Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR ,!&;JANÍfftfy 1.99,1,.
____________Brids________________
Amór Ragnarsson
Bridsfélag Akureyrar
Sveit Grettis Frímannssonar sigraði
í sveitakeppni Bridsfélags Akureyrar/
á Akureyrarmóti sem lauk í Hamri á
þriðjudagskvöld. Mótið sem staðið hef-
ur yfir frá því í haust var æsispennadi
og úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu
umferð. SVeit Dags leiddi mótið frá
upphafi og allt fram á síðasta spila-
kvöld en í lokin varð sveitin að gera
sér þriðja sætið að góðu.
í sigursveitinni voru auk Grettis þau
Dísa Pétursdóttir, Örn Einarsson,
Hörður Steinbergsson og Frímann
Frímannsson.
Spilaðir voru tveir leikir hvert spila-
kvöld, alls 22 umferðir. alls mættu 12
sveitir til leiks og var spiluð tvöföld
umferð. Keppnisstjóri var Albert Sig-
urðsson.
GrettirFrímannsson 423
JakobKristinsson 413
Dagur - 405
HermannTómasson 388
JonasRóbertsson 354
ÆvarÁrmannsson 347
ZariohHamadi 323
Stefán Vilhjálmsson 306
Næsta mót á vegum Bridsfélags
Akureyrar er Akureyrarmótið í
tvímenningi, sem hefst nk. þriðjudag í
Hamri. Spilað verður eftir barómeter-
fyrirkomulagi.
Skráningu í mótið skal vera lokið
nk. sunnudagskvöid í síma 24624.
Reykjavíkurmótið í
sveitakeppni
Nú er aðeins þremur umerðum ólok-
ið í undankeppni Reykjavíkur- og Is-
landsmóts. Sveit Samvinnu-
ferða/Landsýn hefir svo gott sem
tryggt sér sæti í úrslitum Reykjavíkur-
mótsins en keppnin um íjögur efstu
sætin ér annars mjög tvísýn.
Stapan er nú þessi:
Samvinnuferðir 318
V.Í.B. 306
Landsbréf 301
Tryggingamiðstöðin hf. 297
S.Armann Magnússon 288
Yalur Sigurðsson 280
ÓmarJónsson 258
Mótinu lýkur á laugardaginn og
hefst spilamennskan kl. 13.
Bridsfélag Suðurnesja
Þórður Kristjánsson og Arnór
Ragnarsson sigruðu í eins kvölds
tvímenningi sem spilaður var sl. mánu-
dag. Mjög góð. þátttaka var eða 16
pör og einhveijir þurftu að hverfa frá
þar er þeir mættu of seint.
Lokastaðan:
ÞórðurKristjánsson-AmórRagnarsson 282
Gunnar Guðbjömsson - Kjartan Ólason 261
Bjöm Blöndal - Sigurhans Sigurhansson 237
Meðalskor 210.
Á mánudaginn kemur hefst meist-
aramótið í tvímenningi, barometer.
Spilað verður í Golfskálanum í Leiru
og hefst keppnin kl. 20. Spilarar eru
hvattir til að mæta tímanlega
Framhaldsskólamót í brids á
Sauðárkróki
Fjöibrautaskólinn á Sauðárkróki
heldur að þessu sinni framhaldsskóla-
mótið í brids í fjölbrautaskólanum á
Sauðárkróki.
Áætlað er að halda mótið 9. febrúar
næstkomandi og byija kl. 9.00. Kepp-
endum stendur til boða gisting og
matur gegn hóflegri greiðslu. Allir
framhaldsskólar eru hvattir til að taka
þátt í mótinu og sækja gestrisna Sauð-
krækinga heim. Spiluð verður sveita-
keppni og silfurstig verða gefin á mót-
inu.
Allar nánari upplýsingar gefa: Ólafur
Jónsson, s. 95-35798, Jón Sindri, s.
95-35417, og Jonas, s. 95-35217.
Bridshátíð 1991
Hin sívinsæla Bridshátíð Bridssam-
bands íslands og Flugleiða verður eins
og undanfrin ár í febrúar, 15. til 18.
Skráningar í tvímenninginn og
sveitakeppnina eru að hefjast, allir
geta verið með í sveitakeppninni, það
þarf bara fjögurra manna lið! Áætlað
er að hafa tvímenninginn 48 pör og
þriggja manna nefnd mun velja úr
umsóknum.
Frestur til að sækja um að vera með
í tvímenningnum er til mánudagsins
4. febrúar kl. 17.00. Sama gjald verður
og síðasta ár, 10.000 í tvímenninginn
og 16.000 í sveitakeppnina. Verðlaun-
afé verður einnig það sama og í fyrra
eða $ 12.000 samtals. Spilað verður á
Hótel Loftleiðum og byijar tvímenn-
ingskeppnin 15. febrúar kl. 19.00.
Nýsköp-
uðNikita
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Nikita (,,Nikita“). Sýnd í Há-
skólabiói. Leikstjóri: Luc Bes-
son. Aðalhlutverk: Anne Pa-
rillaud, Jean-Hugues Anglade,
Tcheky Karyo, Jeanne Moreau,
Jean Reno.
Franski leikstjórinn Luc Besson
kann að byija bíómyndir. Fjórir
dóphausar ganga eftir regnvotum
strætum í átt að verslun sem þeir
ætla að ræna. Einn þeirra dregur
dauðann félaga sinn á eftir sér. í
versluninni kemur eigandinn að
þeim, þeir skjóta hann, en um leið
birtist lögreglan og tryllingslegur
skotbardagi hefst. Dóphausamir
skríkja og falla einn af öðrum nema
Nikita, sem veit ekki í þennan heim
né annan þar sem hún situr undir
borði. Þegar lögreglumaður ætlar
að hjálpa henni, skýtur hún hann
í hausinn. Hún er dæmd í 30 ára
fangelsi og myndin er tæpast hafin.
