Morgunblaðið - 18.01.1991, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.01.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUH 18. JANÚAR 1991 19 Fjármálaheiminum finnst sigur 1 höfn: Stuttri styi'j- öld fylgir bætt- ur efnahagur New York, Tokíó, London. Reuter. EF MARKA má viðbrögð fjármálamarkaða á Vesturlöndum er sigur í höfn í styrjöld bandamanna gegn Irak. Hlutabréf í kauphöllinni í New York snarhækkuðu í verði þegar viðskipti með þau hófust í gærmorgun að þarlendum tíma og endurspeglaði það vonir fjár- festa um að velheppnuð árás flugherja bandamanna á Irak myndi binda skjótan enda á styijöldina gégn Saddam Hussein og Iraks- her. Dow Jones hlutabréfavísitalan rauk upp um meira en 70 stig eða sem svarar til um 3% hækkunar og var komin í liðlega 2.580 stig áður en hálf klukkustund var liðin frá opnun kauphallarinnar. Dragist styrjöldin á langinn hefur verið talað um að DJ-vísitalan geti jafnvel fallið undir -1800 stig. Hlutabréf í Tókíó og London snar- hækkuðu einnig af sömu ástæðu, en dollarinn og gullið hríðféllu í verði. Sömu sögu er að segja af olíu sem skiptir hvað mestu máli í þessum átökum. Verðfall á olíu Hráolían hríðféll í verði þegar ljóst varð hversu vel hernaðarað- gerðir bandamanna höfðu tekist og á markaði framvirkra samninga í London um hádegisbil hafði olíu- verð á tunnu miðað við afhendingu í mars fallið um 8. doilara niður í um 21 dollara. Undanfarna daga hefur verð hráolíutunnunnar verið í kringum 28-29 dollarar. Dragist styijöldin hins vegar á langinn er allt eins talið að olíuverð geti farið tímabundið yfir 50 doilara tunnan með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir efnahag stærstu hagkerfanna og þar með alls heimsins. Fjármálamarkaðirnir eru þó hvergi bangnir þessa stundina. Gullið, hið gamla skjóishús fjárfesta og sparifjáreigenda á óvissutímum, hafði t.d. fallið um 23 dollara í um 380 dollara únsan á málmmarkað- inum í London um hádegisbilið í gær. Dollarinn, annar gamalkunnur griðastaður fjármagnseigenda á stíðstímum, mátti einnig sæta því að gengi hans á evrópskum gjald- eyrismörkuðum fór ört fallandi og var um miðjan dag.í gær komið í 1,5210 þýskt mark og 133,90 jap- önsk yen eftir að hafa verið í 1,5455 mörkum og 136,75 yenum við lokun þessara sömu markaða kvöldið áð- ur. Fellur dollarinn frekar? Sérfræðingar á fjármálamörkuð- unum segja að þetta kunni einung- is að marka upphafið að frekara gengisfaili dollars. Menn sjá þá fyr- ir sér að stríðinu verði lokið með fullnaðarsigri innan vikutíma og athygiin muni þá aftur beinast að versnandi efnahag Bandaríkjanna sem verði til að grafa undan eftir- spurn eftir dollarnum á gjaldeyris- mörkuðum. Þar af leiðandi megi allt eins reikna með gengisfalli doll- ars niður undir 133 yena markið sem þykja hafa talsverða sálræna þýðingu, þannig að þegár því sé náð megi allt eins búast við að doll- arinn haldi áfram að falla og stað- næmist ekki fyrr en í 131 japönsku yeni. Lágt gengi dollars styrkir sam- keppnisstöðu bandarískra framleið- enda gagnvart innflutningi. Gagn- vart okkur íslendingum kemur þetta t.d. fram í því að minna fæst fyrir þann fisk sem fluttur er til Bandaríkjanna í samanburði við fiskmarkaði okkar í Evrðpu, svo að erfiðara verður fyrir stóru íslensku fisksölufyrirtækin að standa við skuldbindingar sínar um afgreiðslu á fiski til bandarískra kaupenda. Á hinn bóginn munu