Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 12
12 MORGÚNBLÁÐÍÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991 VÖKULT AUGA Sjónvarpsvöröurinn getur fylgst meö útidyrunum, biðsalnum, verksmiöjunni, versluninni, vöruskemmunni eða hvar sem aðgæsla er nauðsynleg. Sjónvarpsvörðurinn sofnar ekki á verðinum. Hafið samband við sölumenn í síma 69 1500 - TÆKNIDEILD Heimilistæki hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI69 15 00 ÍSCUHIUKjJim Þú svalar lestrarþörf dagsins Bjarni L Karlsson forstjóri — Minning Fæddur 31. mars 1939 Dáinn 10. janúar 1991 Hann Bjarni er dáinn. Ég veit að maður beið orðið eftir þessum orðurn, hversu ósanngjarnt sem það er. Ég á enn mjög erfitt að með- taka og skilja brotthvarf Bjarna nú. Þess vegna er gott að geta leitað i minninganna sjóð og fundið það er lifir af Bjarna í huga manns. Ég man fyrst eftir honum þegar ég var smápolli og fékk að fara í bíltúra með honum á gömlu Cortin- unni. Þá var hann ógiftur ungur maður, sem hafði nægan tíma fyrir lítinn frænda. Svo liðu árin og allt- af kom Bjarni að sækja mig ef eitt- hvað átti að gera með fjölskyld- unni, enda fannst mér ég stundum vera eitt af börnum hans. Þegar ég fór að eldast fór ég að fá mikinn áhuga fyrir þeirri vinnu sem Bjarni vann við. Ég fékk að koma á laugar- dögum í Þjónustuna, þegar amma var að skúra, og gramsa í öllum hans tækjum og tólum. Þegar ég var ellefu ára spurði ég Bjarna hvort hann vantaði ekki sendil. Hann hélt það nú, og í mörg ár vann ég hjá honum sem sendill. Seinna fór ég að læra rafeindavirkj- un, Bjarna þótti námið ekki sækj- ast sem best og sagði við mig að þó ég væri ágætur verkmaður, kynni ég ekkert á bókina. Fáðu þér hamar og lærðu smiðinn sagði hann. Bjarni vissi sem var að svona „pillur“ myndi ég ekki þola, enda dreif ég mig áfram og kláraði nám- ið. Ég hef oft hugsað um það síðan að líkast til voru það þessi orð Bjama, sem komu mér í gegn. Ég hóf aftur vinnu hjá Bjarna fyrir u.þ.b. §órum áram. Á þeim tíma brölluðum við margt saman. Það var ekki alltaf auðvelt að vinna hjá Bjarna, enda var hann vinnu- þjarkur mikill og sló aldrei af. Ég man eftir því í haust, þegar Bjarni virtist vera að ná sér eftir veikindin var hann spurður að því, hvort hann væri farinn að vinna fullan vinnu- dag aftur. Hann sagði: „Nei, ég er svona að gutla þetta tólf tíma á dag.“ Þetta lýsir svolítið hvað Bjarni gerði miklar kröfur til sjálfs sín. Við vorum ekki alltaf sammála um 'framkvæmdir ýmissa mála, enda hafa kappsamir menn, eins og Bjarni var, ávallt skoðanir á hlutun- um. Við náðum þó alltaf saman að lokum. Það er með miklum söknuði og trega að ég kveð minn kæra vin og frænda, það er þó notalegt, þeg- ar sorgin leggst yfir að ylja sér við minningamar um allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég þakka Bjama fyrir allt, og blessuð sé minning hans. Kalli í dag verður lagður til hinstu hvíldar bróðir minn, Bjarni I. Karls- son, eftir harða baráttu við þann sjúkdóm sem að lokum hafði betur. Bjarni fæddist á Sæbóli á Sel- tjarnamesi 31. mars 1939, sonur hjónanna Önnu Á. Bjarnadóttur og Karls Sveinssonar, fyrrverandi leigubifreiðastjóra. Hann