Morgunblaðið - 18.01.1991, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÖ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991
i
10
Auðnin stækkar ár frá ári og ekki seinna vænna að stöðva gróðureyðinguna.
Friðun landnáms Ingólfs
fyrir lausagöngu búfjár
Líf og land, Landvernd og Árnes-
ingafélagið í Reykjavík, hafa sent
formönnum þingflokkanna bréf
ásamt áskorun um að flutt verði á
Alþingi tillaga um friðun landnáms
Ingólfs fyrir lausbeit búfjár.
Áhersla er lögð á að hún verði sam-
þykkt á þessu þingi fyrir kosningar
í vor.
Fer bréfið hér á eftir:
Hér með fylgir áskorun til AI-
þingis, þess efnis að nú þegar verði
hafist handa um friðun landnáms
Ingólfs fyrir lausagöngu búijar.
Samin verði og samþykkt á Alþingi
þingsályktun þar sem ríkisstjóm er
falið að láta semja lagafrumvaip
um friðun Landnáms Ingólfs fyrir
lausagöngu búfjár. Frumvarp þetta
verði lagt fyrir haustþing 1991.
Rannsóknir hafa leitt í ljós mikla
og hraðvaxandi gróðureyðingu á
þessu landsvæði undanfarin ár og
áratugi. Víða er gróður eyddur með
öllu og jarðvegur horfinn. Annars
staðar er gróður illa farinn . og í
gjöreyðingarhættu ef svo heldur
fram sem horfir. Þetta á einkum
við um lyng, runna og tijágróður.
Skjótra aðgerða er hér þörf fyrir
gróðurvernd, og endurgræðslu ör-
foka lands. M.a. með ræktun harð-
gerðra tegunda, belgjurta, runna,
skjólbelta og skóga. Slíkt mundi
skila þjóðinni miklum framtíðar-
vérðmætum, opna nýjar leiðir fyrir
þýðingarmiklar atvinnugreinar, þar
á meðal-skapa skilyrði fyrir fram-
tíðar arðbæran landbúnað eftir
nokkurra áratuga skeið.
Hér er um tvennt að velja: að
gjöreyða vissum undirstöðugróðri,
eða að landsvæðið verði friðað með
réttum hætti svo við getum tekið
þátt í því ásamt næstu kynslóð að
greiða hina miklu gróðureyðingar-
skuld.
Lausn þessa máls þarf ekki að
koma hagsmunalega eða búsetu-
lega niður á neinum einstaklingum.
Málið er algjörlega ópólitískt, þann-
ig að allir stjórnmálaflokkar er
styðja vilja vaxandi hagsæld þjóðar-
innar í þessu landi, geta staðið sam-
an að þeirri lausn, sem að framan
er nefnd. Okkur er full alvara að
fylgja þessu máli eftir og munum
beita okkur fyrir því að friðunarmál
þetta verði kynnt rækilega fyrir
kosningar næsta vor.
Varðandi önnur efnisatriði þessa
máls vísast til gagna sem bréfi
þessu fylgja, sérstaklega er vakin
athygli á samþykkt nr. 11 frá Nátt-
úruverndarráði.
Virðingarfyllst,
Líf og land; Herdís Þorvalds-
dóttir, 'Árnesingafélagið í
Reykjavík; Arinbjörn Kolbeins-
son.
Önnur eftirtalin félög styðja
áskorun þessa:
Líffræðifélag íslands, Hið
íslenska náttúrufræðifélag, Skóg-
ræktarfélag íslands, Skógræktarfé-
lag skáta, Skógræktarfélag
Reykjavíkur, Skógræktarfélag
Hafnarfjarðar, Skógræktarfélag
Garðabæjar, Skógræktarfélag
Kópavogs, Kiwanisumdæmið á Is-
landi og Náttúruverndarsamtök
Suðumesja.
Auk þessa var samþykkt tillaga
sama efnis á Náttúruvemdarþingi,
sem haldið var í október sl.
Innilegt þakklœti til allra þeirra, er glöddu mig
á einn eða annan hátt á afmœli mínu þann
17. desember sl.
Lifið heil.
Ólafur Vilhjálmsson,
Bólstað, Garðabæ.
Viðtalstimi borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 'f
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1,
á laugardögum í vetur f rá kl. 10-12.
Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum
og ábendingum.
Allir borgarbúar velkomnir.
Laugardaginn 19. janúar verða til viðtals Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, í borgar-
ráði, formaður stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, og Jóna Gróa Sigurðardóttir, formað-
ur atvinnumálanefndar, í stjórn heilsugæslu miðbæjarumdæmis, menningarmálanefnd og bygging-
arnefnd aldraðra.
Hvað líður undir-
búningi jarðganga
á Austurlandi?
eftir Þorvald
Jóhannsson
Nefnd sem samgönguráðherra
skipaði 2.11. 1988 hefur það hlut-
verk að kanna jarðgangaleiðir á
Austfjörðum og gera tillögur um
gangaleiðir og fjármögnun. •
Hún er skipuð 3 Austfirðingum,
fulltrúa frá Byggðastofnun, sam-
gönguráðuneyti og Vegagerð ríkis-
ins.
