Morgunblaðið - 18.01.1991, Side 7

Morgunblaðið - 18.01.1991, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. 3ANÚAR 1-991 7 Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkur: Uppbyggiug- og þróttmikill rekstur án skattahækkana - segir Davíð Oddsson, borgarsljóri FYRRI umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fór fram á fundi borgarstjórnar í gær. Samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætluninni verða tekjur borgarinnar á árinu rúmir tólf milljarðar króna, rekstrar- gjöld rúmlega átta og hálfur milljarður og fé, sem varið verður til eignabreytinga þrír og hálfur milljarður. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði við umræðuna, að síðustu átta ár hafi verið eitt mesta uppbygg- ingarskeið í sögu borgarinnar og að það sé fagnaðarefni, að hægt hafi verið að standa að þessari miklu uppbyggingu, án þess að íbúum borgarinnar hafi verið íþyngt með nýjum sköttum. Samkvæmt frumvarpi að fjár- hagsáætlun borgarinnar verða tekjur hennar á þessu ári 12.045.065 þús- und krónur. Stærsti tekjuliðurinn eru tekjuskattar eða útsvör, sem áætlað er að skiii 5.855 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að aðstöðugjöld skili 2.530 milljónum króna og fast- eignagjöld 1.880 milljónum króna. Alls er gert ráð fyrir að rekstrar- gjöld borgarinnar verði 8.613.882 þúsund krónur. Stærsti einstaki út- gjaldaliðurinn verða útgjöld til gatna og holræsagerðar eða 2.026.900 þús- und krónur. Næst koma félagsmál og almannatryggingar, en til þeirra eiga að renna 1.421.100 þúsund krónur, 1.238.444 renna til skóla- mála og 991.250 þúsund krónur til dagvistarmála. Þá verður 544.145 þúsund krónum varið til æskulýðs-, íþrótta- og tómstundamála. Framkvæmdir á árinu Meðal þeirra framkvæmda, sem setja svip sinn á fjárhagsáætlunina, er fyrsti áfangi Hamraskóla í Grafar- vogi, sem áætlað er að tekinn verði í notkun næsta haust, hönnun og byrjunarframkvæmdir við Húsaskóla og grunnskóli í Borgarholtshverfi auk tengibyggingar á lóð Foldaskóla. Áfram verður unnið að framkvæmd- um við skautasvellið í Laugardal og fyrirhugaða sundlaug í Árbæjar- hverfi, ráðist verður í þakviðgerðir á Kjarvalsstöðum og unnið að hönnun og undirbúningi framkvæmda við endurreisn húsakosts og Erró-safn á Korpúlfsstöðum, sem vonast er til að opnað verði 1994. Framkvæmdir við íbúðir aldraðra við Lindargötu halda áfram á árinu og tekur borgin einnig þátt í fram- kvæmdum við byggingu hjúkrunar- heimilis fyrir aldraða í Grafarvogi. Ráðgert er að veija 680 milljónum til framkvæmda við Ráðhús Reykjavíkur á árinu og verður þá heildarkostnaður vegna þess orðinn 2.263 milljónir króna í árslok. Stefnt er að því að unnt verði að taka húsið í notkun í apríl á næsta ári. Mikil uppbygging á 8 árum Við umræður um fjárhagsáætlun- ina í gær sagði borgarstjóri meðal annars, að hún bæri það með sér, að Reykjavíkurborg væri afar öflugt fyrirtæki, sterkasta þjónustueining landsins með afar trausta efnahags- lega stöðu. Hann sagði að. ef litið væri til síðustu átta ára væri ekki ofsagt, að þau væru eitt mesta upp- byggingarskeið í sögu hennar. Nán- ast væri sama hvert væri skyggnst í þeim efnum og í öllum borgarhverf- um, jafnt nýjum sem gömlum, sæju menn merki mikilla breytinga og þróttmikillar vaxandi borgar. Hann sagði að nú mætti sjá fyrir endann á því að lokst takist að byggja ráðhús fyrir höfuðborgina og að útsýnishús Hitaveitunnar á Öskjuhlíð yrði senn fullklárað. Reynt hafi verið að gera þessar fram- kvæmdir tortryggilegar en þær töluðu nú fyrir sig sjálfar. Gríðarlega mikið hefði verið gert á öðrum svið- um, til dæmis hefði á þessum átta árum verið byggt 21 barnaheimili, heilsugæslustöðvar hefðu verið opn- aðar í ftestum borgarhverfum og hrein bylting hefði átt sér stað í málefnum aldraðra. íþrótta- og menningarmál Borgarstjóri bætti við, að meiri uppbygging hefði átt sér stað í upp- byggingu íþróttamannvirkja en nokkru sinni áður á jafn skömmum tíma í sögu borgarinnar og jafnframt hefðu stórir áfangar náðst á sviði menningarmála. Aldrei hefði verið meira ræktað af tijágróðri í borg- inni, gjörbreyting væri að verða í skólp- og útrásarmálum borgarbúa, auk byltingar í sorphirðu. Hann vék að stöðu fyrirtækja borgarinnar og sagði, að þau hefðu á þessu tímabili verið efld myndar- lega. Nær allar skuldir Hitaveitunn- ar, Rafmagnsveitunnar, Vatns- veitunnar og Reykjavíkurhafnar hefðu verið greiddar niður jafnframt því sem staðið hefði verið að öflugum framkvæmdum, en þrátt fyrir það hefði gjaldskrá veitustofnana farið lækkandi. Gjölrbylting hefði orðið í skipulagsmálum og gríðarlegt átak í gatnamálum. Ekki skattahækkanir Borgarstjóri lauk ræðu sinni með því að segja, að það væri fagnaðar- efni, að hægt hafi verið að standa að hinni miklu uppbyggingu í borg- inni á undanförnum árum án þess að íbúum hennar hefði verið íþyngt með nýjum sköttum. Þvert á móti hafi verið haldið af stað fyrir átta árum, þegar sjálfstæðismenn endur- heimtu meirihluta sinn í borgar- stjórn, með því að lækka vinstri- stjórnarskattana. Borgin hafi heldur ekki sökkt sér í skuldafen, eins og því miður vilji stundum gerast hjá sveitarfélögum, sem standi í miklum framkvæmdum. a?] 1 jL)öi\J J JJIJj jJ-‘ ,n . I/(ij\ijjf ««1111C1I JIIli'llli 11 Tímarit Náttúrulækningatélagsins véTðurVvnnt i Miklaoarð- v/Sund tóstudagog laugatclag. 58Ö.- 389." MYLLAN tjölkornabrauð SOFTUGHTIéttiurtasmior 50%fiturhinna425g — SMJÖ* Léttostar, 4 teg. 10%SVy n*n' ngaratsláUur. lÉrtNUOLK i ítn 59.- RYNKEBY ávaxtasafar mikið útval. Appelsínu, sólberja, kirsubena, ^ . 99 .. epla, grape og tomat-------- ÁVIXTO Rautt grape kr. kg -W 199.- Iiviuyi«r ■ Sweeties kr. kg Pomelos kr kg IV ~~Mcírtur kr. Pomelos Kr-, y. _ " óó , Appelsinur kr. kg —--jj Kiwi kr.kg....... Munið'. tinmg \M KAUPSTAÐUR IMJÓDD /MIKIK34RDUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.