hóf nám í útvarpsvirkjun 1956 _ og fékk meistararéttindi 1963. Árið 1964 stófnaði hann fyrirtæki sitt Radió- þjónustu Bjarna, sem hann síðan rak með miklum dugnaði til hinstu stundar og ávann sér einstakt traust allra þeirra mörgu sem við hann skiptu. Bjami kvæntist 3. september 1966 Þóranni Öddu Egg- ertsdóttur ættaðri úr Ólafsvík, for- eldrar hennar era Vilborg Jónsdótt- ir og Eggert Guðmundsson, fyrrver- andi verslunarmaður. Böm þeirra Öddu og Bjama eru Anna Ástveig, fædd 23. febrúar 1967, í sambúð með Högna Guðmundssyni og eiga þau einn son, Axel, Arnar, fæddur 12. júní 1970, nemi í húsasmíði og tvíburana Braga Þór og Bjarna GARÐURINN Kringlunni Frey, sem fæddir eru 9. júní 1974, nemar í Verslunarskóla Islands. Margs er að minnast á skilnaðar- stundu, systkinahópurinn var stór og því oft þröng á þingi meðan við öll vorum í foreldrahúsum og árekstrar því stundum óhjákvæmi- legir, en öll vandamál voru leyst og undir handleiðslu yndislegra for- eldra komumst við öll til manns. Bjarni endurgalt ríkulega þá elsku sem hann varð aðnjótandi í heima- húsum, á hveijum degi gaf hann sér tíma þrátt fyrir miklar annir alla tíð, að heimsækja foreldra okk- ar og sjá til þess að þeim liði sem best. Þau sakna nú sárt góðs sonar og biðja honum blessunar guðs á nýjum brautum. Ótalin era spor þeirra að sjúkrabeði hans allt til hinstu stundar og kom þar berlega í ljós sú ástúð sem við systkinin öll höfum notið frá fyrstu tíð. Konu Bjama, Öddu, vilja þau færa alúðarþakkir fyrir dæmafáa fórnfýsi og umönnun á meðan á veikindum hans stóð. Sú væntum- þykja sem þar kom í ljós, endur- speglar vel allt þeirra samband sem ávallt var einstaklega gott. Ekki er hægt að láta hjá líða að þakka læknum og hjúkrunarfólki á deild 11E á Landspítala frábæra umönn- un og alúð sem honum var sýnd í veikindum hans. Elsku Adda og börn, söknuður ykkar er mikill, en öll él birtir upp um síðir og eftir stendur minningin um elskulegan eiginmann og föður, sem mun verða ykkur ljós um ókomna tíð. Bjarna biðjum við blessunar guðs. Megi hann hvíla í friði. Að lokum vil ég ítreka kveðju og bless- unaróskir foreldra okkar. Megi hon- um vel farnast í landi ljóss og friðar. Jarðarför Bjarna verður gerð frá Seljakirkju í dag klukkan 13.30. Palli Kveðja frá Meistarafélagi rafeindavirkja Vinur okkar og félagi Bjarni I. Karlsson, rafeindavirkjameistari er horfínn af þessum heimi. Öllum sem þekktu hann finnst þeir hafi misst traustan og góðan dreng. Og félag okkar á á bak að sjá einum af máttarstólpum sínum. Bjarni var sá maður sem alltaf var með í ráðum þegar afstaða var tekin til mála og naut hann mikils trausts og virðingar á fundum okk- ar og í daglegum samskiptum. Hann var enda kjörinn til margra trúnaðarstarfa, þannig var hann kosinn mjög ungur, eða 23 ára, í sveinsprófsnefnd og tveim árum síðar, þ.e. 1965, verður hann for- maður þeirrar nefndar og var í því embætti allt til dauðadags. Hann var um margra ára skeið varafor- maður Meistarafélags rafeinda- virkja og jafnan fulltrúi þess í samn- inganefnd um kjaramál. Bjarni lærði iðngrein sína hjá Viðtækja- vinnustofunni sem Eggert Benónýs- son rak og stjómaði. Þar