Morgunblaðið - 18.01.1991, Side 21

Morgunblaðið - 18.01.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 18. JANUAR 1991 Viðbrögð á Vesturlöndum: hafa verið óumflvjanlegt Bonn, Lundúnum, Lúxemborg, Mílanó, New York, Sameinuðu þjóðunum. Reuter. Bruss- el, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FJOLMARGAR þjóðir heims lýstu í gær stuðningi við að- gerðir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra gegn írök- um við Persaflóa. Ráðamenn sögðust flestir harma að stríð væri skollið á en það hefðu engu að síður reynst óumflýjan- legt vegna þess að Saddam Hussein, forseti íraks, hefði ekki farið eftir samþykktum Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Framkvæmdastjóri SÞ, Javier Perez de Quellar, sagðist vera mjög sorgmæddur en viðurkenndi þó að aðgerðirnar væru innan þess ramma sem samþykktur hefði verið af Oryggisráði SÞ. Mótmæli voru gegn aðgerðum banda- manna á nokkrum stöðum, þ.á m. í Þýskalandi og í Banda- ríkjunum. Jóhannes Páll páfi II. lét í ljós djúpa hryggð og sagði að með stríði væri „ekki hægt að leysa deilur á milli þjóða. Það hefur aldrei verið hægt og mun aldrei verða. hægt.“ Hann sagði kardinálum sínum að stríðið þýddi alvarlegan ósigur al- þjóðalaga og samfélags þjóðanna. Manfred Wörner, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), birti yfirlýsingu eftir fund fastafulltrúa aðíldarríkja NATO sem haldinn var í fyrrinótt. Þar er ítrek- aður stuðningur NATO-ríkjanna við ályktanir Öryggisráðs SÞ og harmað að ekki skyldi finnast friðsamleg lausn á deilunum. Þá segir að banda- menn voni að átökin verði skamm- vinn og Iögð áhersla á að aðildarrík- in standi vörð um Tyrkland sam- kvæmt Atlantshafssáttmálanum. Evrópubandalagið gaf út yfirlýs- ingu í gær þar sem stríð við Persa- flóa var harmað og írakar voru hvattir til að draga heri sína frá Kúveit til að forðast frekari eyði- leggingu. Yfirlýsingin var gefin út í Lúxemborg, sem nú er í í forsæti bandalagsins. „Aðeins brotthvarf íraka frá Kúveit getur komið í veg fyrir frekari eyðileggingu og að fórn- arlömbum fjölgi. Við vonum að átök- in verði skammvinn og írakar geri sér grein fyrir mistökum sínum á næstu klukkustundum og bregðist við í samræmi við það.“ Reuter Breskur hermaður við brynvarinn liðsflutningabíl á Heathrow-flug- velli í London í gær. Hópur hermanna hefur haldið uppi vörslu við flugvöllinn síðan á miðvikudag vegna ótta við aðgerðir hryðjuverka- manna á vegum íraka. Viðbrögð ráðamanna á Vestur- löndum voru flest á einn veg. írakar voru sagðir eiga sökina á því að stríð er skollið á, árás hefði verið óumflýj- anleg vegna þess að þeir hefðu ekki farið eftir samþykktum SÞ. Samein- uðu þjóðirnar gáfu út 12 samþykkt- ir vegna innrásar Iraka í Kúveit á tímabilinu frá 2. ágúst til 29. nóv- ember. Ráðamenn harma hvernig komið er og hafa flestir látið í ljós þá von sína að átökin breiðist ekki út og dragist ekki á langinn. Mótmæli brutust út víða í Banda- ríkjunum, Þýskalandi og víðar á Vesturlöndum þegar fréttir af árás bandamanna á írak og Kúveit bár- ust þangað. Nokkur hundruð manns komu samaii í .Berlín og Hamborg og einnig var nokkur mannsafnaður við bandarískar herstöðvar í Þýska- landi. Þá hefur bensínsprengjum verið hent að skotmörkum er tengj- as_t Bretum og Bandaríkjamönnum á Italíu. Öryggiseftirlit vi_ð mikilvæg- ar verksmiðjur víða á Ítalíu