erlendar skuldir íslendinga lækka nokkuð vegna þess hluta þeirra sem er í dollurum. Verði stríðsgæfan bandamönn- um jafnholl og hún hefur verið hing- að til ætti efnahagur iðnríkjanna að vænkast talsvert frá því sem var eftir innrás íraka í Kúveit ágúst. Segja má að olíuverðshækkunin sem þá varð og óvissan henni sam- fara hafi orðið til að fjármálamark- aðirnir misstu fótanna og tóku bandarískan og breskan efnahag með sér inn í samdráttarskeið eftir 9 ára samfellt góðæri, sem reyndar sér ekkert fyrir endann á hjá hinum tveimur stóru hagkerfunum, Japan og Þýskalandi. Kreppueinkenni Hagtölur sem birtust í gær bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi sýna vel krepputilhneiginguna. Þar kem- ur fram að nýbyggingar í Banda- ríkjunum drógust saman um 12,4% í desember sl. og hafa ekki verið minni umsvif á þeim vettvangi sl. átta og hálft ár. Nýjar atvinnuleys- istölur í Bi-etlandi sýna einnig að kreppan hefur haldið þar innreið sína á vinnumarkaðinn, því að fjöldi atvinnulausra jókst um 80.400 manns í desember og hefur ekki mælst hærri tala þar í áratug. Veil- urnar í efnahag þessara landa þykja þó liggja fyrst og fremst í fjármála- kerfinu sjálfu fremur en framleiðsl- unni eins og oftast er á samdrátt- artímum. Einkanlega beinist at- hyglin að bankakerfinu bandaríska, sem orðið hefur að afskrifa gífur- legar fjárhæðir í töpuðum útlánum vegna verðhruns á fasteignamark- aðinum vestra, og einnig að ýmsum bandarískum stórfyrirtækjum sem voru skuldsett í botn þegar yfir- tökuæðið á fyrirtækjamarkaðinum vestra stóð sem hæst. Á bak við þessar skuldsetningar standa iðu- íega mjög áhættusöm og ótrygg skuldabréf sém smitað hafa út frá sér um allan fjármagnsmarkaðinn. Þessar meinsemdir eru ekkert úr sögunni, þótt skjótur og frækinn sigur vinnist við Persaflóa. Sér- fræðingar segja þó að veruleg lækk- un olíuverðs í kjölfar sigursins skipti sköpum um efnahagsþróunina. Sigrinum myndi einnig fylgja veru- lega styrkt sjálfsímynd bandarísku þjóðarinnar með tilheyrandi auknu sjálfstrausti og framtakssemi. Fátt er hollara efnahagskerfinu. Myndirnar sýna tilraun ineð Tomahawk-stýriflaug sem lendir á skotmarki á jörðu niðri og sundr- ar því. Flugherir banda- mauna og Iraka Lundúnum. The Daily Tclegraph, Reuter. ÞÓTT fréttir hafi borist af liðsflutningum banda- manna í Saudi-Arabíu að landamærum Kúveits hafa fyrstu stig átakanna við Persaflóa falist í stór- felldum ioft- og stýriflaugaárásum bandamanna á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í írak og Kúveit. Hér fer á eftir yfirlit yfir helstu herþotur og vopna- búnað bandamanna og fraka: BANDAMENN F117a stealth: Orrustu- og sprengjuþota sem ekki kemur fram á ratsjám og hefur af þeim sökum verið nefnd „torséða" þotan á íslensku. Hentar vitanlega mjög vel til skyndiárása. Flýgur undir hljóð- hraða og hefur að geyma sér- hæfðan miðunarbúnað til nætur- árása. Sagt að hver þota beri tvær 1.000 kílógramma sprengj- ur sem stjórnað er með sjón- varps- og leysitækni. Tomahawk-stýriflaugar: Tölvustýrt flugskeyti með þotuhreyfli sem skotið er jafnt frá skipum sem flugvélum. Eld- flaugin fer í um 100 metra hæð yfir jörðu að skotmarkinu á að minnsta kosti 800 kílómetra hraða og dregur rúma 1.200 kíló- metra. Fylgir landslaginu á leið sinni að skotmarkinu og leiðrétt- ir stefnuna. Mjög nákvæm og öflug stýriflaug. Skekkjumörk eru talin vera 30 metrar