Samkvæmt vinnuáætlun sem
nefndin setti sér fyrir árið ’89 var
þá unnið að áframhaldandi jarð-
fræðirannsóknum, umferðarkönn-
un framkvæmd og aðstæður til
vega- og brúargerðar skoðaðar.
Að sögn nefndarmanna tókst það
eins og til var ætlast. í upphaflegri
áætlun nefndarinnar ætlaði hún að
skila af sér til ráðherra síðla árs
1990.
En þar sem störfum hennar mið-
aði hægar á sl. ári en ráð var fyrir
gert í upphafi, verðum við samt að
vona að tillögur samkvæmt erindis-
bréfi liggi á borði ráðherra síðar á
þessu ári.
Urvinnslu jarðfræðirannsókna
sem fyrir liggja er að mestu lokið.
Úrvinnslu ferðakönnunar einnig, en
umferðarspá liggur ekki fyrir.
Lokið er samantekt, yfirliti og
áætlun um lengdir og kostnað við
vegi brýr og jarðgangagerð á öllum
þeim stöðum sem hafa verið til
skoðunar. .
í þeim gögnum er miðað við
munna jarðganga í mismunandi
hæð yfir sjó, en ekki hefur enn
verið ákvarðað hversu t.d. ofarlega
er óhætt að fara. Það byggist m.a.
á því hver endanleg niðurstaða
verður á útkomu mælinga og
gagnasöfnunar um m.a. úrkomu,
snjóalög, snjósöfnun o.fl. á Ijallveg-
um, en þær hafa verið í gangi sl.
2 vetur. Haglýsingar og þróunar-
könnun er í vinnslu hjá Byggða-
stofnun.
Kostnaðarnytjagreining er lítt á
veg komin, en varðandi hugmyndir
um ijármögnun nýtist nefndinni
væntanlega vel sú vinna sem fyrir
liggur um Vestfjarðagöngin.
Samráð og samvinna hefur verið
við heimamenn, auk þess sem fund-
ir hafa verið haldnir með sveitar-
stjórnum.
Tillögur um endanlegar jarð-
gangaleiðir á Austljörðum liggja
ekki fyrir enn, en ekki er ástæða
til að ætla annað en að um þær
náist full samstaða innan nefndar-
innar.
Það ánægjulegasta sem gerðist
á síðasta ári fyrir jarðgangaáhuga-
menn á Austurlandi er nýleg opnun
Múlaganga, en framkvæmdir þar
Leiðrétting
ÞAU mistök urðu við vinnslu grein-
ar Kristínar Gestsdóttur um mat
og matgerð í þriðjudagsblaði, blað-
síðu 36, að sjötti liður í uppskrift-
inni Auðvelt brauð féll niður.
Þar á að stpida:
6. Látið brauðið lyfta sér á volgum
stað í 40 mín. eða lengur.
Morgunblaðið biðst velvirðingar
á þessu.
Þorvaldur Jóhannsson
„Því þurfa Austfirðing-
ar að vera tilbúnir „í
borun“ ekki síðar en á
árinu 1998.“
gengur mun betur en bjartsýnustu
menn þorðu að vona í upphafi. Einn-
ig og ekki síður hve allur undirbún-
ingur hefur gengið vel á Vestfjörð-
um. Hönnun jarðganga þar er lokið.
Forvalsgögn framkvæmda voru
send út sl. haust og verkið verður
boðið út í næsta mánuði. Fram-
kvæmdir eiga að heíjast í sumar,
og stefnt er að því að þeim ljúki í
árslok 1995.
Engin ástæða er því til að ætla
annað en að.því markmiði verði
náð. Ég hef trú á að þeim ljúki vel
fyrir tilsettan tíma.
Því þurfa Austfirðingar að vera
tilbúnir „í borun“ ekki síðar en á
árinu 1998.
Svo mun verða, því árið 2001 er
skammt undan.
Höfundur er bæjarstjóri á
Seyðisfirði.
Félagið
„I Miðbæn-
um“ stofnað
STOFNFUNDUR samtakanna „í
miðbænum" (Miðbæjarfélagið)
verður haldinn laugardaginn 19.
janúar 1991 á veitingahúsinu
Gauki á Stöng kl. 15.00.
Aðilar að þessum samtökum eru
þeir sem starfrækja rekstur fyrir-
tækja og/eða félagastarfssemi á
svæði Kvosarinnar, sem nær frá
Lækjargötu að Garðastræti ogírá
Tjörninni að Tryggvagötu og öðrum
sem áhuga hafa á varðveislu gamla.
miðbæjarins.
Á fundinum verða lög félagsins
lögð fyrir fundinn, rædd og borin
upp til samþykktar og stjórn félags-
ins kjörin.
ÚTSALAIM HEFST Á MORGUIM
Opið frá kl. 10-16 DIMM ALIMM,
Bankastræti 4,
sími 11222.