika og Tvöfaldur pottur
>1
VÁKORTALISTI
DagS. 08.01.199R Nr. 23
Kort nr
8300
8300
8300
8300
8300
8301
8301
1024 2104
1192 2209
1486 2105
1564 8107
2460 7102
0314 8218
0342 5103
Erlend kort (öll kort)
54-11 07** **** ****
5420 65** **** ****
5217 0010 2561 2660
5217 9840 0206 0377
5217 9500 0114 5865
Ofangreind kort eru vákort sem taka ber úr umferð.
VERÐLAUN KR. 5.000,-
fyrir þann sem nær korti og sendir sundurklippt
til Eurocards.
Úttektarleyfissími Eurocards er 687899.
Þjónusta allan sólarhringinn.
Klippið auglýsinguna út og geymið.