og næsta ómögulegt er fyrir íraka að granda þeim á flugi. Hentar vel til árása á skotmörk sem hafa sérstaklega mikla hernað- arlega þýðingu sökum mikillar nákvæmni. Tornado GRl: Bresk þota, sérbúin til sprengjuárása. Beitt í árásum á flugvelli íraka sem sagðir eru um 60 talsins. Ber sérhannaða sprengju, sem tætir í sundur flugbrautir óvinarins. Fullkomn- ara vopn í þessum tilgangi hefur tæpast verið smíðað. Þotan nær tæplega 1.600 kílómetra hraða og getur að auki borið ýmsar sprengjur og eldflaugar. B52G Stratofortress: Ekki er vitað til þess að flug- vélum þessum hafi verið beitt fram til þessa í Persaflóastyijöld- inni. Langdræg sprengjuvél sem byggir á 40 ára gamalli teikn- ingu. Hefur verið endurbætt og hentar bæði til árása á skotmörk á jörðu niðri úr mikilli og lítilli hæð. Hentar vel gegn hvers kon- ar brynvörnum, stjórn- og varn- arstöðvum, jarðsprengjusvæðum og þar sem þörf er á stórfelldum loftárásum. Ber 30 tonna sprengjufarm. Dregur rúma 11.000 kílómetra og getur því flogið beint til átakasvæðanna frá Bandaríkjunum án þess að taka eldsneyti á leiðinni. Hæg- fara, nær tæplega 800 kílómetra hraða, og gefur frá sér mikið endurkast. Auðveld bráð fyrir flugmenn og loftvarnarskyttur íraka komist þeir í færi við hana. FlllF: Öflugasta og nákvæmasta sprengjuþota Bandaríkjamanna. Þotan telst meðaldræg og getur flogið tæpa 2.000 kílómetra. Nær rúmlega 2.400 kílómetra hraða og getur borið 1.000 kíló- gramma klasasprengjur. Flll- þotum var beitt er Bandaríkja- menn réðust á Líbýu 1986. F-16: Bandarísk orrustu- og sprengjuþota. Búin eldflaugum jafnt gegn óvinaþotum sem og til árása á jörðu. Dregur rúma 920 kílómetra. F-15 Eagle: Ein fullkomnasta orrustuþota sem smíðuð hefur verið. Búin fallbyssu og eldflaugum gegn óvinaflugvélum. Getur dregið allt að 5.700 kílómetra búin auka- eldsneytisgeymum. ÍRAK Mig 29 Fulcrum: Fullkomnasta orrustuþota ír- aka og er talin sambærileg við bestu þotur bandamanna. írakar em sagðir eiga 30 sovéskar MiG 29-þotur en hermt er að fáir flugmenn hafi fengið þjálfun í að fljúga þeim. Dregur um 1.900 kílómetra og nær rúmlega 2.000 kílómetra hraða. Ber eldflaugar gegn óvinaflugvélum, sprengjur og eldflaugar til árása á skot- mörk á jörðu niðri. F-15-þotum bandamanna yrði beint gegn þessum flugvélum. Mirage Fl: írakar eru taldir eiga um 100 Mirage-þotur, sem smíðaðar eru í Frakklandi. Einhveijar þeirra bera Exocet-flugskeyti sem gætu reynst alvarleg ógnun við flotadeildir bandamanna. Mirage-þota hæfði bandaríska herskipið USS Stark á Persaflóa árið 1988 með Exocet-skeyti. Hún getur einnig borið 14 250 kílógramma sprengjur, dregur um 1.500 kílómetra og nær tæp- lega 1.600 kílómetra hraða. Þyk- ir fremur auðveld bráð fyrir orr- ustuþotur bandamanna. Aðrar orrustuþotur: írakar eiga 16 langdrægar sovéskar orrustu- og sprengju- þotur af gerðinni Su-24 og sové- skar þotur af gerðinni MiG-25 og MiG 21. Þá eiga þeir ótiltek- inn íjölda úreltra flugvéla og um 160 árásarþyrlur. SKEMMTISKREPP UM HELGI TIL...BALTIM0KE/ HINGBN Söluskrifstofur Flugleiða: [■jj Lækjargötu 2, Hótel Esju og Krinqlunni. Upplýsingar og farpantanir i sima 6 90 300. ■II Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskriftofum HELGARFERÐ FÖSTUDAGUR TIL MÁNUDAGS LOMBARDY WASHINGTON DC TVEIR í HERB. KR. 33.520 Á MANN FLUGLEIÐiR Þjónusta alla leið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.