hefur verið hert til muna. 65 írakar hafa verið handteknir í Bretlandi síðustu tvo daga, þar af 35 í gær. Þeir verða fluttir úr landi við fyrsta tækifæri, að sögn talsmanns breska innanrík- isráðuneytisins. Búa sig undir nýja bylgju flóttafólks Genf, Amman. Reuter. JÓRDANIR hafa ákveðið að opna aftur landamæri sín að Irak eft- ir að þeim var heitið stuðningi hjálparstofnana Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Háttsettur embættismaður SÞ sagði í gær að Jórdanir myndu opna landamæri sín innan sólarhrings og taka við öllum flóttamönn- um sem flýja stríðsástand í Irak og Kúveit. Fyrstu viðbrögð Saddams Husseins: Stóryrtar yfirlýs- ingar um lokasigur Nikósíu. Reuter. „MÓÐIR allra styrjalda er hafin. Við munum sýna Bandaríkja- mönnum í tvo heimana." Þannig voru fyrstu viðbrögð Saddams Husseins íraksforseta við hern- aðaraðgerðum bandamanna en þá voru nokkrar klukkustundir liðnar frá því loftárásimar hófust. Saddam sagði, að móðir allra styijalda væri haf- in, Satan sjálfur [George Bush B andaríkj aforseti] hefði látið verða af glæpnum. Sagði hann, að írakar myndu sýna Bandaríkjamönn- um og svikaranum mikla [Fahd, konungi Saudi-Arabíu] í tvo heim- ana og frelsa Palestínu, Líbanon og hina helgu staði íslams. „Við trúum á réttlæti í þessari sögulegu styijöld. írakar munu standa fastir fyrir og bera sigur úr býtum með guðs hjálp,“ sagði Sadd- ara í ávarpinu. íraska sjónvarpið birti í gær myndir af Saddam þar sem hann var að biðjast fyrir eða var hylltur af fagnandi hermönnum og óbreytt- um borgurum. Ekki er vitað hvenær myndirnar voru teknar en líklegast talið, að það hafi verið áður en loftár- ásirnar hófust. Samkvæmt upplýsingum Sam- einuðu þjóðanna flýðu hundruð manna til írans frá írak í gær eft- ir árás bandamanna á Irak og Kúveit. Neyðarhjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDRO) hefur gert áætlanir um hvernig bregðast skuli við flóttamanna- vandamáli því sem í uppsiglingu er en sumir embættismanna SÞ segjast eiga von á bylgju allt að tveggja milljóna flóttamanna frá írak og Kúveit. Sergio Piazzi, talsmaður UNDRO, sagði að stofnunin hefði yfir að ráða 2.500 tonnum af neyð- argögnum og matvælum sem biðu flutnings í Evrópu og Pakistan en engar flugvélar til að flytja gögnin til nágrannalanda íraks. Jórdanir lokuðu landamærum landsins að írak í síðustu viku fyr- ir öllum nema Jórdönum og útlend- ingum sem gátu sannað að þeir gætu kostað heimferð sína. Nokkur fjöldi flóttamanna, aðallega frá Egyptalandi, Súdan, Jemen og Bangladesh, hefur beðið við landa- mærin eftir að verða hleypt inn í landið. Um 850.000 útlendingar fóru um Jórdaníu eftir innrás Iraka í Kúveit 2. ágúst og gengu sjóðir Jórdana fljótlega til þurrðar. Hans Einhaus, talsmaður UNDRO, sagði að stofnunin myndi undirrita samn- ing við jórdönsk yfirvöld í dag eða á morgun um greiðslu fyrir mat- væli og skjól fyrir flóttamenn. Flúið undan Saddam Flóttamenn við jórdönsku landamærastöðina í Ruweished. Yfir átta hundr- uð þúsund manns flúðu frá Kúveit og írak um Jórdaníu eftir að Saddam Hussein réðst inn í Kúveit 2. ágúst á sl. ári. Málaskólinn Mímir sími 10004 Saddam Husscin. VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN UPPLÝSINGAR: SlMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 Stríðið harmað en talið t) i •*» i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.