ávann hann sér mikils trausts meistara síns og vinnufélaga. Man ég að Eggert taldi sig aldrei hafa haft traustari og vinnufúsari mann í sinni þjónustu. Hann vann sér einn- ig mikils trausts viðskiptavina Við- tækjavinnustofunnar og setti sig alveg einstaklega vel inn í alla liði þjónustunnar. Menn sóttust eftir því að fá hann sérstaklega til þess að vinna að þeim verkefnum sem þeir leituðu til verkstæðisins með. Bjarni stofnaði ungur eigið fyrir- tæki, fyrst i félagi við annan og síðan sitt eigið fyrirtæki, Radíó- þjónustu Bjama. Hann einbeitti sér að sérhæfðum verkefnum og byggði þjónustu sína upp með þeim hætti að hann gæti veitt sem skjótustu úrlausn hveijum viðskiptavini. Aldrei dró hann af sér heldur leysti hvers manns vanda svo fljótt sem auðið var. Mikið og gott orð fór af dugnaði hans og áreiðanleik. Það stóð allt sem hann lofaði og bóngóð- ur var hann með afbrigðum. Þótt hann hafi ekki fengið lengri tíma til starfa en til fimmtíu og eins árs aldurs eru það ótrúlega margir sem hann hefur veitt leiðsögn í fagi sínu. Fjölmarga unga menn, sem voru í iðnnámi í Iðnfræðsluskóla, tók hann í starfsþjálfun lengri og skemmri tíma og margir þeirra ílengdust á verkstæðinu hjá honum. Þeir eiga nú á bak að sjá einstaklega góðum húsbónda og félaga. Bjarni var stórhuga og kjarkmik- ill maður. Um leið og hann byggði upp fyrirtæki sitt af dugnaði og missti aldrei sjónar af því sem hon- um fannst aðalatriði, að veita góða og skjóta þjónustu. Hann eignaðist smám saman húsnæði það sem fyr- irtæki hans þurfti til svo nægjan- lega góð vinnuaðstaða væri fyrir alla hans starfsmenn. Eindrægni fjölskyldunnar og samheldni hjón- anna, Bjarna og Þórunnar Öddu Eggertsdóttur, var einstök og mikil bæði á heimili og á vinnustað unnu þau öll af alúð og sem einn maður. Kona, börn, tengdasonur og aldrað- ir foreldrar eiga nú minningarnar eftir, söknuðurinn er mikill og treg- inn sem eftir situr er sár. Um leið og við vottum ástvinum Bjarna okkar innilegustu samúð biðjum við almáttugan Guð að styrkja og hugga þá sem misst hafa ástvin sinn sem nú hefur fengið frið og hvíld eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Fyrir hönd Meistarafélags rafeindavirkja, Sigursteinn Hersveinsson. Vinur minn og lærimeistari, Bjarni Karlsson, hefur kvatt þetta jarðlíf langt um aldgr fram. Stuttri, harðri baráttu við svo óvæginn sjúk- dóm, sem lagt hefur margan mann- inn að velli, er lokið. Mann brestur hins vegar skilning á tilganginum þegar maður á besta aldri er hrifinn jafn skyndilega frá okkur og það verður fátt um svör. Ég veit að ég halla ekki á neinn þegar ég segi að atorkusamari og duglegri mann er tæplega hægt að finna. Bjarni hóf mjög ungur rekst- ur fyrirtækis, fyrst í samvinnu við annan en tók innan fárra ára rekst- urinn í eigin hendur og hafði rekið Radíóþjónustu Bjarna óslitið í um ÚTSALA Karlmannaföt verð 4.000 - 6.800,- Stakir jakkar verð frá kr. 3.500,- Stakar buxur verð frá kr. 500-1.900,- Skyrtur verð frá kr. 1.000-2.000,- Peysur verð frá kr. 1.300-1.600,- Hattar verð frá kr. 600-1.600,- o.fl. Andrés, Skólavördustíg 22 sími 18250

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.