Þótt Besson, sem er stílisti góð-
ur, hafi lag á að byija myndir þann-
ig að hann nær óskiptri athyglinni
hefur honum.ekki tekist neitt sér-
lega vel að halda dampi. Þessi nýj-
asta mynd hans, Nikita, er undan-
tekning. Hún byijar sannarlega
með hvelli og hún gefur aldrei eft-
ir en heldur sínum hraða og harða
frásagnarstíl til loka. Nikita er
jafnvel bestahnynd Bessons, hörku-
legur og myrkur þriller, skemmti-
lega uppbyggður og leikstýrt í
hvössum og alltaf pínulítið kómísk-
um stíl Bessoris.
Myndin hans er að vísu talsvert
gloppótt í handriti (ekkert nýtt) og
skilur eftir dulitla tómleikatilfinn-
ingu í lokin en hún er viðburðarík
og ánægjulega frábrugðin banda-
rísku sakamálamyndunum, öflug
og grimmileg. Hún þolir ekki vel
nákvæma skoðun og vekur kannski
fleiri spurningar en hún svarar.
En hún er fantagóð á meðan hún
gengur.
Persónur Bessons eru hinar at-
hyglisverðustu eins og alltaf og
söguþráðurinn rétt handan við hið
mögulega. Nikita, ofsafengin og
tryllingsleg, er kölluð til æðri starfa
fyrir franska ríkið eftir að hún er
sett í fangelsi. Lát hennar er sett
á svið í fangelsinu og hún fær
nýtt líf, annað tækifæri, ef hún
gerist leigumorðingi fyrir einhveija
leynistofnunina. Ef hún fellst ekki
á það bíður hennar grafreiturinn.
Á nokkrum árum er hún þjálfuð í
öllu því sem leigumorðingjar þurfa
að kunna og síðan er henni hleypt
út í lífið. Villingurinn hefur verið
taminn. í staðinn fyrir að drepa
stjórnlaust drepur hún eftir skipun.
Það er boðskapur hér um tvöfalt
siðferði sem Besson er ekkert að
dvelja alltof lengi við frekar en
margt annað í myndinni. Myndin
er alltaf áferðarfalleg og skemmti-
lega tekin en sumt er óþarflega
fljótvirknislegt í handriti. Leyni-
þjónustan sem hún vinnur fyrir er
aldrei útskýrð; Nikita heldur dular-
gervinu þar til sambýlismaður
hennar veit uppúr þurru hvemig í
öllu liggur og lokakaflinn þegar
Victor „ræstitæknir" kemur til sög-
unnar með sýmflöskurnar er full-
komlega á skjön við það sem á
undan er gengið, afkáralegur hryll-
ingur þar sem algerlega ný persóna
er kynnt til sögunnar, sem allir
virðast þekkja nema áhorfendur.
Það gerir endann veikari en tilefni
er til.
En þama era líka fyrsta flokks
senur unnar af meistarahöndum.
Afmælisveisla Nikita á fína veit-
ingastaðnum þegar henni er í
fyrsta sinn hleypt út úr fangelsinu
er frábærlega sviðsett en um leið
einkar sársaukafull lýsing á þeim
raunveraleika sem hún á eftir að
búa við. Og verkefnið í Feneyjum,
þar sem Nikita er með fómarlamb
í miðinu út um klósettgluggann á
hótelherberginu og sambýlismað-
urinn nuðar í henni hinumegin við
hurðina, rambar á barmi svartrar
kómedíu. Nikita er sannarlega
skemmtileg mynd, ekki með öllu
gallalaus, en sérstök og öflug frá
leikstjóra sem kann vel að magna
upp töfra kvikmyndanna.
)
Ellen
Siggi
Maggi
í áwiícC.
Aldrei bt'íri
Næturmatseðill. Snyrtilegur klæðnaður.
Miðaverð kr. 700.
DANSBARiNN
Grensásvegi 7, slmar 688311 og 33311
Ath.: Matargestir á Mongolian
Barbecue fá frítt inn.
Laugavegi 45 - s. 21255
í kvöld:
ATLANTIS
• Karl Örvarsson
.. og
Atli Örvarsson
úrStuðkompaníinu,
Sigfús Óttarsson
úr Rokkabillí-bandinu,
Þorvaldur Þorvaldsson
úrTodmobil,
Friðrik Sturluson
úrSálmni.
Fínt band Dað
FJORÐURININ
DISKOTEK
Frítt inn. Húsiö opnaö kl. 23.
Ath. laugardagskvöld:
„Stones"- kvöld, Sveitin milli sanda
NILLA BAR
Hilmar Sverris
heldur uppi stuði
Opið frá
kl. 18.00—03.00.
FOSTUDAG & LAUGARDAG
10-03
SUNNUDAG 10-01
|Hor0awT)Tnt»ií»
VITASTIG 3 t.
SÍMI623137 'J
Föstud. 18. janúar
Opiðkl. 20-03 íkvöld
STUDHLJÓMSVEITIN
Björgvin Gíslason, gítar
Sveinn Guðjónsson, ^
hljómb., söngur
Halldór Olgeirsson,
trommur, söngur
Sigurður Björgvinsson,
bassi, söngur
FRÍTTTIL KL. 22
Aðgangur kr. 500
HELGARSTUÐ - EINS OG ÞAÐ
GERIST BEST!
Laugardagskvöld:
Sunnudagskvöld:
hljómsveitin
söngkonan
Gestur kvöldins
söngvarinn góðkunni
Mánud. & þriðjudagskvöld:
Opiðkl. 20-01
LJÚFLINGARNIR
Frítt inn!